Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2002, Síða 9
MÁNUDAGUR 28. OKTÓBER 2002
25
Sport
Eiríkur Önundarson er hér meö bolt-
ann í leiknum gegn KR sem fór fram
á föstudagskvöld þar sem Eiríkur
og félagar í ÍR höföu betur.
DV-mynd Hari
ÍR-KR 89-81
0-2, 4-7, 11-9, 19-13, 23-20, (29-28), 33-28,
33-39, 39-45, 42-48, (48-51), 56-51, 56-57,
64-57, 64-64, (70-64), 77-68, 78-74, 83-74,
89-81.
Stig ÍR: Eiríkur Önundarson 26, Eugene
Christopher 21, Sigurður Þorvaldsson 13,
Ómar Sævarsson 10, Ólafur Sigurðsson 7,
Hreggviður Magnússon 4, Fannar
Helgason 4, Alexandar Cumic 4.
Stig KR: Darrell Flake 33, Magni
Hafsteinsson 14, Magnús Helgason 13,
Skarphéðinn Ingason 11, Steinar Kaldal 5,
Jóel Sæmundsson 2, Tómas Hermannsson
2, Steinar Páll Magnússon 1.
Dómarar (1-10):
Leifur Garðars-
son og Björgvin
Rúnarsson (7).
Gϗi leiks
(1-10): 5.
Áhorfendur: 250.
Maöur
Eiríkur Önundarson, ÍR
Fráköst: ÍR 33 (6 í sókn, 27 í vöm,
Christopher 8), KR 43 (14 í sökn, 29 í
vöm, Flake 12).
Stoösendingar: ÍR 16 (Eiríkur 4),
KR 20 (Magni 5).
Stolnir boltar: ÍR 14 (Christopher
6), KR 12 (Magni 6).
Tapaöir boltar: ÍR 23, KR 24.
Varin skot: ÍR 6 (Cumic 3), KR 3
(Flake 2).
3ja stiga: ÍR 17/6, KR 14/5,
Víti: ÍR 33/27, KR 35/24.
Hamar-Njarðvík 97-103
2-0, 8-0, 10-5, 15-9, 19-10, 22-15, 27-20,
(31-23), 33-23, 40-33, 4240, 5(M5, 5^48,
(54-48), 54-50, 54-54, 60-59, 62-64, 68-66,
73-71, (76-73), 76-76, 82-80, 84-86, 88-91,
90-96, 93-100, 95-102, 97-103.
Stig Hamars: Robert O’Kelly 36, Gunn-
laugur Erlendsson 19, Lárus Jónsson 15,
Ægir Gunnarsson 9, Svavar Pálsson 6, Mar-
vin Valdimarsson 5, Pétur Ingvarsson 5,
Hallgrímur Brynjólfsson 2.
Stig NJarðvíkur: Pete Philo 28, Friðrik
Stefánsson 26, Páll Kristinsson 15, Guð-
mundur Jónsson 11, Ragnar Ragnarsson 11,
Sigurður Einarsson 6, Ágúst H. Dearbom 2,
Halldór Karlsson 2.
Dómarar
(1-10): Einar
Skarphéðinsson
og Georg Ander-
sen 5.
Gœði leiks
(1-10): 6.
Áhorfendur:
250.
Maöur leiksins _____________
Friörik Stefánsson, Njarövík
Fráköst: Hamar 29 (9 í sókn, 20 vöm
Ægir 6), Njarðvík 49 (15 í sókn, 34 vöm,
Friðrik 20).
Stoósendingar: Hamar 20 (Láras 12),
Njarðvik 13 (Philo 4).
Stolnir boltar: Hamar 6 (Hallgrímur
2), Njarðvik 6 ( Pete 3).
Tapaöir boltar: Hamar 2, Njarðvík
16.
Varin skot: Hamar 5 ( Marvin 3),
Njarðvík 4 (Friðrik 3).
3ja stiga: Hamar 9/25, Njarðvík 6/17.
VitifHamar 29/18, Njarðvík 42/25.
ÍR tók á móti KR á fóstudagskvöld
og var búist viö hörkuleik þar sem
bæði lið tefla fram mjög svo fram-
bærilegum liðum í vetur. Leikurinn
náði aldrei því flugi sem vænst var
og fór hann mikið fram á vítalín-
unni. Eftir að KR hafði haft yfír í
háifleik þá voru það heimamenn sem
reyndust grimmari í seinni hálfleik
og innbyrtu sigur, 89-81.
Fyrri hálfleikur var ágætur fram-
an af og var mikið skorað. KR virtist
ná undirtökunum en heimamenn
náðu að minnka muninn í þrjú stig
fyrir hlé, 48-51.
Eftir slakan varnarleik í fyrri hálf-
leik tóku iR-ingar sig saman í andlit-
inu og bitu á jaxlinn í vöminni. KR
áttu engin svör við vörn ÍR það sem
eftir lifði leiks. Heimamenn gengu á
lagið og sigldu tveimur mikilvægum
stigum í höfn.
Eftir stirða byrjun í haust unnu
ÍR-ingar góðan sigur. Baráttan og
hungrið var til staðar að þessu sinni
en oft áður hafa ÍR-ingar mætt af-
slappaðir til leiks eftir góðan sigur.
Það verður fróðlegt að sjá hvort ÍR-
ingar ætla að fylgja þessum góða
sigri eftir eða fara að ofmeta sig.
Deildin er virkilega jöfn þetta árið
þar sem allir geta unnið alla og verða
ÍR-ingar aö vera á tánum í 40. minút-
ur í öllum leikjum.
Eiríkur mikilvægur fyrir ÍR
Hjá ÍR var Eiríkur Önundarson
bestur og reyndist hann KR-ingum
erfiður. Hann lék mjög vel á þeim
kafla sem ÍR-ingar voru að skilja
gestina eftir. Eugene Christopher er
duglegur leikmaður sem skilaði sínu.
Hann hitti illa utan af velli en nýtti
vítin vel og skoraði helming stiga
sinna þaðan. Hann barðist vel í vöm-
inni og stal sex boltum. Alexandar
Cumic lenti snemma í villivandræð-
um þegar hann var að kljást við
Darrell Flake og lék aðeins 11 mínút-
ur. Hreggviður Magnússon er að
koma til baka eftir meiðsl og á nokk-
uð í land með að komast í sitt gamla
form. Sigurður Þorvaldsson hafði
hægt um sig aö þessu sinni en laum-
aði 13 stigum.
Nokkuð ráðleysi einkenndi KR í
seinni hálfleik og eftir að hafa skorað
51 stig í fyrri hálfleik náði KR aðeins
að skora 30 í þeim seinni og það með
herkjum, þar af gerði Flake 18. Flake
var drjúgur að vanda en hefur leikið
betur. Bæði Magni Hafsteinsson og
Skarphéðinn vom í villuvandræðum
og máttu KR-ingar Ula við því. Bekk-
urinn var ekki að gera mikið og
fengu KR-ingar aðeins 10 stig frá
varamönnum sínum. Arnar Kárason
spilaði sinn fyrsta leik í vetur en
setti ekki mark sitt á leikinn. -Ben
Brenton frá
vegna meiðsla
Körfuboltamaðurinn Brenton
Birmingham mun ekki leika með
liði sínu Rueil
á næstunni
vegna meiðsla
í baki. Brent-
on hefur átt
við bakmeiðsli
að glima um
hrið en núna
er reiknað
með að hann
verði frá alla
vega í einn Brenton Birming-
mánuð og ham
hugsanlega tvo. Brenton missti sem
dæmi úr leiki með Njarðvík í fyrra
vegna bakmeiðsla.
Sameiginleg ákvörðun
Brenton var að leika vel með
franska liðinu á undirbúningstíma-
bilinu og voru miklar vonir bundn-
ar við hann í vetur. Hann hefur ver-
ið meiddur frá því að deildin hófst í
haust og alls ekki náð sér á strik.
Það var því sameiginleg ákvörðun
félagsins og Brentons að hann
myndi taka sér frí frá körfubolta-
iðkun og einbeitti sér aö því að ná
sér góðum í bakinu.
Hugsanlega brjósklos
Viö fyrstu læknisskoðun bendir
flest til þess að um brjósklos í neðri
hryggjarlið sé að ræða.
Brenton mun fara aftur til sér-
fræðings og fá endanlega úr því
skorið hvað þetta sé sem er að
angra hann og hvemig verði tekið á
þessum bakmeiðslum. -Ben
Jón Arnór
með stórleik
Jón Amór Stefánsson átti frá-
bæran leik með liði sínu, TBB
Trier, á laugardaginn þegar liðið
beið lægri
hlut fyrir
EWE
Baskets Old-
enburg,
87-73, í
þýsku 1.
deildinni í
körfuknatt-
leik.
Jón Arnór
skoraði 21
stig og gaf
sex stoðsendingar á 32 mínútum
og var langbesti maður Trier í
leiknum. Jón Amór hitti mjög
vel í leiknum, úr átta af fjórtán
skotum sínum utan af velli og
fjórum af fimm vítaskotum sín-
um.
Trier hefur nú leikið sex leiki
í þýsku 1. deildinni og ekki enn
unniö leik. -ósk
Mjög gott að landa sigri
- sagöi Friörik Ragnarsson, þjálfari Njarövíkinga, eftir sigur á Hamri
Leikurinn fór mjög fjörlega af
stað og lofaði góðu fýrir Hamars-
menn, þeir náðu átta stiga forustu
strax I byrjun og höfðu yfirhöndina
allan fyrsta leikhluta, þó vora Njarð-
víkingar aldrei langt undan. Staðan
eftir fyrstu tíu mínúturnar var
31-23. Hamarsmenn héldu upptekn-
um hætti í öðrum leikhluta og höfðu
oftast frumkvæðið, staðan í hálfleik
var 54-48 Hamar í vil. Strax í upp-
hafi þriðja leikhluta tókst Njarðvík-
ingum að jafna leikinn og komast
svo yfir en Hamarsmenn gáfust ekki
upp og náðu að jafna og komast yfir
og vora þeir með þriggja stiga for-
ustu eftir þrjá leikhluta. Jafnræði
var síðan með liðunum fram í miðj-
an síðasta leikhluta en þá náðu
Njarðvíkingar að komast yfir og
unnu að lokum með sex stiga mun,
103-97. Það er eins og Hamarsmenn
nái ekki að halda út, þetta er þriðji
leikurinn sem þeir tapa í deildinni
og virðist sem liðið nái ekki að ein-
beita sér út allan leikinn, en þetta
hlýtur að fara að koma hjá þeim, því
að í liðinu er mjög góðir strákar sem
leggja sig alla í þetta.
Þetta var mjög gott hjá Njarðvík-
ingum að koma í Hveragryfjuna og
ná sér í tvö stig, þetta leit kannski
ekki vel út í byrjun en þeir hleyptu
þó Hamarsmönnum aldrei laiigt frá
sér og með góðri baráttu og seiglu
höfðu þeir þetta i lokin.
„Ég er ánægður að koma og vinna
héma,“ sagði Friðrik Ragnarsson,
þjálfari Njarðvíkur, er DV-Sport
hitti hann að máli í leikslok. „Ég
tapaði hérna í fyrra með stjömum
pi^ýtt lið og koma núna og landa
sigri er mjög gott. Ég er feginn að
vera búinn að koma hingað og ekki
skemmir það að hafa náð að taka tvö
stig hérna. Ég er ánægður með mína
stráka, þeir voru að spila ágætisleik
því við vissum að þetta yrði erfitt,"
sagði Friðrik að lokum.
Bestur hjá Hamri var Gunnlaugur
Erlendsson, barðist eins og ljón all-
an leikinn, Robert O’Kelly náði að
gera þrjátíu og sex stig og er það
mjög gott en hann verður að fara að
æfa vítaskotin. Láras Jónsson var
líka að gera ágætishluti, aðrir leik-
menn voru ekki að spila illa, langt í
frá, og ungu strákarnir áttu ágæt-
isinnkomu.
Hjá Njarðvfk var Friðrik Stefáns-
son allt í öllu, gerði þrjátíu stig, tók
tuttugu fráköst og varði þrjú skot,
frábær leikur hjá honum. Pete
Philo, Páll Kristinsson, Guðmundur
Jónsson og Ragnar Ragnarsson vora
líka að spila mjög vel. -EH
Formannanámskeid UMFÍ
Ungmennafélag íslands stendur fyrir formannanámskeiði
1 -2. nóvember nk. Námskeiðið er ætlað formönnum eða
stjórnarmönnum í ungmennafélögum.
Á námskeiðinu er farið yfir hlutverk formanna og
stjórnarmanna í félögum. Auk þess er farið yfir samskipti
sveitarstjórna og félaga, markvissari fundi, styrkja-
möguleika og fleira.
í lok námskeiðs verður farið í heimsókn í íslenskar getraunir.
Á námskeiðinu verður brugðið á leik og farið í óvissuferð.
Skráning er í
Þjónustumiðstöð UMFÍ,
Fellsmúla 26, Reykjavík,
eða í síma 568-2929,
eða á netfang umfi@umfi.is
Ungmennafélag íslands