Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2002, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2002, Qupperneq 15
15 MÁNUDAGUR 14. OKTÓBER 2002 DV_____________________________________________________________________________________________Menning Mennsk álfasaga Sögur Ólafs Gunnars Guðlaugssonar um Bene- dikt búálf hafa notið vinsælda hjá yngstu kynslóð- inni enda klassísk ævintýri með spennandi at- burðarás og skrautlegum karakterum. Nú gefst aðdáendum búálfsins knáa færi á að sjá hann á sviði því Ólafur hefur leikgert fyrstu söguna þar sem segir af kynnum Benedikts og Dídíar manns- bams. Vinátta þeirra verður til þess að Dídí er boðið í heimsókn til Álfheima þar sem hún lend- ir í alls kyns óvæntum uppákomum. Fyrir það fyrsta hefur Benedikt gleymt að tilkynna komu hennar svo Jósafat mannahrellir er næstum bú- inn að hræða úr henni líftóruna. Enn verra er þó að hinn geðprúði Aðalsteinn álfakonungur er ólundin uppmáluð. í ljós kemur að geðillskan á sér þær eðlilegu orsakir að dökkálfamir ógurlegu hafa rænt Tóta tannálfi. Frelsun Tóta varðar því heill og hamingju íbúa Álfheima og í þeirri að- gerð reynist Dídí vel liötæk. Leiklist Það er Draumasmiðjan með Gunnar Gunn- steinsson leikstjóra í broddi fyikingar sem svið- setur Benedikt búálf. Eðlilega er tekið mið af myndskreytingum bókanna við hönnun búninga sem eru bæði glæsilegir og litríkir. Sviðsmyndin er einföld en þeim mun meira lagt í lýsingu og hjálparmeðöl á borð við maskínureyk og áhrifs- hljóð. Leikritið um Benedikt búálf ber þess nokk- ur merki að vera unnið upp úr bók. Sagan er ein- fold og öll á yfirborðinu sem gefur leikendum lít- ið færi á dýpt í túlkun. Það sem bjargar sýning- DVWYNDIR HARI Tveir sprækir álfar: Benedikt búálfur og Jósafat mannahrelllr Björgvin Franz Gíslason og Sveinn Þórir Geirsson í hlutverkum sínum. Björgvin Franz og Selma Björnsdóttir í hlutverkum sínum Álfadrottningin hefur þungar áhyggjur af manni sínum, enda er hún komin langt á leiö. unni og gefur henni aukna fyllingu er melódísk og grípandi tónlist Þorvalds Bjama Þorvaldssonar og á hún vafalítið eft- ir aö hljóma víðar en á sviði Loftkastalans næstu mánuðina. Söngtextar Andreu Gylfadóttur eru sömuleiðis ágætlega heppnaðir og kær- komin viðbót við hinn talaða texta því þeir tjá tilfinningar sem annars færu for- görðum. Leikaramir sem taka þátt í þessari uppfærslu em sjö og gera allir vel. Fyrstan ber að telja hinn katt- liðuga Björgvin Franz Gíslason sem leikur titilhlutverkið af krafti og geislandi öryggi. Hann nær sérlega vel til bama og ekki spillti fyrir upprifjun á gömlum töfrabrögðum. Einlægni og sakleysi eru aðalsmerki Dídíar og því kom Lára Stefánsdóttir auðveldlega til skila. Sveinn Þórir Geirsson skemmti sér greinilega konunglega i hlutverkum Jósafats mannahrellis og skúrksins Sölvars súra og sama má segja um Jóhann Sigurðarson sem lék hinn „hugumstóra" Daða dreka. Hlutverk kon- ungshjónanna í Álfheimum krefjast lítils annars en góðra söngvara og það eru þau Hinrik Ólafsson og Selma Bjömsdóttir vissulega. Lag Tóta tann- álfs liggur ekki alveg jafnvel fyrir Tinnu Hrafns- dóttur en túlkun hennar á karaktemum var engu að síður prýðileg. Benedikt búálfur er ágætlega heppnuð upp- færsla á klassísku viðfangsefni sem höfðar eink- um til yngri bama. Á frumsýningu var eins og tæknin væri ekki alveg komin i fastar skorður en það á eflaust eftir að lagast með fleiri sýning- um. Halldóra Friðjónsdóttir Draumasmlöjan sýnir í Loftkastalanum: Benedikt búálf eftir Ólaf Gunnar Guölaugsson. Tónlist: Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson. Söngtextar: Andrea Gylfadóttir. Leikmynd og búningar: María Ólafsdóttir. Ljósahönnun: Alfreð Sturla Böövarsson. Danshöfundur: Selma Björnsdóttir. Leikstjóri: Gunnar Gunnsteinsson. Ekkifréttir aftur á Rás 2 Áhangendur Hauks Haukssonar ekkifrétta- manns munu fagna því að frá og með morgundeg- inum, 15. október, fara ekkifréttir í loftið frá Ekkifréttastofu íslands á Rás 2 alla virka daga - ekki klukkan fimm heldur fimm mínútur yfir (17.05). Þetta eru fréttimar sem eru ekki sagðar annars staðar, ferskar og kraftmiklar. Margur orðrómurinn hefur gengið um Hauk og fjarveru hans þessi misseri sem við höfum sakn- að hans; þetta horfast forsvarsmenn Rásarinnar í augu við þegar þeir segja í fréttatilkynningu um endurkomu hans: „Sögusagnir hafa verið á kreiki að Haukurinn væri allur en fréttir af ótímabæru falli hans eru stórlega ýktar. Undanfarin misseri hefur hann starfað sem blaðafulltrúi fyrir botni Miðjarðar- hafs. Fyrst í Afganistan hjá frjálsum félagasam- tökum í Jalallabbbabad og síðar fyrir kristilega kommúnistaflokkinn í ísrael. Eins og flestir vita var Haukur Hauksson persónulegur fréttafulltrúi R. Nixon í byrjun áttunda áratugarins og án þess að hann sé neitt að stæra sig sérstaklega af því þá var hann jú aðalmaðurinn á bak við afhjúpun Wa- tergate-hneykslisins og gekk um tíma undir nafn- inu „Deep Throut“. Haukurinn, þessi eini sanni, hefur nú dustað rykið af skrifborðinu á Ekkifréttastofunni sem hefur staðið lokuð um hrið og hefur hann sagt öðrum ekkifréttamiðlum stríð á hendur. Hann er ekki einn af þeim sem fagna samkeppni á ekkifréttamarkaðnum, þó hann skilji hana að vissu leyti, og vonast hann til að vera einráður á þessu sviöi þegar vorar á ný. Hann hefur einsett sér að berja alla keppinauta sína leiftursnöggt í höfuðið láti þeir ekki segjast en vonast sem og fyrrum, eftir góðu samstarfi við alþingismenn og ráðherra og aðra sem eitthvað hafa undir sér.“ Tónlist________________________________________________________________________________ Frönsk fegurð Frönsk fagurtónlist var á efnisskránni í svo- kaiiaðri ferðalagaröð á 15:15 tónleikum á Nýja sviði Borgarleikhússins síðastliðinn laugardag. Aðaltónskáldið var Jean Frangaix (1912-1997) en eftir hann voru flutt þrjú kammerverk. Tónlist Francaix er afar þægileg áheymar, kliðmjúk og fjörleg, minnir stundum á Ravel en ristir ekki eins djúpt. Snörp hrynjandi, sem á tíðum jaðraði við að vera djössuð, var nánast rauði þráöurinn í verkunum. Fyrsta atriðið var tríó fyrir óbó, fagott og píanó. Var það prýðilega leikið af Eydísi Franz- dóttur óbóleikara, Kristínu Mjöll Jakobsdóttur fagottleikara og Unni Vilhelmsdóttur píanóleik- ara, túlkunin lífleg og allar nótur á sínum stað. Styrkleikajafnvægið var að vísu dálítið furðulegt, óbóið var fremur hvellt og skyggði um of á rödd fagottsins en að öðru leyti var flutningurinn ánægjulegur. Tríó fyrir fiðlu, víólu og selló eftir Frangaix í meðfórum þeirra Bryndísar Pálsdóttur fiðluleik- ara, Herdísar Önnu Jónsdóttur víóluleikara og Richards Talkowskys sellóleikara var ekki eins gott, tæknilega stundum á mörkunum, þó stemn- ingin væri eins og hún átti að vera. Kvartett fyr- ir enskt hom, fiðlu, víólu og selló eftir Franpaix með sömu hljóðfæraleikurum auk Eydísar var hins vegar glæsilega leikinn, samspilið nákvæmt og útkoman sérlega skemmtileg. Auk kammerverkanna eftir Franpaix söng Þór- unn Guðmundsdóttir sópran nokkur lög, fyrst Au bord de líeau, Le secret og Mandoline eftir Gabriel Fauré við meðleik Hrefnu Eggertsdóttur. Var það ákaflega fallegur söngur og ekki síðri pí- anóleikur, þó hvorugt hafi notið sín í litlum hljómburði tónleikasalarins. Af einhverjum ástæðum hljómaði rödd Þórunn- ar betur eftir hlé en þá söng hún Les chemins de líamour eftir Poulenc og síðan La diva de líemp- ire eftir Erik Satie. Var flutningurinn eins góður og hugsast getur, en þó var lag Saties ekki eins fyndið og þegar Ingveldur Ýr Jónsdóttir og Ric- hard Simm sprelluðu með það á tónleikum í Gerðubergi síðasta vetur. Satie var mikill háðfugl eins og kunnugt er og má vel hafa það í huga þeg- ar tónlist hans er flutt. Að öðru leyti voru þetta ágætistónleikar og prýðileg byrjun á tónlistar- vetrardagskránni í Borgarleikhúsinu. Jónas Sen PS Fundnar myndir Marilyn Monroe er kannski búin að liggja í gröf sinni í fjörutíu ár en goðsögn- in er sprelllif- andi. Nú hefur verið sett á markað hjá Taschen-forlag- inu í Þýska- landi fágæt útgáfa af áður óþekkt- um ljósmyndum af henni sem tísku- og nektarmyndaljósmyndar- inn André de Dienes frá Transyl- vaníu tók af henni meðan hún var enn þá Norma Jean Baker og líka rétt eftir að hún skipti um nafn og varð Marilyn. Útgáfan er geysistór Kodak- kassi (41X49 sm), í honum er myndabók upp á 230 bls. með þeim bestu af um það bil 1000 ljósmynd- um sem de Dienes tók af henni og bók með ljósrituðu handriti að ævisögu de Dienes þar sem hann lýsir opinskátt samskiptum sínum við Marilyn. Öll herlegheitin kosta 200 evrur (um 20.000 ísl. kr.) en þau eru aðeins gefin út í 20.000 númeruðum eintökum þannig að vissara er að haska sér. Marilyn og André kynntust árið 1945 og urðu ástfangin við fyrstu sýn (allavega hann). Hann mynd- aði hana víðsvegar um Bandaríkin og þau urðu elskendur. En þegar hann vildi ákveða brúðkaupsdag- inn hætti hún við allt saman til að verða leikkona. Þau héldu þó áfram að vera vinir meðan bæði lifðu en síðasta ljósmyndasessjón- in sem þau áttu saman var 1949. Þeir sem hafa skoðað myndim- ar bera mikið mál í muninn á stúlkunni frá 1945 til ‘49 - sæta stelpan var orðin fógur og glæsileg kona, sú fegursta í heimi, eins og André skrifar í minninum sínum. André lést rúmlega sjötugur árið 1985. Það er ekkja hans sem hefur leyft Benedikt Taschen útgefanda að opna skúffur hans og skápa. Og nú kemur í ljós að ljósmynd- ir eru kannski betri vinir stúlku en demantar - þær halda minn- ingu hennar að minnsta kosti bet- ur á lofti. Kíkóti endurþýddur Don Kíkóti JPV útgáfa hef- ur gefið út fyrra bindi skáldverks- ins Don Kíkóti eft- ir Miguel de Cervantes í endur- skoðaðri þýðingu Guðbergs Bergs- sonar. Bókin er prýdd fjölda dásamlegra mynda eftir Gustave Doré. Eins og menn muna var þessi skáldsaga um manninn sem varð vitlaus af því að lesa skáldsögur valin besta bók allra tíma í vor sem leið í könnun Norsku bóka- klúbbanna meðal 100 heims- þekktra rithöfunda. Þar með skaut Cervantes (1547-1616) mönnum eins og Shakespeare, Hómer og Dostojevskí aftur fyrir sig. Aðalpersóna bókarinnar er bú- inn að lesa riddarasögur sér til óbóta og ákveður að ferðast út í heiminn til að koma góðu til leið- ar, geta sér eilífan orðstír og vinna hjarta konunnar sem hann elskar. Hann heldur af stað ásamt hinum jarðbundna aðstoðarmanni sínum, Sansjó Pansa, og í huga riddarans breytast vindmyllur i risa, kinda- hópar í óvinaheri og bændastúlk- ur í fagrar prinsessur. Þannig skopstælir Cervantes riddarasög- urnar, rómantískar sápuóperur síns tíma, svo lesandinn veltist um af hlátri. í persónum don Kikóta og Sansjó Pansa og ævintýrum þeirra kristallast andstæður hug- sjónar og veruleika, sannleika og tálsýnar, glópsku og skynsemi, listar og lífs. Guðbergur skrifar sjálfur for- mála að sögunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.