Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2002, Page 14
14
LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 2002
Fréttir
DV
Hafís
hefur
Meðalhitinn í september var tölu-
vert yfir meðaltali í Reykjavík, og það
sama má segja um júnímánuð en tíðar-
farið var mjög gott um sunnan- og vest-
anvert landið. Einstakur hlýindakafli
stóð dagana 3. til 17. júní og voru hita-
met slegin víða um land. M.a. komst
hitinn í Reykjavik í 22,4° þann 11. júní
og er það hæsti júníhiti sem mælst hef-
ur á Veðurstofunni. Hlýindakaflanum
lauk með miklu úrfelli þ. 17. og 18. júní
á norðan- og austanverðu landinu og
sólarhringsúrkomumet féilu unnvörp-
um á Austfjörðum og við Tröllaskaga
miiii Eyjafjarðar og Skagaíjarðai'. Stór
hluti mánaðarúrkomunnar féll þessa
daga. I Reykjavík var meðalhitinn 10,8°
sem er 1,8° yfir meðallagi og hefur ekki
orðið svo hlýtt í Reykjavík í júní síðan
1941 en þá var hitinn 11,5°. Úrkoman
mældist 34,4 mm sem er 2/3 hlutar
meðalúrkomu og sólskinsstundir voru
186,4 sem er 25,4 stundum umfram
meðailag. Á Akureyri var meðalhitinn
9,5° og er það 0,4° yfir meðallagi.
í Reykjavík var meðalhitinn 9,4” í
september sem er 2° yfir meðallagi. Úr-
koman mældist 124,2 mm sem er tæp-
lega tvöföld meðalúrkoma og sólskins-
stundir mældust 76,1, 48,9 stundum
færri en venja er. Álíka hlýtt var í sept-
ember i fyrra en fara þarf aftur tO árs-
ins 1959 til að finna meiri mánaðarúr-
komu, þá var hún 156,5 mm. Sólskins-
stundir voru talsvert færri í september
1996. Á Akureyri var meðalhitinn 9,2°
sem er 2,9° yfir meðallagi. Úrkoman
mældist 80,8 mm, rúmlega tvöföld með-
alúrkoma, og sólskinsstundir 81,4 sem
er 3,6 stundum undir meðallagi. Mun
hlýrra var á Akureyri 1996,11,4”, og síð-
ast mældist meiri úrkoma í september
árið 1981, 96,6 mm.
Hlýjasti september var 1939
Hlýjasti septembermánuður síðan
árið 1901, er mælingar hófust hérlend-
is, var árið 1939, en þá var mjög hlýtt
það sumar, og reyndar í hugum Evr-
ópubúa, svo upp úr sauð 1. september
er Hitler réðst á Pólland. Þá mældist
meðalhitinn 11,43’ en meðalhiti þess
árs var 5,9”. Næst kemur september
1941 með 11,14” og meðalhita ársins
07/1997 • Beinskiptur
Ekinn 133 þús. km
Verð 1.070.000 kr.
NISSAN PRIMERA SLX
11/1997- Sjálfskiptur
Ekinn 64 þús. km
Verð 960.000 kr.
10/2000 ■ Sjálfskiptur
Ekinn 36 þús. km
Verð 1.460.000 kr.
V
Opiðfrákl. 12 til 16
laugardag
Veðurfarið er að taka miklum breytingum:
á Grænlandssundi
hopað um 800 km
DV-MYND Jl
Hlýindaskeiðiö um allt land hefur haft sínar neikvæðu hliðar
Áin Kolgríma í Suöursveit hefur skolaö burtu nær 100 metra vegarkafla á þjóövegi 1, oggert tún bóndans aö
Skálafelli eins og yfir hafsjó aö líta. En fjallaferöalangar gleöjast en enn eru þeim allir vegir, eöa vegleysur, færir.
5,91” og loks september 1958 með 11,37”
og meðalhita 5,02". Árið 1979 var hins
vegar mjög kalt ár, enda við þá á hraðri
siglingu inn í kuldaskeið. Þá var með-
alhiti septembermánaðar 5,47” og með-
alhiti ársins 2,85°, eða nær helmingi
minni en árið 1939. Árið 2001 var með-
alhitinn hins vegar 5,16”.
Sumarmánuðimir júni til september
voru vætusamir og sólarlitlir en frem-
ur hlýir. Aðeins í júnímánuði var sól-
ríkara en venja er í Reykjavík en á Ak-
ureyri var sólskin alla sumarmánuðina
undir meðallagi. Sérlega vætusamt var
í ágúst og september.
Magnús Jónsson veðurstofustjóri
segir að ljóst sé að íslendingar sem
og nágrannar okkar séu að fara inn í
hlýindaskeið sem bera megi saman
við hlýindaskeiðið árin 1930 til 1960.
Það sé því ekki hægt að tala um gróð-
urhúsaáhrif í þessu sambandi og svo
virðist sem margir gleymi því að
koltvísýringur í lofti hafi vaxið um-
talsvert vegna þess hversu mikið hafi
verið brennt af kolum og olíu á síð-
ustu öld, og sé gert enn. Koltvísýring-
ur aukist því þó eitthvað af honum
brotni í högunum. Upp úr 1970 sigld-
um við inn í kuldaskeið og þá hafði
enginn á takteinum nein sérstök um-
hverfisáhrif. Sveiflur í hitafari séu
því ofur eðlilegar.
Trausti Jónsson veðurfræðingur seg-
ir að þó hiti hafi verið yfir meðaltali í
september séu fyrstu 9 mánuðir ársins
ekki hlýrri en í meðalári, mörg ár hafi
verið betri, en sérstakur kuldakafli í
09/2001 • Beinskiptur
Eklnn 9 þús. km
Verð 1.330.000 kr.
02/1996 • Sjálfskiptur
Ekinn 91 þús. km
Verð 770.000 kr.
MAZDA 626 GLX
07/1998 • Sjálfskiptur
Ekinn 76 þús. km
Verð 1.440.000 kr.
07/1996 • Beinskiptur
Ekinn 107 þús. km
Verð 850.000 kr.
Ingvar Helgason
notaðir bílar
Sævarhöfða 2 • Sími 525 8020 ■ www.ih.is/notadir ^
febrúarmánuði hafi dregið meðaltalið
verulega niður.
Tíðarfarið í sumar og haust hefur
valdið því að vatnsbúskapur Lands-
virkjunar er óvenju góður og uppi-
stöðulónin á hálendinu fylltust óvenju
snemma. Rigningar að undanfömu
hafa litlu bætt þar við.
Enginn hafís milli íslands og
Grænlands
Hitinn í hafinu hefur einnig vaxið,
einkum norðan við landið, sem valdið
hefúr sumum sjómönnum áhyggjum,
ekki síst þeim sem stunda rækjuveiðar.
En fátt er svo með öliu iilt að ekki boði
nokkuð gott. Enginn hafís er nú á
Grænlandssundi milli íslands og
Grænlands, og mun minna magn þar
sem hann er en í meðalári. Hafis finnst
norður við 77. gráðu, eða við Dan-
markshavn, en venjulega heldur ís-
röndin sig við 70. gráðu, eða við Score-
bysund, eða um 780 km sunnar, á þess-
um árstíma. Það er því hægt að sigla til
Danmarkshavn, sem hefur verið
óþekkt til þessa í októbermánuði. Jökl-
ar hafa einnig verið að hopa á Græn-
landi, svipað og á íslandi. í gær var 3,5°
hiti í Scorebysundi og 6,6” á Jan Mayen
en 4,6” frost á Danmarkshavn sem er þó
mun minna frost en menn eiga að venj-
ast á þessum árstíma.
Ekkert fararsnið á fuglunum
„Mér finnst að það hafi verið
hlýrra síðustu haust en áður hér á
Dalatanga, en hér hef ég búið síðustu
34 ár. Síðasta vor var þó eitthvað
kaldara. Það eru þó ekki fleiri sól-
skinsstundir en áður en þetta ruglar
fuglana í ríminu því hér er enn þá
fullt af lóum, skógarþröstum og
hrossagaukum, og það er ekkert far-
arsnið á þeim. Sjórinn hér fyrir aust-
an hefur þó ekkert hlýnað eins og fyr-
ir norðan og í vor sögðu mér sjómenn
á Mjóafirði að sjórinn væri mun kald-
ari en í meðalári, eða 2 til 3",“ segir
Marsibil Erlendsdóttir, veðurathug-
unarmaður á Dalatanga.
„Ég hef verið hér við veðurathuganir
á Staðarhóli í Aðaldal í 41 ár og ég
minnist þess ekki að hér hafi verið
svona langur hlýindakafli að hausti.
Hitinn hefur heldur ekki farið svo mik-
ið niður á nætumar, hann fór ekki nið-
ur fyrir 12 stig síðustu nótt og hefur far-
ið upp í 19 stig á daginn. Það er hæð
austan við land og við í einhveijum
hitabeltisstreng þama á milli hæðarinn-
ar og lægðar sunnan við land, svo þetta
hafa verið dýrlegir dagar í Þingeyjar-
sýslu. Svo hefur snjó alveg tekið upp á
stöðum í Kinnafjöllum sem ekki hefur
gerst áður í mínu minni. Einnig hefur
snjó alveg tekið upp úr Grísartungufjöll-
um og það er einstakt. Þetta veður nú er
nánast ótrúlegt,“ segir Hermann Hólm-
geirsson veðurathugunarmaður.
Ný verksmiðja í Búlgaríu
Búlgarsk-íslenska lyíjafyrirtækið,
Balkanpharma, opnaði nýja lyfja-
verksmiðju í Dupniza í gær. Með
nýju verksmiðjunni verður lyija-
framleiðsla fyrirtækisins rúmir 13
milljarðar taflna á ári, þar af 10
milljarðar í Búlgaríu. Um 2,5 millj-
arðar verða framleiddir hjá Pharm-
amed á Möltu og 1,1 milljarður hjá
Delta og Omega Pharma á íslandi.
Forseti Islands og forseti Búlgaríu
voru viðstaddir opnun verksmiðj-
unnar ytra.
Mannbjörg þegar ísfell sökk
Leiguskip Samskipa, ísfell, sökk í
gærmorgun um 30 sjómílur undan
ströndum Egersunds í Noregi. Sex
manna áhöfn var um borð og kom-
ust allir frá borði. Samskip fékk ís-
fellið afhent fyrir um tveimur vik-
um og hafði það farið í gegnum
miklar breytingar. ísfell sigldi áður
á vegum Samskipa undir nafninu
Gullnes.
Vinsaéll og óvinsæll
Davíð Oddsson
forsætisráðherra
ber höfuð og herð-
ar yfir aðra stjórn-
málamenn bæði
hvað varðar vin-
sældir og óvinsæld-
ir. Þetta eru niöur-
stööur skoðana-
könnunar DV. Alls sögðu 36,8% að-
spurða að Davíð væri sá stjórnmála-
maður sem þeir hefðu mest álit á.
Um 30,3% sögðu aftur að þeir hefðu
minnst álit á Davíð. Næstvinsælast-
ur stjómmálamanna er Steingrímur
J. Sigfússon með 13,6% fylgi og
næstóvinsælastur er Össur Skarp-
héðinsson með 17,8% fylgi.
Flóttamenn farnir
Flóttamannafjölskyldurnar sem
settust að á Blönduósi árið 1998 eru
farnar þaðan. Auk þess eru allir
flóttamennimir sem komu þangað
árið 1999 fluttir úr bænum. Á ísa-
firði er aðeins eftir ein þriggja
manna fjölskylda af þeim 30 manna
hópi flóttamanna sem settist þar að
árið 1996.
Sjö þúsund á Rembrandt
Metaðsókn hefur verið á sýning-
una Rembrandt og samtíðarmenn
hans sem nú stendur yfir í Lista-
safninu á Akureyri. Um sjö þúsund
manns höfðu séð sýninguna í upp-
hafi vikunnar.
FF í gjaldþrot
Skiptafundur í þrotabúi Frjálsrar
fjölmiðlunar verður haldinn í nóv-
ember. Forgangskröfur í búið nema
á milli 100 til 200 milljónum króna
en heildarkröfur um 1,1 milljarði
króna. Litlar sem engar eignir
munu til upp í kröfurnar sam-
kvæmt upplýsingum DV.
Te í hungurverkfalli
Hildur Rúna Hauksdóttir hóf
hungurverkfall í vikunni gegn stór-
iðju- og virkjunaráformum rikis-
stjórnarinnar. Hildur Rúna nærist á
íslenskum tejurtum einvörðungu en
ekki liggur fyrir hversu lengi verk-
fallið mun standa.