Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2002, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2002, Blaðsíða 12
12 MIDVDCUDAGUR 23. OKTÓBER 2002 Skoðun Á að friða rjúpuna, að þínu mati? Friörik Þór Ragnarsson: Nei, ég sé enga ástæöu til þess. Sigrún Eðvaldsdóttir: Kannski ekki alveg en þó vil ég viröa náttúruna. Spessi: Já, alveg hiktaust. Elín Guðlaugsdóttir: Já, ef hún er í útrýmingarhættu. Guðný Jóhannsdóttlr: Já, ég er eindregiö á þeirri skoöun. Sólveig Krusholm: Þaö fer eftir því hversu mikiö er til af henni. Orðagubb Bubba tónlistarmanns Benedikt Halidórsson skrifar: Skoðurs Ég hef aldrei kosið Framsóknar- flokkinn og þekki ekki Guðna Ágústs- son persónulega, en mér blöskra skrif Bubba Morthens tónlistarmanns í kjall- aragrein DV 21. október sem heitir, „Sjókvíalax Guðna Ágústssonar". Mik- ið er og um órökstuddar dylgjur í greininni. Bubbi skrifar: „Guðni er sniilingur í að svara út í hött og kannski fremstur meðal jafhingja á þinginu í þeirri grein sem lögfræðingar eru hvað þjálfaðastir i; að toga og teygja orðið.“ - Er Bubbi að halda því fram að lögfræðingar og þingmenn stundi það almennt að snúa út úr eða toga og teygja orðið? Gaman væri ef Bubbi upplýsti hvaða þing- menn og lögfræðingar þetta stunduðu, og enn skemmtilegra væri ef hann út- skýrði í leiðinni hvað hann ætti við með að „toga og teygja orðið“ í þessu sambandi. Og Bubbi heldur áfram: „Allt sem Guðni hefur sagt í sambandi við að verja villta laxastofhinn eru svikin orð.“ - Allt hvað? Á Bubbi við að þau loforð sem Guðni hefur gefið í sam- bandi við að verja vilita laxastofhinn hafi hann ekki staðið við - hingað til? Bubbi: „Landbúnaðarráðherra hefur hundsað allar ábendingar í þessu máli og sýnir enga dómgreind, en kannski er óréttlátt að gera þá kröfu til hans eins og hann er af Guði gerður." - Hvemig er Guðni af Guði gerður? „Og Framsóknarflokkurinn, sem ætti í raun að standa vörð um ámar okkar með Guðna I fararbroddi, hefur skrifað undir mögulegan dauðadóm þeirra vegna heimsku og skammsýni." - Er Sjókvíalax Guðna Ágústssonar Fyrtr nokkro varö um- hverfissfys hjá laxeWísfyrif- taaki I Mjóafiröí. Reynt var aö felo hvaö heföí skeó, m% þftö tókst ekkí betur tm *vo aö merm voru staönír aö þvt aö uröíi tíauöan eid&Utx svo t«l vi6 vegarkantínn - og þa& heilu tonrún. rtkí»«w Sa-M&ttr hntií fntotfd iw» fóvm&i f ♦tartUeyft moö Pn *«a kr*r AjArvsawj; !r*st> tírv »Ssí«fcSsa i varci og v*id( KfCrttr KV’*. r**J« 1 »*«*» íiUÓOsSíj' sfSBasjwa hö*’ A faítói WkAví »i>arö» in'im þw.'swi ímS&í tJkki vwfA órbfisv iótjé jursraöl * þasa-i uf> talífeB» towtkó* *tm waw'.t Víð míxutum y rAf ú .-fUr tvokkra,* ik AtK ««» fwfur fxfn t fituMli. v ift nft wrh viílto S.'ixstMoíh'asn nto htowt við ■siyftí þjijítx' fswvtAia^dinwr «« i«Aaa Oi K»eO »0 »í»vflo i rifftoMi vaS 6«r*Aí’*r.yív>G6 ug rtföwi um itvvr á »ð bruna totnt lao ixnðmn.. 0» .«■fcwr * fcmmar þð tn* faóaitt aft v#r*f l*m, rr fevj Uftra tttni<Sítiirííí<6i tev««*r <*i*íS*j«*ítröA nu«M?r fvö wrðM ttð r»oít> ter«t»4íU: OfíOoi ivttur t sícm «6 *4ö»- ÍAxsr tetiái *4« hr*ÍiWK vJO «iiwr kviar e* tf ntepfil xnunt iiiýtnt imvee tmitxtx i*9 vtrtt ekki þvatS v«t «*i íteiífi. F.« raSitS wr sA OudíMt UkM lvt«t t>ð» wrr |*k rm lnemr rw<ftar með **»Mrð «* ötf» hwrt ":V- ■ :• f f: ■ -• í V'eró ii eldidoxi er ekki hátt á hebnsmarkaðm - um. Vfd erum áratugum uf geitt aö rvprux ad grxda a þtatsu glapmrdi. Nvregur er búinn að furrtaka markaðinn fyrir iöngu ag stinga adrar þfóöir af og um ieið að rúsia vistkerfi ánna sinna. fetaawiiir #ywU t«tp í ftrtw ívfe? f< f.i«s-ltwi«aAwT'&a herrs feeftsr huwið Btttf óbwtáín*ai’ Greln Bubba Morthens í DV sl. mánudag sem bréfritari skírskotar til í dag. „Allt hvað? Á Bubbi við að þau loforð sem Guðni hefur gefið í sambandi við að verja villta laxastofninn hafi hann ekki staðið við - hingað til?“ Bubbi tónlistarmaður að halda því fram að Guðni ráðherra sé heimskur? Og til að kóróna orðagubbið segir Bubbi: „Guðni getur verið skemmtileg- ur, en það hefur ekkert með hæfhi hans sem ráðherra að gera. Hún er nánast engin - fyrir utan það að hafa þor til aö kyssa kýr.“ Þegar mikið er um alhæfingar og sleggjudóma ber það innihaldið og mál- staðinn ofurliði. Gott væri ef Bubbi gerði sömu gæða- kröfúr til sinna eigin greinaskrifa og hann gerir til ráðherra, þingmanna, lögfræðinga og Guðs sem stóð sig víst ekki nógu vel þegar hann skóp Guðna Ágústsson - að mati Bubba sjálfs. Áskorun til Allsherjarnefndar Gu&m. Þóroddsson skrifar f.h. Trúnaöarráös fanga, Litla-Hrauni: Undanfarið hafa menn farið með ýmsar fullyrðingar um fanga, reynslu- lausnir, morð og ýmislegt annað í les- endadálkum blaðanna. Einn þeirra er Kristinn Sigurðsson sem virðist vera illa upplýstur um þessi mál. Fullyrð- ingar hans og annarra sem eru á svip- uðum nótum eru þess eðlis að trúnað- arráð fanga á Litla-Hrauni neyðist til að upplýsa þótt ekki sé nema um eftir- farandi: Þegar dómari kveður upp dóm er hann að sjálfsögðu sér meðvitandi um reynslulausn, hann veit líka hvort ákærði fær reynslulausn eftir, segjum hálfan eða tvo þriðju hluta af- plánunar. Á íslandi er einhvers kon- ar hefð fyrir því að hæfileg refsing morðingja sé sextán ára fangelsi. Morðinginn getur síðan sótt um „Fyrir þá sem til þekkja, sem eru nú nokkuð margir, bœði fangar og aðstandend- ur þeirra, mætti segja að einn dagur ífangelsi sé á við tvo eða jafnvel fleiri daga úti í þjóðfélaginu. “ reynslulausn eftir tvo þriðju hluta af- plánunar eða eftir tiu ár og átta mán- uði en ekki eftir átta ár eins og t.d. Kristinn fullyrti í einu sinna bréfa því að hefð er fyrir því að morðingj- ar fái ekki reynslulausn eftir hálfa af- plánun, þrátt fyrir að þeir geti sótt um hana. - Morðingi fær dagsleyfi þegar hann hefur afþlánað einn þriðja hluta refsingar, eða fimm ár og fjóra mánuði og er þá miðað við góða hegðun. Það er auðvelt fyrir mann úti i bæ að segja að morðingjar eigi bara að klára allan sinn dóm. Fyrir þá sem til þekkja, sem eru nú nokkuð marg- ir, bæði fangar og aðstandendur þeirra, mætti segja að einn dagur í fangelsi sé á við tvo eða jafhvel fleiri daga úti í þjóðfélaginu. Og þegar menn eru komnir með sextán ár er það ansi mikið. Við hjá trúnaðarráði fanga viljum þó þakka Kristni Sigurðssyni fyrir áhug- ann á málefnum fanga og hvetja fólk til að kynna sér mál fanga og fangavistar. Að lokum viljum við í trúnaðarráð- inu skora á allsherjamefnd Alþingis að standa við þau orð að virkja þá nefnd sem þegar hefúr verið skipuð og endur- skoða lögin um fangelsi og fangavist. Loftárásir vestfirskra bænda Garri hefur dálæti á góðum vestrum. Hann getur ekki á heilum sér tekið nema hann geti horft upp á svo sem eins og einn góðan vestra í viku hverri. Og óvænt, alveg eins og utan úr blámanum, barst honum ágætis vestri á baksíðu DV í gær þar sem stóð að landeigendur á Vest- fjörðum væru komnir í hár saman við rjúpna- skyttur á svæðinu. Galnir og göldróttir Það er ekki að spyrja að Vestfirðingum. Þeir standa fast á sínu og ef þeir eru ekki galnir eru þeir göldróttir. Og svo eru þeir svo nægjusamir á sjálfa sig að þeir hafa helst engan áhuga á öðru fólki en þeim einum sem fæðst hafa í fjórð- ungnum. Og allra síst vilja þeir utankomandi veiðimenn á svæði sitt sem „aka utan vega og fara skjótandi um landareignir þeirra og heiða- lönd án þeirra leyfis“, eins og sagt var frá í síð- degisblaðinu í gær. Hleypt úr dekkjunum Og nýjasti vestrinn er sumsé á þá leið að breiður hópur vestfirskra bænda gengur um holt og hæðir í leit að rammvilltum rjúpnaskyttum og hleypir, já hleypir úr dekkjum bilanna þeirra. Þetta er herfilegt herbragð því ekkert er rjúpna- skyttum kærara en jeppinn þeirra sem þeir fmna stundum í lok veiðiferðar. Þar bíða þeirra þægindi og þurrir skór eftir endaleysur öræf- anna - og sprungið dekk, púnkterað, samanfafl- iö, flatt. Ekkert gefið eftir Og ekkert er neyðarlegra en að þurfa að hringja í Sigga eða Bigga og biðja vininn að sækja sig því jeppinn sé klikk í klettunum vestra. Þá er betra að vera týndur og tröllum gefinn. Loftárásir vestfirskra bænda, altso árás þeirra á loftið í dekkjum dónalegra veiðimanna sem vaða um landið á skítugum skónum, já þessar nútíma loftárásir munu taka á sig margvíslegar myndir á næstu dögum og vikum, eða allt fram til jóla. Það verður ekkert gefið eftir, eða eins og segir í fréttinni.menn hugsa sig um tvisvar áður en þeir koma aftur á þessar slóðir ..." Cjkrri Sala Lands- bankans Sigurður Magnússon hringdi: Flest er gott við sölu Landsbanka ís- lands en sumt vek- ur mann þó til um- hugsunar. Eitt er það að kaupin skuli gerð í dollurum og að upphæðin skili sér aldrei til íslands beint heldur verði notuð til að greiða niður erlendar skuldir en ein- hverju af fénu varið til jarðgangnabor- unar. Samt er ekkert fast í hendi, að sögn, fyrr en einhvern tima á næsta ári. Auðvitað er fjárv'öntun íslenska ríkisins gífúrleg og því ekkert undar- legt þótt salan sé hespuð af. Mikii ásókn er í fjármuni hér heima: til vega- gerðar, jarðgangaborunar og annarra hluta sem landsbyggðarþingmenn krefjast svo að þeir verði kosnir aftur. Sölu Landsbankans má samt ekki af- greiða sem augljóst neyðarbrauð - nema hún sé það í alvöru. Og hvað vit- um við, vesalingamir? Lög um hámarks- álagningu Ölafur Ólafsson skrifar: Er eitthvað flókið við það að breyta lögum: frá frjálsri álagningu í há- marksálagningu? Annaö eins er nú gert þegar mikið liggur við. Og á Al- þingi eru einmitt dæmi um að svona sé brugðist við er þurfa þykir, t.d. vegna kjarasamninga og viðlíka aðstæðna hér. - Hvað er á móti því að hér sé há- marksálagning, líkt og lágmarkslaun. Raunar ættu að vera hér lög um lág- marks- og hámarkslaun. Slíkt er ófremdarástandið í þjóðfélaginu þar sem hinir freku og yfirgangssömu rifa til sín það bitastæðasta úr aðfongum þjóðarinnar - já, með kjafti og klóm. Ömurlegt í bítið Sigurbjörg Guðmundsdóttir skrifar: Á mínu heimili er mikið horft á þáttinn í bítið á Stöð 2. Þama eru oft prýðileg viðtöl, hressileg og einbeitt í bland. Upp á síðkastið er samt eins og þyrmt hafi yfir þennan íyrrum ágæta þátt með inn- skoti aumkunar- verðra persóna, sem ýmist era eða hafa verið í undirheimum þjóðfélagsins, og gjaman viðtal við „skyggðar“ verur sem tuldra breyttri röddu um „afrek“ sín. Þetta stingur algjörlega í stúf við þann andblæ sem í bítið hefur haft. Nóg er af þessari umfjöllun í dagskrám og kastíjósum ríkismiðlanna þótt okk- ur sé hlíft við þessum ömurlegu upp- lýsingum á morgunsárið í Stöð 2. Hætta á þessu dekri við lægri þrep þjóðfélagsins. Flugleiðaþota fellur Ámi Bjömsson skrifar: Það vekur athygli hvemig Sjónvarp- ið tekur á málum Flugleiða. Flugleiða- þota féll skyndilega á leið írá Flórída nýlega og varð að snúa af leið til lend- ingar. Stöð 2 tók viðtal við einn farþega sem var alls ekki ánægður með af- greiðslu málsins eftir lendingu og sagði að enginn hefði talað neitt eða útskýrt fýrr en daginn eftir. í Sjónvarpi ríkis- ins var þessa ekki getið; aðeins sagt frá atvikinu eins og þetta væri svo sem rétt alvaríalegt. Þetta fer nú að verða dularfullt með atvikin hjá Flugleiðum. Skyldi skorta á eftirlitið? OV! Lesendur wmmmmmmmmmmmmmmmmmmmMKmmgsmxm. sm a , Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangiö: gra@dv.is E&a sent bréf til: Lesendasi&a DV, Skaftahlíð 24, 105 ReyKJavik. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang. „Skyggðar" verur dregnar fram. „Dekur niöur á við. “

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.