Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2002, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2002, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 14. OKTÓBER 2002 I>V Fréttir Stjórnarformaður Pharmaco með háleit markmið: Stefnt á yfir milljarðs dollara fyrirtæki - og hraðri sókn í Austur- og Vestur-Evrópu, Bandaríkjunum og víðar DV-MYNDIR TEITUR Björólfur Thor Björólfsson bjartsýnn á framtíðina Meö nýrri lyfjaverksmiðju Baikanpharma í Dupnitza í Búlgaríu á föstudag stóreykst framleiölugetan og gæöastaöall fyr- irtækisins. Hér má sjá Björgölf Thor ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta íslands, viö opnun nýju lyfjaverksmiðjunnar. í Búlgaríu er framleiðslukostnaður lágur og gífurlega vaxandi markaöur. Sérmerkt Atlantaþota Sérmerkt Atlantaþota flutti fólk til opnunar lyfjaverskmiðju Baicanpharma i Búlgaríu. Hér má sjá hjónin Björgólf Guömundsson og Þóru Hallgrimsdóttur glöö í bragöi, nýstigin á búlgarska grund. Björgólfur Thor Björgólfsson, stjómarformaður Pharmaco sem opnaði nýja lyfjaverksmiðju dóttur- félagins Bakanpharma í Búlgaríu á fostudag, segir að eins og sýnt hafi verið í verki með byggingu verk- smiðjunnar sé fyrirtækið á miklum skrið. Hann sagði í opnunarræðu sinni að stefnt væri að því að Balkanpharma, sem veltir í dag um 300 milljónum evra, og Pharmaco yrðu í framtíðinni fyrirtæki að verðmæti yfír milljarð dollara, eða hátt í 100 milljarða íslenskra króna. Þetta verði gert með framleiðslu og sölu á vönduðum gæðavörum á enn fleiri stöðum en gert er i dag. Það hefur vakið mikla athygli að bæði forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og forseti Búlgaríu, Ge- orgi Parvanov, skyldu taka þátt í opnun á lyfjaverksmiðunni. Aug- ljóst er að Búlgarar líta þetta ís- lenska framtak þar í landi og tæki- færi sem það gefur þeim ekki síður vonaraugum með tilliti til aukinna samskipta sinna við Vestur-Evrópu og aðildarumsóknar að Evrópusam- bandinu. Einnig er Búlgaría vænt- anleg sem nýtt aðildarríki NATO. Átti Ólafur Ragnar m.a. sérstaka fundi með forseta Búlgaríu, forsæt- isráðherra og utanríkisráðherra og fleiri ráöamönnum þjóðarinnar. Þá var mikið við haft við opnunarhátið verksmiðjunnar og þangað boðið um 180 manns sem flugu þangað á sérmerktri júmbóþotu Atlanta frá íslandi. Stefnum langt „Við forum hratt og stefnum langt,“ sagði Björgólfur Thor í sam- tali við DV að lokinni formlegri opnun nýrrar lyfjaverksmiðju Balkanpharma í Dupnitza. „Það er heppilegt að vera hér í Búlgaríu þar sem framleiðslukostnaðurinn er lágur og gífurlega vaxandi markað- ur. Það er ekki þar með sagt að við ætlum að einblína eingöngu á Aust- ur-Evrópu. Við viljum frekar vera með jafnari körfu. Þar kemur Delta mjög til sögunnar en fyrirtækið er með gífurlega sterka markaðsstöðu í Þýskalandi og öðrum stórum mörkuðum í Vestur-Evrópu. Með þessari nýju verksmiðju getum við selt vörur beint héðan og framleitt þær ódýrar en aðrir. Það eru því góðar forsendur til vaxtar." Stór samheitalyfjasamsteypa Þess má geta að Pharmaco hf. og Delta hf. sameinuðust formlega 27. september. Var markaðsverðmæti fyrirtækisins metið eftir samningu 43 milljarðar króna. Starfsmenn eru um 5.300 og ársvelta fyrirtækjanna á þessu ári er áætluð 24,6 milljarðar króna. Með samrunanum var lagð- ur grunnur að einu stærsta og fram- sæknasta samheitalyfjafyrirtæki Evrópu. Stefnt er að skráningu fyr- irtækisins í erlendum kauphöllum Vilja ekki styttri rjúpnaveiðitíma Sölubann á rjúpu er ágætt sem fyrsta aðgerð til vemdar rjúpna- stofninum, segja félagar í Hinu is- lenska byssuvinafélagi. Á fundi sín- um á dögunum ályktuðu þeir um aðgerðir umhverfisráðherra vegna rjúpunnar. Þeir leggjast gegn því að veiðitíminn sé styttur um 20 daga, erfitt verði að mæla árangur að- gerða ef bæði yrði sett sölubann og veiðitíminn styttur. Félagsmenn telja að frekar beri að hafa smærri friðlönd rjúpna á Qeiri stöðum víð- ar um landið heldur en einungis á Reykjanesskaganum. -sbs Miklir vaxtamöguleikar Björgólfur Thor Björgólfsson segir aö meö nýju verksmiöjunni skapist mjög góöar forsendur til vaxtar samhliða sókn á nýja markaði í Am- eríku og Vestur-Evrópu. - Munuð þið þá ekki líka nýta ykkur góða þekkingu á rússneskum markaði? „Jú, við erum alltaf á útkikki þar eftir góðum tækifærum. Það er markaður sem er gríðarlega stór og á eftir að vaxa mjög hratt. Við þurf- um því að vera útsjónarsamir að koma ár okkar þar vel fyrir borð. Við höldum áfram að byggja okk- ur upp og bæta aðstöðuna hér í Búlgaríu. Þetta er auðvitað stór markaður með rúmlega 8 milljónum íbúa. Við erum vissulega með sterka stöðu hér en við verðum bara að bæta hana,“ sagði Björgólfur Thor Björgólfsson. Með umsvif í tíu löndum Umsvif Pharmaco eru mest í Búlgaríu, á Möltu og íslandi. Starf- semin er þó mun víðar í heimin- um. Sölu- og markaðsskrifstofur eru á 10 stöðum, þ.e. Medis ehf. á íslandi, United Nordic Pharma i Danmörku, Medis Ltd. á Mön, Medis Gmbh í Þýskalandi, Pharmamed á Möltu, í Vilnius í Litháen, hjá Balkanpharma Moskva í Rússlandi, í Kiev í Úkra- ínu, hjá Balkanpharma i Ástralíu og hjá Balkanpharma í Búlgariu. Stefnt er að því að setja um 20 ný lyf á markað til ársloka 2005. -HKr. Grafarvogur: Ibuð onýt eftir eldsvoða íbúð í fjölbýlishúsi við Mosarima í Grafarvogi er ónýt eftir eldsvoða þar síðdegis á laugardag. Húsmóðir- in hafði brugðiö sér frá í örfáar mínútur en þegar hún kom til baka logaði eldur í allri íbúðinni. Hafði hann magnast þegar slökkvilið kom á vettvang skömmu eftir að tilkynn- ing barst. Að sögn varðstjóra slökkviliðs eru eldsupptök rakin til þvottahúss. Hann segir allt innbú og aðra inn- anstokksmuni gjörónýta eftir eld- inn. -sbs REYKJAVlK AKUREYRI Sólarlag í kvöld 18.12 17.57 Sólarupprás á morgun 08.17 08.02 Siödegisfló& 13.12 17.45 Árdegisflóð á morgun 01.58 05.31 Rigning eða súld Austan og norðaustan 8-15 m/s en heldur hægari með morgninum. Rigning eöa súld ööru hverju suöaustanlands I kvöld og nótt en síðan dálitlar skúrir. Annars skýjað með köflum og þurrt aö mestu. wmigisi Skýjað með köflum Norðaustan og austan 5-8 m/s. Léttskýjað suðvestan til, skúrir austan til en annars skýjað með köflum. Hiti 4 til 10 stig. . J£jL&£!ssu>s'iU\ihi*2i Miövikudagur Fimmtudagur Föstudagur O O O Hiti 2” Hiti 2" Hiti 2° til 8° til 8° til 8° VinduK 3-8 m/s Vindun 3-8 "V» Vindun 3-8 m/» 4- 4« 4* Norðan og norðaustan 3-8 m/s. Léttskýjað suðvestan til en annars skýjað með köflum og þurrt að mestu. Hœtt viö næturfrosti inn tii landsins. Noröan og norðaustan 3-8 m/s. Léttskýjað suövestan til en annars skýjað meö köflum og þurrt að mestu. Hætt við næturfrosti inn til landsins. Nor&læg átt, snjóél á Noröur- og Austuriandi en annars skýjað með köflum og þurrt. Kalt! veöri. Logn Andvari Kul Gola Stinningsgola Kaldi Stinningskaldi Allhvasst Hvassviöri Stormur Rok Ofsaveöur Fárvi&ri m/s 0-0,2 0,3-1,5 1,6-3,3 3.4- 5,4 5.5- 7,9 8,0-10,7 10.8- 13,8 13,3-17,1 17,2-20,7 20.8- 24,4 24.5- 28,4 28.5- 32,6 >= 32,7 VeðtfíS AKUREYRI Súld 9 BERGSSTAÐIR Skýjaö 10 BOLUNGARVÍK Rigning 10 EGILSSTAÐIR Súld 8 KEFLAVÍK Rigning 9 KIRKJUBÆJARKL. Alskýjaö 9 RAUFARHÖFN Alskýjaö 8 REYKJAVÍK Alskýjað 9 STÓRHÖFÐI Rigning og súld 9 BERGEN Léttskýjaö 3 HELSINKI Skýjaö 2 KAUPMANNAHÖFN Alskýjaö 7 ÓSLÓ Alskýjaö 2 STOKKHÓLMUR Alskýjaö 2 ÞÓRSHÖFN Skúr á síð. klst. 10 ÞRÁNDHEIMUR Léttskýjaö 0 ALGARVE Skýjaö 17 AMSTERDAM Þokumóöa 6 BARCELONA Hálfskýjaö 14 BERLÍN Slydda 1 CHICAGO Skýjað 9 DUBUN Skýjað 5 HAUFAX Skýjaö 9 HAMBORG Alskýjaö 4 FRANKFURT Súld 6 JAN MAYEN Þokumóöa 5 LONDON Skýjað 5 LÚXEMBORG Súld á SÍÖ. klst. 8 MALLORCA Léttskýjaö 12 MONTREAL Heiöskírt 13 NARSSARSSUAQ Skýjaö 0 NEW YORK Súld 14 0RLAND0 Skýjaö 24 parís Skýjaö 4 VÍN Skýjaö 4 WASHINGTON Alskýjað 17 WINNIPEG Alskýjaö 0 Á VftiUKMOHJ ISI ANI)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.