Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2002, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2002, Blaðsíða 19
LAUCARDAGUR 12. OKTÓBER 2002 Helgarblcið DV sjónvarpskarakter líkt og leikari sem fer á svið. Ég lærði tæknina í skóla sem er afar einföld þegar maður er kominn upp á lagið með þetta. Síðan var ég kominn í aðstöðu þar sem allir þekktu mig og mér fannst það mjög óþægilegt. Áður en ég byrjaði hjá sjónvarpinu ferðaðist ég alltaf með strætó og ætlaði mér alltaf að gera það. Vinur minn uppi á sjónvarpi sagði við mig eftir fyrsta daginn í vinn- unni: „Þú verður búinn að kaupa þér bíl eftir tvær vikur.“ Og það gekk eftir. Ég keypti mér bíl af því að fólk starði svo mikið á mig í strætó. Þetta var ótrúlegt ástand. Ég var í blöðunum, krakkar réðust á mig og þar fram eftir götunum. Þetta er kjánaleg- asta aðstaða sem ég hef nokkum tímann veriö í og náttúrlega lygilega fyndin því það er ekkert hlægi- legra en að vera frægur á íslandi.“ „Þú breyttist ekkert við alla þessa velgengni?" „Nei, ekki fannst mér það. Ég held að hlutirnir gerist oft þannig að þegar maður verður þekktur þá breytist maður sjálfur ekkert endilega en skynj- un fólks á manni breytist. Það er svolítið undarlegt hvað áhorfendur eiga erfitt með að aðgreina sjón- varpsstjörnuna frá persónunni sjálfri. Venjulegir leikarar fara í alls kyns hlutverk og fólk skilur að það er að leika. Ég var þáttastjórnandi og fólk virt- ist ekki skilja að þetta var karakter. Mig langaði ekkert til að vera svona fígúra og því ákvað ég að hætta.“ „Var eina leiðin til að kúpla sig úr „Jóni sjón- varpsstjörnu" að flytja af landi brott?" spyr ég. „Að hluta til en ég var lika loksins tilbúinn að fara i skóla. Mér leið illa að gera alla þessa sjón- varpsþætti án þess að vita í raun hvað ég var að gera því ég var metnaðarfullur. Ég get ekki sagt að þetta hafi verið erfið ákvörðun í sjálfu sér en það var erfitt að fara úr þessu hlutverki, þ.e. frá því að vera fræg sjónvarpsstjarna með fulla vasa af pen- ingum í það að verða bláfátækur námsmaður. En ég var hins vegar alla tíð sáttur við þessa ákvörð- un. Ég fann mig í leikstjórninni og það skemmti- lega er að maður þarf ekki að vera ungur og grann- ur til að leikstýra. Maður verður sífellt betri með aldrinum." „Sérðu eftir einhverju frá þessum tíma?“ spyr ég. „Nei, nei,“ svarar Jón en bætir svo við hlæjandi: „Nema kannski hárgreiðslunni og galvaniseraða jakkanum." Hætti að eyða tímanum í loftbólur Jón er höfundur einnar eftirminnilegustu heim- ildarmyndar sem sýnd hefur verið í íslensku sjón- varpi. Hún fjallaði um sjúkdóminn MND og var sýnd fyrir u.þ.b. fimm árum. Þessi hræðilegi sjúk- dómur hefur áhrif á alla viljastýrða vöðva og að lokum getur sjúklingurinn sig ekki hreyft og deyr. í myndinni fylgdist Jón náið meö sjúklingi sem haldinn var sjúkdómnum og fylgdi honum fram i andlátið. Síðasta viðtalið var tekið tveimur dögum áður en sjúklingurinn lést. Myndin þótti ekki síst merkileg fyrir þær sakir að hún fór nær viðfangs- efninu en menn höfðu áður gert. Jón hafði sínar ástæður fyrir gerð myndarinnar því móðir hans, Jóna Alla Axelsdóttir, lést úr honum fyrir sex árum. Þá hafði hún verið veik i níu ár. „Ég var nýbyrjaður í skóla þegar ég fékk fréttirn- ar og ég varð að taka ákvörðun um hvort ég ætlaði að halda áfram eða ekki,“ segir Jón. „Það varð síð- an samkomulag á milli okkar mömmu að ég myndi halda áfram i skóla. Ég kom síðan heim á sumrin og um jólin og hjálpaði til.“ „Þessi sjúkdómur hefur tvær birtingarmyndir," heldur hann áfram. „Menn geta strax misst hæfi- leikann til að tala og þá eru þeir lokaðir inni í sín- um eigin líkama. Mamma gat hins vegar talað all- an þann tíma sem hún var veik og hún varð gáf- aðri með hverjum deginum sem leið því þetta var það eina sem hún gat. Mér fannst svolítið sniðugt að það var alltaf fullt af fólki heima hjá henni í heimsókn og vildi tala um sín eigin vandamál sem auðvitað voru mjög léttvæg í samanburði við henn- ar. En hjá mömmu fundu margir einhvern til að hlusta sem hún auðvitað gerði.“ „Þetta langa stríð hlýtur að hafa breytt þér,“ segi ég. „Sá sem gengur í gegnum svona reynslu hlýtur að verða þakklátari fyrir það sem hann hefur. Mamma dó ung sem segir manni að það er ekkert gefið i þessu lífi og manni ber skylda til að notfæra sér það sem manni býðst. Maður hættir að eyða tímanum í einhverjar loftbólur," segir Jón og við ljúkum viðtalinu. Hann þarf að fara á annað stefnumót. Við göngum saman nokkra metra áður en leiðir okkar skilja. Ég spyr hann hvort honum finnist eins og fólk þekki hann enn þá. Hann svarar neit- andi en segir svo: „Að vísu var ég staddur á bar um síðustu helgi og einhver kona þekkti mig. Hún þakkaði mér fyrir þættina og sagði að þeir hefðu breytt lífi hennar," segir Jón Gústafsson, kvik- myndagerðarmaður og fyrrum sjónvarpsstjarna, og ypptir öxlum. -JKÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.