Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2002, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2002, Blaðsíða 32
SPORTVORUGERÐI N SKIPHOLT 5 562 8383 Viðbótarlífeyrissparnaður Allianz m Loforð er loforð MÁNUDAGUR 14. OKTÓBER 2002 Sími: 533 5040 - www.allianz.is Skerjafjörður: Bjargað af sökkvandi skútu Slökkvilið og björgunarsveitir komu tveimur mönnum til aðstoðar eftir að skútu þeirra hvolfdi á Skerjafirði nærri Lönguskerjum við Álftanes. Stjórnstöð slökkviliðs barst kvaðning vegna óhappsins kl. 13.45 og þegar voru sendir út menn á björgunarbátum. Aðeins tíu mín- útum eftir að tilkynning barst voru skútumennimir komnir í öruggar hendur en þeir höfðu þá hafst við á kili nokkrar mínútur. Skútan var dregin til hafnar í Kópa- vogi en talið er að ólag hafi valdið því að henni hvolfdi. Mennimir tveir eru vanir siglingum og varð góðu heilli ekki meint af þessu volki. -sbs Kylfur í kyn- þáttaslag Lögregla hafði talsverðan viðbún- aö vegna slagsmála tveggja ung- lingahópa sem létu að sér kveða í EddufeÚi 1 Breiðholti á laugardags- kvöldið. Þarna börðust annars veg- ar hópur íslenskra ungmenna og hins vegar unglingar frá Filippseyj- um og sló í brýnu vegna „óupp- gerðra mála“, eins og lögreglan orð- ar það. Fyrsta útkall kom mn klukkan ell- efu um kvöldið og tókst lögreglu þá að skakka leikinn. Síðar, eða um klukkan tvö um nóttina, brutust óeirðir út að nýju og þá vom nokkrir unglingar teknir úr umferð og fluttir á lögreglustööina við Hverfisgötu. Foreldrar sóttu þá svo þangað. Lög- reglan lagði hald á nokkrar kylfur sem notaðar voru sem barefli. -sbs Bifreiðaverkstœði Grafarvogs Gylfaflöt 24-30, 112 Reykjavík S. 577-4477, Fax: 577-4478 Allar almennar bflaviðgerðir Þjónustuaðili fyrir Bflabúð Benna EJNN EINN TVEIR NEYÐARLÍNAN LÖGREGLA SLÖKKVILIÐ SJÚKRALIÐ ÞÓTTI þEIM LÖGIN OF VEIK? i TjHgL 7£i* -' ' DV-MYNDIR KO Vanir menn og sakaöi ekki Menn á björgunarbátum voru fljótir á vettvang eftir aö skútunni hvolfdi. Þeim sem á henni voru varö þó ekki meint af volkinu og aöstoöu þeir björgunarmenn. Á innfelldu myndinni sést hvar komiö er meö skútumenn á land í Kópavogi. Fékk allt hinar bestu lyktir. Flóð í rénun og vegir að komast í lag á austanverðu landinu: Mikið landbrot við Jökulsarbru - sérfræðingur fór austur í gærkvöld til að meta stöðuna Mikið landbrot varð neöan við brúna yflr Jökulsá á Breiðamerk- ursandi í vatnsveðrinu sem gekk yfir austanvert landið fyrir og um helgina. Samkvæmt upplýsingum DV í gærkvöld var hvorki brúin sjálf í hættu né vegurinn að henni. Sérfræðingur frá Vegagerð- inni í Reykjavík fór á vettvang i gærkvöld til að skoða skemmdim- ar og meta stöðuna. Jökull Helga- son hjá Vegagerðinni á Höfn kvaðst hafa verið á þessum slóð- um í fyrradag og hefði þá stöðugt brotið úr landinu vegna flaumsins í Jökulsá. Flóðiö í Lagarfljóti á Héraði var í rénun síðdegis í gær og vegir á Austur- og Suðausturlandi voru sem óðast að komast í lag eftir vatnsveðrið sem dunið hafði yfir á þessum slóðum. Að sögn Ingólfs Amarsonar hjá flugmálastjórn á Egilsstaðaflugvelli sýndi mælir á Lagarfljótsbrúnni að vatnsborðið mm , ...-. -- Grafa á kaf Grafa sem notuö var viö Kotá fór á kaf í vatnsflauminum þegar verst lét. hafði lækkað um 2 sentímetra um kvöldmatarleytið í gær. Búist var við enn meiri rénun í nótt. Ingólfur sagði að borið heföi á þeim misskilningi að flugbrautin hefði farið undir vatn. Svo hefði alls ekki verið enda hefði þá ekk- ert flug verið til Egilsstaða. Hins vegar hefðu öryggissvæðið og ak- brautin farið undir vatn. Þess vegna gat flugvél, sem lenti á vell- inum í gær, ekki ekið með farþeg- ana að flugstöðvarbyggingunni heldur varð að ferja þá með rútu. Þegar mest var í fljótinu nú mældist vatnshæðin 51 sentímetra yflr því sem hún hafði áður mælst mest, árið 1968. í fyrrinótt fór vegurinn austan við Kotá sundur á 30-50 m kafla þegar jökulhlaup kom í ána. Rok og rigning var i Öræfum um helgina en vegagerðarmenn voru á staðnum og byrjaðir að koma Kotá í réttan farveg. Vega- samband komst á í gær. Mikill vatnsflaumur var í öllum ám í Ör- æfum en allar nema Kotá héldu sig í farvegi sínum. Styrkja þurfti vamargarða við Steinavötn og Fjallsá og hafa vega- gerðarmenn víða þurft að gera við skemmdir vegna vatnsflóðanna. -JSS/JI Skeiðavegur: Lést í bílslysi Maður um fimmtugt lést þegar fólksbill og jeppi rákust saman á móts við bæinn Kílhraun á neðan- verðum Skeiðum í Ámessýslu á sjötta tímanum í gærdag. Lögreglu á Selfossi barst tilkynning um óhappið klukkan 17.20 og fór björg- unarlið þegar á vettvang. Ökumað- ur jeppans og fjórir farþegar fóru til skoöunar á sjúkrahúsi á Selfossi en farþegi úr fólksbílnum var fluttur með sjúkrabíl til Reykjavíkur. Hinn látni ók fólksbifreiðinni og var hann á leið upp Skeiðin. Tildrög slyssins eru óljós en svo virðist sem maðurinn sem lést hafi misst stjóm á bifreið sinni og lent þversum á veginum og jeppinn svo skollið á fólksbílnum. Að meðtöldu slysinu í gær hafa alls 29 manns látist í umferðarslys- um það sem af er árinu. -sbs GABRIEL HÖGGDEYFAR hagstæð verð GSvarahlutir Bíldshöfða 14 • Sími: 567-6744 www.gscarparts@centrum.is Róttækar breytingar á lögum Læknafélags íslands: Undirfélög geta samið sér - ef viðsemjendur þeirra gangast inn á slíka samninga Sigurbjörn Sveinsson. Á aðalfundi Læknafélags ís- lands, sem hald- inn var sl. föstu- dag og laugardag, var samþykkt breyting á lögum félagsins. Með til- komu hennar geta undirfélög læknafélagsins samið hvert fyrir sig ef þau óska þess, að sögn Sigur- bjarnar Sveinssonar, formanns LÍ. Þetta þýðir að t.d. skurðlæknar geta óskað eftir því að fara sjálfir með kjarasamninga sína. Hins vegar get- ur Læknafélagið ekki mælt fyrir um að viðsemjendur læknanna gangist inn á slíka samninga. Á fundinum var samþykkt ein- róma ályktun þess efnis að lýsa yf- ir stuðningi við forystu heimfiis- lækna í réttindabaráttu þeirra sem nú stendur yfir. Sigurbjöm sagði við DV í gærkvöld, að í þeirri deUu væri boltinn nú hjá heUbrigðisráö- herra. Þaðan hefði ekkert innlegg tU lausnar deUunni borist. Hins vegar bærust uppsagnir heimilis- lækna jafnt og stöðugt inn. Jafnframt ítrekaði fundurinn óá- nægju sína með hvemig mál hafi þróast á Landspítala - háskóla- sjúkrahúsi við endurskipulagningu starfseminnar á þeim tveimur sjúkrahúsum þar sem meginstarf- semin fer fram. Þá kom fram mikU óánægja með hvað læknar hafa haft lítU áhrif á það og skort á því að tek- iö væri tUlit tU þarfa sérgreinanna við endurskipulagninguna. Fundur- inn hvatti tU þess að spítalinn markaði sér skýra stefnu sem há- skólasjúkrahús. -JSS GERVIHNATTABUNAÐUR LOFTNETSEFNI Kópavogi ÐBREK -166

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.