Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2002, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2002, Qupperneq 25
LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 2002 HelQarhlað 33V 25 DV-myndir ÞÖK Kjartan hefur tekið bringurnar af beinunum og malar hér pip- ar yfir þær meðan olían hitnar á pönnunni. Andabringurnar eru undirbún- ar endanlega fyrir steikingu en áður en að því kemur er ravioli útbúið. fyllt með maukuðum andalærunum og lifur. Bringurnar eru síðan steiktar við inikinn hita til að byrja með, smjörinu er bætt við, ásamt meira rósmaríni og hvít- lauk og síðan er hitinn lækk- aður, smjörið látið freyða og ausið vel yfir bringurnar. Spænskt og argentínskt sem smellpassar með villibráð - er val Sigurðar Bjarkasonar hjá Allied Domecq Þessa dagana er villibráðartíminn að komast á fuilt, menn munda byssurnar og hugsa með sælusvip til krásanna sem gera má úr fengnum. Villönd er þem- að í dag og ekki laust við að maður fái vatn í munn- inn við að fara i gegn um uppskriftirnar hér til hlið- ar. Sigurður Bjarkason hjá Allied Domecq var meira en fús að mæla með vínum með villiöndinni, vínum sem passa afar vel með villibráð yfirleitt. Marques de Arienzo Gran Reserva er Rioja vin sem smellpassar með villiönd. Marques de Arienzo vín- gerðin var stofnuð árið 1972 af Domecq-fyrirtækinu og er í dag komið inn i hina geysisterku vínsamsteypu Bodegas y Bebidas sem er í eigu Allied Domecq. Marques de Arienzo er staðsett á 1400 ekra býli ná- lægt hjarta Rioja, í Rioja Alavesa. Eins og áður hefur komið fram er Rioja-héraðiö á Norðu-Spáni og oft nefnt Bordeaux Spánar. Héraðinu er skipt í þrjá hluta, Rioja Alta, Rioja Alavesa og Rioja Baja. Nafngiftin Rioja kemur frá ánni (rio) Oja, sem á upptök sín á Norður-Spáni, rennur í gegnum Rioja-héraðið og nið- ur til Miðjarðarhafsins. Marques de Arienzo-vínin eru flokkuð eftir lengd geymslutíma í eikartunnum. Cri- anza geymist i 3 ár á tunnum, Reserva í 5 ár og Gran Reserva í 7 ár. Marques de Arienzo Gran Reserva er úr Tempranillo-þrúgunni sem er algengasta þrúgan í Rioja. Þegar horft er á vínið i glasinu minnir það á glansandi rúbin með eikartón. Hmurinn einkennist af þroskuðum ávöxtum og fínlegu kryddi. Þegar vínið er síðan komið í munninn uppllfir maður frekar flókið vín sem gefur mikið af sér. Merkja má nokkum pip- ar, negul og finlega eik. Marques de Arienzo Gran Reserva er nánast fullkomið með villiöndinni og villibráö yfirleitt eins og rjúpu, gæs, önd og hrein- dýri. Frá Spáni leiöir Sigurður okkur til Argentínu en vín þaðan hafa unnið töluvert á síðastliðin ár. Balbi Vineyard Malbec Syrah verður þá fyrir valinu. Balbi-vín- gerðin var stofnuð árið 1930.1 dag er Balbi eitt af leiðandi vínfyrirtækjum í Argentínu. Allied Domecq keypti fyrirtækið 1992 og síðan hefur Balbi verið ört vaxandi þar sem nýtísku hugsun í víngerð er undir áhrifum frá Italíu, Spáni, Frakklandi og Bandaríkjunum í bland við argentínskar hefðir. Balbi er í hinu víð- fræga Mendoza-héraði og eins og nafnið bendir til er það gert úr þrúgunum syrah og malbec. Liturinn er djúprauður og ilmurinn ein- kennist af kryddum, plómum og svörtum kirsuberjum. í munni er þetta opið vín í góðu jafnvægi og með mjúku tanníni. Þá verður vart við krydd- og kirsuberjabragð. Balbi Vineyard Malbec Syrah er skemmtilegt vín sem passar vel með villibráð, einkum dökku fuglakjöti. Umsjón Haukur Lárus Hauksson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.