Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2002, Blaðsíða 1
SÍIVSI 551
m
243. TBL. - 92. ARG. - MIÐVIKUDAGUR 23. OKTOBER 2002
VERÐ I LAUSASOLU KR. 200 M/VSK
i
i
i
i
i
i
i
i
Verslanir Nóatúns í Smáralind og Austurveri:
Starfsmenn grunaðir
um stórþiófnað
Nokkrum fjölda starfsmanna Nóa-
túns í Smáralind, og i Austurveri hef-
ur verið sagt upp störfum vegna um-
fangsmikils þjófnaðarmáls sem komið
hefur fram í gögnum fyrirtækisins
sem veruleg rýmun á vörum. Ingimar
Jónsson, framkvæmdastjóri Kaupáss,
sem er regnhlifarfyrirtæki Nóatúns-
fyrirtækja, Kaupás verslana, 11-11 og
dreifíngarfyrirtækisins Búrs, staðfesti
þetta í samtali við DV í morgun. Heim-
ildir DV herma að jafnvel tugir starfs-
manna komi þarna við sögu, mest
ungt fólk, en Ingimar telur það orðum
auki. Hann vildi ekki gefa upp að svo
stöddu hversu mörgum hafi verið sagt
upp, en hann segir hluta þessara mála
hafa verið kærðan til lögreglu.
„Þetta er í rannsókn hjá okkur og
við munum kveðja lögregluna að
þessu líka. Þetta er leiðindamál og á
eingöngu við þessar tvær búðir. Það
virðist hafa verið einhver tengsl og
samantekin ráð starfsmanna í þessum
verslunum.“ Ingimar segir að flestir
starfsmenn sem þama koma við sögu
séu á aldrinum um tvítugt, en nokkrir
séu þó yngri. Þama sé bæði um það að
ræða að stolið sé úr kössum og eins og
vörur hafi verið teknar ófrjálsri hendi.
Ingimar segir vörurýmun oft á tíðum
vera verulega í verslunum og óhægt
um vik að upplýsa hvers vegna eða
sanna ef um þjófnað er að ræða. Und-
anfama mánuði hefur verið imnið að
því að efla eftirlit í Nóatúnsverslunun-
um.
Málið mun að sögn Ingimars
spanna nokkurra mánaða tímabil og
virðist hafa verið um samantekin ráð
að ræða. Fór þetta þannig fram að
starfsmenn skönnuðu vörur á kassa
eins og vera ber og létu greiða fyrir,
en strikuðu út hluta af vörunum áður
en kassanum var lokað. Mismuninum
eru starfsmennimir taldir hafa stung-
ið undan. Einnig var vörum stungið
undan.
Samkvæmt heimildum DV hafa yf-
irmenn boðið starfsmönnum afslátt af
skuld sinni ef þeir greini frá aðild fé-
laga sinna að málinu. Þetta hefur ekki
fengist staðfest. Hefur m.a. verið leitað
til foreldra viðkomandi til að reyna að
fá skuldir viðkomandi gerðar upp.
-HKr.
Leyniskyttan:
Hótar nú
árásum á
börnin
Bandaríska leyniskyttan,
sem grunuð er um að hafa
skotið þrettánda fórnarlamb
sitt til bana í gærmorgun, mun
að sögn bandaríska dagblaðs-
ins Baltimore Sun hafa skilið
eftir önnur skilaboð í nágrenni
morðstaðarins í Aspen Hill í
Maryland, þar sem hann ít-
rekar fyrri kröfur sínar frá því
á laugardaginn um að yfírvöld
leggi tíu milljónir dollara inn á
tiltekinn bankareikning innan
tveggja daga, annars taki þau
afleiðingunum af fleiri morð-
um.
Að sögn blaðsins mun lög-
reglan hafa fundið skilaboðin,
sem skrifuð voru á nokkrar
blaðsíður, í nálægum almenn-
ingsgarði nokkrum klukku-
stundum eftir árásina og þar ít-
rekar hann einnig hótun sína
um að ráðast gegn bömum, en
í fyrri skilaboðunum mun
hann samkvæmt óstaðfestum
fréttum hafa sagt: „Bömin ykk-
ar eru í hættu, hvar og hvenær
sem er.“
Mun hann sam-
kvæmt óstaðfestum
fréttum hafa sagt:
„Bömin ykkar eru í
hœttu, hvar og
hvenœr sem er. “
Fórnarlamb árásarinnar í
gær, það þrettánda í röðinni
síðan 2. október sl., er það tí-
unda sem leyniskyttan skýtur
til bana, en þar var um að ræða
35 ára gamlan strætisvagnabíl-
stjóra sem stóð í tröppum
vagnsins þegar hann varð fyrir
skoti í brjóstið og lést síðan á
spítala nokkrum stundum síð-
ar.
Charles Moose, yfirmaður
lögreglunnar í Montgomery-
sýslu, sem fer með rannsókn
málsins, talaði beint til leyni-
skyttunnar á fréttamannafundi
í gærkvöld, þar sem hann sagði
tæknilega óframkvæmanlegt
að verða við kröfum hans og
skoraði á hann að hafa þegar
símasamband við lögregluna.
■ NÁNARI UMFJÖLLUN
Á BLS. 10 í DAG
LIVERPOOL SOTTI ÞRJU STIG
TIL MOSKVU:
Owen sjóð-
heitur
og skoraði
þrjú mörk
SKAKBYLGJA I SKOL-
UM ÁRBORGAR:
Skákin
erfið en
gefandi
18
PHILCO18
Einfaldur 5kg ÞURRKARI fyrir
barka meö 2 hitastigum, köldum blæstri
krumpuvörn og rakaskynjara.
Heimilistæki
29.995
UMBOÐSMENN UM LAND ALLT
Verð áður 34.995
IJZÍSiiiaauglýsingar 550 5000