Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2002, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2002, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 14. OKTÓBER 2002 DV Fréttir Styttist í fyrsta prófkjör vegna þingkosninga: Framboðsmálin óðu m að skýrast msmmm Skilnaöur aö boröi og sæng Karl Sigurbjöms- son, biskup Islands, sagði í ávarpi við setningu Kirkjuþings í gær að ekki vanti mikið upp á að ríki og kirlga séu aðskil- in. Karl telur kirkj- una þurfa að undir- búa sig meðvitað fyrir aðskilnað. Enginn fékk pottinn Þótt enn sé langt til kosninga fer spennan innan flokkanna vaxandi með hverjum deginum enda stutt í að framboðslistum verði komið sam- an. Nú eru aðeins tólf dagar þangað til fyrsta kosning fer fram um skip- an efstu sæta á framboðslista, en þar er um aö ræða Framsóknarflokkinn í Suðvesturkjördæmi. Fyrirkomulag við val á framboðs- lista liggur nú í flestum tilvikum fyrir. Þegar litið er yfir sviðið kem- ur í ljós að innan hvers flokks er í framboði Um helgina rann út frestur til að skila inn framboðum vegna flokksvals hjá Samfylkingunni í Reykjavík og Suðvesturkjördæmi og vegna prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Kjör fer í öllum þremur tilvikum fram 9. nóv- ember. S í Reykjavík: Ágúst Ólafur Ágústsson Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir Birgir Dýrfjörð Bryndís Hlöðversdóttir Guðrún Ögmundsdóttir Einar Karl Haraldsson Helgi Hjörvar Hólmfríður Garðarsdóttir Prófkjör eða ekki prófkjör? Sigurjóna Siguröardóttir ásamt eiginmanni sínum, Halldóri Ásgrímssyni, og Jónínu Bjartmarz fyrir aöalfund Framsóknarféiaganna tveggja í Reykjavík i gærkvöld. í báöum félögum kom fram tillaga um aö efna til prófkjörs. „Noröurfélagiö“ vísaöi máiinu til kjördæmisþings en „Suöurfélagiö“ samþykkti tillögu Jónínu um aö stjórn félagsins kannaöi hvaöa leiö félagsmenn vildu fara. Kjördæmisþing hvors kjördæmis hefur úrslitavald í málinu. Jakob Frímann Magnússon Jóhanna Sigurðardóttir Mörður Ámason Sigrún Grendal Össur Skarphéðinsson S í SV-kjördæmi: Ásgeir Friðgeirsson Bragi J. Sigurvinsson Guðmundur Ámi Stefánsson Jón Kr. Óskarsson Jónas Sigurðsson Katrín Júlíusdóttir Rannveig Guðmundsdóttir Stefán Bergmann Valdimar Leó Friðriksson Þorlákur Oddsson Þórunn Sveinbjamardóttir D í NV-kjördæmi: Birna Lárusdóttir Einar Kristinn Guðfinnsson Einar Oddur Kristjánsson Guðjón Guðmundsson Jóhanna Pálmadóttir Jón Magnússon Ragnheiður Hákonardóttir Skjöldur Orri Skjaldarsson Sturla Böðvarsson VOhjálmur Egilsson -ÓTG viðhöfð sama eða svipuð aðferð um allt land. Þetta á þó ekki við um Sjálfstæðisflokkinn. Sjálfstæöisflokkur Sjálfstæðisflokkurinn efnir til prófkjörs í þremur kjördæmum en stillir upp framboöslista í öðrum þremur. Fyrstu stóru tíðindin verða 9. nóv- ember þegar haldið verður prófkjör í Norðvesturkjördæmi. Þar er lík- lega um að ræða einhvem harðasta innanflokks-slaginn í öllum aðdrag- anda þingkosninganna á næsta ári, enda allt eins líklegt að tveir þing- menn flokksins af fimm detti út af þingi vegna breyttrar kjördæma- skipanar. Flokkurinn efnir til prófkjörs í Reykjavík 22.-23. nóvember, en framboðsfrestur vegna þess rennur út á fimmtudaginn í næstu viku. Þar á Sjálfstæðisflokkurinn - eins og aðrir flokkar - mesta möguleika á að koma að nýju fólki vegna breyttr- ar kjördæmaskipanar og það skýrist i næstu viku hverjir taka þátt í próf- kjQrinu. Um fLeiri prófkjör er hins vegar ekki að ræða hjá flokknum og er ljóst að skiptar skoðanir vom um Amerískur hvíldarstóll Ótrúlega þœgilegur! þá niðurstöðu, að minnsta kosti í Suðvesturkjördæmi. Viku eftir próf- kjörið í Reykjavík, eða 30. nóvem- ber, eiga að liggja fyrir tillögur upp- stillinganefnda flokksins í Suðvest- ur-, Norðaustur- og Suðurkjördæm- um. Samfylking Hjá Samfylkingunni liggur fyrir ákvörðun um aðferð í öllum kjör- dæmum nema Norðvesturkjördæmi. I hinum kjördæmunum verður stuðst við það sem nefnt hefur verið „flokksval"; prófkjör sem þeir geta tekið þátt í sem eru skráðir félagar í Samfylkingunni þremur dögum fyr- ir prófkjörsdag. Kosning er bindandi hafi frambjóðandi fengið minnst helming atkvæða í tiitekið sæti. Aðferð þessi er í samræmi við til- lögu framkvæmdastjómar flokksins frá því í sumar. Flokksvalið fer fram 9. nóvember - sama dag og prófkjör Sjálfstæðisflokksins i Norðvestur- kjördæmi. Ljóst er að slagurinn verður víða harður, ekki síst á milli þeirra Bryn- dísar Hlöðversdóttur og Jóhönnu Sigurðardóttur í Reykjavík; þær stefna báðar að því að leiða flokkinn í öðru Reykjavíkurkjördæmanna og athygli hefur vakið að Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir borgarstjóri hefur lýst yfir stuðningi við Bryndísi. Framsókn Framsóknarmenn hafa ákveðið að- ferð í Norðvestur- og Suðvesturkjör- dæmum. Segja má að hún sé þrengra tilbrigði við áðurnefnt „flokksval“. Kosið verið um efstu sætin á sérstök- um aukakjördæmisþingum, þar sem tvisvar sinnum fleiri flokksmenn eiga sæti en alla jafna. Þetta verður gert í Suðvesturkjördæmi eftir tólf daga, 26. október, og í Norðvestur- kjördæmi 16. nóvember. I síðar- nefnda kjördæminu stefna fjórir á fyrsta sæti og því ljóst að slagurinn verður harður þar. Mestum tíðindum sætir hins vegar vitanlega ákvörðun Halldórs Ásgrímssonar um að bjóða sig fram í Reykjavík. Líkur eru taldar á að þessi aðferð verði viðhöfð í hinum kjördæmun- um. Það styttist í ákvörðun í Reykja- vík og voru málin rædd í hörgul á aðalfundi framsóknarfélaganna í Reykjavik í gærkvöld; í Norðaustur- kjördæmi er ákvörðunar að vænta um næstu helgi en í Suðurkjördæmi er allt eins búist við að það dragist fram yfir áramót. Vinstri-grænir Vinstrihreyfingin - grænt fram- boð stillir upp á alla lista. Uppstill- ingamefndir hafa verið skipaðar í öllum kjördæmum nema í Réykja- vík - nú síðast i fyrradag í Norðaust- urkjördæmi. Flokkurinn hefur ekki sett sér tímamörk um það hvenær framboðslistar eigi að liggja fyrir. Þó er ljóst að þeir verða tilbúnir fyrr en fyrir síðustu þingkosningar, enda varð flokkurinn ekki til fyrr en í febrúar 1999. -ÓTG DV-MYND ÖE Stæöi viö flugstöö og akbrautin aö flugbraut Egilsstaöaflugvallar var undir vatni í gær þegar hæö Lagarins var mest. Varö aö flytja farþega í flugvél með rútu. Hér sést töskubíllinn „vaöa“ elginn. Enginn var með allar fimm tölur réttar í Lottóinu á laugardag og verður potturinn því þrefaldur næst. Pottur- inn nú var rúmar 6,7 milljónir króna. Sjúklingar búnir til Heilbrigðiskerfið þenst sífellt út, rekstur þess kostar sífellt meira fé og íslendingar leita æ oftar til lækna. Samt líður fólki ekkert betur. Fólk tek- ur einnig inn meira af lyfjum en þrátt fyrir það hafa fjarvistir ffá vinnu vegna veikinda aukist. Þessi þversögn þýðir að menn ræða um sjúkdómsvæð- ingu heilbrigðiskerfisins. Þetta kemur fram í viðtali Morgunblaðsins við Jó- hann Ágúst Sigurðsson, prófessor í heimilislækningum. Hann segir að menn séu beinlínis að búa til sjúklinga og selja fólki sjúkdóma. Opnar heimasíðu Ágúst Ólafur Ágústsson, formaður Ungra jafnaðar- manna og einn af frambjóðendum í prófkjöri Samfylking- arinnar í Reykjavík, hefur opnað heima- síðu þar sem málefni hans eru kynnt. Slóðin er www.agu- stolafur.is. íslenskunám á Netinu Evrópusambandið hefur lagt 15 milljónir króna til þróunar kennslufor- rits, sem nú er í smíðum hér á landi og verður notað til að kenna íslensku á Netinu. Mbl. greindi frá. 300 milljónir í Víkingalottói Dregið var í Víkingalottóinu í 500. sinn í siðustu viku. íslendingar hafa fengið um 300 milljónir í vinninga frá upphafi sem er álika mikið og þeir hafa sett í pottinn. Lottóið hóf göngu sína 1993. Breyttur- hámarkshraði Hámarkshraði á Miklubraut milli gatnamóta Grensásvegar og Skarhóla- brautar i Mosfellsbæ er nú 80 km/klst. Á Vesturlandsvegi milli Skarhóla- brautar og Þingvallavegar er hámarks- hraði nú orðinn 70 km/klst og sömu- leiðis á Úlfarsfellsvegi, frá Vestur- landsvegi að Hafravatnsvegi. Þá er há- markshraði á Heiðmerkurvegi eftir breytinguna 60 km/klst og á Reykja- nesbraut milli Álfabakka og Fifu- hvammsvegar er nú leyfilegt að aka á 70 km/klst. Mbl.is sagði frá. Skinkan seldist upp Hráskinka frá Parma sem flutt var inn í tilefiii ítalskra daga í Nótatúni seldist upp fyrir helgi. Af þeim sökum var pantað tonn af skinkunni til við- bótar. Sækja um aöild á ný íslendingar sækja um aöild að nýju á aukafundi Alþjóðahvalveiðiráðsins sem haldinn er í Englandi í dag. I frétt- um RÚV kom fram að ef aðildin er samþykkt skuldbinda Islendingar sig til að hefja ekki hvalveiðar í atvinnu- skyni fyrr en í fyrsta lagi 2006. Varnargarður samþykktur Skipulagsstofnun ríkisins hefur fallist á fyrir sitt leyti að gerður verði snjóflóðavamargarður í Bjólfi yfir Seyðisfirði. RÚV greindi frá. -HDM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.