Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2002, Qupperneq 26
5 50
MÁNUDAGUR 14. OKTÓBER 2002
Islendingaþættir______________________________________________________________________________________________________py
Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson
85_ára______________________
Guðbjörg Sveinsdóttir,
ip. Grænumörk 5, Selfossi.
Sigurlína Jóhannsdóttir,
Hvanneyrarbraut 62, Siglufirði.
75 ára___________________________
Egill Kristjánsson,
Herjólfsgötu 12, Vestmannaeyjum.
Rúnar Guömundsson,
Garðsstöðum 17, Reykjavík.
Siguröur Samúelsson,
Sólheimum 23, Reykjavlk.
Stefán Stefánsson,
Mlmisvegi 26, Dalvík.
Þóra Ágústsdóttir,
Bólstaöarhlíö 45, Reykjavík.
70 ára___________________________
Edda Ögmundsdóttir,
Sólheimum 23, Reykjavík.
Eiríkur Leifur Ögmundsson,
Stórahjalla 33, Kópavogi.
60 ára___________________________
Friðrikka R. Bjarnadóttir,
-Aðalstræti 20, ísafirði.
Halldór Bjarnason,
Vesturbergi 142, Reykjavík.
Jóhannes Einarsson,
Hólsbergi 13, Hafnarfirði.
Reynir Ingi Helgason,
Helgubraut 27, Kópavogi.
Sigríöur I. Sigurðardóttir,
Vallholti 43, Selfossi.
Viðar Hörgdal Guðnason,
■4 Sléttuvegi 7, Reykjavík.
Þórhildur Pálsdóttir,
Lágholti 4, Stykkishólmi.
50 ára_______________________
Frímann Árnason,
Ástúni 10, Kópavogi.
Guölaug Gunnarsdóttir,
Þórunnarstræti 125, Akureyri.
Helga Kolbrún Hreinsdóttir,
Dalskógum 12, Egilsstööum.
Jónína B. Gunnarsdóttir,
Fjallalind 102, Kópavogi.
Kristján Ásgrímsson,
Lindarbyggð 9, Mosfellsbæ.
Pálmi V. Jónsson,
Grenimel 21, Reykjavík.
Ragnar Jónsson,
Dísarási 11, Reykjavík.
Siggeröur M. Jóhannesdóttir,
Huldugili 29, Akureyri.
40 ára_______________________
Björn Marinó Pálmason,
Grenihlíð 13, Sauðárkróki.
Bragi Andrésson,
Sunnubraut 52, Keflavík.
Böövar Bjarki Pétursson,
Víðihvammi 34, Kópavogi.
Egill Njálsson,
Vesturbergi 48, Reykjavík.
Guöbjörg Hulda Albertsdóttir,
Starengi 7, Selfossi.
■r Gunnar Sigfússon,
Hjallahlíö 8, Mosfellsbæ.
Gunnar Þór Hallbergsson,
Hringbraut 75, Hafnarfiröi.
Hildur H. Zoega Stefánsdóttir,
Faxastíg 5, Vestmannaeyjum.
Inglbjörg Helga Blrgisdóttlr,
Múlasíðu 44, Akureyri.
Jón Kristinn Gíslason,
Ásbúð 87, Garðabæ.
Sveinn Pétursson,
Brekkuhlíö 4, Hafnarfirði.
Smáauglýsingar
DV
550 5000
Fólk í fréttum
/
Olafur G. Guðlaugsson
rithöfundur og auglýsingahönnuður
Ólafur Gunnar Guölaugsson, rit-
höfundur, auglýsingahönnuður og
myndskreytir, Laufásvegi 5, Reykja-
vík, er höfundur leikritsins Bene-
dikt búálfur sem frumsýnt var í
Loftkastalanum á laugardaginn var.
Starfsferill
Ólafur fæddist á Sólvangi í Hafn-
arfirði en ólst upp í vesturbænum i
Reykjavík. Hann var í Melaskóla,
Hagaskóla, lauk stúdentsprófi frá
MR 1985, stundaði nám í auglýs-
ingagerð við The Art Institut of Fort
Lauderdale í Flórída í Bandaríkjun-
um og lauk þaðan BA-prófl 1989.
Ólafur starfaði á eigin vegum að
námi loknu, var starfsmaður á ís-
lensku auglýsingastofunni um hríð,
starfrækti Auglýsingastofu
Brynjars Ragnarssonar, ásamt
Brynjari, í fimm ár, starfaði á DV,
fyrst sem grafískur hönnuður og
síðan útlitshönnuður DV 1993-99 og
hefur starfað á eigin vegum síðan.
Ólafur hannaði veitingakrána
Rauða ljónið á sínum tíma og hann-
aði, ásamt Guðrúnu G. Bergmann,
Vikingaspiliö sem komið hefur út á
fimm tungumálum. Ólafur hefur
verið mikill KR-ingur alla tíð en
hann sat í stjóm KR-klúbbsins 1999.
Fjölskylda
Eiginkona Ólafs er Herdís Finn-
bogadóttir, f. 7.10. 1964, lífræðingur
og sálfræðinemi. Hún er dóttir
Finnboga Gíslasonar, fyrrv. skip-
stjóra hjá Eimskipafélagi íslands,
sem nú er búsettur í Flórída, og Sól-
veigar Sigurðardóttur, sem nú er
látin, húsmóður.
Synir Ólafs og Herdísar eru Ari
Ólafsson, f. 21.5. 1998; Ragnar Ólafs-
son, f. 21.4. 2000.
Albróðir Ólafs er Daníel Magnús,
f. 12.7. 1965, heildsali, búsettur í
Reykjavík, kona hans er Hafdís
Guðmundsdóttir sölumaður og eiga
þau tvíburana Ólaf Gunnar og Sig-
urð Þór.
Hálfbræður Ólafs, samfeðra, eru
Ragnar Guðlaugsson, f. 9.1.1958, vél-
virki í Hafnarfirði, kona hans er
Lára Birgisdóttur, starfsmaður á
ferðaskrifstofu, og eiga þrjú börn;
Guðjón Bergmann, f. 24.12. 1972,
jógakennari, búsettur i Kópavogi,
kona hans er Jóhanna Boel, starfs-
maður á auglýsingadeUd DV, og á
hún eina dóttur; Guðlaugur Berg-
mann yngri, f. 17.11. 1979, nemi í
Reykjavik.
Foreldrar Ólafs eru Guðlaugur
Bergmann, f. 20.10. 1938, athafna-
maður á Brekkubæ á HeUnum á
Snæfelisnesi, og Anna Heiðdal, f.
14.5. 1944, deUdarstjóri hjá Kaup-
þingi, búsett í Reykjavík.
Ætt
Guðlaugur er sonur Daníels Berg-
mann, bakarameistara í Reykjavík,
Ásgeirssonar, skrifstofustjóra í
Keflavík, Daníelssonar, b. að Ný-
lendu á Miðnesi, Guðnasonar, b. á
BakkaveUi í Hvolhreppi, Loftsson-
ar, b. á Kaldbak á RangárvöUum,
Loftssonar, b. á Víkingslæk, Bjama-
sonar, ættföður Víkingslækjarætt-
ar, HaUdórssonar. Móðir Daníels
var Jónína, systir Stefáns, afa Áma
Bergmanns, rithöfundar og fyrrv.
ritstjóra. Jónína var dóttir Magnús-
ar Bergmanns, hreppstjóra að
Fuglavík á Miðnesi, Jónssonar
Bergmanns, b. að Hópi í Grindavík,
Magnússonar Bergmanns, lögsagn-
ara í Vestmannaeyjum, bróður
Bjöms, afa Björns Olsens háskóla-
rektors. Magnús var sonur Ólafs
Guðmundssonar, b. á Vindhæli, og
Guðrúnar Guðmundsdóttur, Skaga-
kóngs á Höfnum á Skaga, systur
Björns, afa Arnljóts, pr. og alþm. á
Bægisá.
Móðir Guðlaugs var Guðríður,
systir Guðnýjar, móður Guðlaugs
Tryggva Karlssonar, hagfræðings,
hestamanns og krata. Guðríður er
dóttir Guðlaugs, veitingamanns í
Tryggvaskála á Selfossi, Þórðarson-
ar, b. að FeUsmúla á Landi Guð-
laugssonar, bróður VUborgar,
langömmu Þorgerðar Ingólfsdóttur
söngstjóra. Móðir Guðlaugs var
Guðrún, systir Sæmundar, afa Guð-
rúnar Erlendsdóttur hæstaréttar-
dómara og Sigríðar Erlendsdóttur
sagnfræðings, móður Jóhönnu Vig-
dísar fréttamanns. Bróðir Guðrúnar
var Guðbrandur, afi Hauks
Morthens og langafi Bubba
Morthens og ToUa myndlistar-
manns. Guðrún var dóttir Sæmund-
ar, b. að Lækjarbotnum, Guðbrands-
sonar, bróður Sigurðar, langafa
Guðmundar Daníelssonar rithöf-
undar. Móðir Guðríðar var Guðríð-
ur Eyjólfsdóttir, oddvita í Hvammi
á Landi, Guðmundssonar, og Guð-
bjargar Jónsdóttim, b. að Skarði á
Landi, Ámasonar. Móðir Guðbjarg-
ar var Guðrún Kolbeinsdóttir, b. á
Hlemmiskeiði, Eiríkssonar, ættföð-
ur Reykjaættar, Vigfússonar.
Anna er systir Maríu Heiðdal
hjúkrunarforstjóra. Anna er dóttir
Vilhjálms, fyrrv. yfirdeildarstjóri
umferðarmáladeUdar Pósts og síma,
búsetts í Reykjavík, Sigurðssonar
Heiðdal, rithöfundar, skólastjóra og
forstöðumanns vinnuhælisins að
Litla-Hrauni, hálfbróður, samfeðra,
Bjama Johnson, sýslumanns í Dala-
sýslu, og Ólafs Johnson, stórkaup-
manns í Reykjavík, föður Amar
Johnson, forstjóra Flugleiða. Sig-
urður var sonur Þorláks Johnson,
kaupmanns í Reykjavík, Ólafssonar,
prófasts á Stað á Reykjanesi, Ein-
arssonar Johnsen. Móðir Þorláks
kaupmanns var Sigríður Þorláks-
dóttir, pr. á Móum, Loptssonar.
Móðir Sigurðar var Anna Daníels-
dóttur, í Þorlaugargerði í Vest-
mannaeyjum, Magnússonar.
Móðir Vilhjálms var Jóhanna Sig-
ríður Jörgensdóttir, b. í Krossavík í
Vopnafirði, Sigfússonar. Móðir Jó-
hönnu Sigríðar var Margrét Gunn-
arsdóttir.
Móðir Önnu var María Gyða,
systir Ludvigs ferðamálastjóra og
Hjálmtýs, föður söngvaranna
Diddúar og Páls Óskars. María var
dóttir Hjálmtýs, kaupmanns í
Reykjavík, Sigurðssonar, þurrabúð-
armanns á Stokkseyri, Sigmunds-
sonar. Móðir Hjálmtýs var Gyðríð-
ur Hjaltadóttir, b. í Skarðshjáleigu,
Hjaltasonar, b. í Skarðshjáleigu, Fil-
ippussonar, b. í Skarðshjáleigu,
Gunnarssonar. Móðir Filippusar
var Ásdís Jónsdóttir lögsagnara
Ólafssonar og Sesselju Pálsdóttur,
systur Sveins, afa Sveins Pálssonar
læknis. Móðir Gyðríðar var Guð-
finna Ámadóttir, b. í Garðakoti,
Þórðarsonar og Guðrúnar Þor-
steinsdóttur, smiðs í Vatnsskarðs-
hólum Eyjólfssonar, bróður Sveins
á Hryggjum. Móðir Guðrúnar var
Karítas Jónsdóttir, klausturhaldara
á Reynistað, Vigfússonar og Þór-
unnar Hannesdóttur Schevings,
sýslumanns á Munkaþverá.
Móðir Maríu Gyðu var Lucinda,
dóttir Ludvigs Hansen, dansks
verslunarmanns í Reykjavík, og
Marie Vilhelmsdóttur Bernhöft,
bakara í Reykjavík, Daníelssonar
Bernhöft, bakara í Reykjavík,
Joachimssonar Bernhöft, i Neustadt
í Holtsetalandi. Móðir Vilhelms var
Marie Abel frá Helsingjaeyri á Sjá-
landi. Móðir Marie Bemhöft var Jo-
hanne Otharsdóttir Bertelsen, skó-
smiðs á Helsingjaeyri.
Hundrað ara
Jóna Ármanía Sveinsdóttir
lengst af verkakona í Reykjavík
Jóna Ármanía Sveinsdóttir,
verkakona og húsmóðir, lengi til
heimlis að Hverfisgötu 49, Reykja-
vík, nú búsett á Sólvangi í Hafnar-
firði, er hundrað ára i dag.
Starfsferill
Jóna fæddist á Barðsnesi við
Norðfiörð og ólst þar upp. Hún
stundaði lengst af almenn verka-
kvennastörf en eftir að hún flutti til
Reykjavíkur starfaði hún lengi í
þvottahúsi Landspítalans. Hún er
nú búsett á Sólvangi í Hafnarfirði.
Fjölskylda
Eiginmaður Jónu var Axel Sig-
geirsson frá Reyðarfirði, f. 22.10.
1910, d. 14.9. 1991, sjómaður í
Reykjavík. Hann var sonur Siggeirs
Eyjólfssonar, sonar Eyjólfs Ólafs-
sonar beinharða, b. á Sléttu, og Sæ-
bjargar Jónsdóttur. Kona Siggeirs
og móðir Axels var Guðrún Eyjólfs-
dóttir úr Skaftafellssýslu.
Jóna átti eina hálfsystur.
Foreldrar Jónu voru Sveinn Stef-
ánsson, bóndi á Kirkjubóli í Vaðla-
vík og síðan á Barðsnesi við Norð-
fjörð, og k.h., Sólveig Hermanns-
dóttir húsfreyja.
Ætt
Sólveig var dóttir Hermanns, b. á
Brekku í Mjóafirði og á Barðsnesi í
Norðfirði, Vilhjálmssonar, b. á
Brekku í Mjóafirði, hálfbróður,
samfeðra, Hjálmars, hreppstjóra á
Brekku, langafa Vilhjálms Hjálm-
arssonar á Brekku, fyrrv. mennta-
málaráðherra. Vilhjálmur var son-
ur Hermanns, b. i Firði, Jónssonar
pamfíls.
Móðir Sólveigar var Guðný Jóns-
dóttir, pr og alþm. á Skorrastað og í
Heydölum, Hávarðssonar, að Hólmn
í Norðfirði, Jónssonar, í Austdal,
Hávarðssonar. Móðir Jóns, pr. í
Heydölum, var Guðný Þorsteins-
dóttir, pr. á Skorrastöðum, Bene-
diktssonar. Móðir Guðnýjar Jóns-
dóttur var Sólveig Benediktsdóttir,
pr. á Skorrastöðum, Þorsteinssonar.
Utvarpi Sögu fm 94.3
Þáttur um viðskipti og efnahagsmál á hverjum
virkum degi milii klukkan 17-18
allt jnu) áhugaverDasta í lieinii vidskipta í da°
-1bað borgar sig að hlusta
Landsbankinn
Landsbréf