Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2002, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2002, Blaðsíða 1
DAGBLAÐIÐ VÍSIR 235. TBL. - 92. ÁRG. - MÁNUDAGUR 14. OKTÓBER 2002 VERÐ í LAUSASÖLU KR. 200 M/VSK GRETTIR FER MIKINN Á SVIÐINU. BLS. 48 brigðin leyna sér ekki á andliti Atla Eðvaldssonar landsliðsþjálfara. DV-Sport fjallar ítarlega um leikinn og leitar skýringa á því hvað fór úrskeiðis. Bls. 18 og 27-34 Bókamessan í Frankfurt í Þýskalandi: Hart tekist á um útgáfu- rétt á íslenskum bókum - efnt til uppboðs á verkum Arnalds Indriðasonar og Halldórs Laxness Erlend forlög tókust hart á um útgáfurétt bóka eftir tvo Islenska höfunda á bókamess- unni í Frankfurt í Þýskalandi sem lauk í gær- kvöld. Þrjú spænsk bókaforlög bitust um út- gáfuréttinn á verkum Halldórs Laxness. Af þeim sökum var efnt til uppboðs þar sem sá hlaut hnossið sem hæst bauð. Sama máli gegndi um bækur Amaids Ind- riðasonar, Mýrina og Grafarþögn. Um útgáfu- réttinn á þeim kepptu þrjú norsk forlög og þar fór einnig fram uppboð. Af verkum annarra íslenskra höfunda, sem samið var um útgáfu- rétt á, má nefna Höfund íslands eftir Hallgrím Helgason. Halldór Guðmundsson, forstjóri bókaútgáf- unnar Eddu, sagði við DV í gær að þótt bóka- messan hefði i heild verið heldur fámennari og rólegri en áður hefði áhuginn á íslenskum bókmenntum verið ótrúlega mikill. Það væri harla óvenjulegt að hann væri svo mikill að efna þyrfti til uppboðs eins og nú heíði gerst. Margir samningar hefðu verið gerðir á staðn- um og þeir hefðu verið mjög góðir. Útgáfuréttur bóka Amalds hafði áður verið seldur til allra Norðurlandanna, að Noregi undanskildum, Þýskalands, Englands og Hollands. „Þegar svona mikill áhugi er fyrir hendi er hægt að láta fylgja með í samningnum kröfu um bókaklúbb og kiljuútgáfu, að höfundinum sé boðið á staðinn við útkomu og fleira af því tagi,“ sagði Halldór. „Það skiptir höfuðmáli að fá alvöru markaðssetningu.“ Forlög sem gefið höfðu út bók Hallgíms Helgasonar, 101 Reykjavík, gengu nú frá samningum um Höfund íslands. Halldór sagði að í sumum tilvikum hefðu komiö fram mjög góð tilboð. Það sýndi að forlögunum væri al- vara, þau hygðust kynna bókina vel og seija hana. Það skipti miklu máli fyrir höfundana að komast á sölulista og verða sýnilegri í um- ræddum löndum. Af öðrum verkum sem athygli vöktu á bókamessunni er Óvinafagnaður Einars Kára- sonar sem samið var um útgáfu á á Þýska- landsmarkað. Þá má nefna verk Einars Más, auk þess sem mikill áhugi var á Andra Snæ og væntanlegri bók hans. -JSS TÍMI HAUSTLAUKANNA: Lífga upp á voriö 24 SÍÐNA DV-SPORT: Allt um leiki helgarinnar 17-40 BÍLASPRAUTUN 0G RÉTTINGAR m, AUÐUNS Æá Nýbýlavegi 10 Kópavogi Sími: 554 2510 • Tjónaskoðun • Bílaréttingar • Bílamálun »CABAS NÝTT jsssst, • Við vinnum eftir nýju tjónamatskerfi sem heitir Cabas Þú kemur með bílinn í tjónaskoðun til okkar Þú færð bílaleigubíl á meðan viðgerð stendur yfir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.