Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2002, Qupperneq 30
30
H&lQarblað 33 V LAU GARDAGUR 12. OKTÓBER 2002
Villtir
veiðimenn
Þegar ganga skal til rjúpna dugir ekkert
minna en kapp með forsjá. Fréttir aftgnd-
um rjúpnaskgttum eru ári/issar eins og
sauðburður en þótt ueiðimenn séu villtir
þá mega þeir ekki villast.
Hörður Már Harðarson er skólastjóri björgunarskóla
Landsbjargar. Hann býr eðlilega yfir mikilli þekkingu á
rötun og útivist og kann eflaust mörgum öðrum betur
sig heiman að búa.
Hörður á afmæli 15. október sem er hefðbundinn upp-
hafsdagur rjúpnaveiðitímahilsins ár hvert og hann játar
fyrir blaðamanni að margar afmælisveislur hafi um æv-
ina farið í súginn vegna þess að afmælisbarnið var kall-
að út ásamt félögum sinum til þess að leita að týndum
rjúpnaskyttum.
Þegar rjúpnatíminn hófst síðastliðið haust fékk Lands-
björg inn á borð til sín 14 tilfelli þar sem eftirgrennslan
var hafin eftir rjúpnaskyttum sem ekki höfðu skilað sér.
Sem betur fer komust allir heim heilu og höldnu í það
skiptið. Þetta varpar ljósi á það hve rjúpnaveiðitíminn er
mikill álagstími fyrir björgunarsveitir en áætlað er að um
5000 manns gangi til rjúpna á hverju ári.
Stóri dagurinn, 15. október, er næstkomandi þriðjudag
og það var svolítill uggur í Landsbjargarmönnum þegar
viö heimsóttum þá í bækistöðvarnar við Stangarhyl og
vildum fá að vita hvernig maður ætti að fara að því að
villast ekki.
Algengustu mistökin
„Algengustu mistökin sem menn gera er að skilja ekki
eftir nógu vandaða ferðaáætlun og varaáætlun. Svo
seinkar mönnum og aðstandendur halda eðlilega að eitt-
hvað hafi komið fyrir,“ segir Hörður.
Þegar einhver rjúpnaskytta skilar sér ekki á tilskild-
um tíma hefst ferlið oft með því að áhyggjufull eigin-
kona hringir í 112 og talar í framhaldinu við lögregl-
una. í samtölum er reynt að afla sem mestra upplýs-
inga um ferð þess týnda,
venjur hans, útbúnað,
reynslu og heilsufar.
Allt sem getur kom-
ið að gagni við að
skilja hvers vegna
hann hafi ekki skilað sér.
Komi málið síðan inn á borð
Landsbjargar er fyrst lagt kapp á að finna bíl
rjúpnaskyttunnar eða upphafspunkt leitarinnar. Það er
of langt og flókið mál að lýsa aðferðafræði leitar hér en
þar koma margir við sögu bæði akandi, gangandi og
fljúgandi. Að einni leit eða leitartilraun geta komið allt
frá nokkrum tugum manna upp í nokkur hundruð.
Leitarhundar hafa einnig reynst mjög gagnlegir.
„Leitarmenn verða í rauninni að haga sér eins og
veiðimaðurinn sem þeir eru að leita að nema hann
er bráðin."
- En hvað er það sem er hægt að gera til þess
að koma í veg fyrir að leitarsveitir séu send-
ar á vettvang? Hvernig á að búa sig af stað
til rjúpnaveiði svo allt verði í lagi?
Hörður byrjar á því að minnast á ferða-
planið. Alltaf skal einhver vita hvert mað-
ur ætlar, hvað lengi skal vera og hver er
varaáætlunin ef veiði bregst. Þetta eru
hlutir sem gott er að fleiri en einn aðili
viti.
Kort og áttaviti eru mikilvægustu hjálp-
artæki rjúpnaskyttna eins og allra annarra
útivistarmanna. Það er nauðsynlegt að
skilja í meginatriðum hvernig þessir tveir hlutir vinna
saman eða með öðrum orðum að þekkja grundvallar-
atriði siglingafræðinnar. Það er hægt að fara á nám-
skeið hjá Landsbjörg og fleirum i rötun og það er hægt
að kaupa sér bækur sem heita Rötun og Ferðafélaginn
sem innihalda mikið af gagnlegum upplýsingum.
Mistök verða að reynslu
„En það verður aldrei ofmetið að æfa sig í
notkun korts og áttavita upp á eigin
spýtur. Það má koma í veg
0 fyrir heimskuleg mistök
f með reynslu en til þess að
öðlast reynslu getur þurft að
gera heimskuleg mistök,"
segir Hörður og minnir á að
áttavitinn verður aldrei orkuiaus vegna rafhlöðuskorts
en það getur hent GPS-tækin sem margir eru komnir
með upp á vasann.
Þess vegna má aldrei gleyma vararafhlöðum sem
fóðra GPS-tækið, farsíma og talstöðvar.
Það er líka hægt að fara á námskeið i notkun
GPS en þarna leggur Hörður aftur mikla áherslu
á að menn æði ekki upp á fjöll með nýja GPS-
tækið sem þeir fengu í afmælisgjöf án þess að
hafa áttað sig á virkni þess fyrst.
„Það er mjög mikilvægt að lesa leiðarvísinn,
skilja undirstöðuatriðin og æfa sig í því að nota
tækið.“
Nestispakkinn er næstur á listanum og hann
á að innihalda heitt á brúsa, samlokur eða eitthvað ann-
að og síðan varabirgðir af orkuríku nesti eins og sælgæti
eða kexi.
Sjúkrapúði eða lágmarksbirgðir af sárabindum ættu
að vera í búnaði hverrar rjúpnaskyttu því slys eða
óhöpp gera ekki boð á undan sér.
Fjarskipti geta verið í formi GSM-síma,
NMT-síma eða Tetra-síma sem eru það
nýjasta á markaðnum. Hörður varar
enn við þvi að öll þessi tæki þurfa raf-
hlöður sem þurfa að vera með til vara.
Það á líka við um smalatalstöðvar sem
svo eru kallaðar og eru litlar hand-
stöðvar sem draga 3-5
kílómetra og eru eink-
ar hentugar til að tala
milli manna og ekki
síður til að kalla á
hjálp ef eitthvað kemur
upp á.
Klæðnaður skal vera skynsam-
legur og hlýr að sögn Harðar og ekki má
gleyma húfu og vettlingum. Hörður mæl-
ir sérstaklega með því að velja fatnað í
skærum litum sem auðveldar öðrum veiði-
mönnum og eftir atvikum leitarmönnum að finna skytt-
una. Sérstaklega telur hann húfu i skærum lit vera
nauðsynlega.
Hvað með dagblaðið?
Vasaljós eða ennisljós telur Hörður að sé ómissandi
í farangrinum, bæði til að lýsa veiðimanni við verk ef
hann lendir í myrkri og eins til að ganga við ef svo ber
undir. Kíkir er auðvitað einnig talinn ómissandi til að
skyggnast til annarra veiðimanna og horfa eftir bráð-
inni.
Wörður lliMðason
1
„Svo má ekki gleyma góðu dagblaði," segir Hörður
alvarlegur.
„Það má nota til að kveikja eld í neyðartilviki, lesa
sér til afþreyingar og vefja
rjúpuna inn í þegar maður
veiðir eitthvað. Svo má
bregða sér með blaðið bak
við stein ef svo ber undir.“
Neyðarblys er létt og með-
færilegt og á að vera í bak-
poka allra rjúpnaskyttna.
Blysin fást hjá Ellingsen og
_ _ flestum útivistarbúðum.
„Svo eiga veiðimenn að
fylgjast með veðurspá, skrifa í allar gestabækur þar
sem þeir fara um í kofum eða skálum og byrjendur eiga
helst að vera í för með reyndum veiðimönnum og ekki
fara í of langar ferðir til að byrja með.“
Ef inaður villist?
- En fari nú allt á versta veg að veðrinu meðtöldu og
veiðimaður villist þrátt fyrir allt. Hvað þá?
„Þá gildir að halda haus, halda ró sinni og láta ekki
tilfinningarnar ná tökum á sér. Það grípur menn oft
mikil óöryggistilfinning og hræðsla þegar þeir átta sig á
því að þeir eru villtir. En það er skylda allra veiðimanna
og útivistarmanna að gefast aldrei upp og
taka fulla ábyrgð á sjálfum sér
og sinni för.
Það er mikilvægt að setj-
ast niður og fá sér bita og
reyna að hugsa skýrt og oft
getur maður rakið sína eigin
slóð til baka og áttað sig á ný
og komist úr villunni. Stund-
um geta menn látið landið
leiða sig, elt læki eða gengið
undan brekkunni og þess
háttar en það getur líka
borgað sig að halda algerlega
kyrru fyrir," segir Hörður.
- En ætli hann hafi aldrei villst sjálfur?
„Þegar ég var að fara í mínar fyrstu leitir var óskap-
lega algengt að veiðimenn villtust á svæðinu sunnan og
vestan Bláfjalla og skiluðu sér oft niður í Selvog. Þegar
ég fór sjálfur að ganga til rjúpna, sem ég geri talsvert af,
þá sótti ég mikið á þetta svæði og þá kom fyrir að ég
villtist en ég hafði mig alltaf út úr þvi. Ég hef líka villst
uppi í Tindfjöllum en við rötuðum samt heim.“
PÁÁ
'Í'
>ss%<