Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2002, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2002, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2002 Sport_______________________________________________________ i>v Liverpool sótti þrjú stig til Moskvu: Owen sjóðheitur - sex jafntefli í átta leikjum í meistaradeildinni í gær Michael Owen, sem talsvert hefur verið gagnrýndur í haust fyrir að skora ekki mörk, þaggaði heldur betur niður í slíkum röddum í gær með því að skora þrennu í 3-1 sigri á Spartak Moskvu. Sex leikjum af þeim átta sem leiknir voru i meistaradeild Evrópu í gærkvöld lyktaði með jafntefli. Það voru þó skoruð 35 mörk í leikj- unum átta. Arsenal tapað öðrum leik sínum á Qórum dögum en í gær var það Auxerre sem lagði liðið að velli og nú var það á heimavelli sem leik- menn Arsenal urðu að játa sig sigr- aða. Leikmenn Auxerre komu and- stæðingum sínum í opna skjöldu í upphafl með tveimur mörkum á fyrsta hálftimanum. Kanu minnk- aði muninn fyrir Arsenal átta mín- útum fyrir leikslok en það sem eft- ir lifði leiks fengu leikmenn engin umtalsverð færi sem þeir hefðu get- að jafnað leikinn úr. I Þýskalandi gerðu Dortmund og PSV jafntefli en liðin leika í riðli með Arsenal og Auxerre. Líklegt er að Arsenal tryggi sér áframhald- andi þátttöku í keppninni, keppnin um hitt sætið virðist standa á milli Dortmund og Auxerre. Skorar mikilvæg mörk Valencia tryggði sér sæti i annarri umferð með því að gera jafntefli við Basel á útivelli og náði þar með í stigið sem til þurfti til að komast áfram. Baráttan um hitt sætið stendur á milli Liverpool og Basel en liðin leika í B-riðli. Ro- berto Ayala, leikmaður Valencia, var rekinn út af á 88. mínútu. í sama riðli sótti Liverpool þrjú stig til Moskvuborgar þegar það lagði Spartak Moskvu að velli nokk- uð sannfærandi. Það var Michael Owen sem tryggði Liverpool stigin þrjú en hann gerði öll mörk liðsins í 3-1 sigri. Liverpool fékk reyndar á sig fyrsta mark leiksins á 23. mínút- ur og er það fyrsta markið sem lið- ið fær á sig í fimm leikjum. Michael Owen náði að jafna leikinn aðeins fimm mínútum síðar. Hann bætti síðan tveimur mörkum við í síðari hálfleik. Gerard Houllier var að vonum ánægður eftir leikinn. „Þeir byrj- uðu að vísu betur en við, enda þurftu þeir að sanna að þeir gætu náð i stig í riðlinum. Við slíkar að- stæður urðum við að reyna að halda aftur af þeim og nota þau tækifæri sem við fengum og Mich- ael Owen sá um það. Fyrir nokkrum vikum var Owen gagn- rýndur fyrir að skora ekki nóg en mörkin sem hann skorar eru mikil- væg. Að skora þrjú mörk á útivelli og það í Rússlandi eru nokkuð góð frammistaða," sagði Houllier eftir leikinn. Erfiðar aðstæður Michael Owen sagði að aðstæður í Moskvu hefðu verið erfiðar og hefðu minnt sig dálítið á aðstæður í Slóvakíu þegar enska landsliðið lék þar á dögunum. „Þetta var sko ekki auðvelt. Við æfðum á vellinum í gær og þá var hann mjög blautur, í kvöld var þó vatnið að mestu farið úr honum en hann var engu að síð- ur gríðarlega þungur. Það var því gott að ná fram þessum úrslitum,“ sagði Owen. Real Madrid náði ekki að tryggja stöðu sína á toppi C-riðils og náði aðeins jafntefli á heimavelli sínum gegn AEK Aþenu. Grikkimir hafa nú gert jafntefli í öllum leikjum sín- um í keppninni hingað til. Madrid- ingar virtust ætla að rúlla yfir Grikkina, komust fljótlega í 2-0 með tveimur mörkum frá McManaman. Grikkimir gáfust hins vegar ekki upp og náðu stigi sem ekki margir gera á heimavelli gegn Real Madrid í Evrópukeppn- inni. Lið Roma náði aðeins í eitt stig á heimavelli sínum gegn Genk og er þessi riðill alveg opinn. Þrátt fyrir að Genk sé í neðsta sætinu með tvö stig eiga í raun öll liðin fjögur enn- þá fræðilegan möguleika á að kom- ast áfram. Hörkuviðureign í Lyon í D-riðli var hörkuviðureign á milli Lyon og Inter Milan í Erakk- landi. Þetta varð markaleikur og hinn fjörugasti. Sigurinn í leiknum hefði í raun getiö fallið hvoru lið- inu sem var í skaut en þó virtust Frakkamir eiga meira í leiknum. Leikurinn einkenndist af opnum leik, mikið af mistökum á báða bóga og talsvert um opin færi sem bæði voru nýtt og fóru forgörðum. Ámi Gautur Arason og félagar hans í Rosenborg náðu í sitt þriðja stig í gærkvöld þegar liðið gerði jafntefli á útivelli á móti Ajax. Þrátt fyrir að hafa ekki unnið leik í keppninni til þessa á liðið ennþá möguleika á að komast upp úr riðl- inum, þó það sé nú ekki líklegt. Ajax lék síðustu mínútur leiksins einum færri en Jelle Van Damme var rekinn út af á 85. mínútu. Ámi Gautur lék allan timann í marki Rosenborgar. -PS $ MEiSTARADEILDíN A-riðill Arsenal-Auxerre.........1-2 0-1 Kapo (8), 0-2 Fadiga (28), 1-2 Kanu (53). Dortmund-PSV ...........1-1 1-0 Koller (10), 1-1 Bruggink (47), Stadan i A-riðli Arsenal 4 3 0 1 8-2 9 Dortmund 4 2 1 1 6-5 7 Auxerre 4 1 1 2 3-4 4 PSV 4 0 2 2 2-8 2 B-riðill Spartak Moskva-Liverpool . . 1-3 1-0 Danishevski (23), 1-1 Owen (29), 1-2 Owen (70), 1-3 Owen (90). Basel-Valencia.............2-2 1-0 Ergic (32), 1-1 Baraja (36), 1-2 Torres (72), 2-2 Ergic (90) Staóan i B-riðli Valencia 4 3 1 0 13-4 10 Liverpool 421 1 9-4 7 Basel 4 12 1 7-9 5 Spartak 4 0 0 4 1-13 0 C-riðill Real Madrid-AEK . . , 2-2 1-0 McManaman (24), 2-0 McManaman (43), 2-1 Koatsouranis (74), 2-2 Walter (86) Roma-Genk Staóan í C-riðli 0-0 Real Madrid 4 2 2 0 14-5 8 Roma 4 12 1 1-3 5 AEK 404 0 5-5 4 RC Genk 4 0 2 2 0-7 2 D-riöill Lyon-Inter..................3-3 1-0 Anderson (21), 1-1 Cacapa (31 sjm), 2-1 Carriere (44), 2-2 Crespo (56), 2-3 Crespo (66), 3-3 Anderson (75) Ajax-Rosenborg..............1-1 1-0 Ibrahimovic (41), 1-1 Emerly (85). Staðan i D-rióli Lyon 4 2 1 1 11-6 7 Inter 4 1 2 1 7-7 5 Ajax 4 1 2 1 3-3 5 Rosenborg 4 0 3 1 3-3 3 Markahæstu menn Filippo Inzaghi, AC Milan..........7 Hernan Crespo. Inter ..............5 Roy Makaay, Deportivo..............4 Yakubu Aiygbeni, Maccabi..........3 Alessandro Del Piero, Juventus . . 3 Ryan Giggs, Man. Utd...............3 Guti, Real Madrid..................3 Predrag Djordjevic, Olympiakos .. 3 Javier Saviola, Barcelona..........3 Ruud Van Nistelrooy, Man. Utd. .. 3 Nýi Arsenal-völlurinn: Miklar kostn- aðarhækkanir Kostnaður vegna byggingar á nýjum heimavelli Arsenal í London hefur samkvæmt nýjum áætlunum hækkað um 100 millj- ónir punda á nokkrum vikum. Upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir að hann myndi kosta um 400 milljónir punda. Hækkun kostn- aðar má fyrst og fremst rekja til þátta tengdra vellinum, svo sem vegna samgangna og fleiri slíkra þátta. Forráðamenn félagsins sögðu í gær að þetta myndi þó að engu leyti hafa áhrif á þau fjárráð sem Arsene Wenger hefur til leik- mannakaupa. Nýi völlurinn mun taka um 60 þúsund áhorfendur i sæti. -PS Vonast eftir landsliðssæti Pascal Cygan, leikmaður með Arsenal, segist halda að með hverjum leiknum sem hann leik- ur með Arsenal aukist líkurnar á að hann komist í franska landslið- ið. Hann segist sjálfur vera núna aðeins skrefi frá þvi að verða val- inn og þakkar Arsene Wenger, framkvæmdastjóra liðsins, og leikmönnum þess að svo er kom- ið. Hefði hann verið áfram hjá Lille í Frakklandi hefði hann aldrei komið til greina í franska landsliðið. -PS Leikmenn Basel fagna hér öðru marka sinna gegn hinu sterka liði Valencia. Basel á enn ágæta möguleika á að komast upp úr riðlinum f meistaradeildinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.