Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2002, Page 27

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2002, Page 27
51 MÁNUDAGUR 14. OKTÓBER 2002 DV Tilvera Roger Moore 75 ára Roger Moore er elstur þeirra leikara sem hafa leikið James Bond, verður 75 ára á morgun. Hann var þó ekki sá fyrsti heldur númer tvö í röðinni og hann hefur oftast leikið Bond. Hann fæddist í London og nam leiklist við RADA. Þaðan fór hann til Hollywood og dvaldi þar í nokkur ár án þess að ná teljandi frægð. Sneri heim og varð þekktur þegar hann lék Dýrlinginn í sam- nefndum sjónvarpsþáttum. Þekktast- ur er þó Moore fyrir túlkun sína á of- umjósnaranum Bond. Gildir fyrir þriðjudaginn 15. október Vatnsberlnn 120. ian.-is. fehr.r I Eitthvað sem þú hefur " beðið eftir lengi gerist loksins þér til óbland- innar gleði. Happatöl- þínar eru 7, 28 og 30. Flskarnir (19. febr.-20. marsl: Hreinskilni dugar best Ví vandamáli sem þú stendur frammi fyrir i dag. Vinir þínir standa með þér í einu og öllu. Ástvinir eiga góða strmd í kvöld. Hrúturinn (? 1 ■ mars-19. apriir t Gefðu þér nægan tima Vfyrir það sem þú þarft að gera, þá er minni hætta á mistökum. Þér hættir til óþarfa svartsýni. Nautið (20. april-20. mail: Þú færð fréttir frá vini þínum sem býr langt í burtu. Það setur að þér trega þegar þú minnist gamalla tímar þegar allt var svo skemmtilegt. Tvíburarnir (21. maí-21. iúníi Unga fólkið er í aðal- r hlutverki í dag. Það getur verið að þeim sem eldri eru þyki nóg um fyrirganginn. Þú gætir þurft að miðla málum. Krabbinn (22. iúní-22. iúií); Til þín verður leitað í k dag og þér finnst ' ábyrgð þín mikil. Vin- ir þínir eru að skipu- leggja einhveija skemmtun sam- an. Liónið (23. iúlí- 22. áeúst): Fjölskyldan stendur þétt saman og vinnur að framtíðaráætlunum sinum. Búferlaflutn- ingar eru sennilega á döfinni. Mevian (23. áeúst-22. seot.): /y* Þú skalt vera viðbúinn því að til tíðinda dragi ástarmálum þínum. ^ • f Rómantíkin er svo sannarlega alls staðar í kringum þig. Vogin (23. sept.-23. okt,): S Þú ert að skipuleggja eitthvert ferðalag og \ f hlakkar mikið til. Auk r jp þess er heilmikið að gera í vinnunni þannig að ekki er mikið um frístundir. Sporðdrekinn (24. okt.-21. nnv.l . jjf\ Láttu sem þú takir ekki eftir þvi þó að ! ^,|vinur þinn sé eitthvað afundinn við þig. Það lagast af sjálfú sér og er í raun- inni ekkert til að gera veður út af. Bogmaðurinn (22. nóv.-21. des.l: »Þú gerir einhverjum rheilmikinn greiða og færð hann ríkulega endurgoldinn þó að síðar verði. Þér virðist ganga allt í haginn. Stelngeltln (22. des.-l9. ian.): Þú hefur i mörg hom að líta og er ekki víst að þú hafir tíma fyrir allt sem þú ætlaðir. Fjárhagsstaðan fer batnandi. DV-MYNDIR SIG. JÖKULL Lengi lifir í gömlum glæðum Ríó tríóiö er komiö saman aftur og spilaöi á tónleikum í Salnum í Kópavogi á föstudagskvöldiö. Gestir á tónleikunum gengu sáttir út enda einstök upplifun aö sjá kappana aftur saman. Tónleik- arnir voru haldnir í tilefni af heildarútgáfu á hljóöritunum tríósins frá 1967-2002. DV-MYNDIR SIG. JÖKULL Hugfangnar Sýning þeirra Magnúsar Pálssonar, Erics Andersons og Wolfgangs Múllers var opnuö í Nýlistasafn- inu á laugardag. Mikiö var um dýröir eins og jafnan í Nýló og þær Erla Þórarinsdóttir myndlistar- maöur og Vala Þórsdóttir leikskáld höföu í nógu aö snúast. Aðdáendur Systurnar Erla, Auöur og Gréta Marín Pálmadætur skemmtu sér konunglega á tónleikum Ríó tríósins. Klárir í slaginn Liösmenn Ríó tríós biöu spenntir aö tjaldabaki eftir aö fá að stíga á sviö. Meö þeim eru sérlegir aöstoöarmenn, Björn Thoroddsen og Gunnar Þóröarson. Nýlistasafnið Þaö er alltaf eitthvaö skemmtilegt aö gerast í Nýlista- safninu og gestir á opnuninni á laugardaginn voru ekki sviknir um þaö. íslensk danspör í Royal Albert Hall MYND JÓN SVAVARSSON Elísabet og Robln Þau hafa dansaö saman í eitt og hálft ár og náö glæsilegum árangri. Nú æfa þau fyrir heimsmeistarakeþþnina í Austurríki í næsta mánuöi. Dansaramir Elísabet Haralds- dóttir og Robin Sewell sem keppa í flokki áhugadansara komust í 30 para úrslit í alþjóðlegri keppni og dönsuðu í Royal Albert Hall sl. fimmtudagskvöld. Þar enduðu þau í 12.-24. sæti en hátt í þrjú hundruð pör tóku þátt í undankeppninni. Þau Elísabet og Robin hafa staðið í ströngu undanfarið, urðu sigurveg- arar á alþjóðlegu stigamóti áhuga- manna 1 suður-amerískum dönsum í London í lok september þar sem þau voru fulltrúar Dansfélagsins Hvannar í Kópavogi og skutu m.a. pörum frá Rússlandi, Englandi og Þýskalandi aftur fyrir sig. Síðustu daga hafa þau verið á alþjóðlegum stórmótum, svo sem Imperialmóti áhugamanna þar sem þau dönsuðu með smáhléum frá kl. 10 að morgni til kl. 24. Tvö hundruð pör hófu þá keppni og enduðu Elísabet og Robin í 7. sæti. Strax á eftir kom svo International Championships London sem er ein af þremur stæstu keppnum í heimi og úrslit urðu eins og frá er greint í upphafí. Elísabet er tuttugu og eins árs og hefur verið dansari í London síð- ustu árin. Hún vakti mikla athygli strax flmmtán ára gömul er hún sigraði í tveimur alþjóðlegum ung- lingakeppnum í Black Pool. Robin Sewell, mótdansari hennar síðasta eitt og hálfa árið, er suður-amerísk- ur dansari. Þau búa sig nú undir heimsmeistarakeppnina í dansi sem verður haldin í Vín í Austurríki i nóvember þar sem þau verða einu fulltrúar íslands í sínum flokki. Atvinnudansparið Karen Björk Björgvinsdóttir og Adam Reeve, sem einnig keppa undir fána ís- lands, dönsuðu líka í Royal Albert Hall á fimmtudag og voru meðal 12-24 bestu í sínum flokki. Þau stefna á heimsmeistarakeppni í 10 dönsum í næsta mánuöi og í desem- ber fara þau í áströlsku meistara- keppnina í Tokyo, sem þau unnu í fyrra. -Gun. /Mf l# Söngvakeppnín 2003 Ríkisútvarpið - Sjónvarp auglýsir eftir lagi til þátttöku í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem fram fer í Lettlandi í maí 2003. Lagið má ekki hafa verið flutt opinberlega og hámarkslengd þess skal vera 3 mínútur. Texti lagsins skal vera á íslensku vegna flutnings hér heima. Höfundar skili iögum til Sjónvarpsins, Efstaleiti 1,150 Reykjavík, eigi síðar en 18. nóvember, merktum Söngvakeppnin 2003. Lögin skulu merkt dulnefni höfundar en rétt nöfn fylgi í lokuðu umslagi. Frekari upplýsingar veitir Jóhanna Jóhannsdóttir, Innlendri dagskrárdeild Sjónvarpsins. v- -<

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.