Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2002, Síða 52
í
56
4
Helgarblað I>'V
LAUGARDAOUR 12. OKTÓBER 2002
F O R V A L
F. h. Borgarsjóðs Reykjavíkur er auglýst eftir aðilum til að
taka þátt í lokuðu útboði vegna ytri endurskoðunar á bor-
garsjóði A-hluta og B-hluta fyrirtækja hans.
Forvalið er auglýst Evrópska efnahagssvæðinu.
Forvalsgögn, sem eru á íslensku, fást hjá Innkaupastofnun
Reykjavíkurborgar, Fríkirkjuvegi 3, 101 Reykjavík.
Umsóknum ásamt fylgiskjölum skal skila á sama stað, eigi
síðar en kl. 15.00,18. nóvember 2002, merktum: Forval nr.
ISR/0210/BSJ - Ytri endurskoðun fyrir Reykjavíkurborg.
INNKA UPASTOFNUN
REYKJA VÍKURBORGAR
Fríklrkjuvogi 3 - 101 Reykjavfk-Siml 570 5@00
Fax 562 2616 - Netfang: lsr@rhus.rvk.ls
RJUPMSKOT
Solway 850 kr. 42 g, nr. 4
Ultramax Super 990 kr. 42 g, nr. 4
Ultramax 770 kr. 36 g, nr. 4 & 6
Hulmax 600 kr. 34 g, nr. 4 & 6
3 Crowns 550 kr. 28 g, nr. 4 & 5
Sterling 20GA 766 kr. 28 g, nr. 5 6 6
3 Crowns 16GA 700 kr. 28 g, nr. 5
Hraði frá 1350 f/sek til 1475 f/sek
www. hul lcartridge. co. uk
Hwww.sportbud. is
Sportbúð Títan - Krókhálsi 5g - 110 Reykjavík
S. 5800 280 - E-mail: sportbud@velar.is
Staðalbúnaður:
Öflug 1.61103hö vél
6 líknarbelgir
Aftengjanlegur líknarbelgur í farþegasæti
Spólvörn
Læsivarðir hemlar (ABS með EBD)
MSR niðurgírunarlæsivörn
Aflstýri með þyngdarvali
Aftursæti færanleg fram og aftur (5 dyra)
Frábærir aksturseiginleikar
Fullkomið hljómkerfi
Vel búin aksturstölva
12 ára ryðvarnarábyrgð
Hagkvæmt verð
Glæsileg ítölsk hönnun
Vandað evrópskt handbragð
Reynsluaktu Fiat Stilo strax í dag.
Verðfrákr. 1.650.000.-
Smáralind j
Smiðsbúð 2 • Garðabæ
Sími 5 400 800 • www.fiat.is
Skákþátturinn
Umsjón
Sævar Bjamason
Mjólkurskákmótið á Selfossi:
Gróskan í skákinni heldur áfram
Á hótelinu á Selfossi fer fram af-
burða skemmtilegt skákmót og það
er barist til þrautar í hverri skák.
Keppt er í 2 flokkum sem er nýlunda
í skákmótahaldi hér á landi og löngu
tími til kominn. Friðrik Ólafsson
fagnaði þessu mótahaldi í heimsókn
sinni á Selfoss og sagði að það væri
gaman að eitthvað væri að gerast i
íslensku skáklífi aftur. Þarna á Frið-
rik örugglega við að það sé mikili
gróskutími í skákinni og að ofan á
venjulega dagskrá skákmanna skuli
framtak Hróksins og Hrafns Jökuls-
sonar koma og blása nýju lífi í mátt-
vana og of hefðbundin samtök.
Mótin tvö gefa mönnum tækifæri
að tefla við menn í þeim styrkleika-
flokki sem þeir eru í og tækifæri til
að bæta sig. 2 efstu menn i meistara-
flokki eru báðir fæddir í Bosníu og
Ivan hinn grimmi Sokolov er talinn
18. sterkasti skákmaður heims í dag
og Predrag Nikolic er ekki langt fyr-
ir neðan hann á listanum. Aðrir
keppendur eru allir líklegir til að
bæta sig. Helgi Ólafsson hefur t.d.
kveikt í gömlum glæðum og hefur
sýnt góða taflmennsku. Stefán Krist-
jánsson er að læra til stórmeistara og
það er allt útlit fyrir að það ætti að
takast innan fárra ára.
Efnilegir skákmenn eru þarna eins
og t.d. Englendingurinn Luke McS-
hane sem er á 19. ári og nálgast
heimstoppinn óðfluga. Bragi Þor-
finnsson er að reyna að ná 2400 stiga
markinu til að verða endanlega út-
nefndur alþjóðlegur meistari. Hinir
eru reyndir stórmeistarar sem hafa
alla burði til að ná lengra. í áskor-
endaflokki er keppnin hörð og Fær-
eyingurinn og Þingeyingurinn Fló-
vin Thor Næs er efstur og ætti að ná
áfanga að alþjóðlegum meistaratitli
miðað við taflmennskuna hingað til.
Erfitt verður fyrir hina sem eru að
eltast við að ná áfanga að ná mark-
inu en allt getur gerst í skák.
Staðan efir 3 umferðir í meistara-
flokki. 1. Ivan Sokolov 3 v. 2. Predrag
Nikolic 2,5 v. 3.-4. Helgi Ólafsson og
Luke McShane 2 v. 5. Hannes H. Stef-
ánsson 1,5 v. 6.-7. Stefán Kristjáns-
sonog Pavel Tregubov lv. 8. -10.
Bragi Þorfinnsson, Zbynek Hracek og
Tomas Oral 0,5 v.
Áskorendaflokkur: 1 Flóvin Thor
Næs 3 v. 2.-4. Jón Viktor Gunnars-
son, Jan Votava og Steffen Pedersen
2,5 v. 5.-6. Páll Agnar Þórarinsson og
Sigurður Páll Steindórsson 1,5 v. 7.
Ágúst Sindri Karlsson 1 v. 8. Þor-
steinn Þorsteinsson 0,5 9.-10. Lenka
Ptacnikova og Guðmundur Kjartans-
son 0 v.
Ég hef ekki farið austur enn þá,
það er svo gaman að sitja inni í stofu
og fylgjast með þar á Netinu. Þar er
vel fylgst með og stöður skeggræddar
af miklum móð af fjölda skákmanna.
Bandarikjamenn eru þar fremstir í
flokki og spyrja og spá af vestur-
heimskum áhuga og erfitt er að
svara öllu enda dettur manni það
ekki í hug! Mikið er þó spurt um
land og þjóð einnig, já umræðuefnin
eru margvísleg.
Sá sem heldur uppi aðalfjörinu er
íslenskur skákmaður sem býr erlend-
is og gegnir dulnefninu „Skotta"
þama á vefnum. Hann talar ensku
betur en margur enskumælandi mað-
urinn og leiðréttir þá miskunnar-
laust og er með alls konar innlegg
með fjölskrúðugu málfari og ég veit
að það eru margir gapandi yfir þess-
um snillingi sem hefur lagt margan
stórmeistarann í kappskák svo ekki
sé minnst á minni spámenn. Menn
eru þarna allir undir dulnefnum og
„Skotta" hefur verið treg að gefa upp
nafn sitt þarna á vefnum og ætla ég
ekki að upplýsa það mál hér heldur,
þó ég þekki kauða vel.
Þessi skák úr 1. umferð vakti
mikla athygli enda. ekki á hverjum
degi sem ungur íslenskur skákmaður
fléttar stórmeistara með yfir 2600
Elo-stig í hel!
Hvítt: Zbynek Hracek (2607)
Svart: Stefán Kristjánsson (2431)
Frönsk vörn. Alþjóðlegt mót Sel-
fossi (1), 8.10. 2002
1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Bb4 4. e5 Re7
5. a3 Bxc3+ 6. bxc3 c5 7. Dg4 Kf8!? I
skák er allt hægt. Þessi leikur er
gamall, frá 2. áratug síðustu aldar.
Hér áður fyrr og enn i dag leika
menn oft hér 7. -0-0 eða fórna peðun-
um með 7. -Dc7. Bæði þessi afbrigði
þóttu og eru ágæt en margir vilja
komast úr margþvældum fræðunum
sem fyrst. Bosniumaðurinn Predrag
Nikolic sem er keppandi á mótinu á
Selfossi teflir oft svona og hvernig er
best að bregðast við er ekki ljóst.
Stefán tapaði reyndar illa í þessu af-
brigði á síðasta alþjóðlega Reykjavík-
urskákmóti á móti Rússanum Oleg
Korneev en hefur sennilega lagað af-
brigðið heima. 8. Bd2 b6! Þarna ligg-
ur hundurinn grafinn. Skemmtileg
áætlun en á móti Korneev lék Stefán
8. -Dc7 9.Bd3 c4 10. Bfl! og Rússinn
vann í spennandi skák, en Hannes
Hlífar lék eftir 8. -b6 9. dxc5 bxc5 RÍ3
gegn sjálfum Vassilí Ivanchuk á Evr-
ópumóti landsliða fyrir um ári síðan
og þeirri skák lauk með jafntefli. 9.
Rh3 Ba6 10. Bxa6 Rxa6 11. 0-0 Hc8
12. Rf4 cxd4 13. cxd4 Rf5 Hvítur
stendur grár fyrir járnum og enginn
tími til að hirða peðið á c2. Hvítur
hefur komið mönnum sínum öllum
út og það er svörtum í hag að hafa
stöðuna lokaða um sinn. 14. c3 Hc4
15. Df3 h5 16. h3 g6 17. g4? Betra
er að flýta sér hægt og leika t.d.
17. Hfbl Kg7 18. a4 og hvítur
stendur betur. 17. -hxg4 18. hxg4
Dh4 19. Dg2
Svartur lumar nú á skemmthegum
leik sem sumir vilja kalla leik ársins
hjá íslenskum skákmanni. Ég get al-
veg tekið undir það, báðir riddarar
svarts eru í uppnámi og hinn marg-
reyndi tékkneski stórmeistari missir
þráðinn. Mikael Tal hefði verið
hreykinn af þessum leik! 19. -Rc5!!
20. dxc5 g5! Ég hafði ánægjuna af að
buna þessum leik úr mér á Net-
inu.Hrókurinn á c4 er kominn með í
atlögunni að svarta kónginum. 21.
cxb6 axb6 22. Dh3? Hvíta staöan er
töpuð, 22. Rxe6 fxe6 23. f3 Rg3 24.
Hfel d4 er ekki gæfulegt né heldur
22. f3 gxf4 23. Hfbl Rg3 24. Bel Dg5!
Og svartur er með stöðu hvíts í her-
kví. Mikilvægt er líka að athuga að
ekki gengur 22. gxí5 gxf5 og 23. -Hg8
er illvíg hótun. En nú vinnur Stefán
auðveldlega! 22. -Dxh3 23. Rxh3
Hxg4+ 24. Kh2
Nú kemur sleggjuleikur sem
Tékkinn hefur eflaust ekki reikn-
að með. 24. -Rh4! Vegna hótunarinn-
ar 25. -Rf3+ er næsti dapurlegi
leikur þvingaður! 25. f3 Hg2+ 26.
Khl Hxd2 0-1
Helgi Ólafsson er að pússa rykið af
þeirri taflmennsku sem hann sýndi
svo eftirminnilega hér á árum áður.
Þeir sem eru fæddir hæfileikamenn í
skákinni og hafa hana eins og marg-
ir segja í blóðinu gleyma engu þó þaö
liggi djúpt stundum. Enda á Helgi að
vera með um 2600 stig og e.t.v. er
áhuginn fyrir því að vakna aftur.
Getan hefur alltaf verið fyrir hendi!
Hvítt: Helgi Ólafsson (2476)
Svart: Tomas Oral (2546)
Enski leikurinn. Alþjóðlegt mót
Selfossi (2), 9.10. 2002
1. Rf3 c5 2. c4 Rc6 3. d4 cxd4 4.
Rxd4 e6 5. Rb5 d6 6. g3 a6 7. R5c3
Rf6 8. Bg2 Be7 9. 0-0 0-0 10. b3 Dc7
11. Bb2 b6 12. Rd2 Bb7 13. Hcl Re5
Aðalvandamál svarts er d6 peðið og
Helgi beinir spjótum sínum að því.
14. Rde4 Rxe4 15. Rxe4 f5 16. Rd2
Bxg2 17 . Kxg2 Db7+ 18. Kgl Bf6
Svartur hótar nú í sumum tilfellum
RÍ3+ og Bb2 fellur. En það er auðvelt
að gera við því og láta biskupinn af
hendi við hagstæðari aðstæður! 19.
Hc2 b5
Aðalsmerki Helga sem skákmanns
er hárfin næmni fyrir stöðulegum yf-
irburðum sem ekki eru öllum ljósir.
Hér leikur hann öflugum leik og
svartur fær tvípeð að verja. 20. Bxe5!
dxe5 Þvingað, 20. -Bxe5 21. cxb5
axb5 22. Rf3 og vandræði svarts eru
ekki skárri en þau sem hann þarf að
berjast við í skákinni! 21. e4! Had8
22. De2 Hd4 23. Hel Bg5 Peðið á e5
var rækilega skorðað í 21. leik. Nú er
hægt að ráðast að því. 24. exf5 exf5
25. cxb5 Bxd2 26. Hxd2 Hxd2 27. Dxd2
Dxb5 28. Dd6 e4 29. Hcl h6 30. Hc7
De2
Svartur vonast eftir að geta haldið
stöðu sinni saman með ðgnandi
stöðu drottningarinnar en nú kemur
alvöru stórmeistaraleikur sem trygg-
ir hvítum eitt lítið peð sem Helgi
ávaxtar vel! 31.Hc8!! Hxc8 32.De6+
KfB 33.Dxc8+ Ke7 34.Dxf5 Kd6
35.b4 g5 36.Kg2 g4 37.Dc5+ Ke6
Svartur virðist eiga einhverja þrá-
skákarmöguleika en það er bara tál-
sýn. Helgi leikur nú öflugum leik og
tínir svo peð í viðbót í tímahraki
Orals. En honum voru hvort sem var
allar bjargir bannaðar. Sannfærandi
sigur! 38. Dcl Kd5 39. a4 Dc4 40.
Dxh6 Dxb4 41. Dxa6! Da3 42. Db7+
Kd4 43. Dg7+ Kd3 44. Dd7+ Kc3 45.
Ddl Da2 Og síðasti leikur hvíts sýn-
ir að peð hans verða ekki stöðvuö!
46. a5 1-0