Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2002, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2002, Síða 4
4 MÁNUDAGUR 14. OKTÓBER 2002 DV Fréttir Ársfundur Tryggingastofnunar ríkisins: Langveikum börnum hefur stórfjölgað Langveikum börnum, með um- önnunarmat hjá Tryggingastofnun ríkisins fjölgaði um 1000 á árabil- inu 1997-2001. Umönnunarbætur á árinu 2001 námu ríflega 750 millj- ónum króna. Þessar upplýsingar komu fram hjá Karli Steinari Guðnasyni, forstjóra Trygginga- stofnunar, á ársfundi hennar á föstudag þar sem kynntar voru rekstrartölur stofnunarinnar fyrir árið 2001. Karl Steinar sagði að þrátt fyrir að gerðar hefðu verið umtalsverðar umbætur í hinu op- inbera tilfærslukerfi við framfær- endur fatlaðra og langveikra barna mætti alltaf gera betur, enda velferð fjölskyldna oft í húfi. Á ársfundinum kom enn fremur fram að á árinu 2001 fóru 44,3 milljarðar um hendur starfsfólks Tryggingastofnunar. Á því sama ári komu lög um fæðingar- og for- eldraorlof til framkvæmda. Þau leiddu til verulegrar útgjaldaaukn- Nýr barnaspítali vlð Hringbraut Langveikum börnum hefur stórfjölgaö á síöustu árum og fyrirséö aö ófá þeirra muni þurfa á þjónustu nýs barnaspítala Hringsins aö haida. ingar. Greiðslur til foreldra i fæð- milljarða króna milli áranna 2000 ingarorlofi jukust þannig um 1,5 og 2001. Útgjöld hins opinbera til heil- brigðismála voru rúmlega 54 millj- arðar króna á árinu 2001. Þar af voru útgjöld sjúkratrygginga rúm- lega 15,2 milljarðar. Lyfjakostnað- ur vó tæplega þriðjung af útgjöld- um sjúkratrygginga. Hann nam ríflega 4,8 milljörðum á árinu. Nú, eins og áður, voru tauga- og geðlyf stærsti einstaki lyfjaflokkurinn eða um 27 prósent af lyfjaútgjöld- um ársins. Næst á eftir komu hjarta- og æðasjúkdómalyf, en þar næst meltingafæra- og efnaskipta- lyf. Sé tekinn saman kostnaður við geðlyf og magalyf, þá jókst hann mest í krónum talið eða um 300 milljónir króna milli ára. Næststærsti hluti af útgjöldum sjúkratrygginga eru kaup hins op- inbera á læknaþjónustu utan sjúkrahúsa. Á árinu 2001 námu þessi útgjöld rúmum 2,7 milijörð- um króna eða um 18 prósentum af heildarútgjöldum. -JSS Djúpin við Grímsey: Skjálftar nú um 2,0 á Richter Farið er að skjálfa í djúpunum austur af Grímsey á nýjan leik en jarðskjálftavirkni hefur verið þar nokkur síðustu vikur. í fyrrinótt og gærdag voru þar jarðskjálftar sem mældust um tvö stig á Richt- er-kvarða. „Það er ekkert sem bendir til stórra atburða í framhaldinu," sagði Ragnar Stefánsson jarð- skjálftafræðingur i samtali við DV í gærkvöld. Upptök jarðskjálftanna um helgina eru nærri tíu kílómetra austur af Grímsey. Þegar jörð skalf sem hressilegast á þessum slóðum snemma i septem- bermánuði voru upptök skjálft- anna miklu norðar og öflugasti skjálftinn þá mældist um 5,5 á Richter-kvarða. Hann fannst um allt Norðurland og skaut fólki skelk í bringu. -sbs Skjálftlnn í þungum þönkum Ragnar Stefánsson jaröskjálftafræöingur var úfinn aö sjá þegar hann fékk sér göngutúr í Öskjuhlíöinni. hefur veriö í veöri veröur aö teljast ósennilegt aö hann hafi skolfiö úr kuida. DV-MYND GVA Þar sem hlýtt ^ Sjávarútvegsráðherra á aðalfundi Samtaka fiskvinnslustöðva: Ovissa í stofnstærðarmati ógnun við fiskveiðistjórnunina Sjávarútvegs- ráðherra, Árni M. Mathiesen, sagði á aðalfundi Samtaka fisk- vinnslustöðva í Hveradölum fyr- ir helgi að fisk- veiðistjómunar- kerfið hefði á ár- inu verið fest í sessi. En ein grundvallarbreyting var þó gerð sem fæli það í sér að innan skamms tíma mundi handhöfum þeirra afla- heimilda sem íslendingar hafa um- ráð yfir gert skylt að greiða sérstakt veiðigjald. Síðan sagði ráðherra: „Heildaraf- koma greinarinnar var margfalt lakari en hún er nú. Eigi að síður þurfum við að gera enn betur því fyrir liggur að ekki verður öllu meiri afli úr sjó dreginn á komandi árum en við gerum nú og sam- keppni við okkur íslendinga á eftir að aukast. Eitt af okkar meginsókn- arfærum liggur því í því að auka virði þeirra sjávarafurða sem á land koma. Að störfum er vinnuhópur á vegum sjávarútvegsráðuneytisins sem hefur það hlutverk að fjalla um aukið viröi sjávarfangs. Þá fjailar starfshópurinn einnig um eldi nytjastofna." Ámi sagði óvissu í stofnstærðar- mati vera mikinn veikleika eða ógn- un í fiskveiöistjómuninni. „Ég þarf vart að minna á þann niðurskurö á aflaheimildum sem við þurftum að ráðast í fyrir rúmlega tveimur árum. Þá höfðu spár verið með þeim hætti að úthlutun yfirstand- andi fiskveiðiárs átti að vera í kringum 275.000 tonn í stað 179.000 tonna eins og raun varð á. Það er að sjálfsögðu erfitt fyrir ykkur sem stundið fiskvinnslu að gera áætlan- ir þegar slíkar sveiflur verða og staða ykkar gagnvart mörkuðunum er því veikari fyrir vikið. Jafnvel þótt greininni stafi ógn af duttlung- um náttúrunnar og óvissu í stofn- stærðarmati eru duttlungar mark- aðarins kannski ekki sísta ógnin. Hlutverk stjómvalda er að gera að- gengilegar upplýsingar um ástand stofna, umhverfisþætti, heilnæmi, hollustu og gæði.“ Ámi sagði mikið hefði verið unn- ið á norrænum vettvangi að þróun umhverfismerkinga. „Neytendur vilja fremur fá upplýsingar um holl- us'tu matvöru en hvort um sjálfbæra framleiðslu er að ræða. Umræða um díoxín, PCB og önnur efni í sjávar- afurðum er oft byggð á takmörkuð- um upplýsingum og mikið er um al- hæfingar. Ég hef því ákveðið að setja í gang áætlun um söfnun gagna um innihald ýmissa óæskilegra efna í íslenskum sjávarafurðum." -GG Fjárskortur hamlar eftirliti Skortur á rekstrarfé Trygg- ingastofnunar rík- isins hamlar því að unnt sé að hafa viðunandi eftirlit með greiðslum hinna ýmsu bóta- flokka, vegna lyfia og verktaka. Það hamlar því jafnframt að hægt sé að tölvuvæða stofnunina. Þetta kom meðal annars fram hjá Karli Steinari Guðnasyni, forstjóra TR, á ársfundi stofnunarinnar fyrir helgi. Karl Steinar segist sannfærður um að gríðarlegt fé gæti sparast fengi stofnunin fjárveitingar til rekstrar sem gerðu kleift að sinna framan- greindum málum betur. Ekki leiki vafi á því að rannsóknarstarfsemi á al- mannatryggingakerfmu/velferðar- kerfinu þurfi að auka verulega. Ölvaður með fíkniefni Ökumaður sem tekinn var í Kópa- vogi í gærmorgun, grunaður um ölv- un, hafði á sér fikniefni. Jafnframt fundust flkniefni í bílnum. Ökumaður- inn og farþegi voru fluttir til yfir- heyrslu á lögreglustöð en sleppt að henni lokinni. Fíkniefnin voru sín ögnin af hverju, svo sem e-töflur og eins kannabisefni. Málið telst upplýst af hálfu lögreglu en fer áfram sína leið í dómskerfinu. Valt á miðri akbraut Bíll valt á veginmn undir Ingólfs- fialli skammt frá Selfossi eldsnemma á sunnudagsmorgun. Af verksummerkj- um að dæma var bílnum ekið út í kant, síðan rykkt inn á veginn aftur með þeim afleiðingum að hann valt á miðri akbrautinni. Ökumaður var á bak og burt þegar lögregla kom á vett- vang. Málið er í rannsókn. Sveitarstjóri Súðavíkur Ómar Már Jónsson, sem verið hefur framkvæmdastjóri Fagkynningar, hef- ur verið ráðinn sveitarstjóri Súðavík- urhrepps næstu fjögur árin og tekur við því starfi 21. október. Ómar Már er einn af stoftiendum Fagkynningar og hefur verið framkvæmdastjóri frá stofnun fyrirtækisins 1997. Nafni hans, Ómar Geir Þorgeirsson, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Fag- kynningar í hans stað. Ómar Geir hef- ur starfað við fjármála- og rekstrar- stjóm sl. 5 ár. Samræmdar gjaidskrár út Aukið svigrúm og sjálfstæði hafna, afnám samræmdra gjaldskráa og sam- eining hafna sem hvetur til hagræð- ingar auk þess að tryggja réttláta gjaldtöku í samgöngukerfinu og jafna þar með samkeppnisstöðu haftia t.d. gagnvart landflutningum er meðal þess sem rætt er um á aðalfundi Hafnasambands sveitarfélaga sem hófst á Akranesi í gær. „Sú þróun sem höfum séð á undan- fomum ámm í afkomu hafnanna er býsna alvarleg. Við sem berum ábyrgð á rekstri hafnanna getum ekki látið eins og ekkert sé,“ sagði Ámi Þór Sig- urðsson, formaður Hafhasambands sveitarfélaga, í setningarræðu sinni. í dag mun Sturla Böðvarsson sam- gönguráðherra ávarpa aðalfundinn, rætt verður um þróun í útgerð og þjónustu hafna, og þátt hafna í sam- gönguáætlun sem fylgt verður úr hlaði af Jóhanni Guðmundssyni, skrifstofu- stjóra samgönguráðuneytisins, og Sig- urbergi Bjömssyni, verkefnastjóra samgönguráðuneytisins. -JSS/sbs/hlh/GG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.