Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2002, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2002, Blaðsíða 21
21 FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2002 DV Tilvera Rosie Perez 38 ára Leikkonan og dansar- inn Rosie Perez á afmæli í dag. Hún fæddist í Brooklyn í New York og var ein af tíu systkinum. Þegar hún var aðeins tólf ára var hún sett á heimili fyrir vandræðaböm eftir að hafa skor- ið konu á háls. Það var i Los Angeles sem danshæfileikar hennar voru upp- götvaðir. Sem dansari og danshöfund- ur vann hún við myndbandagerð með ýmsum frægum nöfnum í poppinu. Hún sneri sér að kvikmyndum eftir að Spike Lee fékk hana til að leika í Do the Right Thing. Hún fékk óskarstil- nefningu fyrir leik sinn í Fearless. j.viuutaMiii.u frnnst þörf i Gildir fyrir laugardaginn 7. september Vatnsberinn (20. ian.-18. febrö: I Gamall vinur kemur í óvænta heimsókn síðari hluta dags og segir þér heldur en ekki undarlegar fréttir. Happatölur þínar eru 9, 17 og 26. Fiskarnir q9.,.fetir.-20, mgr?): ; Láttu sem ekkert sé Iþó að einhverjir séu að finna að við þig. Það er ekkert annað en öfund yfir velgengni þinni sem býr þar að baki. Hrúturlnn (21. mars-19. aoriD: . Vinir þínir eru ekkert ' sérlega skemmtilegir við þig. Það gæti verið að þú þyrftir að vera dálítið skemmtilegri sjálfur. Happatölur þínar eru 7, 25 og 36. Nautlð (20. april-20. mah: / Þú ferð út að skemmta þér og kynnist [ einhverjum sérstak- lega spennandi. Ekki er ólíklegt að eitthvert framhald verði á þeim kynnum. Tviburarnlr (21. maí-2i. iúnn: Þú þarft að taka 'afstöðu í erfiðu máli. Ekki hika við að leita eftir aðstoð ef þér ? vera á henni. Vinur þinn endurgeldur þér greiða. Krabblnn (22. iúni-22. iúit): Þér finnst þú hafa mik- t ið að gera. Hvemig væri ' að reyna að virkja fieiri ____ í staríið í stað þess að gera alít sjálfur? Vertu aðgætinn í öllu sem varðar peninga. Uónld (23. iúlí- 22. áaúst): I Þú kynnist einhveijum sérstaklega skemmti- legum og áhugaverð- um. Hjón og pör eiga sérlega góðar stundir saman og huga að sameiginlegri framtíð. Mevlan (23. áeúst-22. sent.); Það er svo ótal margt hægt að gera ef maður .er hugmyndaríkur. Þér gengur allt í haginn og ekki er laust við að þú finnir fyrir öfund í þinn garð. Vogln (23. sept.-23. okt.l; Eitthvað spennandi og mjög undarlegt gerist í dag. Þú skalt ekki láta álit þitt í Ijós nema beðið verði sérstaklega um það. Sporddreklnn (24. okt.-2i. nóv.i: Þér finnst þú dálítið einn í heiminum mn I þessar mundir. Þetta jástand varir ekki lengi þar sem þú kynnist mjög áhuga- verðri persónu næstu daga. Bogmaðurlnn (22. nóv.-21. des.l: —^Nú er svo sannarlega Fóþarfi að láta sér leið- 'Cí ast, það er svo mikið \ um að vera í kringum þig. Ferðalag er í imdirbúningi og þú hlakkar mjög til. Stelngeltln (22. des.-19. ian.l: Einhver er að reyna að fá þig til að gera eitthvað sem þú ert verulega hikandi við. Þú þarft bara meiri tima til að hugsa þinn gang. Fjallið mitt -13. hluti Glæsilegur er Geitlands j ökull -sbs Botnlangi úr Langjökli Geitlandsjökull er vestasti hluti Langjökuls og er 1.390 metrar á hæð. Þetta er sjálfstæður móbergs- stapi með hvíta jökulhettu á toppi. Hæst er hún nokkru hærri en sjálf- ur meginjökullinn en segja má að jökullinn sem kenndur er við Geitland sé eins konar botnlangi hans. Að því er fram kemur í bók- inni Fólk á fjöllum má ætla að allt að fjögurra og hálfs tíma ganga sé á Geitlandsjökul frá Prestahnjúki. Verður að gæta fullrar varúðar í ferðinni, sem engu að síður er nokk- uð auðfarin. í heimildum kemur fram, rétt eins og í frásögn Garðars Eiríkssonar hér til hliðar, að útsýni af jöklinum sé einkar fagurt. Fagur- lega sjáist til fjalla, svo sem Bláfells, Jarlhettna, Hagafells, Hlöðufells og Skjaldbreiðar. „Handan Kaldadals fer mikið fyr- ir oki, enda í næsta nágrenni. í norðri er Strútur og Hafrafell nær og Eiríksjökull sem ber yfir Lang- jökul,“ segir í Fólki á fjöllum. - segir Garöar Eiríksson „í upphafi kom mér í hug Snæ- fellsjökull en þegar ég hugleiddi þetta betur varð Geitlandsjökull fyr- ir valinu. Það er kannski ekki það fjall sem menn ganga mikið á en margir komast á íjallið á vélsleðum eða sérútbúnum jeppum. Er þá far- ið upp frá Langjökli bratta snjófönn norðan til á fjallinu. Frá Húsafelli er stutt að fara upp í Geitland, þar sem ferðaþjónustufyrirtæki gerir út vélsleðaleigu," segir Garðar Eiríks- son, skrifstofustjóri og vélsleðamað- ur á Selfossi. Hann hefur mikið ferðast um hálendið, og þá ekki síst á vélsleðum yfir vetrartímann og það við allar aðstæður. Hefur Garð- ar um langt skeið starfað með björg- unarsveitum-og verið i forystusveit Slysavamafélagsins Landsbjargar. Grettir hjá þursinum Þóri Geitlandsjökull er eins konar tota sem gengur út úr suðvestanverðum Langjökli. „I góðu veðri er útsýn einhver sú víðáttumesta á þessum hluta landsins," segir Garðar og heldur áfram: „Séð verður til Kald- bakshorns á Ströndum, vestur um Snæfellsnes og Borgarfjörð, suður til Vestmannaeyja, austur á Tungnafellsjökul og Vatnajökul, svo fátt eitt sé nefnt. Þá hefur maður upplifað það, oftar en einu sinni, að horfa niður á þyrlur og smærri flug- vélar í útsýnisflugi yfir þessu ægifagra og sérstæða landsvæði. Þarna á hákolli jökulsins hafa björgunarsveitir komið upp endur- varpa fyrir íjarskiptakerfi sitt, sem er sérstakt listaverk, ekki ólíkt því að geimfar hafi lent á fjallinu." Við rætur Geitlandsjökuls er hinn fáfarni og sérstaki Þórisdalur og skammt er í litfagran Presta- hnjúk. Um Þórisdal segir í Grettlu að Grettir Ásmundarson hafi dvalið um stund í dalnum hjá þursinum Þóri. Fyrir nokkrum öldum var dal- urinn talinn týndur en árið 1664 hófu tveir prestar leit að útilegu- mannabyggð í Þórisdal. Fundu þeir DV-MYND -NH Fjallamaðurinn „Þetta og svo margt annaö eru svip- myndir úr hinni einstöku íslensku náttúru, “ segir Garöar Eiríksson á Selfossi sem hefur víöa feröast um hálendi landsins. Svæöiö viö Lang- jökul heillar hann mjög en þar á hann fjallaskála í félagi meö nokkrum öörum. breytnin mikil, hvort heldur það er við Geitlandsjökul eða annars staö- ar á landinu. Hann nefnir í því sam- bandi meðal annars Torfajökuls- svæðið sem er „heillandi heimur“, eins og hann kemst að oröi, og seg- ir þar gaman að ferðast á sumri jafnt sem vetri. Hann nefnir líka Langjökul og svo svæðið vestur af Vatnajökli, Hofsjökul og síðan Kerl- ingarfjöll sem afar skemmtileg svæði. „Það er til dæmis mjög gaman að koma á vélsleða snemma að vori inn í Þjórsár- ver og sjá gæsina setjast þar. Hún þarf ekki nema örfá strá upp úr fönninni til að vita af þúfnakollum þar undir, þar sem hún velur sér síðan hreiðurstað í framhaldinu. Þetta og svo margt annað eru svipmyndir úr hinni einstöku íslensku náttúru." dalinn og sáu engin merki útilegu- manna. Þótti þessi ferð þeirra djarf- leg á þeim tíma, að því er fram kem- ur í íslandshandbókinni sem Öm og Örlygur gáfu út. Örfá strá upp úr fönninni „Við Tjaldafell, skammt sunnan við Langjökul, hef ég átt hlut í fjalla- skála á annan áratug og þegar ég dvel þar hef ég fyrir augum mörg tignarleg fjöll sem eru heillandi hvert um sig, svo sem Skjaldbreið- ur, Þórisjökull, Geitlandsjökull, Stóra-Bjömsfell, Hlöðufell og Skrið- an,“ segir Garðar. Hann telur að mörg þessara fjalla sé hægt að sigra á vélsleða að vetri til og sjá veröld- ina í nýju ljósi. Það er sá ferðamáti sem hann hefur mest notað undan- farið ár og haft mikla ánægju af. „Vélsleðinn gefur þeim sem ekki em góðir til gangs möguleika á að skoða með auðveldum hætti fjalla- heim íslenskrar náttúru að vetri til sem að öðrum kosti væri þeim lok- aöur,“ segir Garðar. Hann bætir því raunar við að það sé mikil lífsnautn og forréttindi að hlaða batteríin í ís- lensku fjallaumhverfi enda fjöl- Allir íþróttaviðburðir í beinni á risaskjám. Pool. Eóður matseðill. Tökum að ukkur hópa, starfsmannafélög. Stórt og gntt dansgólf. Bæjarlind 4 • BOI Kópavogur • Sími 544 5514

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.