Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2002, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2002, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2002 DV Fréttir Við skemmdum enga brú „Við hjá ístaki erum óhressir með að vera taldir hafa skemmt brúna yfir Gönguskarðsá. Sann- leikurinn er sá að við fórum í einu og öllu eftir tilmælum Vegagerðar- innar og fluttum forbrjótinn að ánni en ekki yfir brúna eins og umdæmisstjóri Vegagerðarinnar segir í DV á mánudag," sagði Ágúst Ingi Andrésson hjá ístaki hf. í samtali við DV í gær vegna frétt- ar um svokallaðan forbrjót, grjót- mulningstæki á beltum, sem for- ráðamaður Vegagerðarinnar í Skagafirði segir að hafi valdið verulegum spjöllum á brúnni. Fossvélar á Selfossi eiga tækið sem var verið að flytja suður. Kári Jónsson framkvæmdastjóri sagði i gær að rétt væri að ístak hefði þarna enga sök átt. „Hitt er annað mál að vaðið sem Vega- gerðin haföi vísað á var eina 30 metra frá brúnni og alls ekki að- gengilegt. Þarna urðu engar skemmdir það best ég fæ séð, það hrundi aðeins frá stöplum," sagði Kári í gær. Hann segir að reynt hafi verið að koma forbrjótnum yfir brúna en strax hætt við. Síð- an lögðu menn braut að vaðinu og fóru þar yfir. Fundur um fátækt kvenna UNIFEMheldur morgunfund á Hótel Loftleiðum klukkan átta í fyrramálið undir yfirskriftinni „Fátækt kvenna". Á fundinum mun Harpa Njáls gera í stuttu máli grein fyrir rannsóknum sínum á fátækt á íslandi. Bók eftir Hörpu er væntanleg á næstunni en þetta verður í fyrsta sinn sem Harpa gerir grein fyrir niðurstöðum sínum. Fundurinn er haldinn í tilefni þess að á morgun er dagur Sameinuðu þjóðanna og ársrit UNIFEM er jafnframt væntanlegt á morgun. Bílvelta á Strandavegi Ökumaður flutningabíls slapp ómeiddur í bílveltu á Strandavegi í fyrradag. Að sögn lögreglunnar á Hólmavík var mikil hálka á vegin- um þegar slysið varð. Kranabíll fjarlægði bílinn og loka þurfti veg- inum i tvær klukkustundir. Bíl- veltan varð milli Guðlaugsvíkur og Borga á þjóövegi nr. 61. Bílinn, sem er lítill flutningabíll, var á suðurleið. Umhverfisverðlaun veitt Sturla Böðv- arsson sam- gönguráðherra veitti Guð- mundi Tyrf- ingssyni ehf. umhverfisverð- laun Ferða- málaráðs í lið- inni viku. í umhverfisstefnu Guðmundar Tyrfingssonar er kveðið á um kröfur um bifreiðar sem ætlað er að draga úr mengun og lögð er áhersla á flokkun og endurnýtingu úrgangs, þar á meðal vélaolíu. Kveðið er á um að bifreiðastjórar temji sér umhverfisvænt aksturs- lag, sýni snyrtimennsku og ástand bíla sé gott. Annað markmið með stefnunni varðar notkun á um- hverfisvænum vörum. 1 rökstuðningi varðandi ákvörð- unina kom fram mikilvægi þess að flutningafyrirtæki sýndu viðleitni til að halda óæskilegum áhrifum á umhverfið í lágmarki. -DH/JBP/shs/aþ NOTAÐAR VINNUVÉLAR Manitou MC 60 K dísillyftari 2WD, meö húsi, 6,0 tonna lyftigeta, 90 hö. Ingvar Helgason Itf. VÉLADEILD Ferskum fiski ekið suður og síðan aftur til Hornafjarðar nokkurra daga gömlum: Gamall og illa lyktandi fiskur í pottana í útgerðarbænum Homfirskar húsmæður sem ekki eru svo lánsamar að eiga sjómenn í fjölskyldunni eru afar ósáttar við það fiskmeti sem matvöruverslanir á staðnum bjóða upp á. Þar vantar mikið upp á að verið sé að selja góða matvöru. Sé ófrosinn fiskur tO í verslunum, þá kemur hann inn- pakkaður í neytendaumbúðum frá Fiskbúð Suðurlands 1-2 sinnum í viku og finnst mörgum súrt i broti að fólk sem býr í öílugum útgerðar- bæ þar sem nýr fiskur kemur í land i miklu magni geti ekki fengið fyrsta flokks fisk í matvöruverslun- um bæjarins. DV hafði samband við nokkrar húsmæður á Höfn og voru svör þeirra öll á einn veg, að ekki væri hægt að kaupa ófrosinn fisk í búð- unum því hann væri gamall og Ola lyktandi, sama hvaða dagstimpiU væri á honum. Fiskhakkið sögðu þær enn verra en fiskflökin. Landsreisa fisksins Þar sem vitað er að fiski er ekið frá Homafirði tU Reykjavíkur og sama fiskinum síöan aftur tU Hornafjaröar, hafði DV samband við Fiskmarkaðinn á Höfh þar sem starfsmenn hans sögðu þetta rétt vera og þessi fiskur kæmi í verslan- ir eystra. Jóhann Þórólfsson hjá Fiskmark- aðinum sagði að Fiskbúð Suður- lands fengi fisk frá þeim og það væri ekki fyrsta flokks fiskurinn sem þeir bæðu um, tU dæmis hefðu þeir verið að kaupa núna þriggja daga gamlan fisk sem síðan ætti eft- ir að senda með bU tU Reykjavíkur og þaðan færi hann í pökkun á Sel- fossi og þá væri hann orðinn a.m.k. fimm daga gamaU þegar hann kæmi í verslanir í útgerðarbænum þar sem honum var landað. Tvær matvöruverslanir eru á Höfn, Krónan og 11-11, báðar í eigu Kaupáss, og þjóna þær sínu hlut- verki mjög vel ef frá er talið fiskúr- val og að ekkert kjötborð er í 11-11. Þær húsmæður sem DV ræddi við voru sammála um að ástandið væri mjög leiðigjamt og oft á tíðum óhag- kvæmt að fá ekkert kjöt nema inn- pakkað í nokkrum stærðum pakkn- inga sem oft passa ekki fyrir kaup- andann. Þær sögöust vona að þar yrði breyting á og að verslun 11-11 kæmi með kjötborð þar sem við- skiptavinurinn gæti sjálfur valið úr það sem hentaði. Einnig kom fram að almenn ánægja væri með gæði kjötvöru í báðum verslununum, þar væri bæði ferskt og frosið kjöt mjög gott. Færa okkur fiskinn Strákarnir á Dögg SF eru hér að koma aö bryggju eftirgott fiskirí. Fiskurinn lendir ekki i potti húsmæöra í piássinu fyrr en eftir iöng feröalög um landiö, og þá oft nánast ónýtur. DV-MYNDIR JULIA IMSLAND Slöpp ýsa á leið til vinnslu „fyrir sunnan" Jóhann Þórólfsson í Fiskmarkaöi Suöurnesja á Hornafiröi meö glænýja lúöu og gamla slappa ýsu, sú síöarnefnda er á leiö í Fiskbúö Suöurlands. Fara til útlanda Þessar glænýju ýsur sem Jóhann heldur á eru á leiö til útlanda meö flugi, en lakari gæöin fara á innan- iandsmarkaö. Kaupmenn vilja bæta sig DV hafði samband við Sævar Ein- arsson, rekstrarstjóra hjá 11-11, sem sagði að þeim hjá 11-11 þætti miður að heyra að gæði á ferskum fiski hafi brugðist í verslunum þeirra og segir að 11-11 leggi metnað í að kaupa kjöt- og fiskafurðir frá fyrir- tækjum sem vinna þær af fag- mennsku. Við fognum ábendingu sem þessari og verður allt gert til að bæta úr í samráði við framleiðanda. „Þess má geta,“ segir Sævar, „að 11-11 hefur keypt ferskan pakkaðan fisk á Homafirði þegar hann hefur verið boðinn og von er á að svo muni verða á ný,“ sagði rekstrar- stjórinn. „Hvað kjötborð varðar þá eru slík ekki rekin í 11-11 og mun því miður ekki geta orðið sökum óhag- kvæmni, við hins vegar treystum á og vinnum með öllum helstu fram- leiðendum kjötvöru við að bjóða upp á eins gott úrval af pökkuðum kjötvörum og völ er á,“ segir Sævar Einarsson. Mikil og góð breyting varð í versl- unarmálum Hornfirðinga með til- komu Krónunnar sem er með sama vöruverð á Höfn og í Reykjavík. Nú heyrist fólk ekki lengur tala um að fara í Bónus þegar farið er til Reykjavíkur, en það tilheyrði ferð- inni hjá fjöldamörgum áður en Krónan var opnuð. -JI Mjög bágborin lausafjárstaða Hveragerðisbæjar: Ekki nægjanlega hugað að fjármögnun framkvæmda Endurskoðun fjárhagsáætlunar bæjarstjómar Hveragerðis fyrir árið 2002 kemur til umræðu á fundi bæjar- stjórnar Hverageröis í dag. Lausafjár- staða bæjarins er mjög bágborin. Verktakar hafa ekki fengið greidda reikninga sem gerir stöðu þeirra mjög bága, bærinn hefur ekki greitt leigu í marga mánuði, og heldur ekki greitt elliheimilinu á staðnum fyrir mat sem það sendir til eldri borgara í bænum. Orri Hlöðversson bæjarstjóri segir að mikið hafi verið framkvæmt á síð- ustu misserum í Hveragerði. Þar megi nefna grunnskóla, sem lokið var við í sumar, fráveitumannvirki, eða skolp- hreinsistöð, sem síar og hreinsar á lif- rænan hátt allt það skolp sem til henn- ar berst og bæjarfé- laginu ber að hreinsa. Hveragerð- isbæ ber að reisa samkvæmt lögmn slíkt mannvirki og er það fjárfrekasta framkvæmd bæjar- ins. Hún standi neðan þjóðvegarins við Varmá. Einnig hafi bærinn staðið í mikilli gatnagerð í innhverfum og það hafi eðlilega þrengt mjög lausafjárstöðu bæjarins. Það hafi orsakað í einhverjum tilfellum drátt á greiðslu reikninga. Bæjarstjóri segir að ekki hafi verið hugað nógu ræki- lega að fjármögnun þessara fram- kvæmda, ekkert mál sé fyrir sveit- arfélög að fá lán í bönkum. Því hafi þurft að fjármagna töluvert út úr rekstrinum undan- fama mánuði. Bæj- arstjóri bendir ja&framt á að tekj- ur bæjarins hafi verið að stóraukast vegna verulegrar íjölgunar íbúa og því sé tekjuflæði að aukast. En þvi fylgi sú kvöð að byggja við grunnskólann og byggja fleiri leikskóla. Gríðarlega mik- ið er byggt í Hveragerði en nú er ver- ið að byggja um 100 hús sem er stórt hlutfall í bæjarfélagi sem er með lið- lega 500 hús fyrir. í Hveragerði búa nú um 1.870 manns. Pálína Sigurjónsdóttir, einn þriggja bæjarfulltrúa Sjálfstæðis- flokks í minnihluta bæjarstjórnar, segir að fjárhagsstaða bæjarsjóðs sé mjög erfið og henni sé kunnugt um að viðskiptavinir bæjarins hafi ekki fengið greidda reikninga um tíma. Sýnt þykir að dregiö verði úr opin- berum framkvæmdum í Hveragerði meðan unnið er að því að bæta fjár- hagsstöðuna. -GG Blómabærinn Hverageröi Margir vilja búa þar og þar eru um 100 hús í byggingu. Þjónustan er bæjarfélaginu fjárhagstega erfiö.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.