Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2002, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2002, Síða 16
16 MÁNUDAGUR 14. OKTÓBER 2002 Skoðun Útgáfufélag: Útgáfuféiagiö DV ehf. Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Aóalritstjóri: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aóstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiósla, áskrift: Skaftahlíð 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5749 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf. Plötugerð og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiöir ekki viömælendum fyrir viötöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Verðlag undir smásjá Tímabært er að menn fari að skoða verðlagsmál á íslandi af al- vöru og þunga. Alltof lengi hefur almenningur yppt öxlum yfir háu verðlagi hér á landi, alltof lengi hafa stjórnvöld þagað þunnu hljóði um þennan mikilvægasta mála- flokk í rekstri heimilanna, alltof lengi hefur verslunin í landinu afsakað okrið með aðílutn- ingsgjöldum og smæð markaðarins. Hátt verðlag á íslandi er nú loksins komið á dagskrá Alþingis. Loksins tekur löggjaf- inn við sér og spyr hvað ami að. Og það er margs að spyrja. Og undrunarefnið er ærið. Fyrst og fremst þarf að svara þeirri áleitnu spurningu af- hverju verðlag hér á landi er að jafnaði tugum prósenta hærra en í næstu löndum. Og eins þarf að huga að verðlags- þróun síðustu ára. Hvur skollinn gengur þar á? Matvöruverð á íslandi hækkaði um 34 prósent á árunum 1991 til 2001. TU samanburðar hækkaði matvara 22 prósent í Danmörku, 19 prósent í Noregi, 5 prósent í Finnlandi og 4 prósent í Svíþjóð. Það svíður undan fleiri tölum. Grænmeti hækkaði mun meira á íslandi á umræddu tíu ára tímabUi en annars stað- ar á Norðurlöndunum, eða um 48 prósent. TU samanburðar hækkaði grænmetisverð um 31 prósent í Noregi, 15 prósent í Svíþjóð en lækkaði - já, segi og skrifa lækkaði - um 3 pró- sent í Finnlandi og 1 prósent í Danmörku. Hvað gengur hér á? Hvernig í ósköpunum er hægt að réttlæta þennan gríðar- lega mun á verðlagsþróun? Almenningur á hér heimtingu á skýrum svörum. Athygli vekur að verðlag í EFTA-ríkjunum er að jafnaði mun hærra en á evrusvæðum Evrópu. ísland og Noregur og reyndar Sviss að auki skera sig úr að þessu leyti. Þar er langsamlega dýrast að kaupa inn lífsnauðsynlega matvöru til heimilisins. Enda þótt evran og ESB-aðild sé að verða að pólitísku tabúi á íslandi verður ekki hjá því komist að spyrja í þessu sambandi hvort fákeppni fái þrifist í skjóli lítillar og einangraðrar myntar. Leiðir lítil og sveiflukennd mynt til minni samkeppni? í þessu efni er aðalatriði að hátt verðlag í alþjóðlegum samanburði er komið á dagskrá í íslenskri þjóðmálaum- ræðu. Stjórnmálamenn eru að átta sig á að almenningur tel- ur sig hluta af álfu en ekki eylandi. í sívaxandi mæli bera ís- lendingar kjör sín saman við það besta sem þekkist á öðrum stöðum í Evrópu og í norðanverðri Ameríku. Þeir krefjast þess að sitja við sama borð og Danir og Hollendingar. Nærri fimmtíu prósenta hærra verð en almennt þekkist hrekur fólk úr landi. Viðhorf stjómmálamanns Alþingismaðurinn Jónína Bjartmarz steig niður úr ágæt- lega fægðum filabeinsturni sínum fyrir helgi og taldi DV ganga erinda handrukkara með umfjöllun sinni um ofbeldi undirheimanna. Tilefnið var greinaflokkur sem birtist í blaðinu í síðustu viku en þar ræddi blaðamaður við fjölda fólks sem þekkir til þess gegndarlausa og ógeðslega ofbeldis sem stundað er í skúmaskotum samfélagsins. Allar upplýs- ingar blaðsins voru sannreyndar á fleiri en einum stað. Umræddur alþingismaður lét hafa það eftir sér í útvarps- þætti að „það er verið að blása þetta svolítið upp með umfjöll- un í blöðum og slíku...“ Og þingmaðurinn sagði einnig: „Eru menn ekki þarna að ganga erinda þessara manna (handrukk- ara), vegna þess að þetta eykur ótta þegar menn lesa um þetta...“ Af mörgu misjöfnu sem alþingismenn hafa látið út úr sér er þetta með eindæmum. Og umhugsunarefni að inni á Alþingi sé til fólk sem vill þegja um þjóðfélagsmeinin. Sigmunur Ernir DV / A mörkum hins byggilega heims Fram til aldamótanna nítján hundruð bjó allur þorri þjóðar- inar í dreifbýli, við afar frum- stæða atvinnuhætti til lands og sjávar. Þar af leiðandi var hún háðari náttúruöflunum en nú er. Telja má fullvíst að það sem fyrst og fremst stóð þjóðinni fyrir þrifum til foma hafi verið að hér varð ekki þéttbýlis- myndun við sjávarsíðuna í jafn ríkum mæli og meðal annarra siðmenntaðra þjóða. Þegar harðnaði á dalnum vegna óblíðrar náttúru gat því einungis tvennt skeð, annars vegar stórfelldur mannfellir af völdum harðæris eða fólksflutningar af landi brott sem hefðu annars beinst til þéttbýlis hefði það verið fyrir hendi. Þar sem enginn staður var innanlands sem hægt var að leita til þegar illa áraði í landbúnaði áttu þeir sem flosnuðu upp ekki í annað hús að venda en út fyrir landsteinana. Draumurinn um 300 þús- und manna dreifbýli sem framleitt gæti svínakjöt og egg fyrir breskan markað var því tálsýn. Sveigjanlegt þjóðlíf Hugtakið byggilegur eða óbyggilegur er því háð því við hvers konar aðstæður búið er, svo og atvinnuhætti og fleira. Þegar á reyndi varð Grænland óbyggiiegt norrænum mönnum. Örlög þeirra eru þó ekki að fuilu kunn. Frumbyggjamir gátu lifað í landinu í gegn um þykkt og þunnt sem þjóð veiðimanna en landnemar hugðust flytja með sér búskaparhætti að utan sem engan veginn áttu við handan Grænlandshafs. Reyndar stóð búsetan í um fjórar aldir en þegar tók fyrir að- drætti vegna svartadauða og verulega harðnaði í ári, auk þess sem minna varð um fóður og beit fyrir búfénað þumkað- ist byggð hinna norrænu út. - Á fimmt- ándu öld hefir því Grænland verið hand- an hins byggilega heims nomænna manna sem í einangrun ætluðu að hafa viðurværi sitt af kvikfjámækt. Þótt nú legðist ís að landinu, yrði fast- ur mánuðum saman og i kjölfarið fylgdu grasleysisár, jafiivel stórgos með gríðar- legu öskufalli, yrði ekki sama vá og fym á öldum þótt margir fengju vissulega harðan skell. Bæði vegna þess að neyð- araðstoð myndi berast til hinna þurf- andi og hægt væri að leita annað í at- hvarf. Gosið í Eldfelli sýndi og sannaði hversu sveigjanlegt íslenskt þjóðlíf er, að mögulegt skyldi hafa verið að flytja á einni nóttu um fimm þúsund manns bú- ferlum án nokkurs viðbúnaðar að heita mætti. Hefði gosið fyrir einni til tveim- ur öldum og fimm þúsund manns flust til lands úr Eyjum eða sama hlutfall þjóðar á einu bretti hefði ástandið orðið ailt annað. Koma hefði þurft íbúum Eyja einhvers staðar fyrir, að meðaltali ein- um á hverjum bæ til sveita, um stundar- sakir eða til frambúðar, allt eftir því hvemig byggð hefði reitt af. Fjölskyldur hefðu sundrast í frumeiningar sínar með allri þeirri sálarangist sem slíku fylgir fyrir feður, mæður og böm sem aðskilin yrðu um óákveðinn tíma. Afstæð eru möridn Hörmungarfréttir um mannfelli berast iðulega frá Afríku vegna þurrka, á sama tima er jafnþurrt í Nevada án þess að sá þurrkur raski ró íbúanna. Norður- og Suður-Kórea era önnur dæmi um grann- ríki þar sem íbúamir em ólíkt í stakk búnir til að mæta náttúruhamfórum. Kínveijar vom fyrri til að losa sig við hungurvofuna en Indverjar ef marka má fréttaflutning. Löngu eftir að fréttir hættu að berast frá Kína um hung- ursneið sultu einatt íbúar ýmissa héraöa Indlands heilu hungri. Mörk hins byggi- lega heims eru því afstæð. Með hátækni og breyttum atvinnu- háttum ætti hinn byggilegi heimur að hafa banist út, séu forsendur hans borg- arsamfélag að vestrænni fyrirmynd, sem stendur fóstum fótum, sama hvað á dyn- ur, þurrkar eða flóð, frost eða funi. Ann- ars ræðst möguleg byggð af þeim at- vinnuháttum sem hentugir em, ásamt þeim fjöida sem landið þarf að brauð- fæða. Á Svalbarða ætti því þegar fram líða stundir að geta þrifist fjölmennt há- tæknisamfélag, þótt hann sé eflaust óhæf- ur til akuryrkju og litt fallinn til kvikfjár- ræktar. „Þótt nú legðist ís að landinu, yrði fastur mánuðum sam- an og í kjölfarið fylgdu grasleysisár, jafnvel stórgos með gríðarlegu öskufalli yrði ekki sama vá og fyrr á öldum þótt margir fengju vissulega harðan skell. “ Hafís út af Vestfjörðum á seinni árum. F-listinn brást öryrkjum Eins og kunnugt er náði framboð F- listans inn manni í borgarstjórn í síð- ustu sveitastjórnarkosningum. Mál- flutningi framboðsins í kosningabar- áttunni var ekki síst beint til þeirra sem minna mega sín i þjóðfélaginu. Þannig gaf framboðið sig út fyrir að vera sérstakur málsvari öryrkja. í borgarstjóm hefur Ólafur Magn- ússon, oddviti F-listans, krafist þess að skattleysismörk verði hækkuð til þess að bæta stöðu öryrkja. Nú er það sjálfsagt mál að Ólafur reifi þessa skoðun sína, en hitt er ljóst að Reykjavíkurborg getur ekki hækkað skattleysismörk; það getur enginn nema Alþingi. Það er þó ekki þar með sagt að Reykjavíkurborg geti ekki gripið til annarra úrræða til að bæta kjör öryrkja. Þann 5. september lagði Björn Bjamason, leiðtogi sjálfstæðismanna Hafsteinn Þór Hauksson fyrsti varaformaöur SUS Kjallari í Reykjavik, fram tillögu um stór- lækkun fasteignaskatta á öryrkja og aldraða. Það kom ekki á óvart að R- listinn skyldi vera andsnúinn tillög- unni, enda fyrirfram á móti öllu sem Sjálfstæðisflokkurinn leggur til. Það sem vakti hins vegar furðu var að Gísli Helgason, fulltrúi F-listans á borgarstjórnarfundinum, sá sér ekki fært að styðja tillöguna! Fulltrúar F-listans krefjast þess af alþingismönnum að þeir létti undir með öryrkjum. Á sama tíma sitja þeir aðgerðarlausir hjá þegar þeim gefst sjálfum tækifæri á að styðja við lækk- un gjalda á öryrkja. öryrkjum er lítil hjálp í slíkum stjórnmálamönnum. Ekki vekja viðbrögð formanns Ör- yrkjabandalags íslands, Garðars Sverrissonar, minni furðu. Öryrkja- bandalagið keypti fyrir nokkrum dögum heila opnu i Morgunblaðinu. Þar voru alþingismenn minntir á að í Evrópu væri komandi ár tileinkað fótluðum. En um leið og Garðar Sverrisson minnir stjórnvöld á baráttuna fyrir betri kjörum, sá hann sér ekki fært að lýsa stuðningi við tillöguna sem ajálfstæðismenn fluttu í borgar- stjóm. Nú hefur það ekki farið fram- hjá mörgum að Garðar er lítill aðdá- andi Sjálfstæðisflokksins. Honum er auðvitað fullfrjálst að styðja þann stjómmálaflokk sem hann vill. En að hann skuli láta andúð sína á Sjálf- stæðisflokknum bitna á baráttumál- um öryrkja er óásættanlegt. Öryrkj- um er lítil hjálp í slíkum forystu- mönnum. Blátt áfram „Og svo er fimmta hvert skipti frítt." Ónafngreind íslensk vændiskona í viö- tali! fréttum Sjónvarpsins Enginn í strætó „Raunar er það svo að kalla mætti bílinn almenningssamgöngur því hann er svo almennt notaður en strætó er hins vegar réttnefndur einkabíll því það er hending ef bíl- stjórinn er ekki einn í vagninum. Engu að síður er ýmislegt fleira gert til að þröngva hinum almenna manni til að nota strætisvagnana en að aug- lýsa ágæti þeirra. Rekstur strætis- vagnanna er til dæmis niðurgreiddur um mörg hundrað milljónir á ári. Reykjavíkurborg leggur til dæmis um 700 milljónir króna af fé almennings í rekstur strætó á hverju ári. Hiö opinbera reynir einnig að gera eigendum bíla erfitt fyrir með ýmsum hætti. Skattar era ekki aðeins háir á bílana sjálfa heldur fá menn að kenna á því í hvert sinn sem eldsneyti er bætt á tankinn. Þegar allt er talið greiða bíleigendur um 30 milljarða króna í skatta á ári. Bíleigendur fá aðeins brot að þessum sköttum til baka í bættri þjónustu, það er að segja með viðhaldi vega. Og svo er það mengunin. Nýting strætisvagnanna er svo léleg að farþegi í strætó mengar í mörgum tilfellum meira en notandi einka- bílsins.“ Vefþjóöviljinn á Andriki.is Stirt á milli „Þingmenn Reykjavíkur þyrftu allir sem einn að standa vörð um hags- muni umbjóð- enda sinna í borginni en því miður hefur það viljað brenna við að þingmenn og ráðherrar D-listans setji andúð sina á stjórnendum Reykjavíkurborgar ofar hagsmunum borgarbúa. Reykvíkingar eiga betra skilið.“ Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgar- fulltrúi, ! yfirlýsingu um að ekki veröi af framboði hennar til Alþingis MÁNUDAGUR 14. OKTÓBER 2002 41 Framtíð Evrópu, framtíð ESB Steingrímur i. Sigfússon formaöur Vinstri hreyfingarinnar-græns framboös og situr í utanríkismálanefnd Alþingis. Fyrirhuguð stækkun Evr- ópusambandsins er eitt stærsta mál sem verið hefur á dagskrá evr- ópskra stjórnmála um langt árabil. Ýmislegt gott má um stækkunar- áformin segja. Það eru vissulega göfug markmið með stækkuninni að tryggja betur frið og auka stöðugleika á megin- landi Evrópu. Einnig er ætlunin að stækkunin verði til stuðnings upp- byggingu í nýfrjálsum ríkjum um austan- og suðaustanverða álfuna. Hitt er ljóst að stækkunin er flók- ið og erfitt úrlausnarefni og hvorki án fórna né vandamála. Fyrir nokkru sat undirritaður ráðstefnu sem sótt var af fjölmörgum fulltrú- um vinstri sinnaðra stjórnmálaafla og umhverfisvemdarflokka í Evr- ópu. Yfirskrift ráðstefnunnar var Óskipt Evrópa (An Undivided Europe). Þátttakendur frá ríkjum sem nú sækja um aðild að Evrópu- sambandinu voru áberandi, einkum Pólverjar, Ungverjar og fulltrúar frá Eystrasaltsríkjunum. Undirritaður flutti erindi og var síðan þátttak- andi í pallborði á ráðstefnunni og er hér í greininni að hluta til byggt á erindinu. Hagsmunir íslands Ég hóf mál mitt á því að útskýra hvers vegna ísland væri ekki aðili að Evrópusambandinu og það væri að mínu mati, í ljósi okkar miklu sérstöðu, ekki hagstætt fyrir okkur að ganga í Evrópusambandið. Eftir sem áður hefðum við fullan skilning á því að aðrar þjóðir sem byggju við allt aðrar aðstæður veldu þá leið. Helstu rök sem færð væru gegn að- fld íslands væru: afsal á fullveldi, sjálfstæðum samningsrétti og sjálfs- ákvörðunarrétti landsins; takmark- aðir möguleikar tfl sjálfstæðrar hag- stjórnar; hagsmunir sjávarútvegs, landbúnaðar og ferðaþjónustu; lýð- ræðishallinn og miðstýringin í Evr- ópusambandinu; tollmúrar sem ís- land lenti inn fyrir; beinn kostnaður af þátttöku og síðast en ekki síst hagsmunir íslensks vinnumarkaðar og mikilvægi þess fyrir ísland að hafa stjómtæki og ákvörðunarvald til þess að tryggja hér fulla atvinnu. Við íslendingar byggjum sannar- lega í Evrópulandi og vildum taka þátt í margvíslegri samvinnu Evr- ópuríkja en sæjum hagsmunum okkar betur borgið utan Evrópu- sambandsins og með því að byggja samvinnu okkar á öðrum grunni en fullri aðfld. íslandi hefði vegnað vel sem sjálfstæðu ríki og fátt benti tfl annars en að svo myndi verða áfram. Fjölbreytt Evrópa - fábreytt Evrópusamband í minni framtíðarsýn fyrir Evr- ópu lagði ég áherslu á að ekki mætti horfa fram hjá landfræðflegum, sögulegum, menningarlegum og efnahagslegum þáttum. Staða land- anna væri ólík og tfl þess þyrfti að taka tillit. Þegar litið er á landakort af Evrópu og tfl þess hvaða riki í norðan- og vestanverðri Evrópu hafa farið sér hægast í þátttöku í samrunanum er engin tilviljun að það eru þau ríki sem liggja fjærst valdamiðstöð Evrópusamvihnunnar á meginlandi Evrópu. Það er ekki tilvfljun að ísland og Noregur hafa ekki gerst aðilar að Evrópusambandinu. Það er ekki heldur tilvfljun að þau Evrópulönd sem ekki hafa tekið upp evru eru Svíþjóð, Danmörk og Bretland. Það er hreint engin tilviljun að það eru írland og Bretland sem ekki taka þátt i Schengen-samstarfmu. Og það er ekki tilvfljun heldur að Danir hafa ætíð verið varkárir þátttakend- ur í ESB, ítrekað knúið fram undan- þágur og haft áhrif á þróun Evrópu- samrunans. í þjóðaratkvæöagreiðsl- um hefur danska þjóðin aftur og aft- ur tekið í taumana og neitað að stökkva á Evrópuhraðlestina. í suðri má nefna sem dæmi Möltu úti í Miðjarðarhafinu, miðja vegu á milli Evrópu og Afríku. Þar hefur andstaða við aðfld að Evrópusam- bandinu veriö mikil. Skýringin er auðvitað ekki einungis landfræði- „Staða Kaliningrad er lýsandi í þessu sambandi. Við stækkunina verður Kdliningrad-eyja inni í Evrópusambandinu og sú milljón manna sem þar býr í raun og veru girt af. “ - Pólskur landamœravörður ásamt hundi sínum gœtir pólsk- rússnesku landamœranna sem mynda fleyg milli Póllands og Litháen. leg. Hún er líka efnahagsleg, söguleg og menningarleg. Staðreyndin er einfaldlega sú að aðstæður eru aðrar á Norðurlönd- um eða á eyjum eins og írlandi, Bretlandi og Möltu, en á meginlandi Evrópu. Það hentar ekki endilega öllum að allt sé steypt í sama mót, að þátttaka ríkja í evrópskri sam- vinnu sé öll á sama grundvelli, að Evrópusamvinnan sé bara annað- hvort eða, full aðild eða ekki neitt. Það sem við íslendingar þurfum að tala fyrir er Evrópa fjölbreytileika og sveigjanleika, Evrópusamvinna sem býður upp á val. Hvert er valið sem írsku þjóðinni stendur til boða eftir að hún gerði sér lítið fyrir og felldi aðild að Nice- sáttmálanum? Jú, valið er að kjósa aftur. Og svo væntanlega aftur og aftur þangað til að „rétta svarið“ hefur fengist. Arkitektar Evrópu- samrunans virðast leynt og ljóst stefna að evrópsku sambandsríki, evrópsku stórríki þar sem undan- þágur eða frávik frá samrunaþróun- inni eru ekki leyfð. Hvað mun gerast ef einhverjar af þjóðunum sem nú sækja um aðild fella hana í þjóðaratkvæöagreiðslu? Eins og staðan er nú er það vel mögulegt að í einu eða fleii’i um- sóknarríkjum verði aðildin felld. T.d. í einhverju af Eystrasaltsríkj- unum, Póllandi eða Slóveníu. Hverj- ir eru þá valkostirnir sem þessum rikjum standa til boða? í raun og veru engir eins og Evrópusamband- ið hefur sett hlutina upp. Blokkir og landamæri Gallinn við hugmyndafræði af því tagi sem liggur að baki stækkun Evrópusambandsins og um leið stækkun NATO er að hún er byggð á blokkahugsun. Á samvinnunni eiga að vera ytri mörk, landamæri eða girðingar. Það sem vinnst með stækkuninni er þá einfaldlega að þessi mörk eru flutt til. í stað þess að þau lágu áður milli Þýskalands og Póllands eiga þau nú að liggja á milli Póllands, Úkrainu og Hvíta- Rússlands. Áfram standa menn frammi fyrir ytri landamærum eða mörkum og öllum þeim vandamál- um sem þeim fylgja. Staða Kaliningrad er lýsandi í þessu sambandi. Við stækkunina verður Kaliningrad eyja inni í Evr- ópusambandinu og sú milljón manna sem þar býr í raun og veru girt af. Evrópusambandið mun ávallt eiga nágranna. Spumingin er bara hverjir þeir eru og hvernig samskiptum við þá er háttað. Er kannski hugmyndafræðin um upp- byggingu hins evrópska stórríkis, sem alltaf hefur verið mjög umdeild, einnig beinlínis að verða úrelt? Fel- ur ekki svonefnd hnattvæðing m.a. í sér að ekki bara einhver hópur ríkja, heldur allur heimurinn, reyni að setja sér samræmdar leikreglur? Nú heyrist æ oftar, að vegna drottn- andi stööu Bandaríkja Norður-Amer- íku í alþjóðastjórnmálum sé nauðsyn- legt að byggja upp mótvægi við þau á evrópska meginlandinu. Þar tel ég menn komna út á hættulega braut ef yflrgangssemi eins stórveldis í heim- inum á að mæta með því að byggja upp annað eða fleiri. Eina svarið við yfirgangi stórvelda er að berjast fyrir réttlátri alþjóðasamvinnu, fýrir fjöl- breytileika og möguleikum smárikj- anna á að lifa sinni sjálfstæðu tilveru í heiminum. Þar sem þau fá að vera í friði hefur þeim yfirleitt vegnað vel. Evrópuþjóðir, og þó einkum þær sem eru smærri og liggja fjær valdamið- stöðum Evrópusamrunans, eiga að tala fyrir svæðisbundnu samstarfi og alheimssamstarfi þar sem alþjóða- stofnanir eru styrktar og böndum komið á yfirgangssöm stórríki. Eru líkur á að stórríki Evrópu muni tala fyrir slíku jafnvægi? Er aukinn sveigjanleiki mögulegur? í samrunaferli Evrópuríkja hefur til þessa ríkt einstefna. En er sú stefna skynsamleg? Gæti ekki farið svo á endanum að það verði einmitt hún sem beri dauðann í sér? Aö þeir sem ráða ferðinni í Evrópusamrun- anum séu með stirðleika og einsýni að grafa sér eigin gröf? Væri sveigj- anlegri stefna sem byggðist á fleiri möguleikum við og inn í hið evr- ópska samstaif ekki líklegri og væn- legri tfl árangurs? Svo ekki sé talað um að það væri ólíkt lýðræöislegra að þjóðimar eigi val um mismun- andi kosti en ekki bara annaðhvort eða. Þjónar það ekki báðum aðilum vel, íslandi og Noregi annars vegar og Evrópusambandinu hins vegar, að löndin i norðvestanverðum út- jaðri Evrópu geri nákvæmlega það sem þau gera nú, taki þátt í Evrópu- samvinnunni með margvíslegum hætti án þess að ganga í sambandið? Væri sérstaða þessara landa auð- veldari viðfangs innan sambandsins eða þveröfugt? Ef þátttaka rikja i evrópskri sam- vinnu væri með sveigjanlegri hætti og í ríkari mæli á þeirra eigin for- sendum mætti t.d. hugsa sér bæði tvíhliða samninga og breiða samn- inga um viðskipti og samvinnu. Einnig væru mismunandi aðildar- stig að sambandinu (associated membership) möguleiki. Þá gæti virk og markviss nærsvæðastefna þar sem byggð væru upp samskipti, viðskipti og samvinna við ná- grannaríki, án þess að þau þyrftu þar með að gerast aðilar að einsleitu sambandsríki, skipt miklu máli. Við skulum ekki nálgast umræð- ur um Evrópumál, samrunaferli, stækkun eða framtíð yfirleitt, bund- in á klafa nauðhyggju eða vonleysis um að nokkru sé hægt að breyta. Þvert á móti eigum við að þora að tefla fram hugmyndum um aðra framtíðarsýn og möguleika og í því eigum við skoðanasystkinum að mæta vítt og breitt um Evrópu. Það verður spennandi að taka þátt í og fylgjast með þróun mála næstu ár og áratugi. Þegar á sér stað mikil gerj- un í umræðum um Evrópumálin og sett eru stór spumingarmerki við gömlu hugmyndafræðina um evr- ópskt stórríki eða evrópskt sam- bandsríki (Federal Europe). Hver veit nema tímar valddreifingar, svæðasamvinnu, fjölbreytni og val- möguleika séu handan við hornið í evrópskum stjórnmálum? Vindar sögunnar blása sjaldnast lengi í einu úr einni og sömu áttinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.