Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2002, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2002, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2002 DV Fréttir Sementsverksmiðjan á Akranesi í hart stríð við keppinaut: Stjórnvaldssekt yfir- vofandi vegna kæru Aalborg Portland - líður að „ögurstund“ - ráðherra og þingmenn kallaðir til stuðnings Gísli Gíslason. Jón Bjarnason. Aml Steinar Jóhannsson. Sementsverksmiðjan hf. á Akra- nesi á yfir höfði sér stjórnvalds- sekt fyrir að misbeita markaðs- ráðandi stöðu sinni gagnvart sam- keppnisaðila. Kemur þetta til álita að mati Samkeppnisstofnunar við kæru Aalborg Portland frá því í ársbyrjun en óafgreidd er önnur kæra Aalborg sem kom til umfjöll- unar í stofnuninni á mánudag. Allir sem vettlingi geta valdiö „Nú líður að ögurstund varð- andi framtíð verksmiðjunnar - því eru ráð- herra, þingmenn og aðrir þeir sem vettlingi geta valdið kall- aðir til stuðn- ings,“ segir Gísli Gislason, bæjar- stjóri á Akra- nesi og stjórnar- maður í Sem- entsverksmiðj- unni hf., í pistli um verksmiðj- una. Þetta kem- ur fram á vefn- um akranes.is þar sem Gísli lýsti því að á síðustu vikum hefðu átt sér stað ýmsar hræringar sem svo sannarlega hafa áhrif eða geta haft áhrif á samfélagið á næstunni. Staða Sementsverk- smiðjunnar sé erfið og að hún hafi tapað um fjórðimgi af markaði sínum, auk þess sem sala á sementi hefur dregist saman síðustu mánuði. Verk- smiðjan verði að fá tækifæri til að standa af sér samkeppni á j afnræðisgrund- velli. Þingsályktun gegn Aalborg Portland Virðist sem að minnsta kosti tveir þingmenn taki undir ákall bæjarstjórans og hafa Jón Bjarnason og Árni Steinar Jó- hannsson, báðir úr röðum Vinstri- grænna, lagt fram tillögu til þings- ályktunar sem virðist beinlínis stefnt gegn helsta samkeppnisað- ila Sementsverksmiðjunnar, Aal- borg Portland ísland hf. Þar segir m.a.: „Alþingi ályktar að fela iðnað- arráðherra aö láta gera úttekt á verðmyndun á innfluttu sementi og að grípa tO aðgerða ef í ljós kemur að um undirboð er að ræða. Þá segir einnig að ef um sé að ræða undirboð, eða svokallað „dumping," þurfl að taka á því og tryggja að jafnræði verði gætt hvað varðar framleiðslu Sements- verksmiðjunnar hf. Flutningsmenn telja að verði ekkert að gert geti það stofnað rekstri verksmiðjunnar i hættu og Bjarnl Halldórsson. Valgeröur Sverrisdóttir. Sementsverksmiöjan hf. á Akranesi Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi og stjórnarmaður verksmiðjunnar, ákall- ar ráðherra, þingmenn og aðra sem vettlingi geta valdið þar sem nú líði að ögurstund varðandi framtíð verksmiðjunnar sem á yfir höfði sér stjórnvalds- sekt. Tveir þingmenn hafa orðið við ákallinu og lagt fram þingsályktunartil- lögu sem virðist beinlínis stefnt gegn helsta samkeppnisaðila Sementsverk- smiðjunnar. jafnvel orðið þess valdandi að reksturinn verði lagður niður. Kærur á víxl Harðar ásakanir hafa gengið á vixl á milli þessara samkeppnisað- ila. Aalborg Portland kærði sem- entsverksmiðjuna í ársbyrjun m.a. til Samkeppnisstofnunar fyr- ir meinta ólöglega viðskiptahætti í ljósi stöðu sinnar með 80% markaðshlutdeild. Sementsverk- smiðjan kærði á móti Aalborg Portland fyrir undirboð á íslensk- um markaði. Samkeppnisráð úr- skurðaði 16. maí og þótti ekki ástæða til aðgerða gegn Alborg Portland. Áfrýjaði Sementsverk- smiðjan þá málinu til áfrýjunar- nefndar og krafðist þess að ákvörðun Samkeppnisráðs yrði hnekkt. Niðurstaðan fékkst í mál- ið 23. júlí sl. og var krafa Sements- verksmiðjunnar ekki tekin til greina en staðfest niðurstaða Sam- keppnisráðs. Hefur Sementsverk- smiðjan einnig kært Aalborg Portland í Danmörku til ESA, eft- irlitsstofnunar EFTA. Á mánudag tók Samkeppnis- stofnun til umfjöllunar kæru Aal- borg Portland sem kom í kjölfar kæru Sementsverksmiðjunnar. Ekki tókst þó að ljúka málinu. Þar er kærð meint óeðlilegt fyrir- greiðsla til viðskiptaaðila Sem- entsverksmiðjunnar, (BM-Vallár), meint óeðlileg fyrirgreiðsla eða undirboð til viðskiptaaðila og lækkun á verði til að koma í veg fyrir samkeppni. Alþingi beitt gegn sam- keppnisaöila Bjarni Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Aalborg Portland ísland hf., segir sérkennilegt ef beita eigi Alþingi beinlínis gegn fyrirtæki á samkeppnismarkaði til að verja Sementsverksmiðjuna hf. sem er markaðsráðandi fyrir- tæki í eigu ríkisins. „Þetta er með ólíkindum og auðvitað er þetta okkur til höfuðs. Það hefur t.d. aldrei verið hringt í mig af þess- um mönnum til að kanna hvort ég hafi einhver sjónarmið fram að leggja, heldur einungis lögð fram blaðagrein úr Morgunblaðinu til áréttingar þingsályktunartillög- unni“ Að öðru leyti vildi Bjarni litt tjá sig um málið fyrr en niður- staða liggi fyrir hjá Samkeppnis- stofnun. Stjórnvaldssekt yfirvofandi Samkeppnisstofnun óskaði eftir upplýsingum 6. febrúar 2002 frá Sementsverksmiðjunni um við- skiptakjör fimm stærstu við- skiptaaðila verksmiðjunnar vegna kæru Aalborg Portland i febrúar. Barst svar 1. mars og þar á meðal samningur við BM-Vallá frá 27. ágúst 2001. Samkeppnisstofnun telur að Sementsverksmiðjan kunni með þessum samningi að hafa brotið gegn 11. grein sam- keppnislaga sem segir að rík skylda hvíli á markaðsráðandi fyrirtækjum að grípa ekki til neinna ráðstafana sem raskað geti samkeppni á markaðnum eða mis- beita með öðrum hætti stöðu sinni. Að mati stofnunarinnar er umræddur samningur, einka- kaupasamningur í skilningi samn- ingsréttar. í lið 1-C í samningnum komi skýrt fram að samningurinn gildi fyrir öll sementskaup BM- Vallár með fáum undantekning- um. Er vísað til fyrri úrskurða um að slíkt sé brot á samkeppnislög- um. Fleiri atriði eru einnig nefnd til sögu er talin eru brot á lögun- um. Þá segir: „Til álita kemur því að beita heimildum 52. greinar samkeppn- islaga og leggja stjórnvaldsekt á Sementsverksmiðjuna." Var þetta kynnt Sementsverksmiðjunni 3. júní og Aalborg Portland 23. sept- ember. Virðist sem Samkeppnis- stofnun eigi erfitt með að líta fram hjá þessari niðurstöðu sinni við afgreiðslu á seinni kæru Aalborg Portland sem ekki tókst að klára á mánudag. Neyðarfundur? Sementsverksmiðjan virðist komin i alvarlega stöðu ef marka má fund Valgerðar Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, um málefni verksmiðjunnar í ráðu- neytinu í hádeginu 2. september. Fundinn sat fjármálaráðherra og ráðuneytisstjóra fjármálaráðu- neytis, stjórn og framkvæmda- stjóri Sementsverksmiðjunnar og ráðuneytisstjóri iðnaðarráðuneyt- is. Ekki hefur verið upplýst hvað rætt var á fundinum. -HKr. Hver býður betur? Startpakkinn ■ - allt sem til þarí Tilboð 1. Aðeins 5 8W« Jp% • /UU iv.i • ADSL mótald • Stofngjald Samtals verðmæti 18.125 kr. Tilboð 2. 9.900 kr. Nokia 3310 á 9.900 kr. Með 12 mánaða áskrift. Ekkert stofngjald 3--1ölD Venjulegt verð 14.900 kr. .......................- Hringdu strax f sfma 800 1111 eða komdu f verslun okkar f Kringlunni. > —. :.:-r3L Íslandssími i s I a n d s s i m i. i s fSlENSKA AUGLÝSINGASTOfAN/SIA.IS ISS 191 41 1 0/2092

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.