Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2002, Blaðsíða 44
HeIqarblaö 30"V" LAUCARDAGUR 12. OKTÓBER 2002
Bílar
Reynsluakstur
Njáil
Guðlaugsson
X
o
£
u
•ð
c
>.
S
>
Q
v- / M
Ij. yv/
i
W;>«
V 44
Sportlegur og
kraftmikill
fjölskyldubffl
þaklína er lág, sem gefur honum kraftalegt útlit. Þrátt fyr-
ir það er útsýni úr bílnum ágætt nema ef vera skyldi fyrir
A-bita, sem er frekar breiður og hindrar aðeins útsýn á
framhom. Til að auka enn við sportlegt útlit hans em ljós-
in með dökkum tón, loftinntök stór, lítil þokuljós felld inn
í stuðara og aftan á bílnum er vindskeið og tvöfalt púst.
Þegar sest er svo inn í bílinn líður manni eins og í vef bún-
um lúxusbíl. Sæti eru stór og þægileg og það er mikið hlið-
arrými í bílnum.
Kostir:
Gallar:
Hljóðlátur, aflmikill, rúmgóður
Útsýn á framhorn
Nýjasta kynslóð Opef Vectra verður kynnt hja Bílheim-
um um helgina. Blaðamönnum var boðið fyrr í haust til
reynsluaksturs á GTS-gerðinni sem er sportlegri útgáfa fjöl-
skyldubilsins. Bíllinn var prófaður með 211 hestafla V6-vél-
inni sem verður aðeins fáanleg í GTS-útgáfum og er það
hraðskreiðasti Opel sem framleiddur hefur verið. Reynslu-
aksturinn fór fram í nágrenni Munchen svo að gott tæki-
færi gafst til að sannreyna hámarkshraða upp á 248 km á
klst.
Hlaðinn búnaði
Bíllinn er sérlega vel búinn og þá ekki síður búnaði sem
viðkemur akstri og öryggi eins og sex öryggispúðum. Fyrir
utan hemlalæsivöm (ABS) og átaksjöfhun (EBD) á brems-
um er hann með skrikvöm (ESP) og beygjuvara (CBC) í
henni sem kemur í veg fyrir hliðarskrið við allar aðstæður.
Prófunarhíllinn var fullur af öllum fáanlegum aukahlutum
eins og tvöföldu miðstöðvarkerfi með loftkælingu, full-
komnum hljómtækjum, innbyggðum GSM-síma, GPS-leið-
sögukerfi, Xenon aðalljósum, loftþrýstingsnema i dekkjum,
fjarlægðarskynjara að framan og aftan þegar lagt er í stæði,
regnskynjara og svo mætti lengi telja.
Fer byr beggja
Vindstuðull Opel Vectra GTS er mjög lítill eins og oft
áður í Opel eða aðeins 0,28 Cd. Þetta þýðir mjög lítið vind-
hljóð á hraðbrautunum, atriði sem skiptir ekki síður máli
á vindasama Islandi. Einnig er vélarhljóð lítið þótt aðeins
heyrist frá öllum sex strokkunum þegar vélin er þanin, en
þannig á það líka að vera með vél í þessum stærðarflokki.
Bíllinn liggur vel og er þægilegur í akstri en greinilega er
meiri áhersla lögð á þægindi heldur en aksturseiginleika
þótt bíllinn hafi vissulega sportlega takta. Það getur reynst
erfitt að fmna milliveginn í hönnun á bílum sem ná eiga til
ólíkra kaupendahópa, en allir ættu þeir þó að láta sér kraft-
mikla vélina vel líka. Opel Vectra GTS kemur væntanlega
ekki hingað fyrr en á næsta ári. Bíllinn meö 1,8 litra vél-
inni mun kosta frá 2.190.000 kr. í grunnútgáfu en GTS V6
mun kosta 3.420.000 kr. -NG
o Skottið er stórt og opnast vel enda tekur það
500 lítra.
© Framsæti eru rúmgóð og þægileg og stórar hurðir
opnast vel.
© Mælaborðið er stílhreint og góð efni í innrétt-
ingu. Fyrir niiðju er upplýsingaskjár fyrir leiðsögu-
kerfi.
© Öflug V6 vélin er þverstæð og allur frágangur er
til fyrirmyndar.
Sportlegur og kraftmikill
Sportlegir eiginleikar þessa
bils finnast strax og farið er
að keyra hann. Búið er að
lækka bílinn um 20 mm og
stýrið er sneggra en áður.
Hjartað í bílnum er samt öflug
V6-vélin sem er eins og hönn-
uð fyrir hraðbrautimar. Aflið
er nægilegt tO að skila góðu
sparki á nánast hvaða hraða
sem er, enda er upptakið ekki
nema 7,5 sekúndur. Jafnvel á
200 km hraða fmnst vel þegar
bensínið er stigið í botn. Ekki
náðum við þó uppgefnum há-
markshraða bílsins, enda um-
ferð nokkuð mikil á þessum
tíma á hraðbrautunum, en
ansi nálægt komumst við
samt.
Sérstakt og kraftalegt
útlit
Útlit bflsins er nokkuð sér-
stakt og það sem augað tekur
fyrst eftir eru framljós sem ná
langt aftur. Einnig er axlalína
hans frekar há á meðan
OPEL VECTRA GTS
Vél: 3,2 lítra, V6-bensínvél
Rúmtak: 3175 rúmsentímetrar
Ventlar: 24
Þjöppun: 10:1
Gírkassi: 5 gíra beinskiptur
UNDIRVAGN:
Fjöðrun framan: MacPherson
Fjöðrun aftan: Fjölarma
, Bremsur: Diskar/diskar, ABS, EBD, ESP, CBC
Dekkjastaerð:
195/65 R15
YTRI TOLUR:
Lengd/breidd/hæð:
4596/1798/1460 mm
Hjólahaf: 2700 mm
Beygjuradíus: 10,9 metrar
INNRI TÖLUR:
Farþegar m. ökumanni: 5
Fjöldi höfuðpúða/öryggispúða: 5/6
Farangursrými: 500-1360 lítrar
HAGKVÆMNI:
Eyðsla á 100 km: 10,1 lítrar
Eldsneytisgeymir: 61 lítri
j Ábyrgð/ryðvörn: j 2/12 ár
Grunnverð: 2.190.000 kr.
Verð prófunarbíls: 3.420.000 kr.
Umboð: Bílheimar
Staðalbúnaður: Rafdrifnar rúður. rafstýrðir og upp-
hitaðir speglar, fjarstýrðar samlæsingar með þjófa-
vörn, 8 öryggispúðar, aðdráttarstýri, spólvörn,
skrikvörn, hitastýrð miðstöð með loftkælingu, raf
stillt og upphituð framsæti, útvarp og geislaspilari,
17 tommu álfelgur, þokuljós, skriðstillir, sportinn
SAMANBURÐARTÖLUR:
Hestöfl/sn.: 211/6200
Snúningsvægi/sn.: 300 Nm/4000
Hröðun 0-100 km: 7,5 sek.
Hámarkshraði: 248 km/klst.
Eigin þyngd: 1390 kg