Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2002, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2002, Blaðsíða 21
MÁNUDÁGUR 28. OKTÓBER 2002 37 Sport Á myndinni lengst til vinstri sjást þeir Witek Bogdanski og Mariusz Stec ásamt pólskum viðgerðar- manni við bíl þeirra félaga en á hin- um myndunum tveimur sjást þeir fé- lagar á fullri ferð á Mitshubishi Lancer bíl sínum í Warszawski-rall- inu í Póllandi. DV-myndir Ryszard Orzechowski Fer aftur út í desember Svo gæti farið að Witek Bogdanski fari aftur út í desem- ber til Póllands til að taka þátt í meistarakeppni í ralli sem fram fer árlega í Varsjá. Mariusz Stec, sem Bogdanski hefur verið að- stoðarökumaður hjá í undan- fornum keppnum, hefur verið boðið að taka þátt og líklegt að hann fái Bogdanski til að aka með sér. -ósk Vandræði hjá Bogdanski - varð að hætta keppni eftir þriðju sérleið í Warszawski-rallinu Witek Bogdanski keppti í War- szawski-rallinu í Póllandi 19.-20. október síðastliðinn ásamt félaga sínum, Pólverjanum Mariusz Stec. Ekið var á malbikuðum götum í ná- grenni Varsjár, höfuðborgar Pól- lands. Þetta var níunda og síðasta keppni ársins í pólsku rallkeppn- inni og jafnframt fimmta keppnin i röð sem Bogdanski og Stec taka þátt i. Byrjuðu vel Bogdanski og Stec byrjuðu keppn- ina vel og voru í þriðja sæti í N- flokki og sjötta sæti í heildarkeppn- inni eftir tvær sérleiðir sem er frá- bær árangur hjá þeim félögum. Á þriðju sérleið urðu þeir hins vegar fyrir óhappi sem gerði það að verkum að þeir þurftu að hætta keppni eftir sérleiöina. Olíuþrýstirigurinn féll „Við ókum þriðju sérleiðina mjög hratt. Við keyrðum mjög lengi á um 250 km/klst. hraða og skyndilega heyrðust óhljóð frá vélinni og í kjöl- farið gaus sterk brunalykt upp og reykur kom inn í bilinn. Ég leit aft- ur fyrir mig og sá engin ummerki um eld þannig að við opnuðum báða hliðargluggana og reyndum að halda áfram. Við náðum síðan að klára sérleiðina með herkjum og komum okkur á viðgerðarsvæðið en því miður var það of seint. Olíu- þrýstingurinn á vélinni var fallinn og því urðum við að hætta keppni," sagði Witek Bogdanski i samtali við DV-Sport. Mariusz Stec hafnaði í funmta sæti í N-flokki og níunda sæti í heildarkeppninni yflr árið sem er frábær árangur hjá þessum 22ja ára gamla ökumanni. Hann naut hjálp- ar Witek Bogdanski í síðustu fimm keppnunum. -ósk Veiðivon Gunnar Bender skrifar um veiöi fyrir ÐVSport Ákvörðun Heims að ráða Stefán Jón Hafstein sem næsta ritstjóra eins og við greindum frá fyrstir fjölmiðla í síð- ustu viku kom stjóm Stangaveiðifélags Reykjavíkur verulega á óvart. Eirikur St. Eiríksson hefur verið rit- stjóri og eru veiðimenn almennt ánægð- ir með hans störf innan félagsins. Menn hafa líka haldið því fram að Stef- án Jón hefði meira en nóg að gera í öðrum málum. Konur hafa tekið völdin í skemmti- nefnd Stangaveiðifélags Reykjavíkur og er Brynja Gunnarsdóttir, eiginkona Bubba Morthens, formaöur hennar. Síðast voru það bara karlar en núna eru það bara konur. Það er gaman að rýna í veiðitölur frá sumrinu og sjá hvaða fluga hefur gefið best yfir heildina, rauð franses stendur sig alltaf vel og gefur vel í mörgum lax- veiðiám. Veiðimenn sem voru undir það síðasta i Flekkudalsá á Fellsströnd veiddu vel á rauða. Veióimenn i öllum flokkum eru meira en iítið hissa þessa dagana. Enn eitt leyfið hefur nú verið gefið út og aö þessu sinni er leyft að sleppa megi norskum laxi í kvíar fyrir austan land. Fyrir nokkmm árum mátti ekki einu sinni koma með þennan lax í kvíar uppi á landi. Nú er öldin greinilega orðin önn- ur. Þetta er verða svipað og með regnboga- siiunginn, sem alls ekki mátti fara frá I.axalóni á sinum tíma. Hann er núna kominn út um aUt og helstu sérfræðing- arnir þekkja hann ekki trá öörum laxi le-ngur. G.Hender Fengsælir ferðamenn Hér aö neöan má sjá þá Guy Gef- froy, annan af leigutökum Vatns- dalsár, Dúa Landmark, Jean Pierre Fleury og Tancréde de Morinerie frá Seasons-sjónvarpsstööinni eftir vel heppnaöan veiöitúr þar sem fimmt- án gæsir lágu í valnum. Leiösögu- maður var Vignir Björnsson á Blönduósi. DV-myndir Vignir Veiddi sex rjúpur og tvær tófur - segir Skarphéðinn Ásbjörnsson „Það eina sem ég sá af rjúpu allan liðlangan daginn voru þessar sex rjúpur, en það er afar lítið af rjúpu á þessum slóðum núna,“ sagði Skarphéðinn Ásbjömsson, en hann var á rjúpu á Auðkúluheiðinni fyrir fáum dögum. „Árangur eftir svona heilan dag á heiðinni fyrir kunnugan mann þarna ætti að vera upp undir 20 stykki í venjulegu ári. Tófumar voru hins vegar heldur kærulausar, önnur svaf undir kletti en hin var að róta í lambshræi sem lá ofan í árfarvegi. Það er frekar óvanalegt að sjá tófur um hábjartan daginn, hvaö þá að komast í færi við þær. Ég sá einnig tvær tófur fyrr í haust þegar ég var á gæsaveiðum en náði bara annarri. Það virðist vera óvenjumikið af tófú um allt land,“ sagði Skarphéðinn enn fremur. -G.Bender Fjör á árbakkanum í Vatnsdalsá: Mikið mvndað „Þetta var hópur íslendinga og síðan Frakkar frá Seasons-sjónvarps- stöðinni í Frakklandi sem voru við tökur við Vatnsdalsá fyrr 1 sumar,“ sagði Dúi Landmark í samtali við DV-Sport, en hann hefur myndað mikið við laxveiðiárnar og á veiðislóðum skotveiðimanna síðustu mánuði með góðum árangri. „Það var verið að kynna sér þá starfsemi sem fer þar fram á vegum leigutakanna Péturs Péturssonar og Guy Geffroy í Vatnsdalnum. Hálftímaþáttur Þetta verður hálftímaþáttur um ána, lax-, silungs- og gæsaveiöi á svæðinu, sem er vinnslu og verður sýndur í Frakklandi strax á næsta ári. Þetta tókst feiknalega vel og gam- an þama á veiöislóðum," sagði Dúi í lokin. Gæsaveiðar hafa gengið vel hjá veiðimönnum og margir með flna veiði, mikið hefur verið af fugli og dagsveiðin hjá mörgum hefur verið á milli 30 og 40 fuglar. Það sama verð- ur ekki sagt um rjúpuna, þó eitt og eitt gott skot hafi reyndar komið síö- ustu daga. -G.Bender

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.