Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2002, Blaðsíða 2
18
MÁNUDAGUR 28. OKTÓBER 2002
Sport
DV
Mánudagurinn 14. október 2002
Efni DV-
Sports í dag
0 Utan valiar, fréttir
© Kvennakarfan
© Essodeild karla
© Essodeild karla
© Essodeild karla
© Úrvalshópur í glímu
© Essodeild karla
© Intersportdeildin
0 NBA-deildin
0 NBA-deildin
ffi. / Intersport-deildin
körfuknattleik
0 NBA-deildin
0 NBA-deildin
© Evrópuknattspyrnan
© Evrópuknattspyrnan
0 Enska knattspyrnan
0 Enska knattspyrnan
© Enska knattspyrnan
0 Rall og veiöi
yjj NM drengja í fimleikum
© Fréttasíöa
© Baksíöa
Ólafur Stefánsson og Alfreö Gíslason unnu enn einn titilinn meö Megdeburg um helgina þegar þeir uröu meistarar
meistaranna f Evrópu um helgina.
Bestir í Evrópu
- Magdeburg bar sigur úr býtum í keppni Evrópumeistaranna
íslendingaliðið Magdeburg bætti
enn einni skrautfjöðrinni í hatt
sinn þegar liðið bar sigur úr býtum
í keppni á milli Evrópumeistara síð-
asta árs sem fram fór í Þýskalandi
um helgina.
Fjögur lið tóku þátt í mótinu,
þýsku liðin Magdeburg og Kiel,
íþróttadeild DV, Skaftahlíö 24
Beinn sími: .............. 550-5880
Ljósmyndir:............... 550-5845
Fax:...................... 550-5020
Netfang:..............dvsport@dv.is
Fastir starfsmenn:
Jón Kristján Sigurðsson (jks.sport@dv.is)
Óskar 0. Jónsson (ooj.sport@dv.is)
Óskar Hraöi Þorvaldsson (oskar@dv.is)
Pjetur Sigurðsson (pjetur@dv.is)
spænska liðið Ciudad Real, sem
Rúnar Sigtryggsson leikur með, og
ungverska liðið Fotex Veszprem.
Á fostudaginn fóru fram undan-
úrslit og þá bar Magdeburg sigurorð
af Ciudad Real,. 35-33, og Fotex
Vszprem lagði Kiel örugglega, 31-23.
Þessi leikur var að nokkru leyti
sérstakur fyrir Ólaf Stefánsson því
að hann mun ganga til liðs við
spænska liðið á næsta keppnistíma-
bili. Ólafur skoraöi fjögur mörk
gegn Cuidad Real og Sigfús Sigurðs-
son skoraði þrjú mörk. Leikurinn
var gífurlega spennandi en franski
markvörðurinn Christian Gaudin
bjargaði Magdeburg með því verja
vítakast á síðustu mínútunni i stöð-
unni 34-33 fyrir Magdeburg.
í úrslitaleiknum mætti Magde-
burg ungverska liðinu Fotex
Veszprem en þessi lið mættust
einnig í úrslitaleikjum meistara-
deildar Evrópu í vor. Þar fór Magde-
burg með sigur af hólmi og sú varð
einnig raunin í úrslitaleiknum á
laugardag. Ólafur skoraði fimm
mörk í leiknum fyrir Magdeburg og
línumaðurinn Sigfús Sigurðsson
skoraði tvö mörk.
Fann fyrir pressu
Ólafur Stefánsson sagði i samtali
við DV-Sport í gær að það hefði ver-
ið skrýtin tilfinning að spila á móti
spænska félaginu Cuidad Real sem
hann mun leika með á næsta tíma-
bili.
„Það var skrýtið en jafnframt
mjög skemmtilegt. Ég fann fyrir
pressu því að þeir voru að skoða
mig frá öllum hliðum en ég þurfti
bara að útiloka það og einbeita mér
að því að spila sem best fyrir
Magdeburg. Liðið er mjög gott,
vann Kiel með tíu marka mun í leik
um þriðja sætið, og það verður gam-
an að spila þarna á næsta ári,“
sagði Ólafur.
„Mótið var sterkt og það er alltaf
gaman að vinna titla. Nú tekur
deildin við og þar þurfum við að
reyna að hanga í Lemgo sem hefur
spilað frábæran handbolta upp á
síðkastið. Þeir munu hiksta í vetur
og þá þurfum við að grípa tækifær-
ið,“ sagði Ólafur Stefánsson í sam-
tali við DV-Sport. -ósk
Þýski handboltinn:
Hu sigrar í
röð hjá Lemgo
Lemgo virðist vera óstöðvandi
í þýska handboltanum um þess-
ar mundir. Á laugardaginn bar
liðið sigurorð af Gylfa Gylfasyni
og félögum í Wilhelmhavener,
41-31, og vann Lemgo þar með tí-
unda sigur sinn í röð á þessu
timabili. íslensku leikmennimir
höfðu frekar hægt um sig um
helgina. Gylfi skoraði eitt mark
fyrir Wilhelmhavener gegn
Lemgo,
Róbert Sighvatsson og Sigurð-
ur Bjamason skoraðu báðir tvö
mörk fyrir Wetzlar sem steinlá
fyrir Gummersbach, 33-17.
Gústaf Bjamason skoraði þrjú
mörk fyrir Minden sem tapaði
fyrir Wallau-Massenheim, 36-31,
á útivelli. Einar Öm Jónsson
skoraði tvö mörk fyrir Wallau-
Massenheim.
Úrslit og markaskorarar:
TuS Liibbecke-Hamburg . . . 27-24
Radonic 7/1, Lakenmacher 7, Seifert
3, Bretow 3, Hammerstrand 3, Fölser
2, Schwank 1, Willgerodt 1 - Emelind
5/1, Moldestad 5, Wagner 4, Knorr 3,
Kurtschew 2, Taj 2, B. Gille 2, Strauch
1.
Wilhelmhavener-Lemgo . . . 31-41
Pungartnik 7, Caiilat 7, Karrer 6, O.
Köhrmann 6/2, C. Köhrmann 2, Gylfi
Gylfason 1, Fathallah 1, Bilanovic 1 -
Baur 10/6, Zerbe 7, Lima 7,
Kehrmann 5, Schwarzer 5, Stephan 3,
Baumgartner 2, Tempelmeier 1, Bind-
er 1.
Gummersbach-Wetzlar.....33-17
Houlet 11/5, Yoon 8, Femandez 6,
Rastner 3, Lapcevic 3, Bommes 2 -
Golic 6, Michel 3, Róbert Sighvatsson
2, Sigurður Bjamason 2, Monnberg 1,
W. Klimpke 1.
Wallau-Minden .........36-31
Rose 11/3, Bengs 7, Immel 6, Werum
4, Hens 3, Weber 3, Einar Örn Jóns-
son 2 - Ziercke 7/1, Kusilew 7, Axner
6/2, Habbe 3, Gústaf Bjamason 3,
Buschmann 2, Maksimowitsch 2,
Carstens 1.
Eisenach-Flensburg.....26-27
Just 6, Jensen 5, Göhl 4, Vildalen 4,
Casanova 3, Reuter 2, Joulin 1/1,
Wöhler 1 - Christiansen 6/4, Berge 5,
Jeppesen 4, Dragunski 4, Stryger 3,
Klimowts 2, Kunze 2, Boldsen 1,
Lijewski 1.
Lemgo er á toppi deildarinnar með 20
stig eftir tíu leiki, Flensburg er með
18 stig eftir tíu leiki, Magdeburg er
með 16 stig eftir tíu leiki, Essen er
með 16 stig eftir níu leiki og Wallu-
Massenheim er með 12 stig eftir tíu
leiki. -ósk
Utan vallar
Margir hafa haldið því fram að
þjóðaríþrótt íslendinga sé ekki
handbolti eða knattspyma heldur
glíma. Þeir hinir sömu hafa nokk-
uð til slns máls því að þeir sem
stunda íþróttina utan landstein-
anna eru að öllum líkindum telj-
andi á fingrum annarrar handar.
Vegur glímunnar á íslandi und-
anfarna áratugi hefur þó ekki ver-
ið í samræmivið stöðu hennar sem
þjóðaríþrótt íslendinga. Það hefur
löngum þótt meira spennandi að
æfa einhvers konar boltaíþróttir en
glímuna og reyndar er þaö svo að
þeir sem hafa æft glímu hafa feng-
ið stimpil á sig sem sérvitringar.
Það má kannski til sanns vegar
færa að sú sjón, að sjá tvo fúll-
vaxna karlmenn stíga dans með
belti á mjöðmum og án undantekn-
inga í einstaklega gömlum íþrótta-
buxum, er ansi skondin en hún
rýrir þó ekki ágæti þessarar mætu
iþróttar.
í henni er lögð áhersla á drengi-
lega keppni, kurteisi og gott líkam-
legt atgervi þótt það sé reyndar
misjafnt eins og mennimir eru
margir. Glíman hefur „glímt“ við
það vandamál að ekki hefur tekist
að gera íþróttina að spennandi val-
kosti fyrir ungmenni. Það hefur
vantað ötulan talsmann til aö gera
veg glímunnar sem mestan því að
það krefst mikllar vinnu aö vekja
athygli á sér og sinni íþrótt á þess-
um síðustu og verstu tímum.
Það hefur ekki hjálpaö glímunni
að sömu mennirnir hafa verið ein-
ráðir í langan tíma og endumýjun-
in hefur verið lítil sem engin. Það
er erfltt að hafa áhuga á iþrótt þar
sem sömu mennirnir eru áskrif-
endur að titlum ár eftir ár og
spennan er engin.
Þessu hafa forsvarsmenn
glímunnar áttað sig á. Þeir hafa
hrandið af stað átaki sem á að
hleypa nýju lífi í þessa ævafomu
þjóðaríþrótt okkar íslendinga. Þeir
ætla að byrja á að reyna að laða að
yngstu iðkenduma í stað þess að
horfa til afreksmannanna, enda
erfitt að byggja hús og byrja á
fimmtu hæö. Það þarf aö reisa
grunninn áður en hús glímunnar
getur risið og þess vegna hefur
Oskar Hrafn
Þorvaldsson
íþróttafréttamaöur
á DV-Sporti
m
Glímusamband íslands stofnað úr-
valshóp fyrir glímuiðkendur sem
eru á aldrinum 15-20 ára. Þessi
hópur á að hittast með reglulegu
millibili og æfa undir stjórn bestu
glímumanna landsins. Gulrótin
fyrir þennan úrvalshóp er ferð til
Kanada árið 2004 þar sem úrvals-
hópurinn, ásamt bestu glímumönn-
um landsins, mun breiða út fagnað-
arerindið, glímunni til handa.
Þetta framtak Glímusambands-
ins er lofsvert og það að geta æft
undir leiðsögn bestu glímumanna
landsins ætti að vera spennandi
kostur fyrir krakka sem ekki hafa
enn fundið íþrótt við sitt hæfi eða
vilja prófa eitthvaö nýtt.
Glíman hefur átt undir högg að
sækja, það eru ekki miklir pening-
ar í íþróttinni en sem betur fer eru
enn til menn á íslandi sem vilja
veg þessarar íþróttar sem mestan
og eru tilbúnir að leggja mikið á
sig fyrir litlar þakkir og kannski
enn minni athygli.