Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2002, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2002, Blaðsíða 26
26 MIÐVKUDAGUR 23. OKTÓBER 2002 Hartson til Reggina? Svo gæti farið að John Hartson væri enn eina ferð- ina á leið til nýs félags, hann hefur víða komið við á ferlinum en hann er aðeins 27 ára gamall. Hann hreif forsvarsmenn ítalska liðsins Reggina i leik Wales og ítala á dögunum þar sem hann átti skínandi leik. Hartson er á samningi hjá Celtic en hefur fengið fá tækifæri með liðinu. Martin O’Neill, knattspyrnu- stjóri Celtic, segist reiðubúinn að leigja Hartson til Ítalíu en til sölu sé hann ekki. Hartson er mikill markaskorari en Chris Sutton og Henrik Larsson halda honum fyrir utan liðið hjá Celtic. -JKS Ming mættur í slaginn Kínverski körfuknattleiksrisinn Yao Ming er kominn til Bandaríkjanna en eins og kunnugt er hreppti Houston Rockets þennan risavaxna leikmann sem er um 2,26 metrar á hæð. Ming mætti á sína fyrstu æfingu meö Hou- ston i gær og sagði við það tækifæri að eftir þessari stund væri hann búinn að bíða lengi. Houston bindur miklar vonir við Kínverjann en hann á þó ennþá langt í land að komast í það form sem hæfir leikmanni i NBA-deild- inni. Ming sagði við fréttamenn í gær að hann ætlaði að gera allt sem í hans valdi stæði til að Houston ynni sem flesta leiki í vetur. Rudi Tomjanovich, þjálfari Houston, sagði að koma Ming væri stór stund í sögu félagsins og hann væri mjög spenntur að sjá hvemig Ming myndi standa sig í hörðustu deild í heimi. Fjölmargir Kínverjar búa í Houston og muni þeir flykkjast á heimaleiki liðsins í vetur. -JKS Eg ber ábyrgðina - segir Graham Taylor, stjóri Aston Villa Graham Taylor, knattspymu- stjóri Aston Villa, er valtur í sessi þessa dagana, í kjölfar slæms gengis liðsins í ensku úrvalsdeild- inni en í fyrrakvöld beið liðið sinn sjötta ósigur í fyrstu tiu leikjun- um. Graham Taylor segist vera ýmsu vanur á 30 árum I starfi við þjálfun og hann viti alveg hvað vofi yfir sér. „Ég ber einn ábyrgð- ina á þeirri stöðu sem liðið er í. Við erum komnir í erfiða stöðu og áætlanir með liðiö hafa alls ekki gengið eftir," sagði Taylor. Stuðn- ingsmenn liðsins hafa brugðist hart við vegna gengi liðsins og eru í stórum stil hættir að mæta á heimaleikina. -JKS Dagar Giovanni Trappatoni senn taldir: Vialli efstur á blaði sem næsti þjálfari Heimsmeistaramót áhugamanna í golfi í Malasíu: Frábærar aðstæður í kæfandi hita - íslendingarnir heQa keppni á morgun Eftir tapleik ítala gegn Wales í undankeppni Evrópumóts landsliða í siðustu viku kröfðust ítalskir fjöl- miðlar afsagnar Giovannis Trappatonis, þjálfara liðsins. Þeir voru ómyrkir í máli og sökuðu hann um að ítalska liðið hefði beðið sinn versta skell í mörg ár. Talið var næsta víst að Trappatoni myndi fá pokann sinn strax eftir leikinn en ekkert hefur gerst í þeim efnum og situr hann sem fastast. Trappatoni nýtur stuðnings forseta ítalska knattspymusambandsins en nú er talið að hann verði beygður til að reka Trappatoni úr starfi. Gianluca Vialli þykir mjög væn- legur kostur til að stýra ítalska landsliðinu til vegs og virðingar á nýjan leik. Hann er sagður hafa áhuga á starfinu en lítið hefur farið fyrir kappanun eftir að hann hætti sem knattspymustjóri hjá enska lið- inu Watford. ítalskir fjölmiðlar furða sig á því að Trappatoni hafi ekki verið vikið úr starfi strax eftir heimsmeistara- keppnina í sumar. Honum var gefið tækifæri til að stýra liðinu í und- ankeppni Evrópumótsins en fallið á fyrsta prófi og beri honum þvi að víkja. -JKS Heimsmeistaramót áhugamanna í golfi hefst í Malasíu á morgun. Keppt er bæði í karla- og kvenna- flokki en íslendingar senda ein- göngu karlalið til keppni að þessu sinni. íslenska sveitin er skipuð þeim Haraldi H. Heimissyni, GR, Helga Þórissyni, GS, og Emi Ævari Hjartarsyni úr GS. Ragnar Ólafsson er liðsstjóri en með hópnum er einnig Staffan Johansson landsliðs- þjálfari. Mót þetta er haldið á tveggja ára fresti en síðast fór það fram í Berlín Rúnar Sigtryggsson og félagar í spænska handknattleiksliðinu Ciu- dad Real skutust í toppsæti spænsku úrvalsdeildarinnar í gær- kvöld þegar liöið sigraði Ademar Leon, 32-28, á heimavelli. í hálfleik var staðan 14-12 fyrir Ciudad Real. Ademar Leon tapaði þama sínum fyrsta leik og deila félögin með sér efsta sætinu. Þau hafa 14 stig eftir átta leiki og Barcelona er í þriðja sæti með 12 stig. Frábær leikur af okkar hálfu „Þetta var frábær leikur af okkar hálfu. Hann var i jafnvægi í fyrri hálfleik en í síðari hálfleik náðum við aö keyra upp hraðann og skor- uðum sex mörk úr hraðaupphlaup- um. Þetta var langbesti leikur liðs- ins í deildinni i vetur og það braust í Þýskalandi. Þar náði íslenska liðið ágætum árangri með því að lenda í 19. sæti. Fyrirkomulag mótsins í Malasíu er þannig að hvert landslið er skipað þremur kylfingum og telja tvö bestu skor i hverjum hring. íslensku keppendurnir komu til Malasiu um síðustu helgi og hafa notað tímann vel til að venjast að- stæðum en kæfandi hiti er um þess- ar mundir í landinu og hitastig 36-42 gráður. Liðið tók æfingahring sl. sunnudag en alls eru spilaðir fjórir æfingahringir áður en alvar- út mikil gleði í leikslok á meðal fjög- ur þúsund áhorfenda sem troðfylltu höllina hér í Ciudad Real,“ sagði Rúnar Sigtryggsson í samtali við DV skömmu eftir leikinn í gær- kvöld. Leikurinn átti upphaflega að fara fram um næstu helgi en var flýtt vegna þátttöku liðsins i Super Cup sem haldin verður í Magdeburg. í þá keppni komust lið sem sigruðu á Evrópumótunum sl. vor. Mag- deburg, Ciudad Real og Kiel og Fot- ex Vesprem sem tapaði úrslitaleikn- um fyrir Magdeburg í meistara- deildinni. Ciduad Real mætir Mag- deburg í undanúrslitum og Kiel leikur gegn Fotex Vesprem og sigur- liðin mætast síðan í hreinum úr- slitaleik. an hefst á morgun. Að sögn Ragnars Ólafssonar lið- stjóra er hitinn mikill samhliða miklum raka og veitir því ekki af nokkrum dögum til æfinga til að að- lagast þessum sérstöku skilyrðum. Annars eru aðstæður á keppnisstað, umgjörð öll og aðbúnaður liðsins frábær. Keppni í kvennaflokki hófst í byrjun vikunnar og til þessa standa Tælendingar, Spánverjar, Ástralar og Þjóðverjar best að vígi. -JKS 1. deild í körfuknattleik: ísfirðingar byrja best Körfuknattleikslið KFÍ frá ísa- firði hefur hafið keppni í 1. deild karla í körfuknattleik vel og hef- ur liðiö unnið fyrstu þrjá leik- ina. í leik Ármanns/Þróttar og Fjölnis í gærkvöld voru dæmdar 69 villur, þar af 31 villa í fjórða leikhluta og alls voru dæmd 96 víti. Úrslit í síðustu leikjum: Stjarnan-Fjölnir ......68-72 Sigurjón Lárusson 22, Stefán Reynis- son 14, Steinar Hafberg 11, Guðjón Lárusson 10 - Hjalti Vilhjálmsson 14, Sverrir Karlsson 13, Geir Þorvalds- son 13, Helgi Þorláksson 11. ÍS-Höttur..............59-62 Leifur Ámason 15, Þór Ámason 13 - Viðar Hafsteinsson 21, Ðjörgvin Karl Gunnarsson 12, Davíð Jónsson 11, Gjorgji Dzolev 10. KFÍ-Selfoss............85-77 Jeremy Sartent 19, Branislav Dragojlovic 18, Baldur Ingi Jónasson 12, Pétur Birgisson 10 - Bragi Bjarna- son 23, óskar Pétursson 15, Rúnar Pálmason 12. Reynir S.-Höttur ......94-70 Ármann/Þróttur-Fjölnir . 104-94 Halldór Óli Úlriksson 28, Lyon Per- due 26 stig stig, 11 fráköst, 8 stolnir, 7 stoðsendingar, Einar Bjamason 16, Halldór Sigurðsson 14 stig, 18 fráköst, 4 varin skot - Bjami Karlsson 30, Hjaiti Vilhjálmsson 22, 10 fráköst, Geir Þorvaldsson 11. KFÍ 3 3 0 279-245 6 Árm./Þr. 3 2 1 270-261 4 Þór, Þorl. 2 1 1 168-167 2 Höttur 1 1 0 62-59 2 Fjölnir 2 1 1 260-281 2 Árm./Þrótt. 3 2 1 270-261 4 Reynir, S. 0 0 0 0-6 0 Stjaman 1 0 1 77-85 0 Selfoss/Lau. 1 0 1 77-85 0 ts 2 0 2 132-146 0 -JKS/ÓÓJ Jafntefli hjá Ipswich Ipswich og Bumley skildu jöfn, 2-2, í ensku 1. deildinni í knattspymu í gærkvöld. Bumley jafnaði leikinn á lokamínútunni. Hermann Hreiðarsson lék allan leikinn með Ipswich sem er í 14. sæti með 16 stig. Þess má geta að Peter Reid, sem rekinn var frá Sunderland í síðustu viku, hefur verið boðið að taka að sér stjórnunina hjá Ipswich og er talið liklegt að hann taki boðinu. -JKS -JKS Gianluca Vialli er efstur á lista yfir þá sem líklegir eru til að taka við stjórn ítalska landsliðsins i knattspyrnu í stað Giovannis Trappatonis en dagar hans eru senn taldir. Spánn - handknattleikur: Rúnar og félagar í toppsætið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.