Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2002, Qupperneq 11
LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 2002
11
Skoðun
Fæst orð hafa mesta ábyrgð
Kjartaii Guaaar
Laugardagspistill
Ég hef komist aö þeirri niður-
stöðu að maður eigi ekki að flíka
pólitískum skoðunum sínum á al-
mannafæri. Þetta á sérstaklega við
um stjómmálaumræður í heitum
pottum þar sem ekki er nokkur leið
að greina hálærðan hagfræðing frá
stöðumælaverði.
Maður situr í heitum potti með
ókunnu fólki. Alþingiskosningar
eru að bresta á eftir örfáa daga.
Fólkið í pottinum keppist um að
vera sammála um veðrið og heilsu-
bótargöngur, og mér leiðist.
Mitt i lognmollunni reynir einn
pottormurinn að færa umræðuna
varfærnislega yfir á hið pólitíska
plan. Ég þykist áhugalaus og þráast
við en púkinn er iðinn við kolann:
„Jæja, bara að hann hangi nú þurr
fram á kjördag. Það er alltaf minni
kjörsókn ef rignir mikið,“ - segir
hann og glottir.
Við svona aðstæður taka að
myndast rafskaut í pottinum og upp
hleðst læviblandin spenna. Meira
að segja sá feimnasti i hópnum sem
hingað til hefur þagað þunnu hljóði
og horft í gaupnir sér oní vatnið, lit-
ur vamfæmislega upp, skáskýtur
augunum á viðstadda og veltir því
fyrir sér hver ætli að brjóta ísinn.
Ég er lika að velta þessu fyrir mér
og sumir eru komnir í stellingar,
ræskja sig og hugsa sem svo: „Ætli
sé nú ekki kominn tími tii að ég
segi hér nokkur vel valinn orð.“
Háttvísi - sjálfssýningarhvöt
Við svona aðstæður er pólitíska
freistingin orðin allri skynsemi yf-
irsterkari. Ég læt fallerast, byrja að
blaðra, stöðmælavörðurinn í asna-
legu sundskýlunni breytist í hag-
fræðing sem situr í bankaráði
Seðlabankans og ég geri mig að fifli.
Eftir svona uppákomur er ég van-
ur að hugsa minn gang og segja við
sjálfan mig: „Hafðu það hugfast að
það að flíka pólitískum skoðunum
sínum meðal ókunnugra í heitum
potti við sundlaug sem þú ert ekki
vanur að sækja, er nokkurs konar
afhjúpun persónieikans, - sjálfssýn-
ingarhvöt, - andlegur súludans á al-
mannafæri. Þér ber að halda í sjálfs-
virðinguna og sýna háttvísi."
En sagan endurtekur sig. í næsta
skipti sem pottormurinn byrjar
pólitísku þreifingarnar situr á móti
mér vel vaxin og fógur stúlka í bik-
iní sem áreiðanlega veit ekkert um
stjómmál. Hún horfír á mig bænar-
augum og bíður þess eins að ég upp-
fræði hana og alla hina í pottinum
um hið eina rétta stjómmálaástand
líðandi stundar. Við slikar aðstæð-
ur eykst sjálfssýningarhvötin á
kostnað háttvísinnar. Og þá er nú
eins gott að stíga á bremsuna.
Skoðun er meira en skoðun
Einhver kynni að halda að spenn-
an sem pottormurinn leysti úr læð-
ingi með sínum pólitísku þreifing-
um snúist um það eitt hvemig rik-
isstjóminni reiði af í þessum til-
tekna heita potti. En málið er flókn-
ara. Þaö snýst ekki um einfalda
skoðanakönnun. Þegar ókunnugir í
heitum potti fara að tala um stjóm-
mál, velta allir því fyrir sér hvort
skoðanir hinna í pottinum liggi yfir-
leitt á lausu, hver ætli að brjóta ís-
inn, hvemig hver og einn setur
fram skoðanir sínar, hvort og
hvemig fólk rökstyður þær og
hvemig það bregst viö andmælum.
Ef pottormurinn nær sínu fram
byrjar brátt að krauma í pottinum
undan heitum pólitískum umræð-
um. Og fyrr en varir eru allir búnir
að flokka alla niður í flokkunarkerfi
er tekur mið af öllu blaðrinu.
Skoðanafræðin - hin nýja
grein þjóðfélagsfræðanna
Ég hef töluvert velt þessu fyrir
mér og komist að þeirri niöurstöðu
að við flokkum fólk niður í fimm
flokka eftir framsetningu pólitískra
skoðana. Þar gera allir sjálfa sig að
fiflum nema þeir sem skipa fimmta
flokkinn, sitja á strák sínum og
leggja ekkert til málanna. Þeir einir
geta stigið stoltir upp úr pottinum
og haldið sina leið með reisn.
Uppgötvun mín á þessu flokkun-
arkerfi undirvitundarinnar er stór-
merkileg. Reyndar vonast ég til að
hún marki upphaf nýrrar fræði-
greinar, skoðanafræðinnar svo
nefndu, sem þá yrði ómissandi hlið-
argrein við stjómmálafræðina, -
sérstaklega félagsfræðilega stjóm-
málafræöi og sálfræðilega félags-
fræöi. Það yrði þá ekki ónýtt að
kenna þessi fræði við þjóðfélags-
fræðideild Háskóla íslands og gera
mig að fyrsta lektor deildarinnar í
skoðanafræði. Annað eins hefur nú
verið messað á þeim bænum.
„Hafðu það hugfast að
það að flíka pólitískum
skoðunum sínum meðal
ókunnugra í heitum
potti við sundlaug sem
þú ert ekki vanur að
sœkja, er nokkurs konar
afhjúpun persónleikans,
- sjálfssýningarhvöt -
andlegur súludans á al-
mannafæri. Þér ber að
halda í sjálfsvirðinguna
ogsýna háttvísi.“
Skoðanaflokkarnir fimm
Flokkunarkerfi mitt byggist á
fimm meginflokkum sem eru eftir-
farandi:
1. Æsingamaðurinn
2. Ofsóknaróði smáborgarinn
3. Beturvitrungurinn
4. Sáttasemjarinn
5. Þögli
Eins og sjá má er flokkunum rað-
að eftir félagslegu taumhaldi. Æs-
ingamaðurinn hefur minnst taum-
hald en Þögli hefur fullkomna
stjórn á sjálfum sér og aðstæðunum.
Verður nú gerö nánari grein fyrir
hverjum flokki.
Æsingamaðurinn
Æsingamaðurinn er sífellt að
gera sig að fifli í fermingarveislum,
stórafmælum og heitum pottum. Ef
potturinn er mjög heitur, 40-45
gráður, geta stjómmálaumræður
hæglega riðiö honum að fullu, enda
er hann yfirleitt með allt of háan
blóðþrýsting.
Æsingamaðurinn er mjög sjálf-
miðaður. Tilveran snýst um hann
sjálfan, andspænis heiminum. í
heiminum eru svo ýmsir fyrirferð-
armiklir aðilar sem hafa það helst
fyrir stafni að gera honum lífið leitt.
Þetta geta verið Bandaríkjaforseti,
Baugsveldið, ríkisstjómin, komm-
únistar, áfengisbölið eða almenn-
ingsálitið eins og það leggur sig.
Meðal æsingamanna em oft máls-
svarar skoðana sem almennt em
taldar úreltar. Dæmi um slíka eru
kommúnistar, nasistar og bindind-
ismenn af gamla skólanum sem
rústað hafa heilu samkvæmin ef
tappi er dreginn úr flösku.
Æsingamaðurinn er oft besta
skinn. En hann þarf að róa sig nið-
ur og skipta um bremsuborða.
Ofsóknaróði smáborgarinn
Næsti hópur á ýmislegt sameigin-
legt með æsingamanninum en er
engu að síður sér hópur. Best fer á
því að þessi hópur láti aðra um
stjómmálaumræður. Enginn skoð-
anahópur er jafn afhjúpandi og
þessi. Ef hann tekur til máls í pott-
inum jafngildir það stórum merki-
miða sem hann hengir framan á sig
þar sem á stendur: Ég er ómenntað-
ur, óömggur og svekktur, með
greind undir meðallagi.
Einstaklingar í þessum flokki til
heyra yfirleitt „hinum þögla meiri-
hluta“ þótt sjálfir séu þeir aUs ekki
þögulir. Þeir eru húsbóndahollar
höfðingasleikjur sem vilja styrka
stjórn, hafa stöðugar áhyggjur af of
miklu umburðarlyndi á öllum svið-
um og hata homma, komma, araba
og aðra útlendinga.
Ofsóknaróði smáborgarinn þarf
ekkert að gera því honum er ekki
við bjargandi.
Beturvitrungurinn
Éins og nafnið ber með sér held-
ur þessi hópur að lífið snúist um
vitneskju og ekkert annað. Þessir
einstaklingar segjast vita alla hluti
betur en allir aðrir. Ef þeir vita ekki
betur, þá þykjast þeir gera það.
Stjórmálaumræður era þeim alltaf
tUefni tU að láta ljós sitt skína.
Ég þekkti einu sinni dásamlegan
beturvitrung sem sagði aUtaf: „Ég
veit það!“ ef einhver upplýsti hann
um það sem hann ekki vissi. Einu
sinni stóð hann með opna buxna-
klauf fyrir framan kvennafans.
Vinnufélagi hans sagöi þá stundar-
hátt: „Jói! Þú er með opna buxna-
klauf!" - „Ég veit það!“ - sagði Jói
en lokaði ekki klaufinni.
Sáttasemjarinn
Sáttasemjarinn er heybrók sem
er Ula við aUan ágreining. Hann viU
aUtaf frið og spekt, hvað sem það
kostar og lifir í stöðugum ótta um
að stjórnmálaumræður endi með
manndrápi, ef ekki borgarastyrjöld.
Myndi sáttasemjarinn sér ein-
hverja skoðun er hann yfirleitt
sammála síðasta ræðumanni og sé
talað við hann í einrúmi er hann
aUtaf sammála viðmælandanum.
Stundum lendir sáttasemjarinn
miUi steins og sleggju, eins og t.d. í
heitum pottum. Þá reynir hann að
bera klæði á vopnin með almennum
klisjum, s.s. eins og: „Ja, þið fyrir-
gefið en mér finnst þetta nú aUt
sama tóbakið. Era þeir ekki aUir
eins?“
Þögli
Frá sjónarmiði atferlisfræðinnar
er hér um einn hóp að ræða þó í
rauninni séu hóparnir tveir: Sá
áhugalausi og sá ábyrgi. GaUinn er
bara sá að erfitt getur verið að
greina þessa hópa í sundur enda
þegja þeir báðir þunnu hljóði. Oft
má þó greina hér á miUi þar sem
hinn áhugalausi setur upp sauða-
svip við stjórnmálaumræður, en
hinn ábyrgi hlustar af athygli þó
hann leggi ekkert tU málanna.
Bestu dæmi um hinn ábyrga eru
ýmsir háttsettir embættismenn sem
ekki telja við hæfi að flíka skoðun-
um sinum. Þeir hörðustu í þessum
hópi taka aldrei þátt í skoðanakönn-
unum og fara með semingi á kjör-
stað þótt kosningin sé leynUeg.
Sumir embættismenn hafa ekki
sagt múkk um stjómmál um ára-
tuga skeið og roðna eins og óspjöU-
uð mey ef minnst er á íslenskan
stjómmálaflokk. Fyrir slíkum
mönnum er borin óttablandin virð-
ing. Um þá myndast lífseigar
goðsagnir um ábyrgð og gáfur því
ekkert er gáfulegra né ábyrgara en
að þegja um stjómmál. Þess vegna
má forsetinn ekki tala um stjórn-
mál. Þess vegna hlaðast á menn
ábyrgðarstörf eftir því sem þeir
þegja lengur. Og þess vegna er
málshátturinn: Fœst orö hafa
minnsta ábyrgö - hrein öfugmæli.