Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2002, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2002, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2002 FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2002 17 Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Aöalritstjórí: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aösto&arritstjóri: Jónas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Skaftahlíö 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5749 Ritsfjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyrí: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf. Plötugerð og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaðsins i stafrænu formi og i gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viötöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Hœgfara launajöfhuður Dagvinnulaun kvenna eru 70 prósent af launum karla. Það eru niðurstöður nýrrar könnunar jafnréttisráðs og nefndar um efnahagsleg völd kvenna. Könnunin tekur til launamunar karla og kvenna á almennum vinnumarkaði og hjá sveitarfélögunum. Könnuðir telja að tvo þriðju til þrjá fjórðu munar milli kynjanna megi skýra með ólíkum starfsvettvangi, starfi, menntun og ráðningarfyrirkomu- lagi. Það sem eftir stendur, 7-11,5 prósent launamunur, má samkvæmt könnuninni skýra með hjónabandi, barn- eignum og öðru sem hefur önnur áhrif á laun karla en kvenna. Þótt kannanir sýni að launamunur milli kynjanna hafi farið minnkandi gengur þróun í þá átt of hægt. Launa- munurinn er óþolandi þegar miðað er við sambærilega starfsstétt, vinnutíma starfsaldur og aldur. Ýmsar skýr- ingar má nefna á launamun milli kynja. Fram hefur kom- ið i slíkum launakönnunum að samanlagður starfsaldur kvenna er oft minni en karla á sama aldri. Konur starfa hjá öðrum fyrirtækjum en karlar. Fáar konur eru iðn- lærðar og þær eru fremur í láglaunastörfum. Þá eru kon- ur síður á svokölluðum pakkalaunum eða i vaktavinnu, þær eru fremur í hlutastarfi og síður verkstjórar en karl- ar. Hjúskapur og barneignir hafa önnur áhrif á laun karla en kvenna. Laun karla aukast um 4-5 prósent við þær að- stæður en laun kvenna haldast óbreytt. Konur gjalda þess að sinna heimili og börnum meira en karlar. Þær taka lengra fæðingarorlof en þeir og hverfa oftar en karlar af vinnumarkaði vegna barneigna. Breytingar til launajöfnunar hafa verið hægfara og jöfn- uður næst ekki nema karlar og konur hafi svipað svigrúm á vinnumarkaði. Það er sjálfsagt réttlætismál og báðum kynjum í hag að jöfnuður náist. Bæði kyn standa að jöfnu að heimilisrekstri. Launamuninn er hægt og verður að leiðrétta. Atvinnurekendur verða að vinna að þeirri þró- un. Feðrum ber að taka sambærilega ábyrgð á rekstri heimilis og bamauppeldi og mæðmm. Lenging fæðingar- orlofs feðra er þróun i þá átt. Þá leiðir bætt dagvistun og heilsdagsskóli til þess að aðstaða beggja foreldra jafnast. Ríkur þáttur i þróuninni er afstaða og viðhorf kvenna. Atvinnuþátttaka kynjanna hefur jafnast og er i stómm dráttum sú sama. Viðhorf kvenna til launa hefur ekki ver- ið hið sama og karla. Fram hefur komið i könnunum Verslunarmannafélags Reykjavíkur að karlar vilja að jafnaði talsvert hærri laun en konur. í þeim efnum verða konur að sækja sinn rétt. Góð menntun er einn þáttur i sókn til betri launa. Þar standa konur um margt betur að vigi en karlar. Konur sækjast eftir menntun í ríkari mæli en karlar, svo veru- lega hallar á þá. Nýlega var frá því greint í DV að konur væru í meirihluta i öllum deildum Háskóla íslands að verkfræðideild einni undanskilinni. Munurinn er áber- andi, konurnar meðal nemenda skólans eru 62,4 prósent en karlamir aðeins 37,6 prósent. Konur urðu í fyrsta skipti fleiri í háskólanum árið 1987 en frá árinu 1984 hafa konur verið fjölmennari en karlar í hópi nemenda á sér- skóla- og háskólastigi. Skýr stefna stjómvalda til launajöfnunar kynjanna er nauðsynleg. Þar hefur félagsmálaráðherra lýst yfir vilja til að eyða hinum kynbundna mun. Að sveitarfélögunum snúa skóla- og dagvistarmálin. Sameinað átak á vinnu- markaði er liður í baráttunni en það sem mestu máli skiptir er samstarf kynjanna, samstarf foreldra, um heim- ilis- og uppeldismál svo konur hafi tíma og geti sinnt störf- um við hæfi, njóti menntunar sinnar og starfsreynslu ekki síður en karlar. Jónas Haraldsson 33 V Til hvers? Stefna ungliðahreyfinganna EBES' Fví er oft haldlð (ram að alKr llokkar landsins hafi á undanförnum árum fært sig inn á miðjuna. þannlg að I ratin og veru sé að- eins áherslumunur á stefnu þelrra. Stefnuskrár ungliðahreyfinganna gefa hins vegar glögglega tll kynna að stefnan er mjög ólik I morgum grundvall- aratriftum. áá aldrei raða heilsugæslu : SoaiIkísíí'; ungra «j«lÞi,'irtl»#wnmi iíiijðn twwi ítrt'mt i«f ;> tw- »ta !:'<•!$,: :j, l lkjsVulllHÍ M‘l!i Ijtlllll ;|>I íífiki.'ii ðinífu i húilhritíðiáikifl «•{ VÍ.-fchH &V| aft úfjWhWiH' Hýitptir »*%!« mnll fíVrtrt i;«i uau.Siyiilftíit Mfkm>lýal|» -*r'nr íki»hjn hvvm.ig h»-iti>riKöi^' ttfjfkjiirikjwtiw tvfcur t uiurtíuni l’Vikisjj} íðvþjk a nhiii jieiiii i**.,jit }:y<r •'fjr; ;i -rcifci fýrir þjomjwutjn. |*t>hari U»jA. VtÖ vtlium uð hfjóiT.- vftiil totíKl olluirt alk?»»tí að títírtri ÍK'iU»ritírtí>tijónuiuu uu tuuwm fé- liígsUwi iiAktfA. l*i»rt Pt oitsít'tUinkíKl ;trt artganKur frtlks art hcllhritírtiv þ)ómt»Ut takmarkJHt af t-ftuihat cín» ou cr i |>rlAjít holtnlnutn S.imUtnJ ui<vr.i fijulUtifrtisjreiiina hcfur auk !*•»* A stHnu.ikrt» nrt 1-tiski niöttr Trytííiimiii.stoúmii riku* in> ufl jháöalanithjrtrt cn Hcm imm fiilk wm hi*tur ki-ypt -t-r jUurt vuit »•' fcm ir;i jhitrtaíajuisiodi cr ofu»M lor wiKÍo fyrtr krmpiimim. Ágreinlngur í skólamálum SomUmil ungra ^WIfswrtuonunna vlli iak;i upp hkoimyolfi 04 Wfcir um art ncnumiiur ciiji art taka fivkiirt Uiit i kotitfuirti ðinntir oi«iit itwmnt. unar. h»rt vill ciitniK afmítna fclaus- li-yt jöfiutmirhlutví'rk UiKWjortí t> líTtíikra (tamnmannu <»tí cínkava^o !mmlu»U)**krtM ott lcik*kola. l'injír jafnartarnKTin tclji* hlnx vcyitr nrt j ifnrétti til n;tmi> h«v lykihitnrts i art skapa vmntiifcití j»ar *om allir lmfit jriCit tækifaTi L'ngir jofhnrtnmiitnn hju'nn þvl (krtlit0h)<juni Kitt ImlMn Irantiaraskrcf julnrcu isiiurrtmmmir var kugirt incð limuin wnt fæðmtíuroiTuf. I>»uin vwlui fcrtr UfD rclt til ti>ku laVtiniiarorktfs og iutfa jákv.ort áhríf ;i liumainun kynj. anna. Miytmmiirt fivrtmuarwlof < r bin* vcgar »*Uur 1 tn-inum nwrvra Ihtunt >j;iU>i!t*rti>mantta. |a»(r hafti nlyktart að þmr mlji a«i lólk dyi mn faiftltrg!) iirt Htmj.1 Utfl ÍiVrtilijjítlOlTol. hatno Utn&r íafr«uVu-mf.*mi ai íarirt SaniNmd mmn* t^tífwu'ðjgmanna vtl! i«*uda riirtMr Sau:kppt»ni*>t<ifntut „Hufimimilajrtcdi Ungra jafnadannanna hygftist á iijl- ugu rikiireknu mvnnta- og veljcrdarkerji jtar sem eng- in réttindi eru tín ábyrgdar. Samhlidtt jressu á einstak- lingsjrdsi w) rikja á öðrtim sviðltm samfclagsins met) öflugri samkeppnislnggjof qg ríkri al/)jti<)alwjyiju,“ ufncnta irrthU’twr lcikroílur tnarkartarins ,*om llastir hatí!ra*rt- inunr K*Ua wra tvturtKyirtmjm ti| art tmlrtu npin ötlutíi'i namkcypni. |'n«ir jaútartarnmnn jita á s;unkcppnit»UH!- Hjofina xmt afar niikiiva»jöa l'Hauöf- inr wn húa vr>io^ir jafttt nrttk»n4i ;»rt moriiuöiim o« kcinur t vcb fyrir cu»- i*kun ov mm katSnthnoikun. Vílja frelti og abyrgrt Ilmtir vnixiri yruTiir imrta nfiur* hitld im rikmfunyja K-tn þnlnj; »ynir j»ir:tíir.«nn vru ialtlir la-tur lil |n<>si milntr art ákvcrta órfc>tí okkar hHUur «n vi»> sjnlf. Untiir jainartiu- jtmnn viýit him vuKar art i «n.*iiuk Itngaf os‘ umrkaðtr mhi frjálsir oy hafna -siikri lorsjarhymuu l'n«ra vlnsir? fp~d'nna. Þart crtt fá taknwrk fynr iiar.ift3hy«iju unera VG *.lnm» og hafu þutr nmirn «iöá m*litt>lui skortitn a þvl hvað vjgí art vcru i Hj^nvarpinu. l»vl hefttr vetiö haWift fntm art Unjþr vinuri wa*nír hafi ncitart urt taka þátt 1 *kipttlötíA»im mrttimtTum unithöahreyfinknnnn í liiefnl aí komu Kinaforscia l>rr I éunwr vcgna þcss aft þcir fcn«u ckki hljrtm grunn mcftal annurni unidiöahrvyf- íiijw (U oó mótmiria kwnu handa- rUka utanrlkisráfthcrrjttv. Madcl- cinc Albritílu. fyrir nukki-um mi»» crum. I þcírra autíum viröist hando nski utAnrÍkisrtfherrnnn vcrn wmt- lm<riktair x*'stut «<« furMti Kimi Itvurt vnröar mannrottutdabmt. Vcrftur þc«.| ;Ustaft:i j>elrra art tcjj- n»t vnt.TMtm i tmTra laai, ÓUkt fnou-rítkttanolki vtlja Unuir jaínartfinneun altíjum <*n«!urskurtun a lamihúnaftarkcriinu ou ofnam halta (tf olnrtolla. I'tutt Ivr.r .irt ianrthunaftarkcrfið kusii nn.*in» cn ailu' iramhaldsskoJar landsins or ihiskðll iHlands wmtaniaiíi *ru hmnriur cin fát;rkasta stðfi lnnriwns og inaivaTavcrft |«trt ha'sui I allri Kvropu. Uin!ntyndofra*rti línyra jalimrtor- maniui byjfljtsi n htluitu nkisrttknu mcnnui- <>t: vclfcrðarkerfi l»ar n**m t*iu;m rcttjndi cru án ábyrrfðnr. Sainhiírtu jn*!>sti a « iii>u»klin«‘fivltri tíft nkja á <»rtrunt svirtum Mimfúlaiív- in> ir.ftrt oilutíri «»«rikri itiþjoftahyFtíju. Utttfir jafiwrt atmcnn hafe altíjoni ,>cr»tftft« t «1* jýiAimiiiuin **n þeir eru cuto sútirnanwláhiwfiptfln hðrkmriis >ctn Vill arttlri Mands nrt Kvrftptt siunlwndtnu Umdr jafpaftarmrim haiiut jtvt citananirmrhytíiýu hlmw tmtíHðjhn.-ynnuannH i aijjjfjftamai- »irp hart r; ti því skyrnr linut i p*»li- tik ft'atntiAarnmar, ,Rétt er að hvetja Ágúst til að skrifa greinina aftur, og þá með rökstuddum dœmum svo lesendur verði einhverju nœr um þessar skýru línur sem leynast á bak við allan orðaflauminn. “ Sigfús Ólason formaöur Ungra Kjallari_________________ | Ágúst Ólafur Ágústsson, leiðtogi ungra krata, tók sér ffyrir hendur í kjallara- grein mánudaginn 26. ágúst sl. að gera grein fyr- ir stefnu ungliðahreyfinga fjögurra stjórnmálaflokka í landinu, þ.á m. Ungra vinstri-grænna. Þetta gerði Ágúst að vísu alveg óbeðinn hvað unga vinstri- græna snertir. En úr því að hann lagði út í þessa óvæntu greiðasemi við landsmenn aila í aðdrag- anda kosningavetrar er óhjákvæmilegt að leyfa sér að spyrja um rökstuðn- ing fyrir sumum þeirra full- yrðinga sem Ágúst setti fram í grein sinni. Ágúst heldur því fram aö UVG setji traust sitt á „þröngsýna þing- menn“ tii að „ákveða örlög okkar“. Þetta er sem sagt þaö álit sem for- maður ungkrata hefur á Alþingi - að þar sitji einungis þröngsýnt fólk og koma þó 17 af 63 þingmönnum úr hans eigin flokki. Formaðurinn út- skýrir þessa fráleitu staðhæfingu sína ekki nánar en lesendur geta velt fyrir sér samhengi hennar við nýlega fréttamola um að Ágúst hafi hug á að taka sæti á þessari háskalegu sam- komu þröngsýnismanna úr öllum flokkum - þar á meðal Samfylking- unni. Það eina sem Ágúst nefnir til stuðnings fullyrðingu sinni um oftrú UVG á löggjafarsamkomunni er að „ungir VG-sinnar“ hafi „pólitíska skoðun á því hvaö eigi að vera í sjón- varpinu." Það er eftirtektarvert að hér vísar Ágúst ekki lengur til sjálfr- ar ungliðahreyfingarinnar - í grein sem heitir reyndar „Stefna ungliða- hreyfinganna" - heldur ónafn- greindra einstaklinga sem hann tel- ur að fylgi Vinstrihreyfingunni - grænu framboði að málum. Þar fyrir utan hafa sennilega flestir skoðanir á því hvers konar efni megi og megi ekki sýna í sjónvarpi og þær skoðan- ir eru yfirleitt í eðli sínu pólitískar. Sjálfur er ég fylgjandi því að Ríkis- sjónvarpið sýni t.d. náttúrulífsmynd- ir, þjóðmálaumræðuþætti og íþróttir en andvígur þvi að þar fljóti innan um auglýsingar sem höfða til bama, efni sem litað er af kynþáttafordóm- um, hvað þá ofbeldis- eða klámmynd- ir. Og það er pólitísk skoðun. Li Peng, Albright og Zemin Ágúst telur það „í meira lagi“ vafasama afstöðu hjá UVG að líta Madeleine Albright, fyrrverandi ut- anríkisráðherra Bandaríkjanna, og Jiang Zemin, forseta Kína, sömu aug- um þegar mannréttindabrot eru ann- ars vegar. Þennan merkilega boð- skap tengir Ágúst því að UVG hafði ekki áhuga á að standa með hinum ungliðahreyfmgunum að skipulagn- ingu mótmæla viö komu Zemins til Islands í sumar. í því sambandi er hollt að riíja upp forsögu þess máls enda er hún einfold. Ungliðahreyfing VG tók fullan þátt i mótmælaaðgerð- um við komu Li Peng, forseta kín- verska þingsins, til íslands fyrir nokkrum misserum og átti þá gott samstarf við ungliða úr öðrum flokk- um. Einkunnarorö þeirra mótmæla- aðgerða voru „Mannréttindi án landamæra". Þegar Madeleine Albright, þáver- andi utanríkisráðherra Bandarikj- anna, kom til landsins skömmu síðar var það aðeins ungt fólk úr Frjáls- lynda flokknum sem tók boði okkar um sameiginlegar mótmælaaðgerðir. Skoðun Albright lýsti því yfir í viðtali við Leslie Stahl í fréttaþættinum 60 mín- útur að hana varðaði ekkert um það þó 500.000 böm hefðu látist í írak vegna viðskiptabannsins á landið. Albright dró aldrei dul á að á vett- vangi Sameinuðu þjóðanna beittu stjómvöld í Washington sér gegn til- slökunum á viðskiptabanninu, enda væru þau með afstöðu sinni í því máli að „verja bandaríska hags- muni“. Madeleine Albright reyndi aldrei að firra sig ábyrgð á hemaði NATO gegn Júgóslavíu sumarið 1999, þar sem endurtekið vora gerðar loftárásir á borgaraleg skotmörk með þeim afleiðingum að fjöldi óbreyttra borgara lét lífið. Mannrétt- indayfirlýsing Sameinuðu þjóöanna, sem Ágústi er vonandi kunnugt um, kveður skýrt á um helgustu réttindi hverrar manneskju - réttinn til lífs. Hvaða aðferðum ráðamenn í Kína, Bandaríkjunum eða öðrum löndum beita við að svipta fólk þessum rétti skiptir ekki máli ef við trúum því að mannréttindi séu algild, óháð landa- mærum. Skýrar línur? Þegar maður les greinar eins og þá sem Ágúst ritaði um stefnu ungliða- hreyfinganna verður fyrst fyrir að spyrja um tilgang greinaskrifanna. Er það hlutverk sem formaður UJ ætlar sér ekki merkara en að draga stjómmálaumræðuna niður á plan innihaldslausra upphrópana? Er ekki nóg samt? Eru kjósendur ekki löngu búnir að fá nóg af slíku með þeim afleiðingum að áhugi á al- mennri þjóðmálaumræðu hefur farið dvínandi á síðustu árum? Það er vægast sagt skringilegt að lesa lokaorð Ágústar um að það séu „skýrar línur í pólitík framtíðarinn- ar“ eftir jafn innantóman slagorða- flaum og raun ber vitni. Það er því rétt að hvetja Ágúst til að reyna að skrifa greinina um stefnumið ung- liðahreyfinganna aftur og þá með rökstuddum dæmum. Þó ekki væri nema til að lesendur verði einhverju nær um þessar ským línur sem leyn- ast á bak við ailan orðaflauminn. Undarleg forgangsröðun Guömundur G. Þórarinsson verkfræöingur Sparnaðaraðgerðir Land- spítaians að undanförnu hafa vakið spurningar í hugum margra um for- gangsröðun. Hvernig vilja borgararnir að skattfé þeirra sé varið? Við ætlum að gera jarðgöng milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar fyrir 2-3 milijarða á sama tíma og við ráðger- um að senda heilabilað fólk af sjúkrahúsi til þess að spara 19 millj- ónir. Á sama tíma og fólk er á biðlistum til að fá nauðsynlega læknishjálp tökum við að okkur að vera landamæraverðir fyrir Evrópu- bandalagið; aðgerð sem kostar hund- ruð milljóna á ári í rekstri og hund- ruð milljóna í stofnkostnaði; aðgerð sem við höfum ekkert gagn af og Bretar töldu sig ekki hafa efni á. Á sama tíma og við getum ekki reist hjúkrunarheimili fyrir aldraða, sem búa við sára neyð, setjum við upp ný sendiráð fyrir hundmð og þúsundir miiljóna um leið og danska ríkis- stjórnin leitar leiða til að fækka sendiráðum. Á sama tíma og við telj- um nauðsynlegt að skattleggja rúm- lega 60 þ. kr. mánaðartekjur greið- um við einstaklingum tugi milijóna í starfslokasamninga. Við höfum ekki fé til þess að halda heilsugæslu- kerfinu gangandi en við afhendum nokkram aðilum fiskimiðin við landið að gjöf, þeim sem áttu fiski- skip í þrjú ár á níunda áratugnum. Það góða sem ég vil Það góða sem ég vil það gjöri ég ekki segir máltækið. Skyldi þetta eiga við um stjómmálaflokkana og stefnuskrár þeirra? Hvar sem ég kem heyri ég fólk segja: Hvað er að gerast í þjóðfélagi okkar? Þarf þetta „Þörfin fyrir hjúkrunar- heimili fyrir aldraða er orðin æpandi. Ég held að mörgum skattgreiðendum þyki greiðslum sínum ekki rétt varið. “ að vera svona? Skattfé ríkisins er varið eftir sömu formúlunni ár eftir ár. Þetta ráðuneyti fær þetta hlutfail fjárins. Stjórnir sjúkrahúsa telja jafnvel að hlutverk sitt sé eftirlits- hlutverk fyrst og fremst, ekki að efla stofnunina og sjá um að hún geti sinnt hlutverki sínu heldur gæta þess að hún eyði ekki of miklu fé, hvað sem starfseminni og þjón- ustuhlutverki líður. Mér finnst flestir vilja aðhald í ríkisrekstrinum en aðhaldið í rekstri Landspítalans gengur of langt, enda virðist það einkum snúa að sjúklingunum. Þörfin fyrir hjúkrunarheimili fyrir aldraða er orðin æpandi. Ég held að mörgum skattgreiðendum þyki greiðslum sínum ekki rétt varið. Þjóðfélagið er að breytast Öldruðum fjölgar. Fólk lifir leng- ur. Aldraðir verða æ stærri hluti af íbúum landsins. Aldraðir eru þeir sem mestrar þjónustu þurfa að njóta hjá heilbrigðiskerfinu. Fjöldi hjúkr- unarrýma fyrir aldraða veröur að fylgja þessari þróun. Þetta vekur spurningar um hlutverk lífeyris- sjóðanna. Við greiðum í þá til þess að tryggja elliárin. Nær það ekki til þeirra ára þegar við erum orðin svo veik að við getum ekki séð um okk- ur sjálf? Verðum við ekki aö láta líf- eyrissjóðina taka þátt í uppbygg- ingu hjúkrunarheimila? Þurfum við ekki að endurskoða margt í þessu ferli öllu? Verðum við ekki að breyta einhverju í forgangs- röðun okkar þegar við verjum skatt- fénu? Sandkom sandkorn@dv.is Fréttamenn segja sögur Meðal þeirra bóka sem væntanlegar em fyrir komandi jól er 1 fréttum er þetta helst, en hana gefur út spútnikforlagið Hól- ar i höfuðstað Norðurlands. Þama verður að finna mikinn fjölda frásagna af íslensk- um fjölmiðlamönnum; missögnum, tungubrjótum, fjólum í málfari og fleiru slíku. Margir af þekktari fjölmiðlungum þjóðarinnar leggja þarna orð í belg og má nefna þá Ómar Þ. Ragnarsson, Agnesi Bragadóttur, Brodda Brodda- son, Finnboga Hermannsson, Loga Bergmann Eiðsson og Helga E. Helgason, auk þess sem orð leggja í belg DV- mennirnir Sigurður Bogi Sævarsson, Sigmundur Ernir Rúnarsson og Björn Jónas Þorláksson ... Spurt og spurt Fyrir skömmu lét Davíð Oddsson Félagsvísindastofhun spyrja þjóðina hvort hún væri hlynnt aðild íslands að Evrópusambandinu ef það kostaði nokkra milljarða króna á ári. Þorlákur Karlsson i Gallup brást þá við og sagði að reglur vísindanna bönnuðu svona leiðandi „ef-spumingar“. Nú, fáum vikum siðar, stendur Gallup að því að spyrja fólk hvað það myndi kjósa EFIngibjörg Sólrún væri í forystu fyrir Samfylkinguna. Menn spyrja sig hvers vegna Gallup gerði ekki fólki grein fyrir öllum hugsanlegum afleiðingum þess að Ingibjörg færi fram, t.d. þeim að R- listinn gæti liðið undir lok ... Ummæli Þrautaganga ellinnar „Biðlistar inn á hjúkranarheimilin eru allt of langir. Ég þekki sjálfur þá þrautagöngu og skeflingu sem grípur mann þegar ellin fer að hrifsa í manns nánustu og heilinn fer að bila hjá þeim. Það er ekkert grín að vita af nánast ósjálfbjarga ættingja heima þar sem ótal hættur steðja að ... Þetta er ljótur blettur á íslensku samfélagi. Þó má ekki gleyma því sem vel er gert, því að aðhlynning- in á þeim hjúkrunarheimilum sem til em er nánast undantekningarlaust frábær. Fólkið sem sinnir heima- hjúkrun vinnur einnig framúrskarandi starf og hefur áreiðanlega ýmislegt að segja um það hvemig við búum í haginn fyrir eldri borgara á íslandi.“ Bjarni Brynjólfsson í Séö og heyrt ►1 Allt á einn stað? „En myndavélar, eins og þær sem úir og grúir af í miðborg Reykjavíkur, eru aðeins ein leið til njósna um fólk, lengi vel hafa gagnagrunnar í tölvum alis kyns upplýsingar um okkur, ríkið held- ur skrá yfir skattana, bankarnir skuld- irnar, krítarkortafyrirtækin neysluvenj- urnar, fjarskiptafyrirtækin símtölin, skólarnir einkunnabækurnar, bókasöfnin lánsbækurnar, lögreglan sakaskrána ... Óar mörgum við þessari þróun - einkum í ljósi þeirrar spurningar hvað gerðist ef öllum þessum gögnum um líf fólks frá opinberum stofnunum og einkafyrirtækjum væri með nútímatækni safnað saman á einn stað. Hvað þá?“ Gunnar Salvarsson á atv.is Hvorki raunsæjar né sanngjarnar „Fjölmiðlar hafa á undanfomum árum greint frá sífellt vaxandi vanda- málum í hinum vestræna heimi vegna matvæla sem reynst hafa ógnun við heilsu manna. Oftar en ekki hefur mátt rekja orsakir vandans til harðnandi samkeppni á matvælamarkaði og sí- felldra krafna um lækkandi matvæla- verð. Sem betur fer hafa íslenskir neyt- endur að mestu sloppið við þessi vandamál, og heilsa og langlífi íslendinga er raunar talið með þvi besta í heimi hér. Þessa stöðu hljótum við öll að vilja verja. Kröfur um lækkandi matvælaverð hérlendis samhliða ýtrustu kröfum um gæði og hollustu matvæla í sífellt erfiðara umhverfi virðast því hvorki skynsamlegar, raunsæjar né sanngjamar." Ari Teitsson I Bændablaöinu Mikið að gera í fjármálaráðuneytinu Þaö er gjarnan mikiö að gera hjá ýmsum á þessum tíma árs - menn að tínast til vinnu eftir sumarfrí, sumir jafnvel tvíefldir, sér og sínum til framdráttar. Ein er þó skrifstofa hér í borg þar sem gæðin verða ekki mæld í afköstum. í fjármálaráðuneytinu fer nefnilega fram þessa dagana gerð fjárlaga fyrir næsta ár. Það er fátt sem bendir til þess að sú vinna sem þar fer fram þessa dagana muni skila skattgreiðendum þessa lands ávinningi - ekki bara vegna þess að þeir sem muna lengra aftur í tímann en tólf mánuöi vita að útgjöld ríkisins hafa farið vax- andi með hverju árinu heldur einnig vegna þeirra hugmynda sem ráðuneytið virðist hafa um skatt- byrði einstaklinga, ef marka má nýlega pistla í vefriti þess. Skattbyröi hefur aukist Ráðuneytinu er mikið í mun að halda þar á lofti þeirri sýn sinni á veruleikann að skattbyrði heimilanna hafi minnkað undan- farin ár. Nú liggur það reyndar fyrir að skattbyrði einstaklinga hefur aukist undanfarin ár. Frá því nú- verandi tekjuskattskerfi var kom- ið á, árið 1988, hefur tekjuskatts- byrði einstaklinga farið í 24% úr 17,4%, sem þó þótti mikið í þá daga. Tekjuskattshlutfallið var árið 1988 35,20% en er nú komið í 38,54%. í mörg ár var það tæp 42%. En jafnvel svo hár skattur þótti mönnum ekki nóg og því var lagður á sérstakur hátekju- skattur sem til að byrja með var 5% en er nú kominn í 7%. Skatt- hlutfall einstaklings getur því verið allt að 45,54%. Þá má nú ekki gleyma fjármagnstekjuskatti sem var smurt yfir ávöxtun þeirra sem hafa tök á að nurla saman aurum eftir áðumefnda aðfor hins opinbera. Úr 2% í 24,5% En skattar hafa ekki bará verið hækkaðir jafnt og þétt, með tíð og tíma eins og sagt er. Þegar virðis- aukaskatturinn tók við af sölu- skattinum var æsingurinn, græðgin myndi nú kannski ein- hver segja, svo mikill að skattur- inn, sem ákveðinn var 22%, var hækkaður áöur en hann kom til framkvæmda í 24,5% sem er nú með því hæsta sem gerist í heim- „Hugmyndaflugi þingmanna eru engin takmörk sett þegar kemur að útgjöldum hins opinbera. En tillögur um spamað, ráðdeild og minni útgjöld hins opinbera virðast ekki vera á verkefnalista þessara opinbem starfsmanna við Austurvöll. “ inum. Og þegar litið er til þess að forveri virðisaukaskattsins, söluskatturinn, var í upphafi 2% þá er þróunin augljóslega í átt að sífellt meiri skattheimtu. Skattbyrði einstaklinga hefur þvt aukist undanfarin ár þó að tekjuskattur hafi lækkað um nokkur prósent allra síðustu ár. Ástæðan er auðvitað aukning útgjalda hins opinbera. Kröfur um aukin útgjöid Nú þegar gerð fjárlaga stendur yfir skyldi maður ætla að þing- menn ynnu nótt og nýtan dag við að koma á framfæri tillögum sín- um um hagkvæmari ríkisrekst- ur. Án þess að hægt sé að full- yrða hér nokkuð um að það séu þeir einmitt ekki að gera hefur reynslan hins vegar kennt manni að frá Alþingi koma sjald- an tillögur um minni ríkisút- gjöld. Þvert á móti heyrast þaðan sífellt kröfur um meiri þátttöku skattgreiðenda í ýmsum verkefn- um sem menn vilja að hið opin- bera taki að sér. Hugmyndaflugi þingmanna em engin takmörk sett þegar kemur að útgjöldum hins opinbera. En tillögur um spamað, ráðdeild og minni út- gjöld hins opinbera virðast ekki vera á verkefnalista þessara op- inbem starfsmanna viö Austur- völl. Einu hafa alþingismenn þó sinnt af kostgæfni í skattamálum einstaklinga. Þeir hafa gætt vandlega að tekjumörkum há- tekjuskattsins. Þau sveiflast í takt við þingfararkaup. En það er hugsanlega bara tilviljun. ■L. >• f

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.