Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2002, Qupperneq 18
42
MÁNUDAGUR 14. OKTÓBER 2002
DV
Ferðir
Orfá sæti til Portúgal
Ferðaskrifstofan Terra Nova
Sól á örfá sæti laus í vikuferð til
Albufeira í Portúgal. Brottför er
18. október og veröur gist á hótel-
inu Cantinho Do Mar. Verðið er
43.900 á mann i fjögurra manna
■JT3H íbúð og 49.900 á
mann, miðað við
tvíbýli. Innifaliö
V í ferðinni er
, \\\ flug, flugvallar-
1 ' y skattar, gisting,
1 i i • ‘ ferðir til og frá
'J \ flugvelli ytra og
íslensk farar-
stjóm.
Kanaríeyjar á tilboði
Ferðaskrifstofan Úrval-Útsýn
býður tilboðsverö á 19 nátta ferð
til Kanaríeyja 30. nóvember næst-
komandi. Tilboðsverðið nemur
54.900 krónum á mann, miðað við
tvo fullorðna. Þá er sérstakt til-
boð fyrir þá sem eiga frípunkta.
Innifalið í ferðinni er flug, flug-
vallarskattar, gisting, ferðir til og
frá flugvelli ytra og íslensk farar-
stjóm.
Kanaríeyjar em einn vinsæl-
asti vetrará-
fangastaður ís-
lendinga og j
Úrval Útsýn
flýgur þangað
vikulega I vet-
ur í beinu
leiguflugi með
Flugleiðum.
Flug innanlands
Nettilboð Flugfélags íslands
dagana 16. til 21. október era
nokkur. Ódýrasta tilboðið er á
flugi á milli Reykjavíkur og ísa-
fjarðar á krónur 5000. Flug á milli
Reykjavíkur og Akureyrar býðst á
5.100 krónur, Reykjavíkur og Eg-
ilsstaða á 5.800 og á milli Reykja-
víkur og Horna-
fjarðar á 5.800
krónur. Veröið
gildir aðra leið-
ina og ber að
bóka á
ij lagsins,
felag.is
inu.
vef fé-
flug-
á Net-
„Þeir sem fara í ferðir á knatt-
spymuleiki i Englandi eru umfram
allt fjölskyldur og vinahópar þar
sem áhuginn snýst um það eitt aö
sjá leikina og upplifa andrúmsloftið
á vellinum. Þarna geta feðgar verið
á ferð, vinahópar, vinnustaðahópar
eða heilu fjölskyldumar meö pabba,
mömmu, bömum og jafnvel afa og
ömmu. Konumar gefa körlunum
ekkert eftir ef þær hafa á annað
borð áhuga á fótbolta," segir Lúðvík
Amarson hjá íþróttadeild Úrvals-
Útsýnar við DV.
Ferðir á knattspymuleiki í
Englandi hafa verið afar vinsælar
undanfarin ár og nú þegar er byrjað
að selja í slíkar ferðir. Úrval-Útsýn
selur í þrjár slíkar ferðir á þessu
hausti, í ferð til Manchester og
Liverpool og loks í afmælisferð
Arsenal-klúbbsins til London.
Löngu er uppselt í þá ferð en ein-
hver sæti laus í hinar. Yflrleitt er
gist í 2-3 nætur og kosta ferðirnar
nú 50-60 þúsund krónur. Er þá allt
innifalið, þ.e allar ferðir, gisting og
miði á völlinn.
Gríðarleg eftirspurn er eftir mið-
um á leiki stóru félaganna í
Englandi, ekki síst leiki Manchester
United, Liverpool og Arsenal. Hvert
þessara liða á sér stóra stuðnings-
mannahópa hér á landi sem standa
í ströngu við að útvega miða á leiki
og skipuleggja ferðir með ferðaskrif-
stofum.
„Stuðningsmannaklúbbamir hér
fá ótrúlega mikið af miðum á leiki í
Englandi þegar tekið er mið af því
hve eftirspurn eftir miðum er gríð-
arleg, ekki aöeins í Englandi heldur
um allan heim,“ segir Lúðvík.
- En það er tilviljanakennt hvar
menn fá sæti á vellinum. Er fólk
ekki misjafnlega ánægt?
„Ég hef stundum orðið var við að
fólk hefur kvartað yfir hvar það sit-
ur en þá verður að hafa í huga að
það eitt að fá miða á völlinn hjá
stóra liðunum í Englandi er afrek í
sjálfu sér. Fólk getur þá ekki ætlast
til þess að sitja fyrir miðju eða nán-
ast við hliö framkvæmdastjórans.
Reynsla mín er sú að það er lang-
skemmtilegast að vera innan um
stuðningsmennina, vera þar sem
hrópin, köllin og söngurinn er mest-
ur, hvort sem það er lengst uppi í
stúku eða aftan við markið.“
Lúðvík segir allt að 2000 manns
fara á völlinn á vegum Úrvals-Út-
sýnar á hverju leiktímabili. Hann
segir hendingu ef einhver vandræði
verða vegna ölvunar. „Þegar þessar
ferðir voru að byrja fyrir alvöru fyr-
ir 5-6 árum var þó nokkuð um dags-
ferðir og þá var mun meira um ölv-
un en nú. í dag er hins vegar hend-
ing ef ég þarf að hafa afskipti af
fólki vegna ölvunar eða vandræða
vegna hennar, enda hefur drykkju-
menningin líka breyst til hins
betra.“
- En lenda menn aldrei í áflog-
um?
„Nei. Við brýnum fyrir fólki að
vera ekki í treyju andstæðinganna
eða ögra vallargestum á annan hátt.
Reynslan er sú að menn lenda ekki
í vandræðum nema þeir „ætli“ sé að
lenda í þeim með því að hunsa
svona grundvallaratriði."
-hlh
Vinahópar og fjölskyldur flykkjast í fótboltaferðir til Englands:
Fótboltafár
Fólk og ferfætlingar velkomin á tvö Fosshótel:
Borgarhundar njóta sveitasælunnar
- segir Jón Tryggvi Jónsson hótelstjóri
Hundar eru velkomnir ásamt eig-
endum sinum á tvö Fosshótelanna.
Annars vegar er um að ræöa Foss-
hótel Ingólf, sem er á milli Selfoss
og Hveragerðis, og hins vegar Foss-
hótel Húsavík.
„Viðtökur hafa verið mjög góðar
en við eram með tvö herbergi héma
sem eru sérstaklega ætluð hunda-
fólki. Við viljum með þessu koma til
móts við fólk sem á hunda og getur
ekki skilið þá eftir. Almenna reglan
er auðvitað sú að hundar eru ekki
velkomnir á hótel. Það er hins veg-
ar gaman að sjá hversu borgarhund-
arnir njóta sveitasælunnar - ekkert
síður en mannfólkið," segir Jón
Tryggvi Jónsson, hótelstjóri Foss-
hótels Ingólfs.
Jón segir hunda hina bestu gesti
- þeir hafi hingað til verið afskap-
lega prúðir og enginn hafl kvartað
undan þeim. Á hótelinu er annars
að finna sextán herbergi, sem hvert
um sig hefur sjónvarp, baðherbergi
og litla sérverönd þar sem er heitur
pottur. Auk þess eru átta herbergi
með sameiginlegri baðaðstöðu.
Fjölskyldufólk kemur í nokkrum
mæli til helgardvalar á hótelinu en
tft. einnig hópar af ýmsu tagi. „Við
erum að taka á móti saumaklúbb-
um, vinnustöðum og ráðstefnufólki.
Hér er margt hægt að gera yfir vet-
urinn; hestar til útreiðar í grennd-
inni og fjöldi gönguleiða."
Fosshótel Húsavík tekur einnig
vel á móti hundafólki - bæði hótel-
in biðja þó fólk að geta þess þegar
pantað er ef hundar verða með í för.
Hægt er að nálgast upplýsingar á
vefnum www.fosshotel.is á Netinu.
-aþ
Fjóla fyrlr utan hótellð
DV-MYND NH
■PMB
Ferðavefur vikunnar
www.aok.dk
Kaupmannahöfn er einn
vinsælasti áfangastaður ís-
lendinga á ferðum þeirra er-
lendis. Það styttist í aðvent-
una og eftir um rúman mán-
uð fara veitingahús í kóngs-
ins Köben að auglýsa hin vin-
sælu jólahlaðborð. Á vefsíð-
unni Alt om Köbenhavn á
slóðinni www.aok.dk má
ekki aðeins finna margvísleg-
ar upplýsingar um borgina
góðu heldur ítarlegar upplýs-
ingar um jólahlaðborðin.
Undir tenglinum Julefrokost
guiden má finna allt um jóla-
hlaðborð og hvað mismun-
andi útgáfur þeirra kosta fyr-
ir manninn. Við mælum með
að fólk skoði sig um á þessari
síðu og fari undirbúið í
jólaferð tO Köben.