Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2002, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2002, Blaðsíða 19
MÁNUDAGUR 28. OKTÓBER 2002 35 WW Bestu ummæli helgarinnar fa verið á einhverjum öðrum leik(( Steve McClaren, knattspymustjóri Middlesbrough, var ekki sammála kollega sínum Terry Venebles hjá Leeds sem sagði að Leeds heíði unnið leik liðanna á laugardaginn ef Alan Smith hefði ekki fengið rautt spjald. „Viö misstum forystuna tvívegis en ég er viss um að það hefði ekki gerst ef Smith hefði klárað leikinn," sagði Venebles. „Við áttum leikinn frá upphafsflauti eftir því sem ég gat best séð og á öðrum degi þá hefðum við gengið af velli sem verðskuldaðir sigurvegar- ar. Við fengum fullt af færum til að skora og ég er ósáttur við að við skyldum ekki nýta þau. Að vísu náðum við að jafna í lokin en við hefð- um átt að vera búnir að gera út um leikinn löngu áður“, sagði McClaren eftir leikinn. -ósk Markahæstu menn ítalinn aldni Gianfranco Zola hefur skoraö manna mest í ensku úrvalsdeild- inni það sem af er þessu keppnistíma- Gianfranco Zola. bili' Gianfranco Zola, Chelsea .....8 Alan Shearer, Newcastle.......7 Sylvain Wiltord, Arsenal......6 Thierry Henry, Arsenal .......G Michael Owen, Liverpool ......6 Kevin Campbell, Everton ......5 Nwankwo Kanu, Arsenal ........5 Nicolas Anelka, Manchester City . 5 Massimo Maccarone, Middlesbr. . . 4 Ruud Van Nistelrooy, Man. Utd . . 4 David Dunn, Blackbum .........4 Danny Murphy, Liverpool.......4 Mark Viduka, Leeds............4 Tölfræðin: Hvaða lið standa sig best og verst í ensku úr- valsdeildinni í eindálkmum hér til hægri má sjá hvaða lið ensku úrvals- deildarinnar skara fram úr á ákveðnum sviðum tölfræðinnar en þessi listar eru uppfærðir eft- ir leiki helgarinnar og verða hér eftir fastur liður á ensku síð- unum í mánudagskálfmum. -ÓÓJ Stórleikur helgarinnar í ensku knattspyrnunni var á Anfield Road: - Liverpool hefur komið sér í góða stöðu á toppnum eftir sex sigurleiki í röð Liverpool er á hörkuskriði þessa dagana og á því fengu leikmenn Tottenham að kenna þegar þeir komu í heimsókn á Anfield Road. Liverpool har sigur úr býtum i leiknum, 2-1, vann þar með sinn sjötta sigur í ensku úrvalsdeild- inni í röð og náði fjögurra stiga forystu á toppi deildarinnar.i þökk sé tapi Arsenal gegn Blackbum. Leikurinn var hörkuspennandi og bar þess keim að mikið var í húfi enda Liverpool í efsta sæti deildarinnar fyrir leikinn en Tottenham í því þriöja. Það tók liðin 72 mínútur að brjóta ísinn en þar var að verki enski landsliðsmaðurinn Danny Murphy með glæsilegu skoti fyrir utan vítateig sem var óverjandi fyrir Kasey KeUer, markvörð Tottenham. Gestirnir voru þó ekki á því að gefast upp og náðu að jafna leikinn átta mínútum fyrir leikslok. Varn- armaðurinn Dean Richards skor- aði markið en Liverpool hafði þá haldið hreinu í 445 mínútur í deUdinni. Fjórum minútum síðar gerði síðan hinn magnaði Michael Owen út um leikinn. Hann fékk boltann úti á vinstri kantinum, lék á einn vamarmann Tottenham og var síðan feUdur af Stephen Carr, bakverði Tottenham, innan víta- teigs. Dómari leiksins dæmdi víta- spymu og úr henni skoraði Owen sigurmarkið af öryggi. Sýndi ótrúlegan styrk „Owen sýndi ótrúlegan styrk með því að taka þetta víti. Hann er aöeins 22 ára gamaU og það var ekki auðvelt að taka þetta víti. Það er ekki eins og staðan hafi verið 5-0 fyrir okkur þegar við fengum vitaspymuna. Þetta var víti á síð- ustu mínútunum gegn mjög góðu liði. Hann á aUan heiður skUinn," sagði Gerard HoiUlier, knatt- spyrnustjóri Liverpool, eftir leik- inn. Hugsa aöeins um okkur „Ekki spyrja mig hvort við höf- um átt sigurinn skUið - auðvitað verðskulduðum við hann. Ekki spyrja mig heldur um andstæðinga okkar og hvað þeir gerðu í dag því að ég hugsa aðeins um mitt lið,“ sagði Houllier eftir leikinn þegar hann var spurður um þá staðreynd að Arsenal hafði tapað og Manchester United gert jafntefli í sínum leikjum á laugardaginn. Létum ekki hugfallast „Ég er ánægður með sigurinn í dag því að við mættum mjög sterku og vel skipulögðu liði Tottenham. Við létum ekki hug- fallast þó að þeir næðu að jafna og héldum áfram þar til Owen skor- aöi sigurmarkið," sagði Houllier. Margt jákvætt í leik okkar Glenn Hoddle, knattspyrnustjóri Tottenham, var ekki sáttur við úr- slit leiksins „Mér fannst við vera aö spila vel í þessum leik. Liverpool-liðið er á miklu skriði þessa dagana og það er aldrei auðvelt að mæta á An- field og sigra. Þeir sýndu það í dag að þeir eru topplið en það var margt mjög jákvætt í okkar leik. Við þurfum hins vegar að fara að fá stig út úr viöureignunum við toppliðin þegar við spilum eins og í dag,“ sagöi Glenn Hoddle eftir leikinn. -ósk Michael Owen fagnar hér sigurmarki sinu gegn Tottenham ásamt Tékkanum Milan Baros. Reuters Sport Hvada lið standa sig best og verst í ensku úrvalsdeildinni Besta gengið Liverpool 20 stig af síöustu 24 möguleg- um, markatalan er 16-7 í leikjunum. Með besta genginu er átt við besta árangur liðs í siðustu átta deildarleikjum Flestir sigur- leikir í röð Liverpool sex. Besta sóknin Arsenal hefur skor- aö flest mörk eöa 26 í 11 leikjum eöa 2,36 aö meöaltali. Besta vörnin Man. Utd og Middlesbrough hafa fengiö á sig fæst mörk, 8 í 11 leikjum eöa 0,72 í leik. Bestir heima Arsenal hefur náö í 15 stig af 18 mögu- legum, hefur unniö 5 af 6 leikjum, marka- talan er 15-7. Bestir úti Liverpool hefur náö f 13 stig af 15 mögu- legum, hefur unniö 4 af 5 leikjum, marka- talan er 10-4. Bestir fvrir te Arsenal hefur náö í 23 stig af 33 mögu- legum og er meö markatöluna 16-5 í fyrri hálfleik. Bestir eftir te Liverpool hefur náö í 24 stig af 33 mögu- legum og er meö markatöluna 17-8 f seinni hálfleik. Versta gengift Sunderland 7 stig af síöustu 24 möguleg- um, markatalan er 4-13 í leikjunum. Versta sóknin Sunderland hefur skoraö fæst mörk eöa 4 í 10 leikjum eöa 0,4 aö meöaltali. Versta vörnin West Bromwich Al- bion hefur fengiö á sig flest mörk, 18 í 11 leikjum eöa 1,63 í leik. Verstir heima West Ham hefur náö í 2 stig af 18 mögu- legum, hefur tapaö 4 af 6 leikjum, marka- talan er 3-8. Verstir úti Aston Villa hefur náö í 1 stig af 15 mögulegum, hefur tapaö 4 af 5 leikjum, markatalan er 1-7. Oftast haldift hreinu Middlesbrough og Liverpool hafa hald- iö sex sinnum hreinu í 11 leikjum. Oftast mistekist að skora Aston Villa hefur ekki náö aö skora í sjö leikjum af 11.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.