Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2002, Side 4
4
LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 2002
DV
Fréttir
Jónína Bjartmarz um umfjöllun DV á ofbeldi í undirheimunum:
Telur blaðið ganga
erinda handrukkara
- með því að auka á ótta fólks
Jónína Bjart-
marz alþingismað-
ur, formaður heil-
brigðisnefhdar og
varaformaður alls-
herjarnefndar Al-
þingis telur að með
fréttaflutningi DV
að undanfómu af
alvarlegum lík-
amsmeiðingum
handrukkara sé verið að ganga erinda
handrukkaranna með því að auka ótta
fólks og blása málið upp. Þetta kom
m.a. fram í þættinum Reykjavík síð-
degis á Bylgjunni í fyiradag. Þar
ræddu þáttastjómendur við þær Jón-
ínu og Þorgerði Katrínu Gunnarsdótt-
ur, formann allsherjamefndar Alþing-
is, um ofbeldi í undirheimum, lög-
Jónína Bjartmarz.
gæslumál, fjárveitingar til þeirra og
fleira. Um umfjöllun DV um ofbeldi og
fantaskap handrukkara sagði Jónína í
útvarpsþættinum:
„Þegar maður les einhverjar svona
fréttir í Dagblaðinu eins og voru í dag
þá veltir maður þessu fyrir sér. Em
menn ekki þama að ganga erinda þess-
ara manna, vegna þess að þetta eykur
ótta þegar aö menn lesa um þetta. Hins
vegar, þegar menn snúa sér til starfs-
manna slysadeildarinnar, þá kannast
menn ekki við að fá menn svona leikna
inn á slysadeildina...Þetta segir okkur
á ákveðinn hátt að það er verið að
blása þetta svolítið upp með umfjöllun
Ofbeldi undirheimani
ÞrlöJI hlutl
og blása málið „svolítið4* upp
wp-
íðist inn i hús og jaxlar
dregnir úr karlmanni
Frétt DV á miövikudag.
í blöðum og slíku. Við erum ekki að
segja að vandamálið sé ekki til stað-
ar...“
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
nefhdi að áverkar þar sem borað væri
í hnéskeljar fólks hefðu hvergi verið
skráðir. Ekki væri að efa aö fólk myndi
leita til sjúkrahúsanna ef um slík
meiðsli væri að ræöa.
„Viö erum í sjálfu sér ekkert að
rengja sannleiksgildi þessara frá-
sagna,“ bætti Jónína við. „Það eina
sem við erum að segja er að þetta er
stundum dálítið hlásið upp, eins og til
dæmis þessi fréttaflutningur sem verið
hefur í Dagblaðinu, við Þorgerður
erum sammála um það, þetta eykur
ótta. Fólk tekur þetta trúanlegt."
Jónína sagði að allsherjamefhd
hefði reynt að átta sig á umfangi vand-
ans með viðtölum við aðila sem þekkja
til þessara mála. Hún hefði komist að
því að „þetta væru kannski fáir ein-
staklingar. Þetta væri ekki svona rosa-
lega mikið" eins og margir héldu fram
en kannski nógu alvarlegt fyrir fólk
sem lenti í því.
Jónína mælti eindregið með því að
þeir sem yrðu fyrir reynslu af hand-
rukkurum hringdu í neyðarlínuna,
112. -JSS
Stjórnmálamenn ábyrgir fyrir þessum málaflokki:
upplifi þetta sem dugleysi
- segir Mummi í Götusmiðjunni sem hafði upplýst allsherjarnefnd
Hopnauðganir, ham
leggs- og fingurbrol
- (rtiLum iníoli..... , , ...
Frétt DV í fyrradag.
„Stjómmála-
menn eru ábyrg-
ir fyrir þessum
málaflokki. Þeir
geta aldrei fríað
sig og skellt
skuldinni á DV
eða einhvem
annan. Ég upplifi
þetta ástand sem
dugleysi," segir
Mummi í Götu-
smiðjunni um það ofbeldi sem við-
gengst í undirheimunum. DV hefur
fjallað ítarlega um þessi mál að und-
anfömu. Greint hefur verið frá at-
viki þar sem ráðist var inn í hús í
Garðabæ um miðja nótt og jaxlar
dregnir úr manni. Hópnauöganir,
handleggs- og flngurbrot eru aðferð-
ir handrukkara, þegar flkniefna-
neytendur hafa ekki getað staðið í
skilum. Heyrst hefur af notkun bor-
véla þar sem borað hafi verið í axl-
ir manna og hnéskeljar. Jón Bald-
ursson, yfirlæknir á slysadeild
Landspítala - háskólasjúkrahúss,
segist kannast við slíkan orðróm en
ómögulegt sé að segja til um orsak-
ir áverka ef gefnar séu upp falskar
ástæður.
„Ég er orðinn þreyttur á að
hlusta á að þetta sé verra í Alsír, við
séum jafngóð og Finnar og þetta sé
í meðallagi ágætt, sem þýðir að 200
manns séu í tjóni og 200 manns hafi
það gott. Þessi ofurmálefnalega um-
ræða hefur skaðað okkur,“ sagði
Mummi við DV. Fyrir nokkru var
hann kallaður ásamt fleirum á fund
allsherjamefndar þar sem þeir voru
beðnir um að gera grein fyrir
ástandinu á götunni. Mummi
kvaðst hafa greint skilmerkilega frá
því og tekið enn harðar til orða
heldur en hann gerði í DV í fyrra-
dag.
„Ég stend við hvert orð sem
ég hef sagt um þessi ofbeldis-
mál,“ sagði hann. „Ofbeldið
hefur versnað, það er oröið
miklu grófara og ógeðslegra en
áður. Ég hef séð ófáa með laus-
ar tennur, brotnar tennur,
glóðarauga og sprungnar var-
ir. Ég veit um tvö tilfclli, sem
ég hef persónulega komið að,
varðandi tvær ungar konur
sem var hópnauðgað. Ég hef
séð ungt fólk í gifsi eftir bein-
brot. Ég hef setið heima í stofu
hjá foreldrum þegar sonur
þeirra var í maski eftir bar-
smíðar. Þarf ég að segja meira? Það
sem ég sagði í DV í gær er rétt, því
miður, og fyrsta skrefið til að leysa
vandann er að viðurkenna hann.“
-JSS
AUGLÝSING
um kosningarétt íslenskra ríkisborgara
sem búsettir eru erlendis
Samkvæmt lögum um kosningar til Alþingis hafa íslenskir
ríkisborgarar sem flust hafa af landi brott og sest að erlendis
kosningarétt hér á landi í átta ár frá því þeir fluttu lögheimili
sitt, talið frá 1. desember næsta fyrir kjördag. Þeir eru því
sjálfkrafa á kjörskrá þann tíma. Að þessum átta árum liðnum
falla þeir af kjörskrá nema sérstaklega sé sótt um að fá að halda
kosningarétti.
Því þurfa þeir sem vilja vera á kjörskrá en fluttu af landi
brott fyrir 1. desember 1994 og hafa verið búsettir erlendis síðan
að senda umsókn til Hagstofu íslands fyrir 1. desember 2002 til
þess að halda kosningarétti. Kosningarétturinn gildir til 1.
desember 2006.
Kosningaréttinn þarf að endumýja með nýrri umsókn eftir
1. desember ári áður en hann fellur niður
Umsókn skal senda Hagstofu íslands en eyðublöð fást í
sendiráðum íslands erlendis, sendiráðsskrifstofum, skrifstofum
kjörræðismanna og hjá fastanefhdum við alþjóðastofrianir. Einnig
er hægt að fá eyðublöðin á afgreiðslu Hagstofunnar og á
heimasíðu hennar: http://www. hagstofa.is/deildir/theydubl.htm
Umsækjandi verður sjálfur að undirrita umsókn sína.
Einungis þeir sem einhvem tíma hafa átt lögheimili á
íslandi geta haft kosningarétt hér á landi. Kosningarétturinn
fellur niður ef íslenskur ríkisborgari gerist ríkisborgari í öðm
ríki. Kosningaréttur miðast við 18 ára aldur. Reglur þessar gilda
með sama hætti um kjör forseta íslands en ekki um kosningar
til sveitarstjómar.
Sé umsókn fullnægjandi verður umsækjandi tekinn á
kjörskrá í því sveitarfélagi þar sem hann síðast átti lögheimili
á íslandi samkvæmt þjóðskrá.
Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 8. október 2002.
DV-MYND TErTUR
Forsetar opnuðu lyflaverksmlöju Balcanpharma
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, og Georgy Parmanov, forseti Búlgar-
íu, opnuöu lyfjaverksmiöju Balcanpharma í Búlgaríu í gær.
Balcanpharma í Búlgaríu:
Verksmiðja opnuð
DV, BÚLGARlU:
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti ís-
lands, og Georgy Parmanov, forseti
Búlgaríu, opnuðu formlega nýja full-
komna lyfjaverksmiðju Balcanpharma
i Tupniza í Búlgaríu í gær. Bygging
verksmiðjunnar hefur tekið undra-
skamman tíma en ár er liðið frá því
byrjað var aö grafa grunninn.
Björgólfur Thor Björgólfsson, stjóm-
arformaður Pharmaco, sagði í ræðu
sinni viö þetta tækifæri að það væri
lyginni líkast hve vel framkvæmdin
hefði gengið. Taldi hann opnun verk-
smiðjunnar afar ánægjulega fyrir fjár-
festa því verkefnið hefði staðist bæði
tíma- og fjárhagsáætlun. Bygging verk-
smiðjunnar kostaði um 15 milljónir
dollara eða um 1300 milljónir íslenskra
króna. Balcanpharma á einnig lyfja-
verksmiðjur á tveimur öðrum stöðum
í Búlagríu, í Troyan og Razgrat.
Sindri Sindrason, framkvæmda-
stjóri Balcanpharma, þakkaði góð
samskipti við búlgörsk yfirvöld og
breska fyrirtækið Austin sem sá um
• fýamkvæmdimar. Þá þakkaði hann
Jóni Bergssyni verksmiðjustjóra
röggsemina við framkvæmdimar.
Forsetar íslands og Búlgaríu lögðu
báðir áherslu á mikilvægi þessa verk-
efiiis með hliðsjón af þeim öflugu sam-
skiptum sem þau leiddu tO milli land-
anna. -H.Kr.
Citjition-einkaþotan:
I líffæra-
flutningum
Einkaþota Maris ehf. hefur haft
nóg að gera eftir að hún kom hing-
að til lands fyrir nokkrum dögum.
Bjöm Rúriksson framkvæmdastjóri
félagsins sagði í gær að byrjunin lof-
aði góðu um framhaldið. Þotan kom
í fyrradag til landsins frá Ósló og
London með viðskiptavini og á
fimmtudag flaug hún til Kaup-
mannahafnar með líffæri og sér-
fræðinga. Einmitt á þessu sviði
kemur einkaþota að góðum notum,
bæði þegar flytja þarf líffæri með
miklum hraði og eins þegar sjúk-
lingur þarf að komast í skyndingu á
erlent sjúkrahús.
Jóhannes Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri hjá Landspítalanum,
sagði í gær að einkaþotan gæti kom-
ið að góðum notum á þessu sviði. Þó
ber þess að geta aö líffæraflutningar
héðan og til Rigshospitalet í Kaup-
mannahöfn, þar sem er eins konar
„banki" fyrir líffæri, upplýsinga-
söfnun um fáanleg liffæri og þörf
fyrir þau víða í Vestur Evrópu, eru
afar fátiðir. Venjulega koma dönsku
sérfræðingamir á eigin flugvél og
fljúga til þeirrar borgar þar sem líf-
færisins er þörf. -JBP
Hæstiréttur:
Dómurinn
kom á óvart
„Þessi niðurstaða Hæstaréttar kom
mér á óvart," sagði Kolbrún Sævars-
dóttir lögfræðingur um dóm Hæsta-
réttar vegna ráðningar í stöðu sýslu-
manns á Keflavíkurflugvelli.
„Það kom mér á óvart að meiri
hluti dómsins skyldi ekki taka meira
tillit til niðurstöðu kærunefndar jafn-
réttismála heldur en raunin varð,“
sagði Kölbrún við DV í morgun.
Dómi héraðsdóms Reykjavíkur í
máli sem varðaði ráðningu Jóhanns
R. Benediktssonar í embætti sýslu-
manns var hnekkt í Hæstarétti í gær.
Kolbrún Sævarsdóttir lögfræðingur
sótti einnig um stöðuna og taldi að
hún hefði ekki verið ráðin vegna kyn-
ferðis. Hún höfðaði mál á hendur rík-
inu og vann í héraðsdómi. Hæstirétt-
ur komst að þeirri niðurstöðu að ekki
hefði verið brotið á jafnréttislögum og
sneri dómnum ríkinu í hag. -JSS
Vambahreinsun:
Mánaðarstarf-
semi án leyfa
„Við höfum tekið á móti umsókn
Sláturfélagsins um starfsleyfi vegna
vambahreinsuninnar. Við komum
til með að vinna með hana áfram.
Umsóknir sem þessi fara fyrir Heil-
brigðisnefnd, sem kemur næst sam-
an 16. október," sagði Elsa Ingjalds-
dóttir við DV í gær.
Eins og Steinþór Skúlason, for-
stjóri SS, sagði DV frá í gær hafði
fyrir vangá láðst að sækja um leyfi
fyrir vambahreinsun i gróðurhúsi á
Selfossi í byrjun sláturtíðar. Starf-
semi án fullnaðarleyfis hefur því
verið í gangi í tæpan mánuð þegar
heilbrigðisnefnd úrskurðar um leyfi
til starfseminnar. -NH