Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2002, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2002, Blaðsíða 10
10 Útlönd MÁNUDAGUR 14. OKTÓBER 2002 DV Blásiö fyrir Saddam Lúðrasveit íraska hersins biés til stuönings Saddam forseta í gær. Bandaríkin hafna nýju boði frá írak Bandarísk stjómvöld hafa hafnaö nýju tilboöi ráðamanna í írak til vopnaeftirlitsmanna Sameinuðu þjóðanna og kalla það „orðaleiki". Boðið kom fram í bréfi til Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar (IA- EA) i Vínarborg á laugardag. Það var annað bréf þar um á einni viku. Talsmaður IAEA sagði að bréfið frá því á laugardag hefði verið já- kvæðara en bréf frá 10. október. Þar heföi þó ekki verið að fmna neinar málamiðlanir um leit í átta um- deildum höllum Saddams Husseins íraksforseta. Bandaríkjamenn ítrekuðu ákall sitt til þjóða heims um að þrýsta áfram á íraka að afvopnast. Heimildir herma að sex helstu hópum útlægra andstæðinga Sadd- ams hafi ekki enn tekist að koma sér saman um fund til að ákveða um framtíðarstjóm íraks eftir fall Sadd- ams Husseins. Klerkurinn iörast niðrandi ummæla Bandariski prédikarinn Jerry Falwell hefur beðist afsökunar á því að hafa kallað Múhameð, spámann múslíma, hryðjuverkamann. Ummæli hins íhaldssama baptistaklerks í sjónvarpsþættinum 60 mínútum í síðustu viku vöktu mikla reiði múslíma um heim allan og urðu kveikjan að átökum milli trúarhópa á Indlandi þar sem að minnsta kosti átta menn létu lífið. „Ég biðst innilega afsökunar á því að ákveðnar yfirlýsingar minar í viðtalinu fyrir 60 mínútur særðu tilfmningar margra múslíma," sagði Falwell í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér. Falwell er í fylkingarbrjósti krist- inna hægrimanna vestan hafs og þekktur fyrir stóryrtar yfirlýsingar. REUTERSMVND Ekki í þetta sinn Vojislav Kostunica tókst ekki að tryggja sér sigur í serbnesku for- setakosningunum í gær. Forsetakosningar í Serbíu ógildar Mikil óvissa ríkir nú í Serbíu eft- ir að síðari umferð forsetakosning- anna í lýðveldinu varð ógild vegna dræmrar kjörsóknar i gær. Ekki nema 45,4 prósent kjósenda höfðu fyrir því að fara á kjörstað, að því er virt eftirlitsstofnun í Belgrad spáði fyrir um. Kjörsókn þarf að vera að minnsta kosti 50 prósent til að kosningamar séu gildar. Vojislav Kostunica, forseti Júgóslavíu, fékk atkvæði 66,7 pró- senta þeirra sem kusu en keppi- nautur hans, frjálslyndi hagfræð- ingurinn Miroljub Labus, fékk ekki nema 31,3 prósent atkvæða. Líklegt þykir að boðað verði til annarra kosninga eftir nokkra mánuði. Að minnsta kosti 187 fórust í sprengjutilræðunum á Balí: Spjótin beinast að félögum í al-Qaeda George W. Bush Bandaríkjafor- seti hvatti þjóðir heims til að taka hart á þeim sem bera ábyrgð á bíl- sprengjuárásinni á ferðamannaeyj- unni Balí á laugardagskvöld þar sem að minnsta kosti 187 manns biðu bana. Flestir hinna látnu voru erlendir ferðamenn. í gærkvöld hafði enginn lýst ábyrgð á tilræðinu á hendur sér og heldur voru ekki fram komnar nein- ar ákveðnar vísbendingar um hverj- ir hefðu verið þarna að verki. Spjót- in beindust þó að al-Qaeda, hryðju- verkasamtökum Osama bin Ladens, sem kennt er um hryðjuverkaárás- irnar á Bandaríkin í fyrra. „Við verðum að kalla þennan við- urstyggilega verknað sínu rétta nafni, morð,“ sagði Bush Banda- ríkjaforseti. Leyniþjónustumenn hafa verið sendir til Balí frá bæði Bandaríkj- unum og Ástralíu til að aðstoða við rannsókn árásarinnar og til að reyna að bera kennsl á hina látnu sem margir hverjir eru illa brunnir. Hundruð manna slösuðust þegar sprengjur sprungu fyrir utan næt- urklúbb nærri Kuta-strönd, vinsæl- um ferðamannastað. Sjúkrahús á svæðinu voru yfirfull í gær, sólar- hring eftir sprengingamar, og var miklum vandkvæðum bundið að gera að sárum hinna slösuðu þar sem skortur var á ýmsum búnaði, svo sem verkjalyfjum og saltvatns- lausnum, að sögn sjálfboðaliða. Lík fórnarlamba sprengjutilræð- isins yflrfylltu líkhús stærsta sjúkrahússins á Balí. Vinir og ætt- ingjar leituðu að ástvinum sínum inni á sjúkradeildunum. Áströlsk stjómvöld sendu C-130 Herkúles flutningavélar til Balí til að flytja særða til aðhlynningar í borginni Darwin í Ástralíu. Öflugri sprengjan tætti í sundur Sari næturklúbbinn sem var mjög vinsæll meðal bakpokaferðalanga og brimbrettamanna sem flykkjast til Kuta alls staðar að úr heiminum, einkum þó frá Ástralíu. Nágrannar Indónesa í Asíu hafa sakað stjómvöld í Jakarta um lin- kind í garð öfgasinnaðra múslíma, þrátt fyrir sannanir um að al-Qaeda hefðu náð fótfestu í landinu, fjöl- mennasta múslímaríki veraldar. „Við vildum sjá indónesísk stjórnvöld leggja sig öll fram í bar- áttunni við hryðjuverkamenn innan eigin landamæra," sagði John Howard, forsætisráðherra Ástralíu, eftir að hann ræddi við Megawati Sukamoputri Indónesíuforseta. Megawati flaug til Balí og sagði að sprengingamar væra viövörun um að þjóðaröryggi Indónesíu staf- aði hætta af starfsemi hryðjuverka- manna. Hún lét þó ekkert uppi um hverjum yfirvöld kenndu um. REUTERSMYND Sluppu lifandi frá tilræðinu Ónafngreindur ástralskur ferðamaður aðstoöar félaga sinn sem slasaðist í sprengjutilræöinu ð indónesísku eyjunni Batí á laugardag. Myndin var tekin á sjúkrahúsi i borginni Denpasar. Hátt í tvö hundruö manns, aðallega erlendir feröamenn, létu lífið þegar tvær sprengjur sprungu fyrir utan fjölsóttan næturklúbb á Kuta-strönd. Leyniskyttan við Washington hafði hægt um sig um helgina: Fjöldi ábendinga eftir að mynd var birt af sendibíl Lögreglu hefur borist fjöldi ábendinga vegna leitarinnar að leyniskyttunni sem hefur drepið átta manns í nágrenni Washington DC eftir að samsett mynd var birt á laugardag af hvítum sendibíl sem sést hefur í nágrenni við fleiri en einn morðstað. „Við höfum fengið fjölda símtala vegna myndarinnar," sagði Charles Moose, lögreglustjóri í Montgomery- sýslu, einn þeirra sem stjóma leit- inni að morðingjanum. Moose sagöi að fleiri en eitt vitni hefðu séð sendibílinn, sem er dæld- aður að aftan og með áletrun á hlið- um flutningsrýmisins. Ekkert vitn- anna hefur þó getaö greint nákvæm- lega frá þvi sem á bílnum stendur. Þegar Moose var beðinn um að tjá sig um fréttir þess efnis að sést REUTERSMYND Meö mynd af sendlbíl Charles Moose, lögreglustjóri í Montgomersýslu nærri Washington, heldur á samsettri mynd sem taliö er aö tengist leyniskyttunni sem hef- ur myrt átta manns síöustu daga. hefði til leyniskyttunnar og að lög- reglan væri að vinna að mynd af honum vafðist lögreglustjóranum tunga um tönn. Hann sagði að lag- anna verðir vildu ekki „grugga vatnið“ með því að senda frá sér mynd áður en það væri tímabært. Leyniskyttan lét ekkert á sér kræla um helgina. Síðasta fómar- lambið var drepið á föstudagsmorg- un. Helgina þar á undan aðhafðist morðinginn heldur ekkert en strax á mánudeginum skaut hann og særði þrettán ára gamlan pilt. Morðinginn lét fyrst til skarar skríöa 2. október síðastliðinn. Hann velur fómarlömb sín af handahófi og skýtur þau einu skoti af löngu færi. Mikill ótti hefur gripið um sig meðal ibúa í nágrenni Washington og þora margir varla út úr húsi. Annan kominn til Kína Kofi Annan, framkvæmdastj óri Sameinuðu þjóð- anna, kom til Kína í gær til viðræðna við þarlenda ráða- menn. Að sögn stjómarerindreka mun Annan ræða sívaxandi fjölda alnæmistilfella í Kína og íraksmálið og líklegt þykir að hann muni hvetja Kínverja til að bæta ráð sitt í mannréttindamálum. Stólað á frönskumælandi Yfirvöld í Beirút, höfuðborg Lí- banons, gera sér miklar vonir um að fundur frönskumælandi ríkja í borginni alla vikuna muni verða til að þurrka út minningar um borg- arastyrjöldina og til að laða þangað erlenda fjárfesta. Stríð gegn kóladrykkjum í Mið-Austurlöndum er nú hEifið stríð þar sem múslímar beina spjót- um sínum að heimsþekktum banda- rískum kóladrykkjum. Inn í kakóborgina Uppreisnarmenn á Fílabeins- ströndinni héldu inn í borgina Daloa, helstu miðstöð kakófram- leiðslunnar, í gær. Það er stjóm- völdum mikið áfall að missa Daloa. Sameiginleg rannsókn Kúveitar og Bandaríkjamenn hófu í gær sameiginlega rannsókn á því hvers vegna samvinna þeirra í milli rann út í sandinn eftir að bandarískur landgönguliði féll í hryðjuverkaárás. Lula með góða forystu Luiz Inacio Lula da Silva, vinstri- sinnaður forseta- frambjóðandi í Brasilíu, hefur um- talsvert forskot á José Serra, keppi- naut sinn í síðari umferð forsetakosn- inganna þann 27. október, sam- kvæmt skoðanakönnun sem birt var um helgina. Sigur hans er því svo gott sem tryggður. Of fáir sendir heim Félögum í Danska þjóðarflokkn- um finnst enn of margir erlendir innflytjendur koma til Danmerkur og of fáir vera sendir aftur til síns heima, að því er fram kom á þingi flokksins um helgina. Bertie Ahern vongóður Bertie Ahern, for- sætisráðherra ír- lands, sagðist í gær vera vongóður um að írar myndu sam- þykkja Nice-sátt- mála Evrópusam- bandsins um stækk- un þess í þjóðarat- kvæðagreiðslu í næstu viku. Asninn Sharon síðastur Asni, sem skírður var í höfuðið á Ariel Sharon, forsætisráðherra ísra- els, varð síðastur í asnakapphlaupi í Líbanon í gær. Kramnik laut í lægra haldi Vladimír Kramnik, heimsmeist- ari í skák, tapaði í gær fyrir skák- tölvunni Djúpa Frissa í 35 leikjum. Kramnik hefur nú þrjá vinninga gegn tveimur Frissa tölvu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.