Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2002, Side 49
LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 2002
Helqctrblctð 3Z>"V
53
Ingvar Jónasson
tónlistarmaður í Reykjavík verður 75 ára á morgun
Ingvar Jónasson tónlistarmaður, Grandavegi 47,
Reykjavík, verður sjötíu og fimm ára á morgun.
Starfsferill
Ingvar fæddist á ísafirði og ólst þar upp. Hann
stundaði tónlistarnám við Tónlistarskólann í Reykja-
vík, við Royal College of Music í London og sótti
einkatíma í Vínarborg og í Bloomington í Indiana í
Bandaríkjunum.
Ingvar var fiðluleikari og víóluleikari við Sinfóníu-
hljómsveit íslands um árabil og kenndi lengi við Tón-
listarskólann í Reykjavík. Hann var fyrsti víóluleik-
ari við Sinfóníuhljómsveit Malmöborgar og kennari
við Tónlistarháskólana í Malmö og Gautaborg. Þá var
hann annar víóluleikari við óperuhljómsveitina
Kungliga Hovkapellet í Stokkhólmi og hefur verið frá
upphafi og er enn aðalstjórnandi Sinfóníuhljómsveit-
ar áhugamanna.
Ingvar hefur setið í stjórn Starfsmannafélags Sin-
fóníuhljómsveitar íslands og Félags íslenskra tónlist-
armanna. Hann var sæmdur riddarakrossi islensku
fálkaorðunnar 1998.
Fjölskylda
Ingvar kvæntist 10.9. 1955 Stellu Margréti Sigur-
jónsdóttur, f. 3.12. 1935, tannfræðingi. Hún er dóttir
Sigurjóns Sæmundssonar, prentsmiðjustjóra og
söngvara, og Ragnheiðar Sæmundsdóttur húsfreyju
sem er látin.
Börn Ingvars og Stellu Margrétar eru Sigurjón
Ragnar, f. 8.4. 1957, prentari í Reykjavík og á hann
einn son, Ingvar; Vigfús, f. 15.7. 1958, hljóðtæknimað-
ur í Reykjavík en eiginkona hans er Nanna Gunnars-
dóttir og eiga þau þrjú börn, Dóru Lind, Daða Krist-
ján og Stefán Ingvar; Anna, f. 26.11. 1964, fiðluleikari
í Stokkhólmi en eigimaður hennar er Martin Cron-
ström og eiga þau tvö börn, Joel Ingvar og Siri
Margreti.
Bræður Ingvars eru Tómas Árni Jónasson, f. 5.10.
1924, læknir i Reykjavík; Gunnlaugur Friðrik Jónas-
son, f. 28.2. 1930, bóksali á ísafirði.
Foreldrar Ingvars voru Jónas Tómasson, f. 13.4.
Magnús Daðason
málarameistari í Keflavík
Hallgrímur Magnús
Daðason málarameistari,
Heiðarbraut 10, Keflavík,
er fimmtugur í dag.
Starfsferill
Magnús fæddist í Hafn-
arnesi viö Fáskrúðsfjörð
og ólst upp í Keflavík.
Hann stundaði nám í mál-
araiðn, lauk prófum við
Iðnskólann í Reykjavík
1974, öðlaðist réttindi sem
málarameistari 1982 og
löggildingu 2001, stundaði nám við Lögregluskóla rík-
isins og lauk þaðan fyrrihluta-prófum 1976 og seinni-
hluta-prófum 1978.
Magnús starfaði sem málari um skeið, var lögreglu-
þjónn hjá ríkislögreglunni á Keflavíkurflugvelli frá
1975, starfaði hjá lögreglunni í Keflavík 1981-84, vann
hjá Slökkviliðinu á Keflavíkurflugvelli 1984. Hann
stofnaði eigið fyrirtæki 1984 og starfar enn sem málari
með eigiö fyrirtæki, Málningarþjónustu M. Daðasonar
ehf.
Magnús hefur starfað mikið að knattspyrnumálum í
Keflavík og m.a. verið formaður knattspyrnuráðs.
Fjölskylda
Magnús kvæntist 27.11. 1971 Ásdísi Svölu Pálsdótt-
ur, f. 8.8. 1953, starfsmanni við flugafgreiðsluna í
Keflavik. Hún er dóttir Páls Ásgeirssonar, f. 4.3. 1932,
sjómanns í Reykjavík, og Guðrúnar Jensdóttur, f. 25.7.
1936, d. 10.9. 1964, húsmóður.
Sonur Magnúsar frá því fyrir hjónaband er Ragnar
Magnússon, f. 25.7. 1970, bifreiðastjóri í Keflavík, í
sambúð með Guðrúnu Grétarsdóttur og eiga þau þrjá
syni, Atla Má, Magnús Smára og Aron Inga.
Börn Magnúsar og Svölu eru Magnús Daði, f. 30.5.
1972, málari í Keflavfk, í sambúð með Ingu Rós Guð-
mundsdóttur; Kjartan Már, f. 18.12.1975, ljósmyndari í
Reykjavík en dóttir hans og Júlu Björgvinsdóttur er
Mía; Arnar, f. 31.5. 1985, nemi; Björgvin, f. 21.7. 1989.
Systkini Magnúsar eru Herborg Daðadóttir, f. 6.2.
1958, hárgreiðslumeistari í Bandaríkjunum; Daði
Daðason, f. 23.4. 1959, heildsali, búsettur á Álftanesi;
Vignir Daðason, f. 11.10. 1962, smiður, búsettur í
Reykjavík.
Foreldrar Magnúsar: Margrímur Daði Magnússon, f.
21.6. 1929, d. 11.2. 1989, iðnverkamaður í Keflavík, og
k.h., Jóhanna Ingigerður Hallgrímsdóttir, f. 29.8. 1934,
húsmóðir.
Magnús er í útlöndum á afmælisdaginn.
Guðjón Ólafsson
verkamaður í Kópavogi
Guðjón Ólafsson
verkamaður, til heim-
ilis að Kjarrhólma 1,
Kópavogi, verður fer-
tugur á morgun.
Starfsferill
Guðjón fæddist í
Reykjavík en ólst upp
á Eyri við Ingólfsfjörð
í Strandasýslu og í
Hafnarfirði. Hann var
í Öldutúnsskóla í
Hafnarfirði og stund-
aði nám við Flensborg
Guðjón stundaði fiskvinnslu í Hafnarfirði á ung-
lingsárunum, var síðan til sjós um árabil. Hann var
fyrst á hafrannsóknarskipi en síðan hjá Landhelgis-
gæslunni á varðskipunum Tý og Þór. Þá var hann
lengi á flskiskipum, s.s. Brimnesi; Sighvati Bjarna-
syni VE; Jóni Finnssyni RE; Sjóla HF; Sögu; Eldvík;
Akranesi; Hvítanesi; Saltnesi, og ísnesi.
Þá var Guðjón á farskipum hjá Eimskipafélagi ís-
lands, s.s. Dettifossi; Ljósafossi; Mánafossi; Reykja-
fossi, í fimm ár á Brúarfossi; Bakkafossi og loks á íra-
fossi er hann hætti til sjós.
Eftir að Guðjón kom í land var hann fyrst i bygging-
arvinnu hjá ístaki og starfaði siðan hjá Borgarplasti.
Hann vann síðan hjá Orkuveitu Reykjavíkur á Nesja-
völlum og síðan á lager Orkuveitunnar. Hann starfar
nú við Vöruhótel Eimskipafélags íslands í götuljósa-
deild.
Fjölskylda
Eiginkona Guðjóns er Jóhanna Þórdís Jónsdóttir, f.
14.1.1961, bréfberi hjá íslandspósti. Hún er dóttir Jóns
Skúla Þórissonar, f. 16.7. 1931, klæðskerameistara í
Hafnarfirði, og Svönu Ragnarsdóttur, f. 22.1.1937, hús-
móður.
Sonur Guðjóns og Jóhönnu Þórdísar er Ólafur Þór-
ir Guðjónsson, f. 2.8. 1995.
Dóttir Guðjóns og Maríu F. Ólafsson er Svandís
Guðjónsdóttir, f. 7.1. 1990.
Fósturdóttir Guðjóns er Dagbjört Svana Haralds-
dóttir, f. 18.1. 1985, tónlistarnemi.
Systir Guðjóns er Guðrún Ólafsdóttir, f. 11.8. 1964,
bankastarfsmaður við Búnaðarbankann.
Foreldrar Guðjóns eru Ólafur Ingólfsson, f. 22.6.
1941, vélvirkjameistari við Vélaverkstæði Jóhanns
Ólafssonar, og Svanhildur Guðmundsdóttir, f. 26.5.
1943, fulltrúi hjá sýslumanninum í Hafnarfirði.
í einn vetur.
1881, d. 9.9. 1967, tónskáld, organisti og bóksali á ísa-
firði, og k.h., Anna Ingvarsdóttir, f. 8.4. 1900, d. 6.10.
1943, húsmóðir.
Ætt
Jónas var bróðir Tómasínu, ömmu Tómasar Inga
Olrich menntamálaráöherra. Jónas var sonur Tómas-
ar, b. á fræðimanns á Hróarsstöðum, Jónassonar, b. á
Sellandi, Bjarnasonar á Reykjum, Jónssonar. Móðir
Jónasar var Jórunn Oddsdóttir. Móðir Tómasar á
Hróarsstöðum var Sigríður, dóttir Jóns, b. á Kotungs-
stöðum, Jónssonar og Sigríðar Árnadóttur.
Móðir Jónasar tónskálds var Björg Emelía Þor-
steinsdóttir, b. á Hlíðarenda i Köldukinn, Torfasonar,
Jónssonar. Móðir Þorsteins var Sigurlaug Helgadótt-
ir. Móðir Bjargar var Kristjana Jónsdóttir, b. á Syðra-
-Hóli Helgasonar, og Kristínar Vigfúsdóttur.
Anna var dóttir Ingvars, blikksmiðs á Isafirði, Vig-
fússonar, og Sigríðar Árnadóttur.
Ingvar er að heiman á afmælisdaginn,
Árið 1985 kom út bókin Agnir eftir Braga Björnsson
frá Surtsstöðum í Jökulsárhlíð. Þar er að finna úrval
af vísum hans. Fremst í bókinni er þessi ferskeytla:
Síundum þegar einn ég er
og ekkert kýs að heyra,
þá er eins og þögnin mér
þylji vísu í eyra.
Bókin skiptist í nokkra kafla eftir efni. Einn þeirra
heitir „Á tæpu vaði“. Þar er þessi hringhenda:
Hófasár sín heimtir laun
húöarklár er stritar.
Margra ára álagsraun
úlfgrá hárin litar.
Annar kafli heitir „Fögur er Hlíðin“ og mun þar vís-
að til heimasveitar Braga:
Hljómsins bíóa fell og fjall,
fetar hlíöar smalinn,
ómsins blíöa bergmálskall
berst um víöan dalinn.
Þar er líka þessi snilld:
Gyllir sunnu töfratjald
tinda, ver og granda,
hillir unnar öldufald
upp við Héraössanda.
Hér er innrím í 1. og 3. línu og svo í 2. og 4. Þetta er
kallað víxlhent.
Einn kaflinn heitir „Olnbogaskot". Þar er skotið á
samferðamennina, stundum óvægilega. Þar er m.a.
þessi langhenda sem hefur orðið fleyg:
Sjaldan varstu viöbragösfljótur,
var þín leti um sveitir spurö,
en þér var aldrei þungur fótur
þyrfti mann í söguburð.
Eins og sést á næsta „olnbogaskoti“ fer Bragi afar
vel með hringhenduformið:
í hann slœr og úr viö dóm
ótt sem flœr á skinni,
tungur hrœrir tvær viö góm
tœkifærissinni.
Og nirfilsháttur er Braga ekki að skapi:
Stóra átt sjóði, stœröar bú
en stagbætt eru fötin þín.
Efeg vœri eins og þú
ósköp mundi eg skammast mín.
Næsta vísa fellur ágætlega að umræðuefni dags-
Sína páfa senda á þing
sérhagsmunaklíkur.
„Enginn grœtur íslending"
utan hann sé ríkur.
Við endum á einni hringhendunni enn:
Nœturblundi brugöiö er,
blómum grundir skarta,
dagsins undur mœta mér
morgunstundu bjarta.
Umsjón