Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2002, Síða 10
10
DV
LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 2002
Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf.
Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson
Aöalritstjóri: Óli Björn Kárason
Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson
Aóstoóarritstjóri: Jónas Haraldsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift:
Skaftahlíó 24, 105 Rvik, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5749
Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is
Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001
Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf.
Plötugerö og prentun: Árvakur hf.
DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiöir ekki viðmælendum fyrir viötöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Hrottana úr
Ofbeldi í undirheimum hérlend-
is, einkum í tengslum viö fikni-
efnamál, er lýst sem ógeðslegu,
miskunnarlausu og subbulegu. DV
hefur undanfarna daga rakiö gróf-
ar líkamsmeiðingar og hótanir
sem viðgangast við innheimtu
fikniefnaskulda, ýmist af völdum
þeirra sem telja sig eiga útistandandi skuldir eða svokall-
aðra handrukkara á þeirra vegum. Afleiðingar þessa ofbeld-
is þekkja læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk, ekki síst
það sem vinnur við meðferö og endurhæfmgu fikla, auk lög-
reglu. Fullyrt er af þeim sem til þekkja að ofbeldið eigi eftir
að aukast, verði ekkert að gert, enda séu í hópi þeirrar kyn-
slóðar sem síðastliðin sex ár hefur verið að komast á fullorð-
insár, einstaklingar sem séu ógnvænleg tilfelli.
Ofbeldislýsingarnar eru þesslegar að almenningur stend-
ur höggdofa. Fullyrt er að beitt sé hópnauðgunum. Borvélar
eru sagðar notaðar til líkamsmeiðinga ásamt hótunum.
Tennur eru brotnar, handleggir og fingur. Nýlegt dæmi var
nefnt af innheimtufautum sem brutust inn á heimili fólks
um miðja nótt og drógu jaxla úr húsráðanda. Þar var um að
ræða einstakling sem ánetjast hefur fikniefnum og lenti í
vítahring og klóm fíkniefnasala sem einskis svífast.
Þessa fanta þarf að stöðva. Krafan er sú að lögregluyfir-
völd tryggi öryggi þeirra sem stendur ógn af framferði þess-
ara miskunnarlausu hrotta. Vandinn er hins vegar sá að fá-
títt er að fólk í þessari stöðu kæri ofbeldi og ógnanir. Það
óttast um líf sitt og tekur því nauðbeygt grimmum örlögum
sínum. Mörg dæmi eru þess einnig að foreldrar verði að
greiða stórfé vegna fíkniefnaskulda barna sinna.
Jón Baldursson, yfirlæknir á slysadeild Landspítala - há-
skólasjúkrahúss, segir að stundum vakni grunur um að eitt-
hvað æði misjafnt hafi gerst þegar fólk kemur illa haldið á
deildina. Hins vegar sé það sama fólk duglegt við að fela
hlutina, sérstaklega ef það tengist fíkniefnaviðskiptum. Það
getur gefið hvaða skýringar sem er og engin leið sé að sann-
reyna hvað gerst hafi. Þetta fólk kærir ekki til lögreglunn-
ar, segir Jón. Annar læknir, Þórarinn Tyrfíngsson, formað-
ur framkvæmdastjórnar SÁÁ, gagnrýnir lögreglu fyrir að
beita sér ekki meira fyrir því að taka ofbeldismenn úr um-
ferð, frekar en að eltast við að sanna á fólk brot vegna fíkni-
efnaneyslu.
Þórarinn bendir á að það fylgi eðli fíkniefnabrotanna að
kæra ekki þótt viðkomandi sé beittur ofbeldi. Hann vill að
lögreglan leggi fremur áherslu á ofbeldisbrotin en ljóstra
upp um neytendur. Oft sé auðveldara aö sanna ofbeldisbrot-
in enda sjást sönnunargögnin á fórnarlambinu. Ofbeldis-
mennina eigi því að draga af hörku fyrir dóm. Þá þurfi að
taka úr umferð en lögreglan hafi ekki yfir að ráða sérstök-
um mannafla til að sinna því hlutverki, afla sannana, leita
uppi þrjótana og vemda þá sem á þurfa að halda.
Lögreglan bendir á aö það eina sem hún geti gert sé að
draga meinta árásarmenn fyrir lög og dóm en það sé erfitt
að gera nema fyrir liggi kærur. Því hvetur hún alla sem fyr-
ir ofbeldi verða að kæra. Eðli ofbeldismála er þannig, segir
Hörður Jóhannesson yfirlögregluþjónn í Reykjavík, að þol-
andinn er þar lykilvitni.
Það eru skilaboðin sem verða að ná í gegn. Fórnarlömb
ofbeldis og hótana búa vissulega við skelfingu um enn verri
meðferð en árangur næst ekki nema sagt sé til fantanna og
ofbeldið kært. í þeim málum þurfa fórnarlömbin, og að-
standendur þeirra, að sýna hugdirfsku um leið og treysta
verður á að dómstólar komi árásarlýðnum úr umferð og að
lögregla geti veitt þeim vernd sem hafa kjark til að kæra.
Öðruvísi verða árásir hrottanna ekki stöövaðar.
Jónas Haraldsson
umferð
Baltimore-bréf
tSigmundur Ernir
Rúnarsson
Ritstjórnarbréf
Á leið minni um alþjóðaflug-
völlinn i Fíladelfiu á dögimum
settist ég niður á litlum matsölu-
stað og bað um bjór og samloku.
Ég átti von á tveimur brauðsneið-
um með skinku og osti á milli
þeirra og það varð vissulega
raunin. En annað eins magn af
áleggi á milli tveggja brauðsneiða
hef ég ekki áður séð. Ég taldi lög-
in af meðfæddri forvitni. Það
voru sextán lög af tvenns konar
skinku og fjögur lög af þykkum
osti. Ég er ágætlega munnstór en
þama var ég kominn í nokkurt
óefni.
Þegar ég settist upp i flugvélina
í Fíladelfíu horfði ég nokkuð
felmtri sleginn í kringum mig.
Maðurinn i næstu sætaröð þurfti
tvö sæti. Og konan sem sat við
hliðina á mér bað flugþjóninn um
lengingu á öryggisbeltið. Hinum
megin við mig sátu bústin hjón,
hann sýnu þreknari en hún, enda
bað hann líka um lengingu á ör-
yggisbeltið. Sjálfur hef ég átt við
þau vandræði að stríða að vera
fimm kílóum fyrir ofan kjör-
þyngd. Þarna á flugleiðinni til
Baltimore hurfu þau kílóin mín.
Mér fannst ég vera rindill.
„Small pizza“
Á venjulegum hamborgarastað
í Ameríku er ekki lengur seldur
lítill skammtur af máltíð. Aðeins
miðlungs, stór, risastór og ofur-
stór. Þegar ég í heimsku minni
bað um lítinn skammt af ostborg-
ara á einum skyndibitastaðanna i
Ameríku var svarið á að giska
einfalt: „We dont sell them small
anymore." Ég hváöi, en af-
greiðslustúlkan útskýrði fyrir
mér að það tæki því ekki lengur
að selja litla borgara. Og heldur
ekki litið gosglas eins og ég hafði
beðið um, aðeins miðlungs og
stærri.
Á einum pitsastaðanna í Amer-
íku taldi ég mig komast í þunnt.
„Small pizza“ stóð þar skýrum
stöfum við hliðina á hinum stóru
og risastóru. Ég pantaði eina
litla, viss um að loks fengi ég mál-
tíð að mínu magamáli en ekki
einhverja hlussu sem sæti hálf
eftir á diskinum þegar ég hefði
fengið fylli mína. En viti menn,
borði mínu barst á að giska tólf
tomma pitsa og svo þykk og ríf-
lega hlaðin af áleggi að mig setti
hljóðan um stund. Ég reyndi að
gera mér þær hinar stærri pits-
umar í hugarlund.
Stóra steikin
Nokkrum dögum seinna var ég
staddur ásamt nokkrum öðrum
blaðamönnum víða að úr heimin-
um á vinsælum amerískum steik-
arstað. Við ætluðum að gera okk-
ur dagamun eftir vel heppnaða
ráðstefnu og hver okkar pantaði
steik að sínum smekk. „Look at
this one,“ sagði einn úr hópnum
og var ekki laust við að hann
kæmist í nokkra andnauð með
matseðilinn fyrir framan sig.
Honum hafði reiknast til að
stærsta steikin á seðlinum væri
næstum 1200 grömm að þyngd.
„Eftir nokkurra daga
Ameríkuvist lœra útlend-
ingar, sumir langt að
komnir, á fœðukerfi
heimamanna. Tveir út-
lendingar kaupa sér einn
skammt af máltíð og fá
að deila honum á tvo
diska. Stundum, sérstak-
lega í tilfelli fíngerðra
kvenna, geta þrír slegið
saman í einn rétt. Og
hann dugar, mikil ósköp. “
Þetta þótti okkur ekki aðeins
vel boðið heldur nóg boðið.
Risasteik fyrir 28 dollara og
reyndar litlu dýrari en hefðbund-
in steik og því kannski um að
gera að panta sér þá stóru af
praktískum ástæðum! „Þetta
dygði heilu þorpi heirna," sagði
sá okkar sem var frá Sambíu og
það hnussaði í honum. Við spurð-
um þjóninn hvort þær væru vin-
sælar þessar. „Sure,“ var svarið.
Saman pöntuðum við fimm blaða-
menn viða að úr heiminum steik-
ur sem vógu til samans það sama
og sú stóra.
Deilt á diska
Eftir nokkurra daga Ameríku-
vist læra útlendingar, sumir
langt að komnir, á fæðukerfi
heimamanna. Tveir útlendingar
kaupa sér einn skammt af máltíð
og fá að deila honum á tvo diska.
Stundum, sérstaklega í tilfelli fin-
gerðra kvenna, geta þrír slegið
saman í einn rétt. Og hann dugar,
mikil ósköp. Eins getur verið sér-
staklega hagkvæmt að panta sér
risagosglas og deila því á milli
nokkurra manna. Stærsta gos-
glasið sem varð á vegi okkar tók
hálfan annan lítra.
Okkur útlendingunum varð tíð-
rætt um útlitið á æði mörgum
Ameríkumanninum. Ekki það að
við góndum endalaust á holdafar-
ið heldur hitt að stundum þurfti
að líta undan. Nú er svo komið að
þriðjungur fullorðinna Banda-
ríkjamanna á við offitu að stríða.
Innan fimmtán ára er óttast að
hlutfall offeitra verði helmingur
fullorðinna. Nær fimmtungur
krakka frá tólf til átján ára er tal-
inn vera of feitur. Það hlutfall
hefur vaxið hratt á skömmum
tíma. Offita er stærsti heilsuvand-
inn vestra.
Hugsað heim
Bandarikin eru ofurstórt land í
mörgum skilningi. Og aðgangur
fólks að mat er með þeim hætti að
þjóðin er bókstaflega að þenjast
út. Þegar sá sem þetta skrifar sat
svo dögum skipti með starfs-
bræðrum sínum frá Afríku og
Austurlöndum og ræddi um am-
eríska holdafarið varð honum
öðru hvoru hugsað heim. Og því
miður klingdu ýmsar bjöllur.
Minningar úr sundlaugunum
heima komu fram í hugann en
þar kemur þjóðin fram hvað fá-
klæddust. Og hefur fitnað með ár-
unum, mikil ósköp.
Ekki síst íslensk ungmenni. í
sundlaugunum er ekki lengur
undrunarefni að sjá þrútin börn
af burði sínum. Þau koma vagg-
andi eftir stéttinni og anda þung-
lega niður stigann í heita pottinn.
Það verður erfitt fyrir þau að
halda aftur af sér í mat. Það er
einu sinni svo að á íslandi er að-
gangur að mat að verða með sams
konar hætti og vestanhafs. Allt er
að stækka. Lítil gosflaska er að
víkja fyrir hálfs lítra flösku. Stór
skammtur af frönskum að taka
við af litlum. Og maður á jú að
klára matinn sinn.
Máttlaust tal
Ofíita er að verða eitt helsta
heilbrigðisvandamál allra Vestur-
landa. Það er undarleg þversögn
en minnihluti þeirra efnuðu í
heiminum glímir við aukakfíóin
á meðan meirihluti fátækra í
heiminum berst fyrir brauði
sínu. Á þeirri öld eða svo frá því
yfirvöld viða um heim fóru að
gera sér grein fyrir misskiptingu
auðs í heiminum hefur bilið á
milli feitra og fátækra farið vax-
andi. Þrátt fyrir allar aðgerðir og
aðstoð um áratugaskeið hefur
misskiptingin fest sig í sessi og
öfgamar aukist.
Á ferð með Afríkubúum um
ótal vegu Ameríku er ekki laust
við að Vesturlandabúi eins og sá
sem þetta skrifar skammist sín
fyrir þá ofgnótt af mat sem vellur
út úr dyrum hjá offramleiðslu-
rikjunum. Allt tal um eina jörð og
eina veröld verður á að giska
máttlaust þegar sest er niður á
amerísku steikarhúsi og svartur
starfsbróðir fer að rifja upp
raunalegar sögur af fólki sínu í
Sambíu og Simbabve. Maður legg-
ur matseðilinn frá sér hugsi. En
svo pantar maður steik. Enn eina
- og gleymir sér.