Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2002, Síða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2002, Síða 29
LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 2002 HelQCirblað I>V 29 Súkkulaði og kynlíf Kannanir sgna að fjöldi kvenna vill frekar súkkulaði en kynlífsé þeim boðið að velja. Hvað er svona merkilegt við súkkulaði og getur það verið rétt að það sé betra að borða súkkulaði en njóta kgnlífs? Fyrir nokkrum árum var gerð skoðanakönnun með- al bandarískra kvenna sem leiddi í ljós að um helming- ur þeirra sagðist frekar vilja súkkulaði en kynlíf ef þær mættu velja. Eins og vænta mátti vöktu þessar niðurstöður nokkra undrun margra sem stunda kynlíf en mikla kátínu súkkulaðiframleiðenda sem höfðu gert sér grein fyrir sterkri markaðsstöðu súkkulaðis en ef til vill ekki hugsað svo langt að það ryddi elstu skemmtun mannsins úr sessi. Maðurinn mun vera eitt örfárra spendýra sem stundar kynlíf eingöngu vegna þess sjálfs og þeirrar ánægju sem það veitir og má því með réttu skilgreina það sem skemmtun enda hefur kynlíf stundum verið kallað ópera fátæka mannsins. Frá því að þessi hugmynd komst á kreik hafa tengsl súkkulaðis og kynlífs oft verið styrkt með einföldu myndmáli auglýsinga þar sem fáklæddar konur kok- gleypa súkkulaðiísa með lostafullum tilburðum eða sleikja súkkulaði eins og þær myndu sleikja eitthvað annað. Sú skoðun að súkkulaði stæði kynlííi ef til vill jafn- fætis með einhverjum hætti hefur náð mikilli út- breiðslu og sem dæmi um það má lesa gamansaman lista sem skýrir út með 10 einföldum rökum hvers vegna súkkulaði sé betra en kynlíf. Lítum betur á hann: Súkkulaði er betra en kynlíf 1. Þótt þú fáir þér súkkulaöi þá heldur það ekki vöku fyrir nágrönnunum. 2. Maður er aldrei of ungur eða of gamall til að fá sér súkkulaði. 3. Það er auðvelt að verða sér úti um gott súkkulaði. 4. Það er engin ástæða til að gera sér neitt upp með súkkulaði. 5. Þú getur beðið ókunnugt fólk um súkkulaði án þess að fá löðrung. 6. Þú getur borðað súkkulaði við borðið þitt í vinn- unni án þess að koma vinnufélögunum í uppnám. 7.Skuldbinding eða langtímasamband kemur súkkulaði ekkert við. 8. Súkkulaðið þitt endist eins lengi og þú vilt. 9. Þú getur borðað súkkulaði undir stýri án þess að leggja þig í lífshættu. 10. Þú getur fengið súkkulaði. Vísindin og súkkulaði Nú langar eflaust marga til þess að vita hvernig sé háttað tengslum súkkulaðis og kynlífs. Svarið við því er ekki einfalt en það liggur í efnainnihaldi súkkulað- is. Þegar okkur líður vel, erum ástfangin eða i þeirri sérstæðu vímu sem er sambland losta og ástar og oft- ast er kölluð hamingja er ein ástæða þess hátt hlutfall ákveðins boðefnis í heilanum sem heitir fenýletylamín og það er sennilega það sem getur í miklu magni feng- ið okkur til þess að „svífa á rósrauðu skýi“ en þannig hafa rómantískir rithöfundar lýst upplifun sinni af ást- inni. Þetta undarlega boðefni hefur ekki verið rannsakað til hlítar en náskyld boðefni sem margir þekkja eru adrenalín, noradrenalín, dópamín og endorfín en allt eru þetta boðefni sem heilinn gefur frá sér og hafa áhrif á líðan okkar. Það er vitað að þegar við erum þunglynd og döpur eins og margir eru til dæmis í ástarsorg þá er hlutfall þessa fenýletylamíns frekar lágt í heilanum. Súkkulaði inniheldur efnasamband sem er nauðalíkt feny- letylamíni ef það er þá ekki nákvæmlega sama efnið. Súkkulaði inniheldur einnig theobrómín sem er vægt örvandi efni svo og kaffein i litlum mæli. Saman virka þessi efni á heilastarfsemi okkar þannig að okkur líð- ur strax betur ef við fáum okkur súkkulaði. Þarna er sem sagt komin skýringin á því hvers vegna það er gott að borða súkkulaði þegar maður er aleinn og á enga vini. Manni líður smástund eins og maður sé ástfanginn og hamingjusamur eða upplifir að minnsta kosti tilfinningu sem minnir örlítið á það ástand. Það er rétt að taka fram að vísindamenn hafa ekki getað staðfest þessar kenningar og hópur vísinda- manna sem át súkkulaði í kílóavís gat ekki mælt hækkaö magn fenyletylamíns í blóði þátttakenda. Þeir héldu því fram að ástæða þess að fólk í depurð leitaði i súkkulaði væri einfaldlega leit að sykri og orku. Cadbury súkkulaðifyrirtækið gerði rannsókn á and- legum áhrifum súkkulaðis og komst að þeirri niður- stöðu að það væri fyrst og fremst upplifunin af því að borða súkkulaði, bragðið, áferðin og lyktin sem vekti fólki vellíðan frekar en efnasambönd sem hefðu áhrif á heilann. Jákvæð áhrif súkkulaðiáts á líðan fólks varði í nokkrar klukkustundir eftir neyslu samkvæmt rannsóknum Cadburys. Súklíulaði og hass? Enn umdeildari eru kenningar ítalsk vísindamanns sem starfar við Harvard sem heldur því fram að efni í súkkulaði hafi lík áhrif á heilann og skammvinn væg víma af THC sem er virka efnið í kannabis og hassi. Rökstuðningur vísindamannsins fyrir því hvernig þetta gerist er allflókinn en þegar niðurstöður hennar voru birtar 1996 fékk hún upphringingu frá áhyggju- fullum framleiðendum sem héldu að draga myndi úr neyslu á súkkulaði en það varð öðru nær. DiTomaso, en það heitir vísindamaðurinn, segir þetta ekki þýða að súkkulaðiætur komist beinlínis í vímu en það sem gerist í heilánum við súkkulaðiát sé mjög svipað ferli og það sem maríjúananeysla veldur. Ertu viss urn að þú viljir súldíulaði? Er þetta þá ekkert að marka? Og hvað með þessar amerisku konur sem vildu frekar fá sér súkkulaði en lifa kynlífi? Kann að vera að skýringin liggi í tilfinn- ingalegri kreppu nútímafólks þegar náin samskipti eru annars vegar? Getur verið að í því megrunardrifna samfélagi sem við lifum í hafi súkkulaði á sér yfir- bragð þess sem er forboðið eins og kynlíf hefur ávallt haft en fólk kjósi það frekar en kynlíf því það er ein- faldara? Eins og grínistar segja þá er margt auðveldara við að fá sér súkkulaði en lifa kynlífi en það getur varla neinn trúað því í alvöru að áhrifin séu svipuð. Ættum við ekki frekar að spyrja okkur hvað sé eig- inlega að fólki sem vill frekar graðga í sig súkkulaði í einrúmi en veltast um í svitabaði nautnar og losta með manneskju sem það elskar? Er slíkt val ekki átakan- legur vitnisburður um einsemd og firringu fólks sem er aleitt í mannhafinu? Við ættum frekar að hvetja fólk til þess að borða súkkulaði og lifa kynlífi en blanda þessum tveimur hlutum ekki saman nema i einhverjum sérstæðum kynlífsleikjum sem hver og einn verður að eiga við sjálfan sig og sitt uppáhaldssúkkulaði. Saga súkkulaðis Það er engin hætta á að neinn hætti að borða súkkulaði hvað sem líður tengslum þess við kynlíf og ást eða ekki. Súkkulaði eins og við þekkjum það í dag hefur ekki verið lengi á borðum okkar. Spánverjar komu með kakóbaunina frá Suður-Ameríku á tímum landafundana. Kakódrykkir með sykri breiddust út um Evrópu og náðu miklum vinsældum meðal yfir- stéttanna en lengi vel var kakó mikill lúxus. Það eru reyndar til þrjár tegundir eða afbrigði af kakóbaunum. Forastero er ein og stendur undir 90% af framleiðslu heimsins en Criollo er eftirsóttust og sjald- gæfust. Trinitario er síðan afsprengi þessara tveggja. Bylting varð í súkkulaðigerð árið 1828 þegar hol- lenskur framleiðandi Conrad J. van Houten fékk einkaleyfi á ódýrri aðferð til að pressa kakósmjör úr kakóbaunum. Fitusnauða duftið sem varð eftir var það sem við þekkjum í dag sem kakóduft. Þetta hafði fyrst og fremst þann tilgang að gera kakódrykkju auðveld- ari en allt þetta brall varð til þess að árið 1849 bjó breski framleiðandinn Joseph Storrs Fry til fyrsta átsúkkulaði heimsins. Svisslendingar einbeittu sér að súkkulaöifram- leiðslu á nítjándu öldinni og eru tvær uppfinningar sem standa upp úr öðrum eftir þeirra rannsóknir. Árið 1879 hóf Daniel Peter að nota þurrmjólk sem Svisslend- ingurinn Henri Nestlé fann upp, til þess að gera kakó- blöndu sem varð strax vinsæl og það sama ár þróaði Rudolph Lindt aðferð sem jók möguleika á blöndun súkkulaöis. Á íslandi rúmast saga súkkulaðis í tveimur orðum. Það eru Nói og Síríus. Súkkulaði er alltaf við höndina í nútímanum en staðrevndin er sú að það hefur aðeins verið þekkt í Evrópu í rúm 500 ár. Þessi nakta kona lítur út eins og hún sé að hugsa um kvnlíf en kannski er hún að hugsa uin súkkulaði. -PÁÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.