Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2002, Page 9
9
LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 2002
DV
Utlönd
Bondevik styttir sér ieið
| Kjell Magne
Bondevik, forsætis-
ráðherra Noregs,
liggur alltaf svo
ósköpin á þegar
hann fer til vinnu
sinnar á morgnana
að hann hefur ekki
I tíma til að lenda í
umferðaröngþveiti á leiðinni. Þess
vegna hefur hann fengið aðgang að
hjáleið sem sparar honum kortérs
bið í bílaröð.
Lögmaöurinn rekinn
Lögmaður sem var ráðinn til að
gæta hagsmuna Slobodans Milos-
evics, fyrrum Júgóslavíuforseta, við
stríðsréttarhöldin Haag hefur verið
rekinn þar sem dómarar telja hann
fjandsamlegan skjólstæðingi sínum.
Lík í kjallaranum
Forráðamenn sjúkrahúss í París
hafa ekki hugmynd um hvort illa
rotnað lík sem fannst í kjallaranum
sé af sjúklingi sem hreinlega týndist
eða af flækingi sem komst óséður
inn og fór í spítalanáttfót til að láta
sér nú líða sem allra best.
Siðavendnin sækir á
Svo virðist sem siðavendnin sé
farin að sækja á í Frakklandi, þar
sem menn hafa hingað tii ekki kall-
að allt ömmu sína þegar kemur að
^pinskáum umræðum um kynlíf.
íhaldsmenn hafa nú blásið til sókn-
ar gegn klámi og öðru slíku í kjölfar
kosningasigra í vor.
Færeyingur til Rúmeníu
Færeyingurinn Absalon Matras
frá Klakksvík er lagður af stað ak-
andi til Rúmeníu, í 25. ferð sína
þangað með hjálpargögn til handa
bágstöddum. í þetta sinn fer hann
til Constanca við Svartahafið.
Joschka til Washington
Joschka Fischer,
I utanríkisráðherra
Þýskalands, heldur
til Washington und-
ir lok mánaðarins,
meðal annars til
viðræðna við
bandarískan starfs-
I bróður sinn, Colin
Powell. Þetta verður fyrsta heim-
sókn Fischers vestur frá því kastað-
ist í kekki milli Þjóðverja og Banda-
rikjamanna vegna andstöðu hinna
fyrmefndu við íraksstefnu Bush.
Gæti kostað stjórnarslit
Jóannes Eidesgaard, leiðtogi fær-
eyska jafnaðarmannaflokksins, á
von á deilum milli stóru flokkanna
í landstjóminni um fjármálafrum-
varpið og að deilumar kunni að
enda með stjómarslitum.
Bretar vilja Evrópuforseta
Jack Straw, utan-
I ríkisráðherra Bret-
lands, telur að Evr-
ópusambandið eigi
að hafa eiginlegan
forseta sem valinn
er af leiðtogum að-
ildarríkjanna. For-
setinn á vera ábyrg-
ur gagnvart æðstu mönnum ESB.
TNT í olíuskipinu
Franskir rannsóknarmenn hafa
fundið leifar af sprengiefninu TNT á
olíuskipinu Limburg. Fundurinn
styður gran manna um að spreng-
ingin í skipinu undan Jemen á
sunnudag hafi verið hryðjuverk.
Ánægja með að Jimmy Carter skyldi fá friðarverðlaun Nóbels:
Verðlaunaveitingin pilla á Bush
Ákvörðun norsku nóbelsnefndar- inum einkennist af hótunum um því fólki um heim allan sem þjáist
innar um að veita Jimmy Carter,
fyrrum Bandaríkjaforseta, friðar-
verðlaun Nóbels í ár var bein pilla
á George W. Bush, núverandi ábú-
anda í Hvíta húsinu, og stríðsáform
hans í írak.
í rökstuðningi fimm manna
nefndarinnar segir að Carter hafi
fengið verðlaunin meðal annars fyr-
ir þrotlausa baráttu sína fyrir þvi
að finna friðsamlegar lausnir á
átökum í heiminum og fyrir að
halda á loft málstað lýðræðis og
mannréttinda.
„Á sama tíma og ástandið í heim-
valdbeitingu, hefur Carter staðið á
því fastar en fótun-
um að eftir fremsta
megni verði að
leysa átök með
I samningum og al-
* bk þjóðlegri samvinnu
sem byggir á al-
þjóðalögum, virð-
ingu fyrir mann-
réttindum og efna-
hagsþróun," segir meðal annars í
tilkynningu nóbelsnefndarinnar.
„Þessi heiður verður innblástur,
ekki aðeins okkur, heldur einnig
Jimmy Carter.
og ég veiti honum viðtöku fyrir þess
hönd,“ sagöi Carter í yfirlýsingu
sem hann sendi frá sér í gær.
í viðtali við sjónvarpsstöðina
CNN sagðist hann myndu halda
áfram að berjast fyrir mannréttind-
um og friði í heiminum.
Gunnar Berge, formaður nóbels-
nefndarinnar, sagöi að líta ætti á
verðlaunaveitinguna til Carters sem
gagnrýni á herskáa stefnu Bush í
íraksmálinu.
„Þetta er spark í legginn á öllum
þeim sem fylgja sömu stefnu og
Bush,“ sagði Gunnar Berge og sagð-
ist jafnframt vona að þetta yrði til
að draga úr líkunum á einhliða
hernaðaraðgerðum gegn írak.
Sjálfur lét Carter það vera í gær
að gagnrýna stefnu Bush forseta.
Hann hefur þó áður sagt að það yrði
mikill harmleikur ef Bandaríkja-
menn færu í strið við íraka.
„Þetta er stórkostlegt. Hann á
þetta skilið," sagði Kofi Annan,
framkvæmdastjóri SÞ.
Hamid Karzai, forseti Afganist-
ans, sem þótti líklegur til að hreppa
verðlaunin, óskaði Carter til ham-
ingju og sagði að enginn hefði átt
þennan heiður frekar skilinn.
F u I I
H
I
af nýjum vörum beint frá Indlan
•I In<k7er$k[r
Skápurmeð
glerhurðum og
góðum hirslum
hæð: 200 cm
breidd: 160 cm
B æ j a r I i n d 6
201 Kópavogi
S. 554 6300