Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2002, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2002, Blaðsíða 37
LAUCARDAGUR 12. OKTÓBER 2002 H g / c) a rb> t a c) 3Z>V Lciðangurinn býr sig af stað frá Hótel Nandadevi í borginni Joshimath. Farartækið er indversk eftirlíking af Willys-jeppa og í honum ferðuðust alls 11 manns fyrir utan bílstjórann. Til marks um þrengslin sátu fjórir frammi í og þar af bílstjórinn hálfur út úr bílnum. Burðarmenn héngu síðan utaii á bílnum. Einstakur bíil! Notaður bíll líka innfæddir, skólaferðalög og fjölskyldur í bland af úti- legu og trúarferð. Sumir þeirra hindúa sem fara til Harid- war halda áfram upp eftir Ganges í eitt af heilögustu hof- um þeirra í Badrianath. Hofið í Badrianath er líklega eitt það allra helgasta á öllu Indlandi. Það er í um 3000 m hæð, við eina af upphafsám Ganges. Hofið er aðeins opið í 6 mánuði á ári og eina leiðin þangað liggur í gegnum Jos- himath. Joshimath hýsir 3 herdeildir og gegnir lykilhlutverki í vörnum Indlands á landamærunum við Kína. Spennan við Pakistan út af Kasmír hafði líka greinileg áhrif á taugar þeirra og í sjálfu sér skiljanlegt með tilliti til þess að Kín- verjar ráöa um 20% af Kasmír. í einni af styrjöldum Pakistana og Indverja út af Kasmír náðu Pakistanar um helmingi Kasmír á sitt vald en sáu fram á að geta ekki haldið öllu því landsvæði sem þeir náðu og „gáfu“ því Kín- verjum nyrsta hluta Kasmírs. Indverjar eru þar af leiðandi ekkert sérstaklega sáttir við Kínverja og spenna í Kasmír hefur því bein áhrif á landamærum Indlands og Kína - eins og við fengum að reyna. Að stelast á tíndinn Tindurinn sem við ætluðum nú á, óklifinn og nafnlaus 6.523 metra tindur, liggur norðan við næsthæsta fjall Ind- lands, Nanda Devi, sem er um 7.800 metra hátt. Umhverfis Nanda Devi er þjóðgarður og friðland sem mjög erfitt var að fá leyfi inn á. Raja var þó búinn að fá leyfi til að skoða dal rétt norður af friðlandinu, ekki langt frá landamærum Kína. Við gátum ekki sagt að við ætluðum að reyna við tindinn því viö hefðum aldrei fengið leyfi né haft efni á leyfisgjöldum sem eru mjög há. Við ætluðum því að reyna að fara inn um bakdymar, inn í dalinn og stelast á tindinn. Raja var búinn að múta einhverjum embættismanni til að leyfa okkur að skoða þennan dal en þegar til kom var sá maður í fríi og sá sem leysti hann af sá enga ástæðu til að leyfa okkur að fara þangað og gat einhvem veginn staðsett þennan dal innan friðlandsins og þannig réttlætt ákvörðun sína. Við reyndum þá að fá leyfi til að fara aðeins norðar, nær landamærum Kína, en herinn tók það ekki í mál. Þannig fór plan B fyrir lítið. í þokkabót vildu indversku vinir minir ekki leyfa mér að nota gervihnattasíma sem ég hafði fengið til að geta látið vita af mér. Þeir sögðu að her- inn myndi miða hann út og fara með okkur eins og hryðju- verkamenn því þeir notuðu svoleiðis tæki. Hlutirnir voru ekki að ganga upp og aðeins farnir að taka á taugarnar. Eitthvað voru Raja og indversku félagar hans líka orðnir leiðir á þessu og á endanum var ákveðið að keyra lengra upp í fjöllin í átt að Badrianath, einu leiðina þar sem ekki var herstöðvartékk eða leiðinlegir embættismenn. Við feng- um nokkra burðarmenn til að hjálpa okkur með birgðirnar og héldum upp eftir einni af upptaksám Ganges, Alakan- anda-ánni, þar sem Raja vissi af einum óklifnum tindi, Parvati, 6.275 metrar. Tveir leiðangrar höfðu reynt við þennan tind en báðir þurft frá að hverfa. Við ætluðum að reyna þótt við hefðum ósköp litlar upplýsingar og engin leyfi. TIL SÖLU OG SÝNIS Mercedes-Benz ML55 AMG Nýskráður 05/02. Ekinn 4400 km. V8 5439cc., 347 hö. Sjálfskipting, spólvörn. Hraðastillir m/hraðatakmarkara. 8 öryggispúðar. 18" AMG felgur. Nálægðarskynjarar (Parktronic). Sóllúga. Xenon framljós. Aksturstölva. Þjófavarnarkerfi. Buffalo-leðurklæðning. Bose-hljómkerfi m/6 diska hleðslu. 3 minni á stillingu framsæta. Upphitun á framsætum. Tölvustýrð miðstöð m/kælingu. ------------www.raesir.is Ekki ekta Willvs Við leigðum indverska eftirlíkingu af Willys-jeppa og tókst að troða 11 karlmönnum, bílstjóra, öllu okkar fjalla- dóti og 2 vikna matarbirgðum utan á bílinn. Síöan fengum við bílstjórann til að keyra okkur eins langt og vegurinn náði. Þaðan tók okkur 3 dagleiðir að komast i grunnbúðir í rúmlega 4000 m, ofan við upptök Alakananda árinnar. Fyrsta dagleiðin lá upp í fjallaþorp sem enn var autt eftir veturinn. Þorpsbúar færa sig neðar í fjöllin á veturna og voru ekki komnir aftur þarna í byrjun maí, enda vorar seint í þessari hæð. Við losnuðum við að tjalda og sváfum í eins konar hlöðu. Ég fékk létt samviskubit þegar ég dró upp allan minn dýra útbúnað meðan burðarmennirnir sváfu undir einhverjum teppadruslum og alsælir með nýju Nanoq húfurnar sem ég gaf þeim. Næstu tvo daga hækkuð- um við okkur jafnt og þétt upp eftir dalnum og alltaf varð fjallasýnin stórkostlegri. Við settum upp grunnbúðir og kvöddum burðarmennina okkar með Síríus Konsúm suðusúkkulaði ásamt fyrirmælum um að koma aftur 10 dögum síðar. Skúlagötu 59, sími 540-5400 www.raesir.is Snjóflóð og niðurgangur Grunnbúðirnar voru uppi á jökulruðningi við skrið- jökulinn sem Alaknanda áin rennur úr. Fyrir ofan búðirn- ar var klettótt fjallshlíðin með skörðum þar sem snjóflóð runnu niður eftir oft á dag. Það tók nokkurn tíma að út- skýra og fá þýðingu á því af hverju ég vildi ekki tjalda beint undir einni slíkri snjóflóðarennu. Ég hefði svo sem getað sagt mér það sjálfur að fjallaklúbbur frá Kolkata hefði ekki mikia þekkingu á snjóflóðum en mér var samt brugðið. Útsýnið var stórkostlegt, dalurinn umkringdur af allt að 6500 m háum tindum. Við höfðum aðlagast hæðinni þokkalega enda farið hægt yfir. Hins vegar var ég ekki að aðlagast matnum og næstu dögum eyddi ég í að æfa sprett- hlaup út í skafl með pípandi niðurgang og matareitrun á milli þess sem ég lá og faðmaði Gatorade flöskuna mína. Gatorade var það eina sem ég gat sett ofan í mig í marga daga og tíminn sniglaðist áfram. Allt fór beinustu leið í gegn þar til lyfin fóru að virka. „Drullustoppari“ (Imodium - ódýrast í Lyfju) er alveg bráðnauðsynlegur í svona ferð. Á meðan ég lá þarna og horaðist hlustaði ég á hvert snjó- flóðið og grjóthrunið á fætur öðru. Snjóbráðnun var mikil og frostið að fara úr berginu þannig að allt var á fleygiferð. Á daginn var góður 25°C hiti og háfjallasólin sterk en svo nokkurra stiga frost á nóttunni. Veðrið var mjög gott all- an tímann en stundum tóku tindarnir á sig nokkur ský þegar leið á daginn. Ég reyndi að nota biðtímann til að komast að því hve mikiö hinir indversku félagar mínir kynnu í fjallamennsku sem var í sjálfu sér dálitið erfitt þar sem Raja var sá eini sem talaði einhverja ensku. Mér til léttrar skelfingar kunnu þeir eiginlega minna en ekki neitt. Þrátt fyrir að ég gæfi þeim töluvert af útbúnaði úr Nanoq kæmi hann ekki að neinu gagni því þeir kunnu ekkert að nota hann. Ég gaf þeim Magellan GPS-tæki úr Aukaraf, við mikinn fögnuð, enda aðeins eitt tæki til í allri Kolkata. Snjóflóðaýlu sem ég hafði meðferðis höfðu þeir aldrei séð og ekki mátti ég nota gervihnattasím- ann. Öll öryggistæki eru til einskis ef menn kunna ekki á þau eða mega ekki nota þau. Að auki vissi enginn nema nokkrir burðarmenn hvar við vorum. Ég var þvl kominn með alvarlegar efasemdir um skynsemina í þessu og létt pirraður á öllu saman - búið að stoppa okkur tvisvar af, bæði í Sikkim og við kínversku landa- mærin, lítið hægt að treysta á kunnáttu þessara annars yndislegu félaga og það litla sem ég gat borðað fór viðstöðulaust í gegnum kerfið. Það er frekar leiðinlegt að hanga í tjaldi í marga daga með niður- gang þannig að um leið og ég fór að halda Kona i indversku fjallaþorpi seni ferðast hafði uin langan veg til að leita barni sínu læknis. Fjallabúarnir eru ólíkir Indverjuin í útliti og hafa sína sérstöku siði og klæða- burð. Þeir skreyta sig með gulli eins og sjá iná í andliti konunnar. DV-myndir Haukur Parelíus einhverjum vökva í líkamanum ákváðum við að fara með birgðir upp í efri búðir. Fyrir ofan grunnbúðirnar lá leið- in í gegnum nokkur snjóflóð, upp gegnum klettabelti og í skarð milli tveggja tinda þar sem ætlunin var að setja upp efri búðir áður en farið væri á tindinn. Hækkunin var rúmir þúsund metrar og Raja þurfti að láta í minni pok- ann þann daginn. Ég hélt áfram upp í skarðið með hinum tveimur sem ekki töluðu ensku. Við náðum upp í skarðið, komum fyrir tjöldum og vistum og nutum stórkostlegs út- sýnis áður en við snerum aftur niður til Raja sem beið. Þessi dagur tók úr mér allan kraft og staðfesti efasemdir minar um hæfni Indverjanna sem fjallamanna. Ég ákvað þvi að það væri engin skynsemi í því fyrir mig að reyna viö tindinn en vildi þó ekki eyðileggja áformin fyrir hin- um. Við tókum okkur eins dags hvíld og lögðum upp aftur sömu leið, ég skyldi fylgja þeim gegnum erfiðasta snjó- flóðasvæðið áður en ég sneri einn niður. Tveimur dögum síðar komu þeir niður aftur eftir góða tilraun en án þess að hafa náð tindinum. Þarna bíða því Parvati og fleiri tind- ar enn óklifnir. Nokkur vefföng: http://www.corbetthideaway.com/ http://www.cs.albany.edu/~amit/ganges.html http ://■www. mountainfriends. com/ Haukur Parelíus
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.