Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2002, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2002, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2002 DV Fréttir Óráðlegt að reikna með söluaukningu á lambakjöti: Flóðbylgja af kjúkl- ingum fram undan - formaður landbúnaðarnefndar ósammála ákvörðun landbúnaðarráðherra Ákvörðun Guðna Ágústssonar landbúnaðarráðherra um 25% út- flutningsskyldu á dilkakjöti mætir andstöðu víða. Markaðsráð mælti með 28% útflutningskyldu en ráð- herra lækkaði hana niður í 25%. Út- flutningsskyldan var 21% í fyrra. Sigurður Jóhannesson, fram- kvæmdastjóri Sölufélags Austur- Húnvetninga, segir að eftir talsverð- ar hræringar á kjötmarkaðnum á þessu ári og greinilega birgðasöfnun í landinu sé ástæða til að hafa var- ann á. Það verði ekki til að bæta markaðinn að ráðherra skyldi ekki fara að tilmælum markaðsráðs með útflutningsskylduna. „Ég óttast að þetta komi í bakið á bændum. Hing- að til hefur birgðasöfnun og minni eftirspurn en framboð ekki þýtt neitt annað en verðlækkun. Ég ótt- ast að sú verði raunin,“ segir Sig- urður Jóhannesson. Milljónir í geymslukostnað Bændasamtökin studdu 28% út- flutningsskyldu og hefur Sigurgeir Þorgeirsson, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna, gagnrýnt ákvörðun ráðherra. Sigurgeir segir ofmælt að þessi 3% skipti sköpum en mismunurinn sé þó um tvö hundruð tonn af kjöti og áætlað sé að beinn kostnaður við að geyma slikt magn sé 12-16 milljónir á ári. „Birgðir í landinu eru að okkar mati óþægilega miklar í dag og mikl- ar birgðir eru neikvæðar í öllu sölu- starfi. Þess vegna sjáum við ekki áistæðu til að viðhalda þeim eða auka. Jafnvel þótt við næðum að auka sölu lambakjöts töluvert á ár- inu þá yrði engin hætta á að kjötið seldist upp,“ segir Sigurgeir. Óháður aðili hefur verið fenginn til að meta birgðastöðuna nákvæm- lega en Sigurgeir segir áætlað að birgðimar séu nú um 750 tonn og æskilegt hafi verið talið að koma þeim niður í 400 tonn. Þetta eru heldur meiri birgðir en voru í fyrra. Ameríski draumurinn Eiríkur S. Jóhannsson, fráfarandi kaupfélagsstjóri KEA, sagöi í viðtaii við DV í sumar að íslendingar ættu Birgöir hlaðast upp Meira er til af lambakjöti nú en um nokkurt skeiö og kostar geymslan á birgðunum umtalsvert fé. Guðni Ágústsson. Drífa Hjartardóttir. Eiríkur S. Jóhannsson. Sigurgeir Þorgeirsson. að einbeita sér að hagræðingu á inn- anlandsmarkaði og geyma útflutn- ing fyrr en því marki væri náö. Enn sem komið er hefur ekki náðst við- unandi verð fyrir útflutt lambakjöt en Sigurgeir segir ótimabært að slá af slíka möguleika. „Ég tek fram að ég fuflyrði ekki að þetta verði raun- hæfur möguleiki til frambúðar en það eru viss teikn á lofti núna um að við getum flutt út lambakjöt t.d. til Ameríku á viðunandi verði ef menn ná eðlilegri hagkvæmni i vinnslu. Ef hægt verður að flytja þetta kjöt út ferskt með skipum þá er þetta ekki útilokað," segir Sigurgeir. Misjöfn trú á markaðsátak Ráðherra segir að ástæða þess að útflutningshlutfaUið hækki nú sé aukin birgðasöfnun, m.a. vegna samdráttar í sölu kindakjöts innan- lands. „Samkvæmt bréfi B.í. er út- flutningsþörftn talin vera 1.694 tonn en lagt er til að flutt verði út 200 Björn Þorláksson blaöamaður Fréttaljós tonn til viðbótar til lækkunar á birgðum. Á það er ekki fallist og leggur landbúnaðarráðherra áherslu á að fremur verði brugöist við vaxandi birgðasöfnun með sölu- átaki innanlands. Þá vísar landbún- aðarráðherra til þess að á næstu dögum hefjast viðræður um endur- skoðun gildandi sauðfjársamnings þar sem m.a. fyrirkomulag útflutn- ings hljóti að koma til skoðunar. Eðlilegt sé því að fresta svo róttæk- um breytingum á útflutningshlut- fafli þar til niðurstaða úr þeim við- ræðum liggi fyrir,“ segir í fréttatil- kynningu frá landbúnaðarráðherra. Drífa ósammála Guðna Drífa Hjartardóttir, þingmaöur Sjálfstæðisflokksins og formaður landbúnaðamefndar, telur að Guðni Ágústsson hafi tekið ranga ákvörðun. „Ég hefði samþykkt til- lögu markaðsráðs. Strax í vor stefndi í miklar umframbirgðir og það munar gríðarlega um hvert prósent,“ segir Drifa. Hún telur rétt að fækka sauðfé enn frekar til sam- ræmis við markað og hagræðingu. Seljandi sem DV ræddi við telur afar óliklegt að sala á lambakjöti muni aukast á næstunni. Yfirvof- andi sé flóðbylgja af kjúklingum á niðursettu verði og þá sé svínakjöt með ódýrasta móti. Formaður land- búnaðamefndar er ekki heldur bjartsýnn. „Nei, ég held aö sölu- átak innanlands dugi afls ekki til. Samkeppnin er gríðarleg sem stendur en ég held þó að það sé hægt að selja lambakjötið með markvissari hætti eins og t.d. þekk- ist hjá bæði kjúklinga- og svina- kjötsbændum.“ Ógrynni slátraö af kjúkling- um Drífa er sammála því mati að kjúklingar muni veita lambakjöt- inu mikla samkeppni á næstunni. Þannig hafi ógrynni af kjúklingum verið slátrað á Hellu í fyrradag fyr- ir amerísku dagana sem eru fram undan. „Það hefði átt að leyfa 28% út- flutning til að grynnka á birgða- stöðunni og jafhvel hefði ekkert veitt af hækkun í 30%.“ -BÞ Samtök fiskvinnslustöðva: Bjartsýni í upphafi fiskveiðiárs Sinfónían til Grænlands Þann 9. sept. nk. fer 45 manna hóp- ur í Sinfóníuhljómsveit Norðurlands í tónleikaferð til Nuuk á Grænlandi. Tvennir stórtónleikar verða haldnir í Katuaq, norræna menningarhúsinu i Nuuk, og verða flutt verk eftir Ross- ini og Bizet. Grænlenski fiðluleikar- inn Hanne Qvist leikur einleik i 1. þætti fiðlukonserts nr. 1 í a-moll eftir J.S. Bach og grænlenskir kórar munu syngja með hljómsveitinni kórlög frá heimalandi sínu. Einnig verður frum- flutt verkið Clouds eftir grænlenska tónskáldið Per Rosing. Hljómsveitin mun einnig halda 5 skólatónleika fyrir grunnskólanem- endur í Nuuk. Þar verður flutt verkið Pétur og úlfurinn eftir Prokofieff. Sin- fóníuhljómsveit Norðurlands hefúr látið þýða söguna á grænlensku og verður Per Rosing sögumaður. Þetta er í fyrsta sinn sem hljóm- sveitin fer í tónleikaferð út fyrir land- steinana og þykir við hæfi að 10. starfsár hennar hefjist á þennan hátt. Ferðin er liður í verkefni sem unnið hefur verið að á vegum Akureyrar- bæjar undanfarin misseri, undir yfir- skriftinni Vest-Norden 2002. Auk Ak- ureyrarbæjar styrkja Nordisk Kultur- fond, menntamálaráðuneytið, Nuuk kommune og fleiri ferðalagið. -BÞ Töluverð bjartsýni ríkir hjá rekstraraðilum hraðfrystihúsa í upphafi nýs fiskveiðiárs, sem hófst 1. september sl. Sérhæfing húsa jókst á árinu í íslenskri fisk- vinnslu og verkefnastaðan hefur stundum veriö verri. Arnar Sigur- mundsson í Vestmannaeyjum, for- maður Samtaka flskvinnslustöðva, segir að þrátt fyrir það beri staðan þess merki að um nokkum sam- drátt sé að ræða í botnfisktegund- um, en nú viti fiskvinnslan nokk- uð hvað reikna megi með til vinnslu á fiskveiðiárinu, þó það geti orðið sveiflukennt innan fisk- veiðiársins. Arnar telur aö staðan nú sé svipuð og hún var í upphafi nýlokins fiskveiðiárs en aukin sér- hæfing skapi meiri verðmæta- aukningu innanlands því nú sé unnið umtalsvert magn af fiskteg- undum sem ekki voru eins mikið og vel nýttar áður þar sem þær dreifðust þá á svo marga aðila. Nú er meira framboð af þeim og minni fiskvinnsluhús hafa getað sérhæft sig í vinnslu þessara fisk- tegunda í auknum mæli. Arnar tel- ur að þessi þróun muni halda áfram. „Á sínum tíma fór töluverður hluti fiskvinnslunnar út á sjó og það hefur orðið lítil breyting á því, og alls ekki aukning. Fyrir nokkrum árum fóru fiskvinnslu- hús og útgerðir að miða uppgjörið við fiskveiðiárið, þar sem það féll nokkuð vel að „atinu“, en ekki almanaksárið en það er að mestu að ganga til baka. Menn höfðu trú á því að þetta væri heppilegt en þegar fyrirtækin fóru í vaxandi mæli inn á markað, þ.e. á Verð- bréfaþing og Kauphöll, þá rakst það illa á 6 og 9 mánaða uppgjör í samanburði við önnur fyrirtæki svo flest þeirra hafa horfið aftur til almanaksársins með uppgjör. Þannig hafa bæði Vinnslustöðin og ísfelag Vestmannaeyja horfið til fyrra tímabils," segir Árnar Sigur- mundsson. - Hvemig lítur 6 mánaða upp- gjörið út hjá þeim fiskvinnslufyr- irtækjum sem það hafa birt? „Nokkuð vel, og mun betri á Verðbréfaþinginu en a sama tíma í fyrra, enda hefur gengishagnaður- inn sem stafar af styrkingu krón- unnar og lækkun erlendra skulda komið mönnum til góða. Svo kem- ur stöðugleiki í efnahagslífinu í kjölfarið, einmitt það sem menn vora að sækjast eftir. Auðvitað verður skilaverð eitthvað lægra en þá er að laga sig að því, en verð á sjávarafurðum hefur verið hátt að undanförnu. En ýmis aðföng verða einnig ódýrari. í upphafi fiskveiðiárs ríkir því þokkaleg bjartsýni." -GG Ríkisskattstjóri: Efast um birtingu skattskráa Vafamál er hvort birting skattskráa skilar því aðhaldshlut- verki sem ætlun- in er. Velta má upp þeirri spurningu hvort hana beri að leggja af eins og annað þegar þess tími er liðinn. Þetta segir Indriði H. Þorláksson ríkisskattstjóri í nýju tölublaði Tí- undar, fréttabréfi embættis hans. Hann segir að opinberri birtingu skattaálagningar hafi á sínum tíma verið komið á til að gefa gjaldendum og öðrum tækifæri til að sannfærast um að „réttilega hafi verið staðið að niðurjöfnun gjalda“, eins og hann kemst að orði - og bætir við að þetta hafi skapað aðhald bæði yfirvöldum og borgur- um. Að mati ríkisskattstjóra var til- gangurinn með birtingu skránna í sjálfu sér góður og sé það enn. Hins vegar megi draga í efa að birt- ing í núverandi mynd leggi mikiö af mörkum til almennrar umræðu og upplýsinga um skattamál og álagningu. „Karp um birtingu skránna þjónar litlum tilgangi en full þörf er á umræðu um það hvemig mest megi tryggja það hagsmunamál borgaranna, ríkis og sveitarfélaga að skattlagningin, lög um hana og framkvæmd sé með þeim hætti sem best má vera,“ seg- ir Indriði í grein sinni. -sbs ....................... . Ferðakaupstefna: 500 manns frá 20 þjóðlöndum Vestnorræna ferðakaupstefn- an, Vest-Norden, verður haldin í íþróttahöllinni á Akureyri dag- ana 11.-12. sept- ember næstkom- andi. Þetta er 1 17. sinn sem kaupstefnan er haldin en hún er sérstaklega ætluð aðilum i ferða- þjónustu. Löndin þrjú sem mynda Vest-Norden-hópinn, þ.e. ísland, Færeyjar og Grænland, hafa skipst á um að halda kaupstefnuna en hún var haldin á Grænlandi í fyrra. Um 500 manns frá rúmlega 20 þjóðlöndum munu sækja kaup- stefnuna en hún er ekki opin al- menningi. Magnús Oddsson ferðamála- stjóri segir ánægjulegt hvernig sýningin hafi þróast. „Við byijuð- um í mjög smáum stíl fyrir 17 árum. Þá voru gististaðir og fyrir- tæki á samgöngusviðinu nánast einráð í hópi sýnenda en síðan hefur kaupstefnan stækkað jafnt og þétt og hópurinn sem er að selja vöru og þjónustu er nú mun breið- ari. Það er sérstaklega ánægjulegt að í ár eru mjög margir nýir kaup- endur búnir að boða komu sína, m.a. fleiri aðilar en fyrr frá Banda- ríkjunum og nokkrum löndum sem ekki hafa selt ferðir til Vest- Norden-landanna fram að þessu,“ segir Magnús. -BÞ Varnarliðið: Sækir slasaðan mann Tvær þyrlur Varnarliðsins á Keflavíkurvelli auk tankflugvélar af Herkúlesgerð voru í morgun kallað- ar út til að sækja slasaðan skip- verja. Hinn slasaði var um borð í bandarískri skútu sem er stödd um 300 sjómílur suður af landinu. Mast- ur skútunnar mun hafa fallið niður á skútuna með þeim afleiðingum að maðurinn slasaðist. Þyrlumar voru væntanlegar hingað til lands um ell- efuleytið. -aþ Indriði H. Þorláksson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.