Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2002, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2002, Qupperneq 9
9 LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 2002 DV Utlönd Bondevik styttir sér ieið | Kjell Magne Bondevik, forsætis- ráðherra Noregs, liggur alltaf svo ósköpin á þegar hann fer til vinnu sinnar á morgnana að hann hefur ekki I tíma til að lenda í umferðaröngþveiti á leiðinni. Þess vegna hefur hann fengið aðgang að hjáleið sem sparar honum kortérs bið í bílaröð. Lögmaöurinn rekinn Lögmaður sem var ráðinn til að gæta hagsmuna Slobodans Milos- evics, fyrrum Júgóslavíuforseta, við stríðsréttarhöldin Haag hefur verið rekinn þar sem dómarar telja hann fjandsamlegan skjólstæðingi sínum. Lík í kjallaranum Forráðamenn sjúkrahúss í París hafa ekki hugmynd um hvort illa rotnað lík sem fannst í kjallaranum sé af sjúklingi sem hreinlega týndist eða af flækingi sem komst óséður inn og fór í spítalanáttfót til að láta sér nú líða sem allra best. Siðavendnin sækir á Svo virðist sem siðavendnin sé farin að sækja á í Frakklandi, þar sem menn hafa hingað tii ekki kall- að allt ömmu sína þegar kemur að ^pinskáum umræðum um kynlíf. íhaldsmenn hafa nú blásið til sókn- ar gegn klámi og öðru slíku í kjölfar kosningasigra í vor. Færeyingur til Rúmeníu Færeyingurinn Absalon Matras frá Klakksvík er lagður af stað ak- andi til Rúmeníu, í 25. ferð sína þangað með hjálpargögn til handa bágstöddum. í þetta sinn fer hann til Constanca við Svartahafið. Joschka til Washington Joschka Fischer, I utanríkisráðherra Þýskalands, heldur til Washington und- ir lok mánaðarins, meðal annars til viðræðna við bandarískan starfs- I bróður sinn, Colin Powell. Þetta verður fyrsta heim- sókn Fischers vestur frá því kastað- ist í kekki milli Þjóðverja og Banda- rikjamanna vegna andstöðu hinna fyrmefndu við íraksstefnu Bush. Gæti kostað stjórnarslit Jóannes Eidesgaard, leiðtogi fær- eyska jafnaðarmannaflokksins, á von á deilum milli stóru flokkanna í landstjóminni um fjármálafrum- varpið og að deilumar kunni að enda með stjómarslitum. Bretar vilja Evrópuforseta Jack Straw, utan- I ríkisráðherra Bret- lands, telur að Evr- ópusambandið eigi að hafa eiginlegan forseta sem valinn er af leiðtogum að- ildarríkjanna. For- setinn á vera ábyrg- ur gagnvart æðstu mönnum ESB. TNT í olíuskipinu Franskir rannsóknarmenn hafa fundið leifar af sprengiefninu TNT á olíuskipinu Limburg. Fundurinn styður gran manna um að spreng- ingin í skipinu undan Jemen á sunnudag hafi verið hryðjuverk. Ánægja með að Jimmy Carter skyldi fá friðarverðlaun Nóbels: Verðlaunaveitingin pilla á Bush Ákvörðun norsku nóbelsnefndar- inum einkennist af hótunum um því fólki um heim allan sem þjáist innar um að veita Jimmy Carter, fyrrum Bandaríkjaforseta, friðar- verðlaun Nóbels í ár var bein pilla á George W. Bush, núverandi ábú- anda í Hvíta húsinu, og stríðsáform hans í írak. í rökstuðningi fimm manna nefndarinnar segir að Carter hafi fengið verðlaunin meðal annars fyr- ir þrotlausa baráttu sína fyrir þvi að finna friðsamlegar lausnir á átökum í heiminum og fyrir að halda á loft málstað lýðræðis og mannréttinda. „Á sama tíma og ástandið í heim- valdbeitingu, hefur Carter staðið á því fastar en fótun- um að eftir fremsta megni verði að leysa átök með I samningum og al- * bk þjóðlegri samvinnu sem byggir á al- þjóðalögum, virð- ingu fyrir mann- réttindum og efna- hagsþróun," segir meðal annars í tilkynningu nóbelsnefndarinnar. „Þessi heiður verður innblástur, ekki aðeins okkur, heldur einnig Jimmy Carter. og ég veiti honum viðtöku fyrir þess hönd,“ sagöi Carter í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær. í viðtali við sjónvarpsstöðina CNN sagðist hann myndu halda áfram að berjast fyrir mannréttind- um og friði í heiminum. Gunnar Berge, formaður nóbels- nefndarinnar, sagöi að líta ætti á verðlaunaveitinguna til Carters sem gagnrýni á herskáa stefnu Bush í íraksmálinu. „Þetta er spark í legginn á öllum þeim sem fylgja sömu stefnu og Bush,“ sagði Gunnar Berge og sagð- ist jafnframt vona að þetta yrði til að draga úr líkunum á einhliða hernaðaraðgerðum gegn írak. Sjálfur lét Carter það vera í gær að gagnrýna stefnu Bush forseta. Hann hefur þó áður sagt að það yrði mikill harmleikur ef Bandaríkja- menn færu í strið við íraka. „Þetta er stórkostlegt. Hann á þetta skilið," sagði Kofi Annan, framkvæmdastjóri SÞ. Hamid Karzai, forseti Afganist- ans, sem þótti líklegur til að hreppa verðlaunin, óskaði Carter til ham- ingju og sagði að enginn hefði átt þennan heiður frekar skilinn. F u I I H I af nýjum vörum beint frá Indlan •I In<k7er$k[r Skápurmeð glerhurðum og góðum hirslum hæð: 200 cm breidd: 160 cm B æ j a r I i n d 6 201 Kópavogi S. 554 6300
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.