Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2002, Blaðsíða 6
6
FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2002
DV
Fréttir
BAT Nordic í mál gegn íslenska ríkinu vegna tóbaksvarnarlaganna:
Segja ákvæði laganna
stríða gegn stjórnarskrá
- Blaðamannafélagið varaði við takmörkun á stjórnarskrárbundnum réttindum
Tóbaksrisi gegn ríkinu
Fulltrúar tóbaksfyrirtækisins BAT Nordic kynna málshöfðun sína gegn íslenska ríkinu en þeir telja tóbaksvarnarlögin
brjóta gegn stjórnarskrárbundnum réttindum.
Þingfest var í gær í Héraðsdómi
Reykjavíkur mál tóbaksfyrirtækis-
ins British American Tobacco Nor-
dic Oy (BAT Nordic) gegn íslenska
ríkinu. Krefst fyrirtækið að viður-
kennt verði með dómi að ákvæði tó-
baksvarnarlaga séu stjórnskipulega
ógild. Er vísað til ákvæðis sem bann-
ar umfjöllun um tóbak nema til að
vara sérstaklega við skaðsemi þeirra
og ákvæðis sem bannar að tóbak eða
vörumerki tóbaks séu sýnileg við-
skiptavinum á útsölustöðum. BAT
Nordic telur þessi ákvæði ganga í
berhögg við ákvæði stjórnarskrár-
innar um tjáningarfrelsi, friðhelgi
eignarréttar og atvinnufrelsi.
„Við gerum okkur grein fyrir að
þeir sem reykja eigi á hættu að fá
sjúkdóma tengda reykingum. Því
styðjum við að settar séu skynsam-
legar reglur um tóbak i samráði við
hagsmunaaðila. Ástæða þessarar
málsóknar er sú að við viljum verja
tjáningarfrelsi okkar og fá viður-
kennt að heimilt sé að hafa vörur
okkar sýnilegar á sölustöðum. Við
teljum einnig að ákvæði tóbaks-
vamarlaganna, sem banna alla um-
fjöllun í fjölmiðlum um einstakar
tegundir tóbaks nema til að vara við
skaðsemi þeirra, sé brot á stjómar-
skránni,“ sagði Roy Herold, fram-
kvæmdastjóri BAT Nordic, þegar
málshöfðunin var kynnt í gær.
Jakob Möller hrl. flytur málið fyr-
ir hönd BAT Nordic, sem er hluti af
einu stærsta tóbaksfyrirtæki heims.
Auk fyrrgreindra krafna fyrirtækis-
ins er þess kraflst að viðurkennt
verði með dómi að fyrirtækinu sé
heimilt að miðla upplýsingum um
vörur sínar til smásala og annarra
innan greinarinnar. BAT Nordic tel-
ur að það hvíli á íslenska ríkinu að
sanna að fyrrgreind ákvæði tóbaks-
varnarlaga brjóti ekki gegn stjóm-
arskrárvörðum réttindum félagsins.
Vekur félagið auk þess athygli á að
tóbak er lögleg vara á íslandi og að
það er flutt inn af íslenska ríkinu.
Gagnrýni úr ýmsum áttum
Tóbaksvamarlögin sem hér um
ræðir voru umdeild fyrir ýmissa
hluta sakir. Sýndist sitt hverjum
um tiltekin atriði. Var t.d. varað við
því að sumt kynni að skerða ein-
staklingsfrelsið. Þá bentu reykinga-
menn á að tóbak væri löglegt á ís-
landi og nokkurrar tvöfeldni gætti í
þessum efnum.
Tveir lögfræðingar heilbrigðis-
ráðuneytisins, auk lögfræðings Tó-
baksvarnarnefndar, sömdu fmm-
varpið en þaðan fór það til heilbrigð-
isnefndar Alþingis. Allir þingtlokkar
fengu frumvarpið til umfjöllunar.
Heilbrigðisnefnd samþykkti lögin
samhljóma. Enginn þingmaður
greiddi atkvæði gegn frumvarpinu.
Þorgrímur Þráinsson hjá Tóbaks-
varnarnefnd sagði við DV: „Þeir sem
fetta fingur út í þetta eru í raun að
lýsa vantrausti á alla þá sem em
búnir að samþykkja frumvarpið."
í DV í maí 2001 sagði Sigurður
Jónsson, framkvæmdastjóri Kaup-
mannasamtakanna, að áhrifin á
verslunina yrðu mikil vegna lag-
anna og sumt væri beinlínis hjákát-
legt. „Það þarf leyfi til að seija eitt-
hvað sem hvorki má sýna né tala
um og svo virðist markmiðið vera
það helst að svipta menn aftur leyf-
inu sem fyrst,“ sagði hann.
Blaðamannafélag Islands sendi
Alþingi og heilbrigðisráðherra
harðorð mótmæli vegna frumvarps-
ins en þær athugasemdir höfðu ekki
áhrif á þingheim. í tilkynningu frá
BÍ sagði m.a.: „Stjómarskráin segir
að ritskoðun og aðrar sambærilegar
tálmanir á tjáningarfrelsi megi
aldrei í lög leiða. Frumvarp til laga
um breytingu á tóbaksvamarlögum
bannar „hvers konar umfjöllun í
fjölmiðlum" um einstakar tegundir
tóbaks nema tilgangurinn sé að
„vara sérstaklega við skaðsemi
þeirra". Stjómvöld vilja múlbinda
fjölmiðla nema þeir séu tilbúnir að
láta siga sér á tóbaksframleiðendur.
Bl hefur skilning á þeirri viðleitni
stjórnvalda að draga úr skaðsemi
reykinga í þjóðfélaginu en varar
eindregið við hvers konar takmörk-
unum á stjómarskrárbundnum rétt-
indum þegna landsins. Þeir hags-
munir era meiri en umræddu laga-
ákvæði er ætlað að vemda. Tilgang-
urinn má ekki helga meðalið.“ -hlh
Sjálfvirk plastkarasamstæða
Jóhann Jónasson, framkvæmda-
stjóri 3X-Stál, er ánægöur með sýn-
inguna sem gefi tækifæri á aö
styrkja tengslin við viðskiptavinina.
Ný meðhöndlun
á plastkörum
Eitt þeirra fyrirtækja sem kynna
vöru sína á íslensku sjávarútvegs-
sýningunni 2002 er 3X-Stál ehf. sem
starfar á ísafirði og í Garðabæ.
Jóhann Jónasson, framkvæmda-
stjóri fyrirtækisins, segir þetta eina
fyrirtækið á markaðnum sem bjóði
upp á heildarlausn á meðhöndlun
fiskikara í fiskvinnslunni. „Við höf-
um nýveriö sett upp slíkt kerfi hjá
Granda hf. sem er eitt það fullkomn-
asta sem völ er á og eins það sem er
hjá Útgerðarfélagi Akureyringa.
Þetta er sem sagt alsjálfvirk með-
höndlun á plastkörum, frá því lyftari
afhendir stæðu af hráefni í móttöku
og tekur síðan plastkörin út stöfluð
og þrifin á hinum enda vinnslulín-
unnar.“
- Hvaða máli skiptir svona sýning
fyrir ykkar starfsemi?
„Þessi sýning er fyrst og fremst
ætluð til að styrkja tengsl við ís-
lenska viðskiptavini okkar. Við tök-
um þátt í þremur til fjórum sýning-
um árlega í Evrópu og í Ameríku, en
þessi sýning hér er mjög góður vett-
vangur fyrir okkur.“ -HKr.
íslenska sjávarútvegssýningin:
Erfitt að selja ís-
lendingum skip í dag
- segir Bárður Hafsteinsson framkvæmdastjóri
DV-MYND E.ÓL
Ný hönnun á nóta- og flottrollsveiðlskipi
Bárður Hafsteinsson segir verkefni Skipatækni í dag að
mestu vera í hönnun á skipum fyrír erlenda aðila. Hér er
hann við alveg nýja hönnun frá norskum meðeiganda Skipa-
tækni, Vik-Sandvik, sem þykir um margt sérstök.
Skipatækni er þekkt fyr-
irtæki hér á landi og hefur
hannað mörg þekkt skip i
flotanum, m.a. Ingunni AK-
150, Hugann VE-55 og Guð-
rúnu Gísladóttur KE-15
sem sökk eftir strand við
Noregsstrendur fyrir
skömmu. Fyrirtækið var
stofnað á íslandi 1974, en er
nú í nánu samstarfi við
norska fyrirtækið Vik-
Sandvik AS. Bárður Haf-
steinsson, framkvæmda-
stjóri og skipahönnuður, á
þó enn 51% í fyrirtækinu
ásamt fjölskyldu sinni, en
Vik-Sandvik á 49%.
- Hvemig gengur að
selja íslendingum skip í
dag?
„Það gengur ekki neitt
og þetta er erfiður
„bransi". Það er ekkert á
döfinni, en við skulum vona að
menn hressist og fari í einhverjar
fjárfestingar á næsta ári. Það er orð-
in veruleg þörf á endumýjun í flot-
anum.“
Bárður segir að Skipatækni sé
hins vegar í mörgum erlendum
verkefnum með Vik-Sandvik.
Þannig hafi þeir m.a. alfarið séð um
hönnun á stóru kapalskipi sem er
sérhannað fyrir grannsævi og til
notkunar i Karíbahafmu. Það skip
er smíðað í Króatíu fyrir þýskt fyr-
irtæki og verður notað til að leggja
ljósleiðara.
Bárður segir að á sýningunni sé
meðal annars kynnt ný
hönnun frá Vik-Sandvik
á 90 metra löngu og 16
metra breiðu nóta- og
flottrollsveiðiskipi.
„Ganghraðinn á þessu
skipi er um 20 mílur. Það
sem er sérstakt við þetta
skip er m.a. að nótin er
tekin inn um síðuna í
lokaðan nótakassa og
lögð þar sjálfvirkt niður.
Öll spil og flottrollstroml-
ur eru undir dekki svo
mannskapurinn verður í
skjóli fyrir veðri og vind-
um. Þetta skip á að geta
fiskað í vondum veðrum
á norðlægum slóðum og
tekur um 2.000 tonn í lest-
ar af kældum afla. Gang-
hraði skipsins verður
mikill og vélin um 10.000
hestöfl."
Bárður segir að ein útgerð í Nor-
egi sé þegar búin að semja um smiði
á slíku skipi, en það er sama útgerð
og átti Óla í Sandgerði sem um tíma
var á Akranesi. Hann segir að
skrokkur skipsins verði líklega
smiðaður i Rúmeníu en skipið síðan
fullklárað í Noregi. -HKr.
jgsHZiXii/SZ)}!
REYKJAVIK AKUREYRI
Sólarlag í kvöld 20.27 20.14
Sólarupprás á morgun 06.27 06.15
Síðdegisflóó 18.40 23.03
Árdegisflóð á morgun 06.25 10.58
Stöku skúrir
Norðlæg átt og léttir til, 5-10 m/s
og bjartviðri en stöku skúrir
austaniands og 10-15 m/s við
ströndina. Fremur hæg breytileg átt,
léttskýjað og hætt við næturfrosti í
innsveitum i nótt. Hiti 8 til 15 stig.
Skýjað með köflum
Suðvestan 5-10 m/s norðvestan til
en annars breytileg átt. Skýjaö meö
köflum vestan til en léttskýjað
austan til. Hiti 8-10 stig að
deginum.
Sunnudagur Mánudagur Þriðjudagur
Híti 8° Hiti 6° Hiti 8°
«115° tif 14° «115°
Víntíur: I 3-8m/® Vindur: 3-8'iV'a Vindur: 2-10 m/»
| Suövestlæg eöa broytileg átt. Skýjaö meö kóflum vestan til. Hæg austlæg eöa breytileg átt. Þurrt aö kalla. Austiæg átt. Rigning austaniands en skýjaö meö köflum og úrkomufltiö.
7»
m/s
Logn 0-0,2
Andvari 0,3-1,5
Kul 1,6-3,3
Gola 3,4-5,4
Stinningsgola 5,5-7,9
Kaldi 8,0-10,7
Stinningskaldi 10,8-13,8
Allhvasst 13,9-17,1
Hvassviðri 17,2-20,7
Stormur 20,8-24,4
Rok 24,5-28,4
Ofsaveður 28,5-32,6
Fárviðri >= 32,7
Í^TA J 'X 3 ''' ‘ ‘ -
AKUREYRI rigning 7
BERGSSTAÐIR úrkoma 6
BOLUNGARVÍK úrkoma 6
EGILSSTAÐIR alskýjaö 7
KIRKJUBÆJARKL. skýjað 11
KEFLAVÍK skýjað 9
RAUFARHÖFN alskýjað 7
REYKJAVÍK skýjað 9
STÓRHÖFÐI skýjaö 9
BERGEN skýjað 12
HELSINKI þrumuveöur 16
KAUPMANNAHÖFN léttskýjað 16
ÓSLÓ súld 14
STOKKHÓLMUR 12
ÞÓRSHÖFN
ÞRÁNDHEIMUR skýjað 10
ALGARVE léttskýjað 16
AMSTERDAM þokumóða 16
BARCELONA skýjað 20
BERUN þoka 15
CHICAGO heiöskírt 17
DUBUN skýjað 10
HAUFAX heiðskírt 12
FRANKFURT léttskýjaö 12
HAMBORG lágþokublettir 12
JAN MAYEN léttskýjaö 4
LONDON rigning 16
LÚXEMBORG lágþokublettir 12
MALLORCA skýjað 19
MONTREAL heiðskírt 11
NARSSARSSUAQ alskýjað 5
NEW YORK heiörskírt 19
ORLANDO skýjað 23
PARÍS lágþokublettir 12
VÍN léttskýjaö 19
WASHINGTON heiöskírt 18
WINNIPEG léttskýjaö 17