Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2002, Blaðsíða 12
12
FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2002
Skoðun
Spurning dagsins
Fórstu til útlanda í sumar?
Kristín Edda Siguröardóttir nemi:
Já, ég fór til New York í tvo og hálfan
mánuó sem au-pair, þaö var rosa-
lega gaman.
Sigrún Kristín Skúladóttir nemi:
Ég fór til Skotlands á tónlistarhátíö
og svo heimsótti ég Kristínu
til New York.
Helgi Guðjónsson nemi:
Ég fór til Bandaríkjanna aö heim-
sækja bróöur minn sem er þar í
skóla og gamla vini mína.
Guömundur Kári Ágústsson nemi:
Ég fór því miöur ekki neitt, ég eyddi
sumrinu kaldur ofan í skuröi.
Guðmundur Magnússon nemi:
Nei, en ég er aö fara 11. október
til London aö skoöa mig um
þar meö pabba.
Hlynur Árnason nemi:
Ekkert í sumar.
1 j0*SsGíb$&S8& «. 1 fMmkk
I f-' ss.lNlv
Ingibjörg myndaöi ríkisstjóm meö Framsókn
- Alfreð yröi borgarstjóri.
Guð gripinn í fótinn
Margrét Björnsdóttir
skrifar:
Hvenær skyldu menn fara að sjá í
gegnum þetta eilífa drottningardek-
ur í kringum Ingibjörgu Sólrúnu
borgarstjóra? Ég get ekki séð að
stjóm borgarinnar sé neitt sérstakt
afrek og margt af því fólki sem þar
er við stjómvölinn fann örugglega
ekki upp púðrið og er borgarstjór-
inn þar ekki undanskilinn.
Það nýjasta er könnun sem
drengimir í Múmum (Kreml) létu
gera og kom þar fram að Samfylk-
ingin fengi talsvert meira fylgi ef
hún leiddi listann. Fylgið kæmi
einkum frá Framsókn og Vinstri
grænum. Svo komast menn að
þeirri niðurstöðu að þetta sé alveg
„Svo komast menn að
þeirri niðurstöðu að þetta
sé alveg œðislega sniðugt
því að ef Samfylkingin
fengi svolítið mikið meira
fylgi gceti hún jafnvel
myndað meirihluta með
Framsókn. “
æðislega sniðugt því að ef Samfylk-
ingin fengi svolítið meira fylgi gæti
hún jafnvel myndað meirihluta með
Framsókn.
í stuttu máli lítur þetta þannig út
ef maður dregur saman umfjöllun
fjölmiðla: Ingibjörg fer i framboð
fyrir Samfylkinguna og Alfreð Þor-
steinsson verður borgarstjóri. Hún
rífur síðan fylgið af Framsókn og
eitthvað af Vinstri grænum og
myndar síðan, ef hún fær svolítið
meira fylgi, stjórn með Framsókn
og ullar svo á Vinstri græna og sjálf-
stæðismenn ef plottið gengur upp.
Óþekktar stærðir í fléttunni eru
svo margar að þó að Samfylkingin
teldi sig hafa gripið guð í fótinn þá
kæmi ekki á óvart að einhver æpti í
vor, eins og Tarzan forðum, og voru
það reyndar hans síðustu orð: Hver
setti smjörlíki á kaðal-
innnnnnnnn...?
Góða skemmtun.
Umgangast atvinnu-
lausa eins og líkþráa
JMG
skrifar:____________________________
Nú setur Verkalýðsfélag Húsavík-
ur fram kröfu um hækkun atvinnu-
leysisbóta. Það hlýtur að vekja at-
hygli að þessi krafa kemur ekki frá
Eflingu, sem er fjölmennasta stétt-
arfélagið. Nei, þessi krafa kemur frá
litlu félagi úti á landi. Efling hefur
ekki sinnt hagsmunamálum at-
vinnulausra en umgengist þá eins
og líkþráa - fólk af annarri tegund.
Stjóm verkalýðsfélagsins Efling-
„Formaður Eflingar á að
vera baráttumaður en ekki
puntudúkka. “
ar veit kannski ekki að Harpa Njáls
félagsfræðingur telur að fjörutíu
þúsund vanti upp á ýmsar tegundir
bóta svo hægt sé að lifa á þeim. Og
Harpa Rut Hilmarsdóttir, erindreki
hjá Samiðn, segir að verkalýðsleið-
togar séu ekki fyrirmyndir sem
höfði til ungs fólks. Kannski var það
þess vegna að Sigurður Bessason,
formaður Eflingar, var settur í von-
laust og áhrifalaust sæti á R-listan-
um. Þetta sæti átti Sigurður aldrei
að taka. Formaður Eflingar á að
vera baráttumaður en ekki puntu-
dúkka. En forystufólkið vildi heldur
presta og fólk sem snýst um tilbúin
vandamál. Hjá því sitja hagsmunir
alþýðunnar ekki í fyrirrúmi. Það
vill deila og drottna. Og vera stóri
bróðir.
Garri
Blessuð börnin
Garra rak í rogastans á dögunum þegar DV
upplýsti hann um að Gerber bamamaturinn góð-
kunni væri svo gott sem á leiðinni burt úr hill-
um íslenskra verslana og það litla sem eftir yrði
myndi hækka stórkostlega í verði. Ástæðan var
sögð sú, að nú ætti að innleiða hér löngu tíma-
bærar reglur Evrópusambandsins um samræmd-
ar merkingar. Þetta blessaða samband gæti ekki
við það unað að jám, hitaeiningar, vítamin og
hvað það nú allt heitir væri mælt í hlutfalli við
amerískar únsur. Miðað skyldi við metrakerfið -
sem mun upprunnið í Frakklandi - eða öllu
heldur fjarskylda afurð þess: grömmin.
Stöngin algóða
Já, einhvers staðar hefur Garri lesið um það,
að upprunalegi „metrinn" sé geymdur á safni í
París. Stöngin sú sem einhver reiknaði út að
væri nákvæmlega einn tíu þúsundasti úr vega-
lengdinni frá miðbaug að norðurpól.
Þetta er merkileg stöng og markaði mikil
tímamót. Hún var ekki barn síns tíma, eins og
sagt er, heldur hefur hún staðist tímans tönn. En
óhófleg dýrkun á henni kemur nú niður á soltn-
um börnum í mörg þúsund metra fjarlægð. Þau
fá ekki að gæða sér á
heimsins besta krukkumat
vegna þess að enn fleiri
þúsund metra í burtu styðj-
ast menn við aðra stöng.
Mílur
Það liggur beinast viö aö
spyrja hver séu næstu
skref. Nú eru til dæmis
hraðamælar í mörgum am-
erískum bílum hannaðir
utan um mílur en ekki
kílómetra. Mílumar blasa
við manni stórum stöfum,
en kílómetramir oftast
pínulitlir þar við hliðina,
gjaman í rauðum eða grænum lit svo þeir sjást
varla á dökkum grunni mælaborðsins. Skapast
síst minni slysahætta af því að reyna aö greina
þá en að tala í farsíma, en það er sem kunnugt
er refsivert athæfi.
Það hlýtur að blasa við að mílumar verður að
banna í mælaborðum, rétt eins og únsum skal
útrýmt af matarborðum. Þá hættum við loksins
að kaupa ameríska bíla og kaupum bara evr-
ópska - í mesta lagi japanska. Og ef við gengjum
í sambandiö myndum við hætta að kaupa þá
japönsku líka. Tollamir sæju til þess.
Lexían er þessi: Skál fyrir frjálsum viðskipt-
um.
CyXrrl
Keikó
- frelsum hann!
Keikó meðal óvina
Dýrayerndairn^öijr hnngdi:
Það er ljóst að Keikó er meðal
óvina í Noregi. Þar á hann eftir að
bera beinin, því bráðir fiskimenn og
fiskeldismenn munu senda honum
kúlu ef ekkert verður að gert og hann
frelsaður. Þetta ævintýri með hvalinn
er að verða furðulegasta mál sem á
fjörur hefur rekið. Dellan í Banda-
ríkjamönnum ríður varla við ein-
teyming. Þessi einmana, alþjóðlegi
hvalur svamlar um höfin og á greini-
lega bágt. Ég legg til að reynt verði að
flytja hann aftur til Islands og leyfa
honum að sýna listir sínar fyrir al-
menning - og fóðra hann eins og
hvert annað gæludýr. Annars deyr
hann úr hungri.
Sérkennileg
auglýsingasala
Auglýsandi sendi línu:
Ég auglýsti bíl í Fréttablaðinu í síð-
asta mánuði. Auglýst var tilboð kr.
999 og ég skráði inn auglýsingu gegn-
um Netið og fékk staðfestingu á aug-
lýsingunni og uppgefið verð kr. 999.
Þegar svo VISA-reikningurmn birtist
þá eru innheimtar 1.203 krónur. Ég
gerði athugasemd við umrætt gjald og
einu viðbrögðin sem ég hef fengið:
Varstu að auglýsa bíl? Það kemur
málinu ekkert við hvort ég var að
auglýsa bíl eða eitthvað annað. Því í
auglýsingaferlinu valdi ég flokkinn
bílar til sölu, auk þess sem í auglýs-
ingatilboðum var ekki gerður greinar-
munur á því hvort hærra gjald væri
fyrir bOaauglýsingar eða ekki. Að
auki þá hef ég ekki fengið lögboðinn
reikning fyrir umræddri auglýsingu
né annarri auglýsingu sem var í júlí.
Skýringar á því eru að ekki eru út-
gefnir reikningar þar sem aðeins er
um að ræða staðgreiðsluviðskipti eða
skuldfærslu á greiðslukort. Þeir eru
samt ekki undanþegnir útgáfu reikn-
inga, sbr. lög um virðisaukaskatt.
Fátæktin er smán-
arblettur á okkur
Bára hringdi:
Ég sá grein í DV þar sem kvartað var
undan því að Mæðrastyrksnefnd var
lokuð um það leyti sem skólar byrjuðu.
Þessi góða stofnun virðist ekki mega
loka einn dag lengur, svo margir eiga
um sárt að binda. Þegar opnað var í
vikunni var biðröð eftir afgreiðslu,
grátandi konur sem áttu engra kosta
völ annarra en að leita tO Mæðra-
styrksnefndar. Það er áhyggjuefni
hvemig nánast aUir peningar lenda í
höndum örfárra gráðugra einstaklinga
í okkar landi. Samtímis gerist það auð-
vitað að minna verður fyrir hina. Stétt
fátæklinga er að stækka svo um mun-
ar, fátæktin er að verða smánarblettur
á okkur íslendingum því hér á öllum að
geta liðið vel - ekki bara örfáum.
Borgarstjóri allra
íslendinga
Heimir hringdi öskuillur:
Menn láta eins og staða borgar-
stjóra Reykjavíkur komi okkur ekki
við úti á landi. En ég bendi á að Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir er borgar-
stjóri allra landsmanna, borgarstjóri i
höfuðborginni okkar aOra. Það er því
ekkert einkamál Reykvíkinga hvemig
hún bregst við nú þegar til hennar er
leitað um að leiða Samfylkinguna í
komandi kosningum. Ég mæli áreið-
anlega fyrir munn flestra úti á lands-
byggðinni þegar ég segi að við munum
ekki þola Ingibjörgu Sólrúnu að ganga
á bak orða sinna um að sinna borgar-
stjóraembættinu út kjörtímabUið.
IDV Lesendur
Lesendur geta hringt allan sólarhring-
inn í síma: 550 5035.
Eöa sent tölvupóst á netfangiö:
gra@dv.is
Eöa sent bréf til: Lesendasíða DV,
Skaftahlíö 24, 105 ReyKjavík.
Lesendur eru hvattir til aö senda mynd
af sér til birtingar með bréfunum á
sama póstfang.