Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2002, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2002, Síða 14
14 Menning Blárra en allt blátt Eitt sinn var haft á orði um þekkta íslenska listamannafjöl- skyldu að ekki tjóaði að leggja sama mælikvarða á hegðan hennar og gerðir eins og venju- legt fólk ætti í hlut þar sem að henni stæðu tröll en ekki menn. Mér verður stundum hugsað til þessara ummæla þegar ég stend andspænis myndverkum íjölhag- ans Trónds Paturssonar frá Fær- eyjum sem nú sýnir nýtt úrval verka sinna í Hafnarborg í Hafn- arfirði. mm Myndlist Miðað við meginstrauma af- strakt-expressjónískrar mynd- listar, það sem menn kalla tján- ingarríka uppstokkun hins sýni- lega, eru þau kannski grófgerð og einhliða. En ef tekið er miö af þeim veruleika sem þau eru sprottin úr, hrikalegri náttúr- unni í Færeyjum og ævintýra- legu lífshlaupi listamannsins, þá kemur að því að áhorfandinn leiðir hjá sér alla menningarlega tUætlunarsemi og fer að líta á þessi verk sem eins konar hlið- stæður náttúrunnar, nánar tU- tekið sem deiglu þar sem mætast óskilgreinanlegir kraftar og mót- unaröfl, óvera og vera. Og þá er eins víst að Tróndur sjálfur komi manni fyrir sjónir sem nokkurs konar viUtur sjaman, seiðkarl- inn sem blandar í deigluna. Iðukast og síflæði Allt um það leggur Trónd klár- lega meiri áherslu á náttúrulega vísan málverka sinna en list- söguleg vensl þeirra. Liti sína blandar hann þannig að þeir kaUa ekki á áhorfandann sjálfra sin vegna. Þeir eru mattir og þar með lausir við „aðlaöandi" gljáa og glóð, þeim er fyrst og fremst ætlað að vekja með okkur ámóta kenndir og náttúran sjálf. Þannig er myndröðin sem hann kallar Blátt ljós samsafn tUbrigða um bláma hafs- ins sem Trónd þekkir betur en flestir jarðar- búar. En þessum tilbrigðum er ekki ætlað að „fanga“ þennan bláma, eins og margir lands- lagsmálarar eru uppteknir af, heldur að hafa Ur myndröðinni Blátt Ijós eftir Trónd Patursson Þessum tilbrigöum er ekki ætlaö aö „fanga“ þennan bláma heldur aö hafa uppi á upprunalegum blámanum handan hins náttúrulega. uppi á því sem er blárra en allt blátt, upp- runalegum blámanum handan hins náttúru- lega. Að baki þessum pælingum er því löng- un í andlega fullvissu, ekki ósvipað og í blá- möttum myndum Yves Klein, sem kom að henni úr annarri átt. Pensilskrift Trónds virðist einnig gegna því hlutverki að vekja okkur tU skilnings um náttúrulega hrynjandi, fremur en að auka við þróunarsögu kaUigrafiunnar og arfleifð ljóðrænu afstraktlistarinnar. Þessi skrift er biksvört, þurr- leg og laus við yfirborðslegan þokka; raunar er hún bæði snubbótt og harðhnjóskuleg á köflum. En óneitanlega geng- ur hún upp innan vébanda sérhvers málverks, þar sem hún gefur til kynna einhvers konar upprunalegt iðukast og síflæði, vekur upp tilhugsun um náttúrulögmál án þess að birta okkur náttúru. Trónd Patursson er aUtaf aufúsugestur á íslandi. En hann mætti grisja verk sín ei- lítið betur áður en hann legg- ur í’ann. Og ekki væri verra að fá upp í hendumar ein- hvers konar tUskrif eða dó- kúment sem tengdist sýndum verkum hans. Frumhvatir í Sverrissal er að finna sér- stæða sýningu sem alveg óvart tengist hugarheimi Trónds eUítið. Þar eru á ferð- inni fjórir eistneskir lista- menn sem allir vinna með myndbönd, innsetningar og gjörninga. Sem er e.t.v. hent- ugur starfsvettvangur fyrir listamenn frá þessu fremur af- skipta menningarsvæði þar sem flest er af skomum skammti. Um leið opnar hann mönnum skjóta leið inn á al- þjóðlegan myndlistarvettvang sem er upptekinn af áður- nefndum miðlum. Tengslin við Trónd liggja í þeim áherslum sem eistnesku listamennimir leggja á frum- sannindi listrænnar sköpun- ar, hlutverk frumhvatanna, þýðingu hins frumstæða, jafnvel dýrslega, endumýjun og áhrifamátt goðsagna í nútím- anum og löngunina eftir sammannlegum vettvangi þar sem einsemdin er fjarri. Um- fjöllun Eistlendinganna er sterk, ágeng og á köflum hrollvekjandi. Aðalsteinn Ingólfsson Sýningarnar standa til 4. nóvember. Hafnarborg er opin alla daga nema þriöjud. kl. 11-17. Tónlist Hvað á að gera í hádeginu? Hádegistónleikaröð Óperunnar á haustmiss- eri 2002 hefur göngu sína á morgun og munu tónlistarunnendur geta gengið að þeim vísum annan hvern þriðjudag í október og nóvember. Umsjón hefur Jóhann Friðgeir Valdimarsson tenór, sem fastráðinn var að íslensku óperunni í ágúst sl. Tónleikamir hefjast kl. 12.15 og standa i um 40 mínútur, aðgangseyrir er 1.000 kr. Tónleikarnir á morgun bera yfirskriftina La Traviata - á hálftíma. Þeir eru raunar annað og meira en tónleikar, hádegisópera væri meira réttnefni, því þetta er sviðsetning á hálftímaút- gáfu af örlagasögu Verdis um þau Violettu og Alfredo, ást þeirra og I _ mótlæti í líflnu. Hlutverk Violettu syngur Alda Ingibergsdóttir sópran og Jóhann Friðgeir fer með hlutverk Alfredos. Við píanóið verður Clive Pollard sem starfar um þessar mundir sem píanóleik- ari með einsöngvur- um og kór hjá ís- lensku óperunni. Leik- stjóri og höfundur leikgerðar er Kári Hall- dór. Þriðjudaginn 29.10 fær Jóhann Friðgeir til liðs við sig Davíð Jóhann Friögeir Valdimarsson tenór. Ólafsson bassa. Efhisskráin er rammíslensk og ber yfirskriftina Síðasta lag fyrir fréttir. Því fengu þeir félagar til liðs við sig Pétur Pétursson þul sem áratugum saman kynnti síðasta lag fyrir fréttir. Clive Pollard leikur á píanó. Þriðju hádegistónleikamir 12.11. nefn- ast Úr lausu lofti. Þá munu Sesselja Krist- jánsdóttir messósópran og Jóhann Friðgeir leita í smiðju nokkurra amerískra sönglaga- og söngleikjahöfunda. Á fjórðu og síðustu há- degistónleikum haustsins, 26.11., flytur Jó- hann Friðgeir sönglög og ballöður eftir þýska tónskáldið Carl Loewe. Á vormisseri 2003 verður þráðurinn aftur tekinn upp og hefur Sesselja Kristjánsdðttir umsjón með hádegistónleikum vorsins. ... mannsgaman Aö sökkva í plussið Óvíða er manneskjan stærri en þegar hún gengur í sínu dýrasta pússi inn um dymar á fmustu óperuhúsum heims og tekur af sér frakka og kápur í hægri og afslappaðri sveiflu og réttir fataverðinum af yfirvegaðri kurteisi. Gengur svo æfðum skrefum yfir að sperrtum manni með bakka í brjósthæð og þiggur af hon- um glas með dágóðum vökva sem hæfir stundu og staö. Dreypir á og lítur í kringum sig, bros- ir kankvíslega og telur sig part úr stórfjöl- skyldu heimsborgaranna. Þetta var árið sem okkar maður söng á Metropolitan. New York. Köld borg og kvik í febrúar. Klaki á Rockefeller. Treflar um hálsa. Fórum nokkur í hóp á eina af þessum lengstu óperum heims sem geta verið leiðin- legri en svo að lifið megni þær. Samt. Það var samt sem áður spenna þetta kvöld - spenna í hverjum vöðva og sin. Náttúrlega löngu uppselt en gátum með lagni laumað okkur inn vegna ósóttra pantana. Og sátum á stangli um salinn. Sukkum í plussið og biðum í ofvæni. Svo hófst frádrátturinn. Tjöldin dregin frá til beggja borða. Og feitir söngvararnir tóku til við ofboðslegar tilfmningar sem geta ekki endað nema á einn veg; með dauða og angist. Viö sátum tveir framarlega á svölunum, ís- lendingar að bíða eftir okkar sigri á sviðinu. Og kannski var það vegna drykkjarins í and- dyrinu eða rauðvínsins þar á undan, já eöa kuldans í borginni - við vorum báðir sofnaðir áður en okkar maður grét sig inn á sviðið. Og sváfum yndislega. Djúpt og innilega. Rautt plussið eins og rúm i heitu herbergi. Úthvíldir vöknuðum við í leikslok og sáum okkar mann í hópnum. Hann hneigði sig prúð- ur í fasi, nýrisinn upp af sviði dauðans, klökk- ur á kinn. Okkur fannst eins og við ættum hvert bein í þessum manni þar sem við klöpp- uðum ofboðslega og lengur en næstu menn leyfðu sér að gera. Svo stóðum við upp og gengum stoltir niður í anddyrið, fórum í yfirhafnir okkar og hittum hópinn fyrir utan. Og áttum ekki orð frekar en hinir. -SER. MÁNUDAGUR 14. OKTÓBER 2002 Umsjón: Silja Aöalsteinsdóttir silja@dv.is Hnattvæðing eða íslamvæðing Magnús Þorkell Bemharðsson, lektor í Miðausturlandafræðum og íslömskum fræðum við Hofstraháskólann í New York, verður frummælandi á hádegisrabbfundi Sagnfræðingafélags Islands og Reykjavíkur- Akademíunnar í dag kl. 12.05. Yfírskrift fundarins er Hnattvæðing eða „íslamvæð- ing“? Ástand og horfur í Miðausturlöndum. Hann verður haldinn í aðalfundarsal ReykjavíkurAkademíunnar á 4. hæð i JL- húsinu að Hringbraut 121. Samvinnuhreyfingin og stjórnmálin Næsti fyrirlestur Helga Skúla Kjartanssonar um samvinnuhreyfinguna í sögu Islands verður ann- að kvöld kl. 20.15 í húsi Sögufélags, Fischersundi 3. Hann nefnist Sam- vinnuhreyfingin og stjórnmálin, og á eftir leggur Jón Helgason, fyrrv. ráðherra, mat á umfjöllunina. Fund- ar- og umræðustjóri verður Dagur B. Egg- ertsson, læknir og borgarfulltrúi. Fyrirlest- urinn er á vegum Áhugahóps um sam- vinnusögu og Sögufélags. Málverk af reynslu í dag kl.12.30 flytur Catrin Webster, mál- ari frá Bretlandi, fyrirlestur við Opna Lista- háskólann í Laugamesi, stofu 024. Hún talar á ensku um þróun í verkum sínum og þá ætlun sina að skapa málverk sem bæði vísa tU reynslu okkar af umhverfinu og þeirra miðla sem við notum til að lýsa henni. Catrin hefur sýnt verk sín víða um heim, stundað kennslu og haldið fyrirlestra um myndlist. Óperublaðið Hausthefti Óperu- blaðsins er komið út með ýmiss konar um- íjöllun um Rakarann í Sevilla sem nú er verið að sýna í Islensku óper- unni, kynningu á þrem- ur söngvurum sem ný- verið voru fastráðnir að Óperunni, umfjöllun um fjölbreytta dagskrá óperuhúsanna í Berlín og viðtöl við flóra íslenska óperusöngvara sem búsettir eru þar í borg. Óperublaðið kemur út tvisvar sinnum á ári og er dreift til félagsmanna í Vinafélagi Islensku óperunnar og selt í helstu bóka- verslunum landsins. Ritstjóri er Margrét Sveinbjörnsdóttir. Vinafélagi Islensku óperunnar hefur bæst mikill liðsauki á síöustu vikum enda inngöngutilboðið frábært: Hátíðarsýning á Rakaranum þar sem Kristinn Sigmundsson og Gunnar Guðbjörnsson koma báðir fram. Enn eru fáein sæti laus og því ekki seinna vænna fyrir félagsmenn að tryggja sér miða - og fyrir þá sem enn eru að íhuga að ganga í félagið að láta verða af því. Sendið tölvu- bréf á netfangið vinafelag@opera.is. Mikið aðsókn er á námskeið Vinafélagsins og Endurmenntunar Háskóla íslands um Rakarann og Rossini sem hefst 28. október og lýkur á hátiðarsýningu í Óperunni 29. nóvember. Skráning stendur yfir. Námskeið Annað kvöld hefst námskeið um undir- stöðuatriði Flash-forritsins, myndlifgun og gagnvirkni. Kennari er Gestur Guðmunds- son hönnuður og kennt verður í tölvuveri LHÍ i Skipholti 1. 28. okt. hefst námskeið í Painter. Kunn- átta í Photoshop er nauðsynleg. Einnig verður stutt kynning á teiknimyndagerð. Kennari er Höskuldur Harri Gylfason, graf- ískur hönnuður. Kennt í tölvuveri LHÍ, Skipholti 1. Grafik- valnámskeið hefst í kvöld kl. 18 á grafíkverkstæði LHl í Laugarnesi. Kynntar verða eftirfarandi grafiskar aðferðir: þurr- nál, póligrafía, offset, gessoþrykk, stálæting, dúkskurður og yfirfærsla ljósrita. Kennari er Ríkharður Valtingojer myndlistarmaður. Grunnnámskeið í mótagerð hefst í kvöld kl. 18 á leirverkstæði LHÍ, Skipholti 1. Kennd verður gerð einfaldra gifsmóta og sýndar mismunandi aðferðir við notkun þeirra. Kennari er Kristín Sigfríður Garð- arsdóttir hönnuður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.