Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2002, Qupperneq 39
LAUGARDAOUR 12. OKTÓBER 2002
/ / e I cj a rb {a ö H>V 43^
i
i
unni og skítnum leynist samt fögur borg. En það er
forn fegurð því það er jafn erfitt að koma auga á
byggingu frá valdatíð kommúnista sem segja má að
sé falleg.
Listin sem laðar ferðamenn
Daginn eftir blöndum við okkur í hinar löngu
biðraðir við Hermitage-listasafnið og leiðsögu-
menn útskýra hvernig keisarinn þurfti aldrei að
fara út fyrir húsdyr. Það var bæði listasafn, kirkja,
garður, óperuhús innbyggt i höllina fyrir utan her-
bergin sem talin eru í þúsundum. Það kostar 400
rúblur inn í safnið sem eru um 1200 krónur ís-
lenskar. Rússar fá afslátt og borga aðeins 40 rúbl-
ur. Sama fyrirkomulag er haft t.d. á miðum á tón-
leika og í óperuna. Þeir kosta um 700 rúblur fyrir
útlendinga en 70 fyrir Rússa. Gestir sem heim-
sækja safnið skiptá tugþúsundum á dag en öllum
er hleypt út og inn um sömu dymar sem rúmar tvo
í senn og þarf að halda þungri hurðinni. Það ligg-
ur ekkert á.
Það er ekki hægt að lýsa með orðum heimsókn á
þetta risavaxna listasafn. Það tæki margar vikur
og margar heimsóknir að skoða það til hlítar. Okk-
ur eru sýndar helstu gersemarnar sem eru verk
eftir hollenska meistara og franska málara sem
sum hver hafa eiginlega aldrei verið sýnd á Vest-
urlöndum. Þrautmenntaður og víðförull ferðafélagi
okkar viknaði frammi fyrir myndum sem hún
hafði aldrei séð nema á litskyggnum þrátt fyrir
langvinnt háskólanám og heimshornaílakk. Þarna
eru myndir eftir alla helstu málara Evrópu og
sumt eru talin merkustu verk á ferli viðkomandi.
Sérstakan heiðurssess skipar málverkasafn sem
sovéskir hermenn tóku herfangi i seinni heims-
styrjöldinni úr þýskum listasöfnum sem þýskir
höfðu áður stolið af frönskum söfnum í fyrri
heimsstyrjöldinni. Það standa yfir samningavið-
ræður um hver eigi að skila hverjum hvaða mál-
verkum.
Er þetta ekki hættulegt?
Hópurinn var allan tímann undir dyggri leiðsögn
vel talandi leiðsögumanna og ferðaðist eftir tímaá-
ætlun sem gekk snurðulaust. Yfir þessu öllu vakti
Pétur Óli Pétursson sem verið hefur búsettur í
borginni um nokkurt skeið og fæst við ýmis við-
skipti og í vaxandi mæli móttöku feröamanna.
Feröamenn eru borginni vaxandi auðlind en lista-
fjársjóðir og fagrar byggingar laða til sín unnend-
ur frá Vesturlöndum.
í fréttum skömmu fyrir brottför okkar var sagt
frá lögreglumönnum sem stunduöu það í Péturs-
borg að ræna ferðamenn. Það var því nokkur ugg-
ur í mönnum og flestir héldu fast um persónulegar
eigur sínar. I téðum fréttum tók sænski ambassa-
dorinn svo djúpt í árinni að vara ferðamenn við
því að vera á ferli á Nevsky Prospekt sem er aðal-
gata borgarinnar.
Af sígaunum og vasaþjófum
Við sáum talsvert af betlurum af sígaunakyni
sem eru bæði barnungir og aðgangsharðir og stela
miskunnarlaust úr vösum ferðamanna. Þeir eru
auðþekktir. Við sáum einnig unga pilta í vest-
rænni merkjavöru stunda vasaþjófnað í anddyri
filharmóniunnar þegar erlendir gestir voru að
reika út ölvaðir af tónlist og hirða yfirhafnir sínar.
En enginn í hópnum varð fyrir skakkaföllum um-
fram það sem búast má við í milljónaborg þar sem
fátækt sýnist vera hlutskipti meirihluta íbúanna.
Á Nevsky Prospekt á sunnudegi reikaði fjölskyldu-
fólk í sólskininu og horfði á mannlífið og götulista-
menn leika sínar kúnstir. Það þýðir hins vegar
ekki að óhætt sé að vera þar á ferð eftir myrkur og
þeir sem stunda næturlífið taka alltaf áhættu.
Heimamenn staðfestu við okkur að lögreglan væri
ekki alltaf vinveitt og og rán væru tíð en sjaldan
hættuleg. Þeir sögðust gefa lögreglunni tíu dollara
í hvert sinn og það dygði yfirleitt.
Viltu líaffi, væna?
Við heimsóttum postulínsverksmiðju frá dögum
Péturs mikla. Þar sitja stúlkur í löngum röðum og
handmála postulín af fegurstu gerð. Þær eru allar
útskrifaðar úr listaháskólum með þriggja ára
menntun hið minnsta og fá 6 þúsund rúblur í mán-
aðarlaun til að byrja með og hækka síðar í átta
þúsund á mánuði. Svona skoðunarferðir hafa að-
eins einn tilgang, semsé þann að selja postulín sem
víst var mjög eigulegt þarna. Hún vakti óskipta at-
hygli konan í hópnum sem keypti sex manna hand-
málaö kaffistell fyrir tæplega 50 þúsund rúblur og
sagðist ætla að nota það á fundum í vinnunni þeg-
ar heim kæmi.
Þjóðarstoltíð ólgar
Það var hægt að vera montinn af því að vera ís-
lendingur þegar maður settist prúðbúinn í sæti sitt
í stóra salnum í Fílharmóniuhöllinni i Pétursborg
að kvöldi mánudags. Húsið sem er talinn einn
hljómfegursti tónleikasalur í Evrópu og þótt víðar
væri leitað er ægifagurt og tekur 15 hundruð
manns í sæti og var hvert þeirra skipað en fátæk-
ir stúdentar héngu í stæðum á svölum uppi.
Fyrir hlé söng Fílharmónían íslenska tónlist án
undirleiks og var gerður góður rómur að. Eftir hlé
flutti hún Sálumessu Mozarts eða Requiem og naut
aðstoðar Fílharmóníuhljómsveitar Pétursborgar.
Bernharður Wilkinson stjórnaði en Hulda Björk
Garðarsdóttir, Sesselja Kristjánsdóttir, Davíð
Ólafsson og Kolbeinn Ketilsson sungu einsöng.
Flutningurinn tókst stórkostlega vel og var kór og
hljómsveit til sóma. Og þá var kátt i höllinni.
Súrar gúrkur og sigurvíma
Eftir vel heppnaða tónleika flykktust kórfélagar
og flestir ferðafélaganna í hátíðakvöldverð i Höll
vináttunnar þar sem notið var alls hins besta sem
Rússland hefur upp á að bjóða. Kampavín í for-
drykk, sjö rétta glæsilegur málsverður og vod-
kasnafsar og súrar gúrkur eins og hver vildi hafa.
Þeir sem syngja sér til gleði þurfa ekkert að leggja
fram nema blóð, svita og tár og óendanlegan æf-
ingatíma. Á stundum eins og þeim sem gáfust við
dynjandi lófatak austur í háborg rússneskrar
menningar og við skálaræður og þakkarávörp í
hópi félaga og vina á eftir verður manni ljóst að
saman hafa konur og menn í kórnum eignast eitt-
hvað sem er alls þessa virði.
-PÁÁ
Vetrarhöllin í Pétursborg, heimili síðustu keisarafjölskyldunnar, er án efa eitt magnaðasta minnismerki um of-
hlæði og skrautgirni konunga og keisara sem enn stendur uppi. Byggingu þessarar samstæðu var loldð í lok
18. aldar. í dag hýsir byggingin rneðal annars Hcrmitage-listasafnið sem er eitt hið merkasta í heiminum.
Það er siður í Rússlandi að brúðhjón láti gifta sig
snemma dags og fari síðan um borgina með vinum sín-
uin og heimsæki sögufræga staði. Þennan fagra laugar-
dag í Pétursborg var allt morandi í brúðhjónum og þessi
voru glöð að sjá.
Söngsveit Fílliarmóníiinnar fór niikla frægðarför austur
til Pétursborgar og söng í Fílharmóníuhöllinni þar fyrir
fullu húsi áheyrenda. Hér stendur kórinn á sviðiuu og
bíður stjórnanda síns, Bernharðs Wilkinsonar.
Suinarhöll Katrínar niiklu stendur í smábænum Puskhin
rétt utan við Pétursborg og er vinsæll áningarstaður
ferðamanna enda mikil orgía fyrir augað í bláu og
gvlltu. Þessi ævintýrahöll var teiknuð af ítölskum arki-
tckt uin rniðja 18. öld.
Þegar kommúnistar réðu ríkjum í Kússlandi hét St. Pét-
ursborg Leniugrad og þegar veldi þeirra reis sem hæst
voru 27 styttur og minnismerki af Vladimir Lenin á víð
og dreif um borgina. Þetta er annað tveggja sem enn eru
uppstandandi en það var gengið í það af talsverðri
hörku eftir byltinguna að rífa stytturiiar niður.
Þótt kommúnisminn sé fyrir bí að nafninu til leynast glæður hans enn í
hugskoti borgaranna. Þessir höfðingjar stóðu með sinn kommúnistafána á
Nevsky Prospekt á sunnudegi og vildu ná athygli vegfarenda. '*
DV-mvndir PÁÁ