Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2002, Síða 16
16
Helgarblað
LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 2002
DV
alls tíu sinnum. Á sama tima var óritskoðuð útgáfa
frá sama fyrirtæki einnig í umferð en fyrirtækið
hætti loks útgáfu á henni. Á árunum 1973 til 1979
var ritskoðaða útgáfan einungis á boðstólum. Og
það án vitneskju höfundarins. Árið 1979 uppgötvaði
vinur Bradburys sannleika málsins og Bradbury
krafðist þess að óritskoðuð útgáfa yrði einungis
höfð í sölu. Útgáfufyrirtækið varð við kröfu hans.
Árið 1992 fengu nemendur í skóla í Kaliforníu
eintök af bókinni þar sem búið var að krota yfir all-
mörg orð í bókinni. Skólayflrvöld höfðu krafist þess
að kennarar notuðu svart túss til að fela ósiðleg orð
áður en nemendur læsu verkið. Foreldrar kvörtuðu
við skólann og höíðu samband við fjölmiðla sem
sendu fréttamenn á vettvang til að fjalla um þá sér-
kennilegu þversögn að bók sem fjallar um ritskoð-
un skyldi vera ritskoðuð. Skólayfirvöld tilkynntu
þá að ritskoðaða útáfan yrði tekin úr umferð.
FBI rannsakar Baldwin
Another Country eftir James Baldwin kom út í
Bandaríkjunum árið 1962. Hjá FBI var haldin sér-
stök skrá um bókina og J. Edgar Hoover, yfirmað-
ur FBI, sendi hana til sérstakrar rannsóknar hjá
deild innan FBI vegna kafla um samkynhneigð og
þess hversu frjálslega þar er lýst samskiptum
svartra og hvítra. Úrskurður deildarinnar var
nokkuð óvæntur en hún sagði bókina hafa bók-
menntalegt gildi og vera áhugaverða fyrir nemend-
ur í sálfræði og félagsfræði. Árið 1963 var bóksali í
New Orleans handtekinn fyrir að selja bókina og
talinn hafa verið að selja siðlausa bók en máli á
hendur honum var vísað frá. Sama ár setti bóka-
safn í New Orleans bókina á bannlista. Árið 1965
fékk FBI bréf frá manni í Texas sem sagði bókina
fulla af kynferðislegum öfuguggahætti og krafðist
þess að hún yrði gerð upptæk. Hoover svaraði
manninum og sagði FBI kunna að meta áhyggjur
hans en höfundurinn hefði ekki brotið lög.
Catch 22 fyrir dóm
Árið 1972 bannaði skólaráð í Strongsville Ohio
kennurum að nota Catch 22 eftir Joseph Heller og
God Bless You, Mr Rosewater eftir Kurt Vonnegut
sem lestrarefni þar sem þær væru sjúklegt rusl.
Ráðið skipaði síðan svo fyrir að bækurnar yrðu
fjarlægðar af skólabókasafni ásamt Cat’s Cradle eft-
ir Vonnegut. Fimm menntaskólanemar og fjölskyld-
ur þeirra fóru í mál og sögðu nefndina ekki hafa
fært rök fyrir því af hverju bæri að fjarlægja bæk-
urnar. Dómari dæmdi skólayfirvöldum í hag en í
yfirrétti sagði dómari að skólastjórnir hefðu rétt til
að velja bækur á lestrarlista en væri óheimilt að
fjarlægja bækur af skólabókasöfnum. Hann skipaði
svo fyrir að bækurnar skyldu aftur settar á bóka-
safnið.
Hættulegur King
Fjölmargar skáldsögur metsöluhöfundarins
Stephens King hafa verið fjarlægðar af bókasöfnum.
Sú sem mestur styrr hefur staðið um er Cujo sem
kom út árið 1981. Árið 1985 var bókin fjarlægð af
bókasafni gagnfræðaskóla í New York eftir að for-
eldrar sögðu hana vera rusl. Sama ár neituðu skóla-
yfirvöld í skóla í Kalifornía að samþykkja kaup á
bókinni vegna óþverra málfars og djarfra kynlífs-
sena. í Alabama samþykktu skólastjómir að fjar-
læga skáldsöguna úr öllum skólabókasöfnum vegna
þess að málfarið væri óviðeigandi og bókin klám-
fengin. Árið 1992 var bókin bönnuð i skóla í Indiana
og sama ár kröfðust nokkrir foreldrar í Hlinois þess
að allar bækur höfundarins yrðu fjarlægðar af
skólabókasöfnum. Þeirri kröfu var hafnað.
Ljóð vikunnar
Vökulestur
- eftir Þorstein frá Hamri
Ég man það eitt
að aðalpersónan, mennsk.
sagði að síðustu: Hvað
verður um mig ó meðan -
og meira ekkii Var bókin
búin, ellegar stó mig
djúpur svefn
draumtaus,
huglaus...
Ljóðiö er úr nýrri Ijóöabók Þorsteins,
Meirn en mynd og grunur.
Vigdís í uppáhaldi
Steinunn Valdís Óskarsdóttir segir frá uppáhaldsbókum
sínum.
„Mér er auðvitað ferskast í minni það sem ný-
legast lá á náttborðinu en ég var að ljúka við að
lesa bók eftir Rupert Thomsen sem heitir Opin-
berunarbókin. Sú bók var mjög athyglisverð og
kom mér satt best að segja al-
gerlega á óvart. Hún íjallar um
niðurlægingu ungs karls sem
verður fyrir þeirri reynslu að
þrjár kónur ræna honum,
halda hpnum föngnum og
nauðga honum bæði andlega
og líkamiega. Þessi frásögn
snerti mig sterkt og þarna er
fjallað um grunnþætti mann-
legrar tilveru kúgun, vald, ein-
lægni, ást og tilfinningar.
Ég les nokkuð af ijóðum og
held upp á ljóðabækur eftir
Stein Steinarr, Sigurð Pálsson
og Braga Ólafsson. Minn uppá-
haldshöfundur er þó án efa
Vigdís Grímsdóttur. Bækumar
hennar hafa alla tíð höfðað
sterkt til min og erfitt að taka
einhverja eina eða tvær út úr.
Ég heiti ísbjörg ég er ljón var áhrifamikil og ekki
síður sú uppfærsla sem Þjóðleikhúsið setti upp
fyrir nokkrum árum. Sú síðasta, Frá ljósi til ljóss,
var einnig góð og nú bið ég spennt eftir næstu bók
Vigdísar. Salka Valka eftir Laxness er bók sem
hafði mikil áhrif á mig sem ungling og verður að
teljast ein af þeim sem eru í mestu uppáhaldi. Ég
vakti heila jólanótt_1990 við að lesa Meðan nóttin
líður eftir Fríðu Á. Sigurðardóttur en sú bók
fannst mér bæði vel skrifuð og góð.
Ég hef líka mikið dálæti á
barnabókum og er þessa dag-
ana að endurnýja kynni mín
af perlunum hennar Astrid
Lindgren. Þar ber hæst gull-
mola eins og Linu og Emil.
Góðar bækur fyrir böm ein-
kennast af þvi aö við getum
lesið þær sem fullorðin og haft
jafnvel enn meira gaman af en
sá lesendahópur sem þær
beinlínis eru ætlaðar. Ég og
Kristrún dóttir mín, sem er
þriggja ára, förum vikulega í
Grófarsafnið í Tryggvagötu og
tökum okkur bækur fyrir vik-
una. Sem barn var ég alæta á
bækur og bókabíllinn sem
kom vikulega í Laugamesið
sá mér fyrir lesefni. Ég verð
að játa að ég öfunda dóttur
mína af þvi úrvali sem hún getur valið úr miðað
við gamla bókahílinn í den og gaman að sjá þann
mikla fjölda sem virðist koma reglulega í nýja
safnið í Tryggvagötu."
James Baldwin. Skáldsaga hans, Another Country, varð metsölubók en
sætti sérstakri rannsókn hjá FBI sem komst að lokum að þelrri niðurstöðu
að verkið hefði bókmenntagildi.
Oheppilegar
bækur
Hér er sagt frá nokkrum frœgum
og vinsœlum skáldsögum sem á
síðustu öld þóttu fela í sér vafa-
saman boðskap. Ýmsum fannst
ástœða til að grípa til ritskoðunar.
Brave New World eftir Aldous Huxley kom út
árið 1932 og er nú viðurkennt meistaraverk. Ekki
eru þó allir jaftihrifnir því skáldsagan hefur verið
sögð sóðaleg og siðlaus og fordæmd fyrir að gera lít-
ið úr íjölskyldulífi, upphefja kynlíf og ýta undir eit-
urlyfjaneyslu. Bókin var bönnuð á írlandi árið 1932.
Árið 1965 var kennari í Maryland rekinn fyrir að
hafa bókina á leslista. Árið 1979 fóm skólayfirvöld í
Virginiu fram á það við kennara að hann tæki bók-
ina af leslista. Hann neitaði og var sagt upp störfum.
Foreldrar hafa einnig nokkrum sinnum gert athuga-
semdir við að börn þeirra læsu bókina i skólum.
Hættulegur bjarg-
vættur
Bjargvætturinn í gras-
inu eftir Salinger kom út
árið 1951 og er einkar ást-
sæl bók meðal unglinga.
Á árunum 1966-1975 lenti
þó engin bók jafnoft á
bannlista á bandarískum
skólabókasöfnum. Deilur
stóðu reyndar um bókina
fyrir þann tíma. Árið
1957 gerðu tollayfirvöld í
Ástralíu heilan skips-
farm af bókinni upptæk-
an en sendiherra Banda-
rikjanna í Ástralíu hafði
ætlað hann sem gjöf til
ríkisstjórnarinnar. Tolla-
yfirvöldum var seinna
gert skylt að skila farm-
inum en þau sögðust
finna bókinni það helst
til foráttu að málfarið
væri sóðalegt og sögu-
hetjan væri unglingum
slæm fyrirmynd. Árið
1960 var kennari i Okla-
homa rekinn fyrir að
gera bókina að skyldu-
lesningu i unglingaskóla.
Kennarinn lagði fram
kæru og var endurráðinn
en bókin var sett á bann-
lista.
Árið 1978 komust for-
eldrar í Washington í
uppnám vegna róttækra
skoðana söguhetjunnar
Holden Caulfields. Kona
sem var í forystuhópi for-
eldrasamtaka sagðist
hafa talið 785 hlótsyrði í
bókinni og hún fullyrti
að hugmyndafræði verks-
ins einkenndist af lævís-
um kommúnisma sem
myndi, ef ekkert yrði að
gert, ná undirtökum í
skólastarfi. Til stóð að
setja hókina á bannlista
en á síðustu stundu var
hætt við það. Fjölmörg
önnur dæmi eru um mótmæli foreldra sem töldu
bókina koma inn ranghugmyndum hjá börnum sín-
um. Árið 1992 og 1994 var bókin til dæmis tekin af
lestrarlista í tveimur bandarískum gagnfræðaskól-
um vegna mótmæla foreldra.
Bók um ritskoðun ritskoðuð
Fahrenheit 451 eftir Ray Bradbury fjallar um rit-
skoðun og bókabrennur, en pappír brennur við
þetta hitastig. Bókin kom út árið 1953 og árið 1967
setti Ballantine Books i umferð sérstcika útgáfu bók-
arinnar sem var ætluð gagnfræðaskólanemendum.
í þeirri útgáfu var um 75 kaflabrotum breytt þannig
að út voru tekin orð eins og til dæmis „fjandinn" og
„fóstureyðing". Aðrar „lagfæringar" voru gerðar á
verkinu, drukkinn maður var til dæmis gerður að
veikum manni. Engin kvörtun barst vegna þessara
breytinga enda tóku fáir eftir þeim og í útgáfunni
var þeirra ekki getið. Fjölmargir lásu Fahrenheit
451 einungis í þessari gerð en bókin var prentuð
Stalín og
milljónirnar
Martin Amis: Koba the Dread
Jósep Stalín,
sem bar ábyrgð á
dauða 20 milljóna
landa sinna, mun
hafa sagt: „Dauði
eins manns er
harmleikur, dauöi
milljóna er töl-
fræði“. Amis vitn-
ar í þessi orð í
stuttri en afar áhrifamikilli bók um
ijöldamorð Stalins á löndum sínum.
Bókin er að hluta til mjög persónuleg
þvi faðir Martins, Kingsley Amis, var
sannfærður stalínisti. Þeir sem enn
líta á kommúnisma sem frelsandi afl
ættu að lesa þessa bók til að aflæra vit-
leysuna. Hinir eiga að lesa hana til að
minna sig á að hryllingi eins og þess-
um á ekki að gleyma.
Engar viðbœtur, hversu
frábœrar sem þœr eru,
geta bœtt verk eins mikið
og útstrikanir.
-Leo Tolstoy
Allar bækur
■ 1. Ríki pabbi, fátæki
pabbi. Robert T. Kiyosaki
2. Ferðin til Samarika. Harpa Jóns-
dóttir
3. Láttu Ijós þitt skína. Victoria
Moran
4. Feqraðu líf þitt. Victoria Moran
5. Líkami fyrir lífið. Bill Philip
6. Orðaheimur. Jón Hilmar Jónsson
7. Grafarþöqn. Arnaldur Indriðason
8. Leggðu rækt við sjálfan þig.
Anna Valdimarsdóttir
9. Dönsk-isl/ísl-dönsk orðabók.
Orðabókaútqáfan
10. Ensk-ísl/ísl-ensk orðabók. Orða-
bókaútqáfan
Skáldverk
1. Grafarþögn. Arnaldur
Indriðason
2. Glæpur og refsing. Fjodor
Dostojevski
3. Ilmurinn. Patrick Súskind
4. Ódauðleikinn. Milan Kundera
5. Óbærilegur léttleiki tilverunnar.
Milan Kundera
6. Mýrin. Arnaldur Indriðason
7. Furstinn, Niccoló Machiavelli
8. Tídæqra. Giovanni Boccaccio
9. Alkemistinn. Paulo Coelho
10. Mynd örlaqanna. Isabel Allende
Metsölulisti Eymundsson 2.10-8. 10
Kiljur
1. ISLE OF DOGS. Patricia Cornwell
2. LAST MAN STANDING. David
Baldacci
3. RED DRAGON. Thomas Harris
4. BLACK HOUSE. Stephen King og
Peter Straub
5. FULL HOUSE. Janet Evanovich