Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2002, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2002, Blaðsíða 13
13 FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2002_______________________________________________________ DV_____________________________________________________________________Viðskipti Umsjón: Viðskiptablaöið HEILDARVIÐSKIPTI 3.300 m.kr. Hlutabréf 1700 mkr. Ríkisbréf 600 mkr. MEST VIÐSKIPTI Baugur 560 mkr. € íslandsbanki 530 mkr. 0 Landsbankinn 170 mkr. MESTA HÆKKUN O Skýrr 12,2% 0 Tangi 10,7% 0 Baugur 10,6% MESTA LÆKKUN 0 Marel 2,6% 0Flugleiðir 1,3% 0 Landsbankinn 0,3% ÚRVALSVÍSITALAN 1,292 - Breyting 1,4% Fj ármálafyrirtæki: Spá 0,42% verðbólgu í september Fjármálafyrirtækin Búnaðar- bankinn, Landsbankinn, íslands- banki og SPRON spá því að verð- bólga í september verði 0,42%. Ef rétt reynist mun 12 mánaða verð- bólga mælast 3% en síðasta 12 mán- aða mæling nam 3,2%. Af þessum fjórum fjármálafyrirtækjum var ís- landsbanki svartsýnastur á horfum- ar en hann spáir 0,5% hækkun milli ágúst og september. Búnaðarbank- inn og SPRON voru hvort um sig með spá upp á 0,4% og spáði Lands- bankinn lægst, eða 0,36%. Forsendur spáa fyrirtækjanna eru sumarútsölulok með hækkun fatnaðar í kjölfarið og hækkun olíu- félaganna á eldsneyti, en heims- markaðsverð á eldsneyti hefur ver- ið að hækka að undanfömu. Þau gera reyndar einnig ráð fyrir hækk- un á húsnæðislið vísitölunnar en sá liður hefur verið að hækka að und- anfómu. íslandsbanki telur að einnig megi gera ráð fyrir hækkun á liðnum tómstundir og menning sem stafar m.a. af hækkunum á námskeiðum, íþróttaiðkun og sjón- varpsáskrift. Fiskneysla tvöfaldast á næstu 30 árum Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuöu þjóðanna hefur birt nýja skýrslu þar sem því er spáð að íiskneysla muni aukast meira en sem nemur fólksfjölgun fram til árs- ins 2030. Gert er ráð fyrir að fiskneysla muni aukast um tvo þriðju frá því sem hún er nú og fari í 150-160 milljónir tonna, en það gerir um 19 kíló af fiski á hvert mannsbam. Skýrsluhöfundar telja eftirspurnina enn meiri og fullyrða að tækist að styrkja framboðshlið- ina hraðar en gert er ráð fyrir í skýrslunni gæti fiskneysla farið í 186 milljónir tonna, eða tvöfaldast frá þvi sem nú er. Fram kemur í lýðfræðirannsókn stofnunarinnar aö þróun fiskneyslu og eftirspumar verði mjög mismun- andi eftir landsvæðum og ráði efna- hagsaðstæður mestu þar um. Þannig er gert ráð fyrir að hlutfall flsks í mataræði í Afríku og Mið- austurlöndum muni dragast mjög saman. Að Egyptum undanskildum hafa þjóðir á þessum slóðum nánast ekkert hugað að fiskeldi, en þorri þess fisks sem auka á framboðið á næstu áratugum verður að öllum líkindum eldisfiskur. Þetta kemur fram í Morgunpunktum Kaupþings. Eins og vísast mátti gera ráð fyr- ir eykst fiskur sem hlutfall af mataræði í Evrópu og Norður-Am- eríku en breytist lítið í Suður-Amer- íku og Kína. Hins vegar er búist við að mesta aukningin í fiskneyslu verði í ríkari löndum í Suðaustur- Asíu. Jafnvel er búist við að hún tvöfaldist og nemi þannig 40 kilóum á mann árið 2030. Landsbanki íslands í Austurstræti. Afkoma fimm stærstu sparisjóð- anna á landinu ásamt Sparisjóðabank- anum var mun verri fyrsta hálfa árið en á sama tímabili í fyrra. Þannig nam samanlögð afkoma þeirra fyrstu sex mánuði ársins tapi upp á 9 millj- ónir króna, samanborið við hagnað upp á tæpar 900 milljónir króna í fyrra. Þetta vekur nokkra athygli vegna þess að afkomubati viðskipta- bankanna fjögurra, Landsbankans, Búnaðarbankans, Islandsbanka og Kaupþings, nam 107% milli sömu tímabila. í samtali við Sólon Sigurðsson, ann- an bankastjóra Búnaðarbankans, kom fram að hann teldi þennan af- komumun á miili annars vegar við- skiptabankanna og sparisjóðanna hins vegar felast að einhverju leyti í stærðarhagkvæmni. Hann taldi einnig að fyrstu sex mánuðir síðasta árs hefðu hugsanlega ekki gefið mjög góða mynd af afkomu sparisjóðanna vegna þess að þá hefðu þeir margir hverjir innleyst töluverðan hagnað af sölu Kaupþings. Hann tók þó fram að hann hefði ekki skoöað þetta mál sér- Á allra næstu dögum verður skrif- að undir kaupsamning Flögu hf. á bandaríska fyrirtækinu Medcare Di- agnostics, en það hefur verið helsti keppinautur Flögu. Kaupverðið er um 1400 milljónir króna.Fyrirtækin hafa bæði sérhæft sig i gerð hugbúnaðar og tækja til svefnrannsókna Kaupþing banki hf. var ráögjafi Flögu við kaup- in og hefur umsjón með fjármögnun kaupanna, en fleiri fyrirtæki en Flaga sóttust eftir að kaupa Medcare. Sam- hliða þessum viðskiptum hefur tekist samkomulag um að Kaupþing kaupi 20% hlut í Flögu af dr. Helga Krist- bjamarsyni og fjölskyldu, en Helgi er stofnandi og frumkvöðull fyrirtækis- ins. Helgi og fjölskylda munu halda eftir 10% hlut í fyrirtækinu. Flaga áformar að sameina rekstur félaganna undir nafhi Medcare og verður eftir það stærsta fyrirtækið á sviði hugbúnaðar og tækja til svefn- rannsókna í heiminum, með rúmlega 100 starfsmenn. Svanbjöm Thorodd- sen, framkvæmdastjóri Flögu, segir að þrátt fyrir það séu möguleikar fé- lagsins til að vaxa enn frekar mjög góðir en mörg fyrirtæki á þessum markaði séu smá og starfi á afmörk- SPRON á Skólavörðustíg. staklega. I samtali við Hallgrím Jónsson hjá Sparisjóði vélstjóra, sem var reyndar eini sparisjóðurinn i hópi 5 stærstu sparisjóða landsins sem jók hagnað sinn á milli ára, kom fram að afskrift- ir sparisjóðanna vegna útlána hefðu verið miklar að undanfömu. „Ein- staklingar og heimilin í landinu hafa verið ansi skuldsett. Sparisjóðirnir hafa verið mjög stórir í útlánum til þeirra og verða þannig fyrir meiri höggum þegar dregur saman hjá þess- um aðilum." Hallgrimur sagði aö þrátt fyrir að einhverjir sparisjóðir hefðu innleyst gengishagnað af hluta- bréfum Kaupþings hefði einnig verið um að ræða tap á hlutabréfum á sið- asta ári þannig að ekki mætti skýra góða afkomu í fyrra álgjörlega með því. Kostnaðarhlutfallið hjá Sparisjóði vélstjóra er einungis 46% þannig að Hallgrímur sagði að það þyrfti ekki endilega að vera þannig að litlar ein- ingar væru óhagkvæmari í rekstri heldur en stærri einingar og var því að þessu leyti ósammála Sóloni. uðum svæðum. Alþjóðleg fyrirtæki á borð við Flögu em fá en Flaga hefur selt vörur sínar til 48 landa í 6 heimsálfum. Markaðshlutdeild Flögu í Bandaríkj- unum er í dag um 20% og svipuð á heimsvísu og því nægur markaður eftir til að vinna. Starfsemi sameinaðs félags verður á þremur stöðum: í Buffalo í Banda- ríkjunum, í Amsterdam og á íslandi, og verða höfuðstöðvar Medcare í Reykjavík. Svanbjörn segir að nýlegar breytingar á skattaumhverfi fyrir- tækja á íslandi hafi ráðið þar miklu um. „Við værum að öðrum kosti að greiða líklega um helmingi hærri skatta, hvort sem við værum að gera út frá Amsterdam eða Bandaríkjun- um,“ segir Svanbjöm og bætir við að aðgerðir stjómvalda hjálpi mjög ís- lenskum fyrirtækjum í útrás. Á fyrri hluta næsta árs er áætlað að gefið verði út nýtt hlutafé í Medcare og það boðið í lokuðu hlutafjárútboði. Enn fremur er stefnt að því að Medcare verði skráð á markaði á ár- inu 2004 og segir Svanbjöm að til að byrja með horfi menn til skráningar í Kauphöll fslands. Afkoma viðskiptabankanna og sparisjóðanna milli ára: Miklu betri afkoma viðskiptabankanna Viðskiptabankarnir 2001 2002 Mismunur milli ára Landsbankinn 162 927 765 íslandsbanki 1655 1647 -8 Búnaðarbankinn 57 1261 1204 Kaupþing 322 703 381 Samtals 2196 4538 2342 Sparisjóðirnir SPRON 464 -132 -596 Sparisjóður vélstjóra 120 154 34 Sparisjóður Hafnarfjarðar 113 -70 -183 Spkef 81,8 64,6 -17 Sparisjóður Mýrasýslu 44 25 -19 Sparisjóðabankinn 22 -95 -117 Samtals 844,8 -53,4 -898 Sameinað félag Flögu og Medcare: Höfuðstöðvarnar verða á íslandi TÍSKUOG LJÓSM YNDAFÖRÐUN Haustnámskeið 9. september.2002 Vetrarnámskeið 13. janúar 2003 www.noname.is NONAME NÝTT OG GLÆSILEGT HÚSNÆÐI 9 SEPTEMBER AÐ HJALLABREKKU 1 COSMETICS ICELAND 5.588-6525 HAUKUR DÓR sýnir málverk í Listasal Man, Skólavörðustíg 14. Verið velkomin, ásamt gestum ykkar, á opnun sýningar laugardaginn 7. september kl. 15.00. Sýningin verður opin mánudaga til föstudaga kl. 10.00-18.00, laugardaga kl. 10.00-18.00, laugardaga kl.10.00-17,00 og sunnudaga kl. 13.00-17.00. Sýningunni lýkur mánudaginn 17. september. HtWVO <2rt«í Aknl i ítri&> tm. haukirdOk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.