Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2002, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2002, Blaðsíða 28
'k 52 Tilvera MÁNUDAGUR 14. OKTÓBER 2002 DV Hola í höggi Tómas Ingi Olrich opnaöi formlega þekkingarsýninguna Agora í Laugar- dalshöll í gær. Tómas reyndi svo aö vinna GSM-síma frá Tali meö því aö pútta í minigolfi. Þrátt fyrír ágæt til- þrif tókst honum ekki aö setja kúl- .. una á réttan staö. Uppátækiö vakti mikla kátínu viöstaddra og sérstak- lega hefur Þórólfur Árnason, forstjórí Tais, gaman af. StpfnuO 1918 1 Rakarastofan Klapparstíg Sími 551 3010 \ Upplýsingar íslma 580 2525 Textavarp ÍÚ 110-113 RÚV 281, 283 og 284 f* mm araitAi im I _ _ AÐALTÖLUR BÓNUSTÖLUR 10) M) aa\ Alltafá • miðvikudögum Jókertölur mlðvlkudags 114 3 5 Gaman að velja vöð og draga bíla sem festast upp úr - segir Guðbjörg Jóhannsdóttir, skálavörður í Þórsmörk „Þetta er bara atvinnan mín,“ segir Guðbjörg Jóhannesdóttir, sem komst í fréttir sl. fimmtudag þegar hún svamlaði yfir Krossá á trukk er skólahópur tepptist inni í Þórs- mörk. Sjálf kippir hún sér ekki upp við slíka smámuni og finnst atvikið ekkert merkilegt. „Þetta er daglegt brauð, þótt það komist sjaldan í fréttir," segir hún og viðurkennir að vatnið hafi náð upp á rúður á trukknum en út í slíkt forað sé ekki farið á rútum. „Við notum trukkinn til að kanna aðstæður og tökum aldrei neina áhættu þegar við erum að flytja fólk,“ segir hún ákveðin. Einu sinni hrædd í sumar hefur Guðbjörg verið skálavörður Austurleiðar í Þórs- mörk og fylgst vel með fallvötnun- um á leiðinni þangað. „Það fylgir embættinu að velja vöð og draga bíla upp úr, ef þeir festast," segir hún brosandi og viðurkennir að það sé það skemmtilegasta við starfið. Hún segir talsvert hafa verið um vatnavexti seinni part sumarsins vegna rigninganna. „Árnar geta verið fljótar að vaxa og þá jafnvel breytt um farvegi og svo tekur ekki nema nokkra klukkutíma að sjatna í þeim þegar styttir upp,“ segir hún. Þótt Krossá sé viðsjárverð og kom- ist stundum í fréttir segir hún Stein- holtsá mun erfiðari viðfangs. Krossá breiði meira úr sér og því séu meiri möguleikar að sullast ein- hvern veginn yfir hana en Stein- holtsá renni mun þrengra. Aldrei kveðst hún hafa fest sig en einu sinni orðið hálf skelkuð. „Ég var næstum búin að velta í Krossá er ég var að kíkja eftir vaði. Gamla vaðið virkaði ekki og ég var að leita að nýju.“ Spurð hvort hún hafi hæfi- leika gömlu vatnamannanna sem gátu séð út botninn eftir yfirborði árinnar kveðst hún hafa tileinkað sér viss grundvalfaratriði í þeim vísindum. „Ég veit að maður fer ekki út í rétt fyrir neðan eyri og að þar sem straumurinn er hraður er yfirleitt fastur botn en grynningar og lygnur eru varasamar.“ Myndlist, bjargsig og skytt- erí Guðbjörg hefur keyrt rútu og vörubíla af og til í fjórtán ár. Byrj- aði sem rútubílstjóri í afleysingum hjá fóður sínum, Jóhanni Helga- syni, og kveðst hafa smitast af hon- um og bróður sínum, Sigurjóni, sem sé vanur vatnabílstjóri. Síðustu þrjú sumur hefur hún starfað hjá Austurleið, fyrst sem bílstjóri í hóp- ferðum og nú í sumar skálavörður I Steinholtsá Þessa mynd tók Guöbjörg sjálf er hún var aö draga upp rútu sem haföi fest sig í Steinholtsá. Skálavörður og rútubílstjóri DV-mynd Gun. Málar myndir í frístundum og finnst gaman aö vappa um fjöilin og skima eftir rjúpu. eins og fyrr er frá greint. Hún setti upp myndlistarsýningu í samkomu- sal Austurleiðar í Þórsmörk sem var vel tekið. „Ég setti upp 22 vatns- litamyndir og blýantsteikningar og seldi ótrúlega margar, miðað við að stór hluti þeirra sem gista í skálan- um er bakpokafólk," segir hún. Þeg- ar nánar er grennslast hefur hún fleiri spennandi áhugamál en mynd- listina. Eitt af þeim er skytterí. „Ég veit fátt skemmtilegra en vera ein á vappi uppi á fjöllum að skima eftir rjúpu. Ég er mikill einfari í mér,“ segir hún. Bjargsig hefur hún líka prófað en hætti því eftir slæma lifs- reynslu í Keflavíkurbjargi þar sem hún klemmdist upp við bjargið en þeir sem á brúninni voru héldu áfram að toga og heyrðu ekki þegar hún kallaði stopp í talstöðina. „Ég var að klippast í sundur og þá varð ég hrædd í fyrsta skipti á ævinni," viðurkennir hún. Guðbjörg kveðst verða í Þórs- mörk fram að 1. nóvember og eftir það verða í rútubílaakstri í borg- inni til áramóta. Viðtalið gat ekki orðið lengra því hún var að skella sér í Mörkina á trukknum til að vera tO taks fyrir krakka úr Fjöl- brautaskóla Suðurnesja. „Það er mikið að gera við að taka á móti skólahópum og starfsmannafélögum á þessum tíma,“ segir hún og er þar með rokin. -Gun. ■MBSBHtt Regnboginn - Á bak víð sóiina ★ ★★ Auga fyrir auga.... Hiimar Karlsson skrifar gagnrýni um kvikmyndir. Bræðumir Tohno og Pacu Ný kynslóö sem vill binda enda á blóöugar deilur landeigenda Á kvikmyndhátíð í Reykjavík fyr- ir rúmum tveimur árum var sýnd brasilíska kvikmyndin Central Station, eftir þá óþekktan leikstjóra, Walter SaUes. Þetta var ein af betri kvikmyndum hátiðarinnar og verð- ug alls lofs sem á hana var boriö hér sem annars staðar. Meö Á bak við sólina (Abril despedecado) stenst Salles væntingar sem gerðar voru við hann þó myndin standist ekki samanburð við Central Station. Það vill svo til að Á bak við sólina er gerð eftir albanskri skáldsögu sem gerist á Balkanskaganum. Salles á þó ekki í miklum vandræðum með að færa sögusviðið til Brasiliu og í hitaþrungið landbúnaðarhérað þar sem lítið rignir. Undirstaðan í sögunni er ættar- deilur sem staðið hafa í marga ætt- liði. Liggur við að tvær fjölskyldur séu að ganga hvor frá annarri vegna þrjósku og stolts. Enginn veit hvemig þetta byrjaði, en þegar myndin gerist árið 1910, þá er það orðin hefð að einn sé drepinn í einu, blóðug skyrtan tekin af honum og hengd upp á snúru. Þegar blóðiö er orðið gult af sólarhitammi er kom- inn tími til að hefna. Sögumaður okkar, Pacu, er yngsti meðlimur annarrar fjölskyldunnar (að vísu fær hann þetta nafn ekki fyrr en um miðja mynd, hafði áöur ekkert nafn). Pacu hafði verið á öxl- um elsta bróður síns þegar hann var skotinn til bana. Nú er skyrta hans að þoma í sólinni og kominn tími fyrir miöbróðurinn, Tohno, að hefna. Hann gerir skyldu sína en veit að hann liflr aðeins þar til blóð- ið á skyrtu þess sem hann drap verður orðið gult. Pacu er sá í fjölskyldunni sem getur ekki hugsað sér að sjá á eftir eina bróður sínum og vill að hann flýi. Faðirinn segir á móti að fjöl- skyldan eigi ekkert eftir nema heið- urinn og flýi Tohno af hólmi sé heiðurinn einnig farinn. Við þetta situr þar til bræðumir kynnast ungri sirkusstúlku sem á eftir að hafa afgerandi áhrif á framtíð þeirra. Á bak við sól hefur hægan að- draganda að flestum átakaatriðum og er róleg í allri frásögn þannig að fátt á að fara fram hjá áhorfandan- um. Salles vinnur nostursamlega við hvert atriði og nýtur þar frá- bærrar kvikmyndatöku Walters Carvalhos sem einnig kvikmyndaði Central Station. Þessi rólegi frá- sagnarmáti er líka helsti galli myndarinnar. Það myndast tak- mörkuð spenna í kringum drama- tikina, tilfmningahitinn er kannski -ekki í lámarki en mætti vera meiri. Það er helst Pacu litli sem á sinn einlæga hátt getur ekki hugsað sér blóðug átök og sýnir þess greinilega merki. Leikarar sem hafa litla reynslu em misgóðir. Best eru Ravi Lamos Lacerda í hlutverki Pacu og Flavio Marco Antonio í hlutverki sirkusstúlkunnar Clöru en hvorugt þeirra hafði leikið í kvikmynd áður. Walter Salles hefur gert einlæga og mannlega kvikmynd sem er gef- andi en er stundum á mörkum þess að vera tilgerðarleg. Leikstjórl: Walter Salles. Handrlt: Serglo Machado og Walter Salles. Kvikmynda- taka: Walter Carvalho. Tónllst: Ed Cortes og Antonio Pinto. Aöalhlutverk: Rodrigo Santoro, Ravi Lamos Lacerda, Jose Dumont og Flavio Marco Antonio.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.