Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2002, Qupperneq 45
LAUGARDAGUR 12. OKTÓ8ER 2002
HeÍQarblacf !0'Vr
49
Frumlegur jeppi frá Kia
Kia KCV-II er nýr og fjölhæfur
tilraunajeppi frá Kia sem sýndur
var í París og vakti mikla athygli.
Bíllinn blandar saman eiginleikum
pallbils og jeppa með sportlegum
eiginleikum á ferskan og nýjan
hátt. Yfirbyggingin er mjög boga-
dregin sem er mikil breyting frá
kasscdegum Sportage-jeppum
þeirra sem þessi bíll mun hugsan-
lega taka við af. Bogi úr áli er eitt
af því sem áhorfandinn tekur fyrst
eftir, hann teygir sig frá framljós-
unum aftur með bílnum og endar
sem handrið utan um pallinn áður
en hann hverfur ofan í afturstuðar-
ann. Hurðimar opnast sin í sitt
hvora áttina og hægt er að fella
niður aftursætin fyrir meira far-
angursrými. Hvort bíllinn nær í
framleiðslu í þessari mynd kemur
ekki í ljós strax en með þessum bU
hefur Kia gefið tóninn. -NG
Fjölnota Focus í París
Ford frumsýndi nokkuð óvænt
tilraunabU sem fjölnotaútgáfu af
Focus og kaUast hönnunin C-Max.
BUlinn er byggður á sama undir-
vagni en hefur mun meira pláss og
notkunarmöguleika í nýrri hönnun.
Að innan er bUIinn búinn fjórum
sætum í tilraunaútgáfunni og skipt-
ir miðjustokkur honum nánast í
tvennt. í henni eru armhvUur, raf-
stýrð handbremsa, borð og hólf, svo
eitthvaö sé nefnt. Fyrir miðju er sjö
tommu snertiskjár fyrir leiðsögu-
kerfi og Ueira. í þakinu er einnig
miðjustokkur með ljósum, litlum
hólfum og Ueiru en það sem líklega
sniðugast er lítU myndavél sem
fylgist með aftursætisfarþegunum.
Þannig geta foreldrar fylgst betur
með bömum sínmn, jafnvel þegar stund, með því að taka þráðlausan
skroppið er út úr bílnum i smá- skjáinn með sér. -NG
Peugeot heimsmeistari
í ralli í þriðja sinn
Peugeot bUaframleiðandinn
tryggði sér sinn þriðja heimsmeist-
aratitU í raUi i röð með sigri
Marcus Grönholm í Nýja-Sjá-
landsraUinu á sunnudag. Sigur
Grönholms var sá fjóröi á tímabU-
inu og þetta er í annað sinn sem
hann vinnur heimsmeistaratitUinn.
Sigur hans var nokkuð afgerandi en
hann var fjórum minútum á undan
liðsfélaga sínum Harri Rovanpera.
Þetta var í áttunda skiptið á tíma-
bUinu sem Peugeot er í efstu tveim-
ur sætunum og hafa yfirburðir
franska bUaframleiðandans minnt á
yflrburði Ferraris í formúlunni í ár.
Þeir einu sem áttu möguleika á titl-
inum fyrir helgina voru þeir Colin lentu báðir í óhappi og urðu að
McRae og Richard Bums en þeir hætta keppni.
Nýr Audi A8 lúxusbíll í París
Audi frumsýndi á bílasýning-
unni í París nýjan Audi A8 lúxus-
bU en hann er með aldrifi og allur
úr áli. Þetta nýja flaggskip Audi
kemur á markað á fyrsta ársflórð-
ungi 2003 búið aflmiklum V8 vél-
um. 3,7 lítra vélin mun gefa 380
hestöfl, 20 hestöflum meira en vél
með sama rúmtaki í dag gefur.
Þessi vél kemur A8 úr 0 í 100 km á
6,3 sekúndum. 4,2 lítra vélin sem
er 335 hestöfl lýkur svo sprettinum
á 6,3 sekúndum. Báðar gerðir
munu verða með nýrri sex þrepa
sjálfskiptingu, sem er með hand-
virkri valskiptingu, sem ýmist er
hægt að stýra með gírstöng eða
hnöppum í stýrishjóli. StiUanleg
loftflöðrun með höggdeyfum sem
laga sig stöðugt að akstursaðstæð-
um er einnig staðalbúnaður, en
hún gefur ökumanni val á þremur
stiUingum í akstri. Að sögn Audi
mun V6 gerð einnig koma í sölu
fyrir árslok 2003. -NG
Innköllun á 400.000
Toyota Yaris-bílum
í vikunni tilkynnti Toyota í
Japan um stóra innköllun á
Toyota Yaris og Verso útgáfu
hans vegna galla í bremsukerfi.
Um innköllun á um 400.000 bílum
er að ræða sem nær til flestra
markaðssvæða Toyota á bílum
smíðuðum milli október 2000 til
mars 2002. Toyota segir að gallinn
hafi uppgötvast í Finnlandi þar
sem mikið af Verso-bílnum er í
notkun hjá póstþjónustunni. Söfn-
un á snjó og ís inni í felgunni og
í kringum bremsuskálina leiddi
til þess að kerfið fór að leka
vökva. Skipt verður um báðar
bremsuslöngur og sett í
staðinn ný gerð sem
hefur verið I notkun
síðan í mars.
Tvöfalt
bremsu-
kerfi
er
í
Yar-
is svo
þótt vökvi fari að leka verð-
ur bíllinn ekki bremsulaus.
Einnig kviknar aðvörunarljós i
mælaborði.
554 innkallaðir hérlendis
Að sögn Björns Víglundssonar,
markaðsstjóra P. Samúelssonar,
mun þetta hafa þá þýðingu að all-
ir 554 Yaris-bílar verði innkallað-
ir til viðgerða. „Við höfum ekki
fengið neina kvörtun vegna þessa
og líklegt er að aðstæður hér hafi
ekki mikla hættu í för með sér.
Þær þjóðir sem búa við stöðugan
snjó og mikinn kulda finni frekar
fyrir þessu,“ sagði Bjöm í viðtali
við DV-bíla. Eigendur þeirra Yar-
is-bifreiða sem þurfa á lagfæring-
unni að halda munu fá bréf á
næstu vikum. Björn sagði einnig
að eins og staðan væri nú væri ~r
verið að bíða eftir að varahlutir
bærust í verkefnið en innköllun á
400.000 bílum í heiminum gæti
tekið nokkum tíma. „Því er gert
ráð fyrir að það taki
nokkra
mán-
uði
að klára að skipta um í
öllum bílunum. Taka skal þó
skýrt fram að það er engin
ástæða til að óttast fyrir Yaris-
eigendur þar sem ekki er nein
slysahætta vegna málsins. Að-
gerðin er aðeins framkvæmd
vegna skýrrar stefnu Toyota um
að i svona tilfellum beri ávallt að
innkalla bíla, sama hversu lítil
áhættan kann að vera,“ sagði
Björn að lokum. -NG*
I
I
Plymouth Voyager Grand SE 4WD,
árg. 1998, ek. 98 þ. km, 3800 cc, 7
manna, ssk., álfelgur, fjarst.
samlæsingar, skipti möguleg á ódýrari.
Verð kr. 2.190.000.
Suzuki Grand Vitara, 2000 cc, V6, Subaru Legacy GL, 4x4, 2000 cc,
árg. 1998, ek. 76 þ. km, 5 gíra, álfelgur, árg. 1992, ek. 162 þ. km, 5 gíra. Bíllinn
dráttarkúla, hiti í sætum, topplúga, er með fullkomna þjónustubók, hefur
CD-spilari. Skipti möguleg á ódýrari. farið í allar skoðanir frá upphafi, einn
Verð kr. 1.590.000. eigandi.
Verð kr. 590.000.
Suzuki Vitara JLX, árg. 2000,1600 Subaru Legacy GL 4x4, árg. 1998,
cc, 5 gíra, ek. 52 þ. km. álfelgur. 5 gíra, ek. 82 þ. km, álfelgur, fullkomin
Verð kr. 1.390.000. þjónustubók.
Verð kr. 1.350.000.
ASALAN <3B> SKEIFAN
• BÍLDSHÖFÐA10-
S: 577 2800 / 587 1000
www.benrii.is
Opnunartími: Virka daga 10-19, Laugardaga 11-16 f
Akureyri: Bílasalan Ós, Hjalteyrargötu 10, Simi 462 1430