Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2002, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2002, Blaðsíða 29
FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2002 29 Roy Keane hefur lent í útistöðum viö marga á sínum knattspyrnuferli. Hér þurfa félagi hans hjá Manchester United, David Beckham, og dómarinn Uriah Rennie að halda aftur af honum eftir að honum var vísað út af í leiknum gegn Sunderland um síðustu helgi. Reuters Vegir knattspyrnukappans Roy Keane eru órannsakanlegir: Alltaf í klandri - skapofsi og hreinskilni hafa skemmt fyrir Keane Roy Keane, fyrirliði Manchester United, er án nokkurs vafa umdeild- asti knattspyrnumaður Bret- landseyja nú um stundir. í kjölfar sumars þar sem blöðin fjölluðu meira um hann heldur en öll hin liðin í ensku úrvalsdeildinni til samans mætti Keane til leiks í byrj- un þessa tímabils vitandi það að allra augu yrðu á honum eftir ailt fjaðrafokið. Hann byrjaði sumarið á því að hætta með írska landsliðinu skömmu fyrir HM eftir frægt rifrildi við Mick McCarthy, þjálfara liðsins, og eyddi sumrinu á gönguferðum með hund- inn sinn á meðan írska liðið gerði frábæra hluti í Japan og Suður Kóreu og komst í 16-liða úrslit HM. Umdeild ævisaga í kjölfar þess fóru útdrættir úr þá óútkominni ævisögu hans að birtast í enskum blöðum þar sem hann við- urkenndi að hann ætti við áfengis- vandamál að stríða, að hann hefði meitt mótherja sína viljandi, hversu illa honum líkaði við nokkra af sam- herjum sinum og að hann ætti 1 mikl- um vandræðum með að hemja skap sitt inni á knattspyrnuvellinum. Enska knattspyrnusambandið hef- ur nú gripið í taumana og kært Kea- ne fyrir að vanvirða íþróttina með ummælum sínum um Alf Inge Haaland en flestir muna eftir þvf þeg- ar hann reyndi aö framkvæma skurðaðgerð á lofti á aumingja Norð- manninum í apríl árið 2000. Haaland meiddist illa og hefur aldrei náð sér en Keane segist hafa gert þetta viij- andi og sofi ágætlega því Haaland hafi átt þetta fyllilega skilið. Frábær knattspyrnumaður Það þarf ekki að fara mörgum orð- um um ágæti Keanes sem knatt- spyrnumanns. Hann hefur verið hjartað og sálin í stórkostlegu liði Manchester United allt frá því að hann kom tii liðsins síðla árs 1993. Hann er einn af albestu miðjumönn- um í heimi og segir Alex Ferguson, knattspymustjóri Manchester United, að hann vildi ekki skipta á Keane og nokkrum öðrum knatt- spyrnumanni í heimi, svo mikilvæg- ur væri hann fyrir liðið því að sigur- vilji hans væri einstakur. Eignast óvini auðveldlega Hann hefur hins vegar oftar en ekki látið skapið hlaupa með sig í gönur. Hann hefur tíu sinnum verið rekinn af velli hjá Manchester United, oftast fyrir að missa stjórn á skapi sínu. Hann er snillingur í að eignast óvini og það verður seint sagt um Keane að hann sé undirförull maður. Hann segir skoðanir sinar á mönn- um og málefnum beint frá hjartanu og það hefur oftar en ekki komið honum í vandræði. Hver man ekki eftir því þegar hann sagði stuðnings- mönnum Manchester United til synd- anna og sagði þá lítið annað en hóp af fólki sem mætti á leiki til að borða rækjusamlokur í stað þess að styöja liðið. Lítið gagn að honum í banni Hann hefur gagnrýnt samherja sína miskunnarlaust þegar illa hefur gengið hjá liðinu en þeir virðast ekki taka það nærri sér enda vita þeir hvemig Keane er. Hann er gífurlega virtur meðal samherja sinna en hann þarf hins vegar að fara að þroskast og reyna að hemja skap sitt. Hann gagnast Manchester United lítið ef hann er alltaf í banni. -ósk 140 laxar hafa veiðst í Krossá á Skarðsströnd: Blússandi gangur „Veiðiskapurinn gengur vel hjá okkur en það eru komnir 150 laxar og besta hollið hefur veitt yfir 30 laxa. Það er víða lax í ánni,“ sagði Trausti Bjamason, veiðivörður í Krossá, er við hittum hann viö ána í fyrradag, en mikið vatn er í án- um á þessum svæði, eftir stórfelld- ar rigningar dag eftir dag. „Þetta er miklu betra en í fyrra enda miklu meira af laxi i ánni víöa,“ sagði Trausti enn fremur. „Við erum búnir að veiða einn lax og setja í fimm laxa, það er víða Fiskur," sagði séra Gunnlaug- ur Stefánsson, en hann var við veiðar í ánni við þriðja mann. „Ég var að kasta flugunni héma fyrir ofan veiðihúsið og það em laxar hérna,“ sagði Sigurdór Sigur- dórsson, en hann kastaði flugunni grimmt við Krossá í fyrradag. Komin með 230 laxa Veiðimenn voru bæði að veiða i Búðardalsá og Flekkudalsá í fyrra- dag og þar hefur veiðiskapurinn gengið vel. Flekkudalsá er komin með 230 laxa og þar er bara leyfð fluga í sumar eins og á síðasta sumri. Það er víða fiskur í Flekku- dalsánni og Tunguánni en mikið vatn er í ánum. Rauð franses hefur verið að gefa flugna best síðustu daga. Hellingur hefur líka veiðst af silungi í þeim. Góður gangur hefur verið í Búðardalsá og veiðimaður renndi maðki grimmt fyrir neðan brúna á þjóðveginum. Laxveiðiámar eru að bæta sig verulega á svæðinu og sumar era jafnvel með helmingi betri veiði en fyrir ári síðan. Margir segja að áhrif Hraunsfjarðar fari minnk- andi og þess vegna komi fleiri lax- ar í ámar núna. Það skyldi þó ekki vera. Miðá í Dölum hefur gefið um 70 laxa og smálaxinn hefur aðeins verið aö láta sjá sig síðustu daga eftir að rigna tók. -G.Bender K*19 THE WIDOWMAKER Saniisnouleii stnrinyml tranilmilil al Sigurinm SiQliuatssyni. Inguar Siqurössnn ti:r a kustum muð stnrluikurununi Harrisun funl ug Liam Hccsuii. Maguaður spcnnutryllir suiii þu uurðiir að s|a! tínfij.iiinu tíLunsnGinn SITltíRH^ BÍO

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.