Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2002, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 28. OKTÓBER 2002
19
Sport
DV
Hanna Björg Kjartansdóttir átti mjög góöan leik með KR gegn ÍS í gær
og skoraði 23 stig og tók 18 fráköst í 41-66 sigri. DV-mynd Teitur
Hanna Björg Kjartansdóttir og Helga Þorvaldsdóttir voru konurnar á bak
við 41-66 sigur KR á ÍS í Kennaraháskólanum í gærkvöld en það þýðir að
deildarmeistaramir hafa tapað fjórum fyrstu leikjum sínum í vetur en KR-
liðið er við hlið Grindavíkur í 2. sætinu. Hanna skoraði 23 stig og tók 18 frá-
köst og Helga skoraði níu af 15 stigum sínum í þriðja leikhluta þegar leiðir
skildi hjá liðunum, auk þess sem Helga sendi sjö stoðsendingar í leiknum.
KR vann seinni háifleikinn, 36-14, og þá fór varla skot ofan í hjá stúdínum.
Stúdínur spiluðu góða vörn og voru skynsamar í sókninni í fyrri hálfleik
og í hálfleik munaði aðeins þremur stigum en KR-liðið tapaði 16 boltum í
fyrri hálfleik en ÍS-liðið aðeins tveimur. í seinni hálfleik brotnaði leikur
stúdina og KR-liðið komst á góðan skrið og sigraði.
Stig ÍS: Þórunn Bjamadóttir 19, Cecilia Larsson 9 (6 fráköst, allt í fyrri), Guörún
Baldursdóttir 5, Jófríður Halldórsdóttir 4, Kristín Óladóttir 2, Rós Kjartansdóttir 1.
Stig KR: Hanna B. Kjartansdóttir 23 (18 fráköst, hitti 9 af 16 skotum), Helga Þorvalds-
dóttir 15 (7 stoðs.), Hildur Sigurðardóttir 5 (10 fráköst, 4 stoðs.), Guðrún Arna Sigurðar-
dóttir 4 (10 fráköst), Georgia Kristiansen 4, Sara Smart 4, Halla Jóhannesdóttir 3, Haf-
dís Gunnarsdóttir 2. ÓÓJ
Auövelt hjá Keflavík
Keflavík vann fjórða sigur sinn í jafnmörgum leikjum í 1. deild kvenna
á laugardaginn þegar nýliðar Hauka komu í heimsókn. Keflavík vann
leikinn að lokum með 34 stiga mun, 86-52, eftir að hafa komist í 22-6 í
uppphafi leiks og haft örugga forustu allan tímann. Haukamir léku án
hinnar 14 ára Helenu Sverrisdóttur sem lá veik heima og máttu illa við
því. Alls tapaði Haukaliðið 41 bolta og Helenu var sárt saknað. Á móti
kom síðan að Sonia Ortega lék fyrsta leik sinn með Keflavíkurliðinu en
þessi mexíkóska stelpa mun spUa með liðinu í vetur. Ortega fann sig
ágætlega i vöm og gekk vel að spila með liðinu en aftur á móti
hörmulega að hitta körfuna en alls misfómst 12 af 15 skotum hennar,
flestöll undir körfu Haukaliðsins.
Annars var það stjarna Marínar Rósar Karlsdóttur sem skein skærast
í Keflavík á laugardaginn. Marin skoraði 18 stig, tók 9 fráköst og stal 5
boltum á aðeins 24 mínútum. Auk Marínar léku þær Svava Ósk
Stefánsdóttir og Anna María Sveinsdóttir vel.
Hjá Haukum áttu þær Egidija Raubaité og Hrefna Stefánsdóttir ágætan
leik, auk þess sem Hanna Hálfdánardóttir kom sterk inn i seinni hálfleik.
Allt eru þetta stelpur sem leika inni í teig því að allar þær sem spila fyrir
utan áttu slakan dag hjá Haukaliðinu.
Stig Keflavíkur: Marin Rós Karlsdóttir 18, Svava Ósk Stefánsdóttir 13 (hitti úr
4 af 6 skotum), Anna María Sveinsdóttir 11 (10 fráköst, 7 stolnir, 5 stoðs. á 22 mín.),
Bima Valgarðsdóttir 10, Rannveig Randversdóttir 9, Sonia Ortega 9 (11 fráköst, 6
stolnir, 4 stoðs.), Krtistín Blöndal 8, Lára Gunnarsdóttir 6, Vala Rún Bjömsdóttir 2.
Stig Hauka: Hrefna Stefánsdóttir 11, Egidija Raubaité 10 (5 stolnir), Hanna
Hálfdánardóttir 8, Pálína Gunnlaugsdóttir 6, Birna Eiríksdóttir 5, Ösp
Jóhannsdóttir 4, Hafdís Hafberg 4, Stefanía Jónsdóttir 2, Hrafnhildur
Kristjánsdóttir. -ÓÓJ
^ Grindavík í öðru sæti 1. deildar kvenna í körfu eftir 85-79 sigur á Njarðvík:
1. deild kvenna í körfu
Keflavík 4 4 0 287-219 8
Grindavík 4 3 1 286-272 6
KR 4 3 1 274-226 6
Njarðvík 4 1 3 254-284 2
Haukar 4 1 3 217-263 2
ÍS 4 0 4 189-243 0
Stigahæstar aö meöaltali:
Denise Shelton, Grindavík .... 38,3
Sacha Montgomery, Njarðvík . . 25,0
Gréta Maria Grétarsdóttir, KR . 19,0
Birna Valgarðsdóttir, Keflavík . 17,3
Hanna B. Kjartansdóttir, KR ... 14,3
Þórunn Bjamadóttir, ÍS.......... 14,3
Anna María Sveinsdóttir, Keflav. 12,5
Cecilia Larsson, ÍS..............12,0
Helga Þorvaldsdóttir, KR ........11,8
Hafdís Helgadóttir, ÍS ..........11,5
HM í golfi um helgina:
llla gekk hjá
íslendingunum
íslenska landsliðinu í golfi
hefur ekki tekist að fylgja eftir
góðum fyrsta degi á heimsmeist-
aramóti áhugamanna í golfi sem
lauk um helgina.
Keppni á fjórða og síðasta degi
mótsins stóð enn yfir er blaðið
fór í prentun í gærkvöld en is-
lendingar voru í 39. sæti af 63
þjóðum að loknum þriðja degi.
Á fóstudag og laugardag gekk
ekki sem skyldi hjá íslensku
keppendunum og hefur liðið
leikið samtals á 461 höggi, 150
höggum fyrsta dag, 155 höggum
annan dag og 156 höggum þriðja
daginn.
Frakkar hafa verið með for-
ystu alla keppnina en lið Banda-
ríkjanna hefur fylgt þeim eins og
skugginn og á enn góða mögu-
leika á sigri. -vig
HM í snóker:
Jóhannesí
Attu meira
Stelpurnar úr Grindavík og
Njarðvík buðu upp á fina skemmt-
un þegar liðin mættust í Röstinni í
fjórðu umferð úrvalsdeildarinnar í
körfuknattleik á laugardaginn var.
Grindavíkurstúlkurnar sigruðu
85-79 og hafa þar með unnið þrjá
leiki og tapað einum en þær græn-
klæddu unnið einn og tapað þrem-
ur. Liðin virðast afar áþekk að
styrkleika, bæði með góða útlend-
inga, en Njarðvíkurliðið er hávaxn-
ara en því tókst ekki að nýta sér
það sem skyldi.
Framan af léik benti fátt til þess
að um spennandi leik væri að
ræða. Gestimir voru miklu ákveðn-
ari, skoruðu tíu fyrstu stigin og svo
virtist sem heimastúlkur væru
hreinlega ekki með á nótunum.
Mestur varð munurinn þrettán
stig, 5-18, en eftir fyrsta leikhluta
var munurinn ellefu stig, 12-23.
Fljótlega í öðrum leikhluta
komust Grindavíkurstúlkur loksins
til almennilegrar meðvitundar og
tóku að saxa á forskot gestanna.
Þær náðu að jafna upp úr miðjum
leikhlutanum og það var jafnt í leik-
hléi, 38-38. Uppsveiflan hélt áfram
hjá liðinu, sem skoraði níu fyrstu
stigin í þriöja leikhluta og þar með
náðu þær undirtökunum sem síðan
voru ekki látin af hendi þótt Njcirð-
víkurstúlkum tækist nokkrum sinn-
um að jafna.
Talsverð spenna var á lokakafla
leiksins en heimastúlkur áttu þá
einfaldlega meira inni, líkamlega
sem andlega, og tryggðu sér stigin
dýrmætu. Denise Shelton var þeirra
atkvæðamest þótt hún væri ansi
lengi í gang. Sólveig Gunnlaugsdótt-
ir, Sigriður Anna Ólafsdóttir og
María Anna Guðmundsdóttir voru
nokkuð traustar.
Hjá Njarðvík var Sacha
Montgomery best og þær Helga
Jónsdóttir og Auður Rósalind Jóns-
dóttir áttu ágætan leik.
Stig Grindavíkur: Denise Shelton 38
(18 fráköst), Sólveig Gunnlaugsdóttir 13
(9 fráköst, 5 stoðs.), Sigríður Anna Ólafs-
dóttir 12, María Anna Guðmundsdóttir 10
(5 fráköst, 5 stoðs.), Erna Rún Magnús-
dóttir 5, Guðrún Ósk Guðmundsdóttir 4,
Sandra Dögg Guðlaugsdóttir 3.
Stig Njarðvikur: Sacha Montgomery
39 (8 fráköst, 7 stoðs., 3 stolnir), Helga
Jónsdóttir 11 (15 fráköst), Auður Rósa-
lind Jónsdóttir 11, Guðrún Ósk Karlsdótt-
ir 5 (9 fráköst), Eva Stefánsdóttir 4, Fjóla
Eiriksdóttir 3 (9 fráköst), Pálína Heiða
Gunnarsdóttir 3, Bára Ema Lúðvíksdótt-
ir 3. -SMS
vænlegri stöðu
SnókerspOarinn Jóhannes R.
Jóhannesson er í vænlegri stöðu
á heimsmeistaramóti áhuga- og
atvinnumanna í snóker sem nú
stendur yfir í Kaíró í Egypta-
landi. Hann hefur unnið fimm
leiki og tapað aðeins einum og er
nánast öruggur í úrslit.
Kollegi hans, Brynjar Valdi-
marsson, er einnig í eldlínunni
og hefur staðið sig vel. Brynjar
hefur hlotið fjóra sigra úr sex
viðureignum.
Árið 1994 komst Jóhannes í
útslit í þessu móti og tapaði þá
naumlega fyrir Mohammed
Yousuf frá Pakistan, 11-9. Jó-
hannes á því harma að hefna og
miðað við form hans í dag er
hann til alls líklegur á mótinu í
Egyptalandi. -vig
Gott á bilathing.is bílaþing heklu
HEKLA Laugavegi 170-174 • Sími 590 5000 • www.bilathing.is • bilathing@hekla.is Númer eitt f notuðum bílum!