Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2002, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2002, Blaðsíða 9
h 9 I MÁNUDAGUR 14. OKTÓBER 2002_______________________________________________ I>V Fréttir Hátt verð á brauði ekki undrunarefni Neytendasamtakanna: Krefja bakara skýringa Formaður Neytendasamtak- anna, Jóhannes Gunnarsson, seg- ir að það komi sér ekkert á óvart að meðal- verð brauða hér- lendis sé 66% hærra en í ESB- löndunum. Hon- um sé kunnugt um miklu meiri mun á einstaka teg- undum hérlendis og erlendis og eins milli íslands og annarra landa. „Fragtin er ótrúlega dýr á hrá- efni til brauðgerðar og það er eitt- hvað meiri háttar að í þessari grein. Við gerum kröfu til þess að það verði rannsakað hvemig þetta má vera, hvað sé hægt að gera til úrbóta þannig að við búum við sambærilegt verð á brauðum. Ann- að er gersamlega óþolandi. Bakarar skulda neytendum skýringar. Það hefur verið gengið eftir þeim en þær bara koma aldrei. Ég hef engar forsendur til að meta hver makar krókinn, bakar- amir sjálfir eöa milliliðir. En krók- urinn er makaður alveg rosalega vel, hver sem það gerir. Rannsókn sem þarf að ná til brauðs og fleiri matvara mundi leiða í ljós hvað sé að. Þá könnun mundu stjórnvöld gera og þau hafa aðgang að nauð- synlegum gögnum,“ segir Jóhannes Gunnarsson. - Hvað veldur þessari tregðu bak- ara að svara? Brauð dýrt á íslandi Formaöur Neytendasamtakanna, Jó- hannes Gunnarsson, segir aö þaö komi sér ekkert á óvart aö meöal- verö brauöa hérlendis sé 66% hærra en í ESB-löndunum. „Ætli þeir eigi ekki ansi erfitt með það.“ Öll matvara of dýr Manneldisráð er ríkisstofnun undir heilbrigð- isráðuneyti. Ráð- inu er ætlað að fylgjast með þró- un manneldismála í landinu, gera reglubundnar kannanir á mataræði og vinna að rannsóknum í næring- arfræði í samvinnu við vísinda- stofnanir. Laufey Steingrímsdóttir, for- stöðumaður Manneldisráðs, segir það alvarlegt að svo holl fæða sem brauð skuli vera svona dýr en víð- ast hvar annars staðar er þetta ódýr matur. „Það er lítið borðað af brauði á íslandi vegna ýmissa hefða sem eru furðu lífseigar, kannski vegna þess að brauð var ekki mikið borð- að hér áður fyrr- vegna þess að komið var ekki ræktað hérlendis. Það er uppi stöðugur áróður gegn brauðneyslu af hálfu ýmissa sjálf- skipaðra hollustupostula, sem halda því fram að þetta sé ómerki- legur matur. Rök þeirra eru lítil- fjörleg, jafnvel engin, léttvæg fund- in. Grænmeti hefur verið að lækka, og það er vel, og það stend- ur til í samvinnu við ASÍ að gera könnun á verði svokallaðrar holl- ustukörfu, en slík könnun var gerð fyrir ári,“ segir Laufey Steingríms- dóttir. - Getur Manneldisráð beitt sér fyrir því að almenningur sé ekki að borga þetta háa verð fyrir brauð og grænmeti? „Okkar ráð eru ábendingar og að skrifa tO stjórnvalda, og holl- ustukarfan er liður í slíku. Ríkið hefur auðvitað verið einn af söku- dólgunum í formi tolla, svo stund- um er ein ríkisstofnun að berjast við aðra. Það er svolítið erfitt fyrir okkur að hvetja til neyslu grænmet- is meðan verðið er svona himin- hátt, við getum það varla kinnroða- laust. En borið saman við aðrar matvörur eru þessar vörur ekkert dýrar, matur er allt of dýr á íslandi. Brauð er þvi ekki dýr matur, borið saman við marga aðra matvöru á íslandi.“ Manneldisráð, Hjartavernd og Krabbameinsféiagið hafa einnig sameinast um átak til að auka neyslu grænmetis og ávaxta undir kjörorðunum: Borðum grænmeti og ávexti, 5 á dag! Það kann að reynast erfitt að framfylgja því í ljósi kaup- máttar launa. -GG Jóhannes Gunnarsson. Laufey Steingrímsdóttir. Mikið af fíkniefnatólum hafa fundist í Ólafsfirði: Fíkniefnaneysla yfir landsmeðaltali - sýslumaður segir aukið aðhald foreldra nauðsynlegt Mikið af tólum og tækjum til fíkniefnaneyslu hefur fundist aö undanfornu i Ólafsfirði. Ástríður Grímsdóttir sýslumaður segir það tilviljun hversu mikið hefur fund- ist af ýmsu tengdu fíkniefnaneyslu að undanförnu, t.d. kókflöskum sem sérstaklega hefur verið „breytt" í þessu skyni. Mikið af þessu dóti hefur fundist milli íþróttahússins og skólanna í bæn- um og eins framan eða i nánd við ákveðin heimili sem gefi vísbend- ingu um hvár neyslan fari fram, en ekki vissu. Sýslumannsembættið hefur stað- ið fyrir forvarnarverkefni sem kynnt hefur verið nemendum í 8. til 10. bekk, sem og foreldrum þeirra. Sýslumaður segir ljóst að það séu allnokkrir einstaklingar í ÓlafsQörður Mikiö af tólum og tækjum til fíkni- efnaneyslu hefurfundist aö undan- förnu í Ólafsfiröi. neyslu í Ólafsfirði, en á siðasta vetri voru fjórir einstaklingar ákærðir og hlutu dóm. Því miður sé fíkniefnaneysla í Ólafsfirði aug- ljóslega töluvert meiri en lands- meðaltal og sennilega finnist ung- lingunum þetta „töfT‘, og en til að stemma stigu við þessum ófögnuði þurfi að koma til aukið aðhald for- eldra. Þórgunnur Reykjalín, skólastjóri Gagnfræðaskóla Ólafsfjarðar, telur fikniefnaneysluna ekki vera al- gengari en í öðrum sveitarfélögum, og hún hefur ekki orðið vör við neyslu í skólanum. Neytendur mundu auk þess finnast fljótt. Nemendur í þessum bekkjum sé aðeins 58 og þeir mundu fljótlega skera sig úr með slakari skólasókn og ástundun náms. Foreldrarölt sé um heigar og það veiti aðhald, en þeir séu hættulegastir í baráttunni gegn fikniefhaneyslu sem viður- kenni ekki að um verulegan vanda sé að ræða í Ólafsfirði. Það sé var- hugavert. -GG Leiguskip Samskipa liggur á botni Norðursjávar: Óútskýrt af hverju ísfelliö sökk - mildi að áhöfnin bjargaðist Engar skýringar hafa fengist á þvi hvað varð til þess að ísfell, leiguskip Samskipa, tók skyndi- lega inn á sig mikinn sjó sunnan við Noreg aðfaranótt fostudags og sökk með rúmlega þúsund tonn- um af frystri síld og makril. Skip- ið var með hátt í fullfermi og var á siglingu frá Málöy til Amster- dam þegar skipverjar urðu varir við leka. Fimm Rússar og norskur skipstjóri sendu frá sér neyðar- kall tæpri klukkustund síðar þeg- ar ljóst var að ekki yrði við neitt ráðið. 50 mínútum síðar kom björgunarþyrla en þá var kominn 50 gráðu halli á skipið og. ástand- Kominn var 50 gráöahalli á skipiö þegar áhöfninni var bjargaö. ið því orðið skuggalegt. ísfellið, sem er í eigu skipafé- lags í Tromsö, liggur nú á miklu dýpi í Norðursjó en áhöfnin komst hólpin f land. Að sögn Önnu Guðnýjar Aradóttur, mark- aðsstjóra Samskipa, var mikil mildi að áhöfnin skyldi bjargast. „Þetta gerðist mjög skyndilega og við vitum ekki hvað olli slysinu. Ekki er talið að veðrið hafi átt hlut að máli, þó nokkur vindur hafi verið,“ segir hún. Sjópróf eru væntanleg í næstu viku og ekki er að vænta frekari frétta þangað til. Að sögn Önnu eru allar tryggingar hvað viðkem- ur skipi og farmi i lagi og vonast hún til þess að Samskip fái farm- inn bættan. -jtr

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.