Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2002, Side 28
28
/7 g l c) ci rb l o ö 3Z>V LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 2002
Fullur
þjóðarstolts
Hafnarfjarðarleikhúsið Hermóður oq Háð-
vör frumsqnir Grettissögu íkvöld en leik-
ritið er eftir Hilmar Jónsson. Gísli Pétur
Hinriksson leikur Gretti og íviðtali við DV
segir hann frá góðvini sínum Gretti, erf-
iðri æsku og þjóðarstoltinu sem hann finn-
ur fgrir þessa dagana.
Grettissaga er af mörgum talin best íslend
ingasagnanna og sagt er að hún marki endalok
blómaskeiðs íslenskarar sagnaritunnar fyrr á
öldum. Sagan segir sem kunnugt er frá Gretti
Ásmundarsyni, hetju, skáldi og víkingi. Hann
var alinn upp á bændaheimili en aldrei varð
það ætlunin að feta í fótspor föðursins. Hann
dreymdi um frægð og frama og sú varð raun-
in. Skapofsinn varð þó til þess að hann drap
mann og annan og varð réttdræpur útlagi,
hundeltur af óvinum sínum.
Og nú hefur Hafnarfjarðarleikhúsið Her-
móður og Háðvör ákveðið að setja leikritið
upp og þykir kannski sumum tími til kom-
inn. Gretti leikur nýútsrkifaður leikari,
Gísli Pétur Hinriksson. Meðal annarra leik-
ara eru Gunnar Helgason, Björk Jakobsdótt-
ir og Vigdís Hrefna Pálsdóttir.
Drep sextán á fyrsta hálftíman-
um
„Þetta er djúp laug,“ segir hinn tuttugu
og þriggja ára gamli Gísli Pétur þegar ég
spyr hvort hann sé ekkert smeykur. „En
þetta kom líka eins og himnasending," heldur
hann áfram. „Ég er Hafnfirðingur og ég þekkti
til Gunna og Bjarkar því ég vann með þeim í áhuga-
mannaleikhúsi. Ég hugsa líka að ég sé góður Grettir
því ég hef unnið áður með svipaðan texta þannig að
tungumáliö var ekki nein hindrun. Síðan finnst mér
gaman að vera alltaf á sviðinu og vinna með alls kyns
karakterum," segir Gísli Pétur. Hárið á honum er lit-
að rautt og hann er mun hærri en aðrir leikarar i
sýningunni sem gerir hann líklega að enn betri hetju.
„Hvernig kanntu við Gretti?“ spyr ég.
„Ég kann ótrúlega vel við hann,“ svarar Gísli Pét-
ur án hiks. „Ég hafði ekki lesið bókina áður en ég
byrjaði að vinna í þessu verkefni og ég hafði heyrt að
hann hefði veriö þjófur, nauðgari, morðingi og annað
í þessum dúr. Hann er mjög misskilinn að mínu mati.
Fyrstu drápin framkvæmir hann í sjálfsvörn. Hann
er stór og margir vilja níðast á honum en það getur
enginn því Grettir er miklu sterkari.
Það eru alls kyns hugmyndir uppi um hvernig mað-
ur hann var í raun og veru. Sumir segja að hann hafi
verið langrækinn ærslaseggur. Gott dæmi um það er
þegar Auöunn reynir að kyrkja hann þegar hann er
tíu ára. Grettir fer til Norgs þegar hann er fjórtán og
kemur aftur sautján og þá vill hann hefna sín. Jú, jú.
Hann var örugglega langrækinn en ég held að fyrst og
fremst hafi hann verið réttur maður fæddur á röng-
um tíma. Hann átti að verða víkingur með langafa
sínum Önundi tréfót. Hann vildi ekki verða bóndi,
það var í níunda sæti af tíu mögulegum,“ segir Gísli
Pétur brosandi.
„Þú getur ímyndað þér sömu stöðu i dag,“ segir
hann ennfremur. „Maður fæðist á íslandi. Hann fær í
vöggugjöf bardagaeiginleika sem gera hann að besta
hermanni í heimi. En það er enginn her á íslandi
þannig að hann verður aö vinna í fiski. Það er engin
hetjudáð í því að hans mati. Þjóðfélagið vill ekki að
hann sé eins og hann er.“
Ég átti freniur erfiða æsku,
átti eklii inarga vini og
horfði mikið á kvikmyndir
og bjó niér þannig til minn
fmyndaða heim.
DV-mynd ÞÖK
„Ertu búinn að telja hvað þú drepur marga í sýn-
ingunni?" spyr ég.
„Ætli það séu ekki um sextán á fyrsta hálftímanum
og síðan bætast við nokkuð margir.“
Var ofvirkt bam
Gísli Pétur segist ekki hafa verið lengi að tengjast
Gretti. Útlitslega séð eiga þeir eflaust ýmislegt sam-
eiginlegt fyrir utan rauða háriö en þeir eru líka and-
lega skyldir. Ýmsir spekingar hafa haldið því fram að
Grettir hafi verið ofvirkur. „Ætli sumir segi ekki að
ég hafi verið ofvirkur líka,“ segir Gísli Pétur. „Ég og
annar strákur i mínum bekk vorum stærstir til skipt-
is og þegar ég vildi vera með í leiknum þá endaði það
oft með því aö ég meiddi einhvern. Ég ýtti kannski
við einhverjum en ég meinti vel. Þegar það henti fékk
ég kannski hóp af krökkum gegn mér og varö þá reið-
ur sjálfur. Þetta var mjög erfitt því allir halda að
þú sért að ljúga en maður veit betur. Ég átti
fremur erfiða æsku, átti ekki marga vini og
horfði mikið á kvikmyndir og bjó mér til
ímyndaðan heim. Ég var orðinn
talandi á ensku þegar ég var sex ára
gamall.“
Hann er alinn upp hjá móður
sinni í Hafnarfirði en foreldrar
hans skildu þegar Gísli Pétur var
átta ára. „Ég kynntist föður mín-
um lítið en hann dó fyrir
skömmu. Sex mánuðum áður
byrjaði ég að búa með honum og
kynntist honum vel sem ég er af-
skaplega þakklátur fyrir.“
Gisli Pétur stefndi ekki á leik-
listarnám og kláraði ekki fram-
haldsskólann. Hann flakkaði á
milli Flensborgar og Iðnskól-
ans í Hafnarfirði og í frí-
stundum gutlaði hann á gít-
ar og var að eigin sögn
,bara ljótur unglingur að
glamra." í gegnum vin
sinn fékk hann áhuga á
leiklist og lét síðan slag
standa. Hann útskrifaðist
í vor og útskriftarhópur-
inn er með þeim efnilegri
sem sést hafa lengi. í hon-
um eru m.a. ívar Örn
Sverrisson sem er að gera
það gott sem Hamlet i upp-
færslu Leikfélags Akureyr-
ar og Vigdís Hrefna Páls-
dóttir sem leikur níu hlut-
verk i Grettissögu.
„Ég var eini af átta sem
hafði ekki gengið í fram-
haldsskóla," segir Gísli Pét-
ur um hópinn sem hann byrj-
aði i. „Það erfitt að neita því að ég
var með bullandi minnimáttarkennd til
að byrja með og sagði ekki orð fyrstu
tvær vikurnar. Ég beið eftir hvað hin
sögðu til að skilja hvernig ég átti að
vera en síðan vildi ég bara vera ég sjálf-
ur. Það er minn styrkur, ég tengi öðru-
vísi við persónurnar."
Skylda að skilja fortíðina
Það er eitthvað sem heillar mig við Is-
lendingasögurnar," segir Gísli Pétur
þegar ég spyr hann um framtíðaráform-
in. „Þær eru okkar og ég hef komist að
svo miklu í gegnum þessa vinnu. Þessi
saga, Grettissaga, og allar okkar fornu
sögur eru svo fallegar, vel skrifaðar og
þrúgnar íslenskum tilfinningum, þær
eru okkar og við eigum að vera stoltir.
Við eigum að færa þær í búning svo að
aðrar þjóðir geti upplifað þær eins og
viö gerum. Ég finn það á mér að við
stöndum á tímamótum og það er að
vakna með mér innra þjóðarstolt sem
ég hef ekki áður fundið fyrir áður. í
dag er listvitund okkar uppfull af alls
kyns vitleysu frá öðrum löndum, þá er
ég aðallega að hugsa um kvikmyndir
frá hinum ríkari vestrænu löndum. Af
hverju kann ég t.d. bandaríska þjóð-
sönginn betur heldur en hinn ís-
lenska? Af hverju finnst mér minn
svona hallærislegur? í dag heyri ég
fólk á mínum aldri yfirleitt lýsa land-
inu sínu í örfáum oröum eins og jepp-
ar, skítkalt, sker, hátt vöruverð, fiskur.
Ég vil heyra þrautseigja, víkingar og
styrkleiki. Það er skylda að skilja fortíð
sína og við gerum það meðal annars með
því að setja upp fleiri
verk af þessu
tagi. Mér þætti
gaman að taka
þátt í því.“
JKÁ